Þrjú morð á klukkkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra

Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.

Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Auglýsing

Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins áttu sér stað rúm­lega ell­efu þús­und morð í Mexíkó eða um eitt morð hverjar tutt­ugu mín­útur og nemur aukn­ingin um 31% miðað við sama tíma­bil í fyrra. Ástæður þró­un­ar­innar eru margar en fleiri og smærri glæpa­gengi, aukin eft­ir­spurn eftir ópíumi og rík­is­stjóra­breyt­ingar á síð­asta ári hafa skipt sköp­um.

Inn­byrðis bar­átta á milli glæpa­sam­taka vegna eit­ur­lyfja­smygls hefur verið til staðar í Mexíkó í ára­tugi en þó versnað til muna eftir þús­ald­ar­mótin bæði vegna gríð­ar­legrar eft­ir­spurnar eftir eit­ur­lyfjum í grann­ríki Mexíkó til norð­urs, Banda­ríkj­un­um, og aðgerðir stjórn­valda til að berj­ast gegn starf­sem­inni.

Morð­tíðnin sem afleið­ing af „eit­ur­lyfja­stríð­inu“ svo­kall­aða náði hámarki í for­seta­tíð Felipe Cald­erón (2006-2012) en harð­línu­stefna hans gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi gerði það að verkum að átökin stig­mögn­uð­ust; Meira 164 þús­und morð (þó tengj­ast ekki öll endi­lega eit­ur­lyfja­stríð­inu) áttu sér stað í Mexíkó á milli 2007 og 2014. Til sam­an­burðar var tala lát­inna í stríð­unum í Írak og Afghanistan sam­an­lagt um 103 þús­und á sama tíma­bili.

Núver­andi for­seti Mexíkó, Enrique Peña Nieto, vann sigur í kosn­ing­unum árið 2012 með því að ein­blína ekki á eit­ur­lyfja­stríðið heldur með því að leggja áherslu á atriði á borð við mennt­un­ar-, orku-, og sam­skipta­mál. Peña Nieto vildi breyta orð­ræð­unni í kringum eit­ur­lyfja­stríðið en minnk­andi afskipti rík­is­stjórnar hans í sam­an­burði við Cald­erón leiddu til lækk­andi morð­tíðni á fyrstu tveim árum stjórn­ar­tíðar hans. Síðan 2015 hefur morð­tíðnin hins vegar farið vax­andi á nýjan leik og benda sumar spár til þess að 2017 verði blóð­ug­asta árið til þessa.

Auglýsing

El Chapo, ópíóíðar og Pax Mafi­osa

Ástæð­urnar fyrir aukn­ing­unni eru marg­ar. Ópíum­fram­leiðsla í Mexíkó hefur auk­ist í sam­hengi við aukna eft­ir­spurn í Banda­ríkj­unum eftir ópíóíðum og þar að auki hefur metam­fetamín­fram­leiðsla fyrir Banda­ríkja­markað færst nán­ast að öllu leyti til Mexíkó. Stórir mark­aðir og aukin sam­keppni á milli glæpa­sam­taka hefur stuðlað að hækk­andi morð­tíðni.

Sú þróun hefur átt sér stað á sama tíma og breyt­ing hefur orðið á fjölda og stærð glæpa­sam­taka í Mexíkó sem afleið­ing af aðferðum stjórn­valda í eit­ur­lyfja­stríð­inu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hand­sama höf­uð­paura glæpa­sam­tak­anna og hefur það leitt til að stærri glæpa­sam­tök skipt­ist upp í minni ein­ing­ar. Þegar hinn alræmdi Joaquín „El Chapo“ Guzmán var hand­tek­inn á ný í fyrra leiddi það til bar­áttu inn­byrðis í hinum gríð­ar­stóru Sina­loa-­glæpa­sam­tök­um. Þegar glæpa­sam­tökin skipt­ast niður í fjöl­mörg gengi hefur þró­unin verið sú að hvert gengi hefur ekki haft mann­afl­ann eða get­una til að sinna öllum þáttum virð­is­keðju eit­ur­lyfja­smygls­ins og ein­blína frekar á afmörkuð svæði. Sam­keppnin milli þeirra hefur ekki ein­ungis leitt til aukn­ingu í morð­tíðni lands­ins heldur hefur vett­vangur ofbeld­is­ins færst frá landamæra­hér­uðum lands­ins í norðri til hér­aða í suð­ur­hluta lands­ins.

Joaquin „El Chapo“ Guzman er alræmdur glæpaforingi.

Þá er talið að rík­is­stjóra­kosn­ingar sem fram fóru í land­inu í fyrra hafi raskað tengslum á milli meintra spilltra rík­is­stjóra og glæpa­sam­taka. Fjöl­margir rík­is­stjórar úr stjórn­ar­flokki Peña Nieto (sem heitir því þver­sagna­kennda nafni Partido Revolucion­ario Instit­ucional (PRI), eða „stofn­ana­væddi bylt­ing­ar­flokk­ur­inn“) misstu sæti sín eftir að kjós­endur létu í ljós óánægju sína með spillta stjórn­ar­hætti þeirra í kjör­klef­an­um. Þessi breyt­ing gæti hafa ollið því að leyni­leg sam­bönd stjórn­mála­manna við glæpa­sam­tök, Pax Mafi­osa svo­kall­að, sem höfðu hemil á beit­ingu ofbeld­is, flosn­uðu upp.

Illt er öðrum ólán sitt að kenna

Enrique Pena Nieto forseti MexíkóAukin morð­tíðni síð­ustu ára hefur leitt til þess að stefna Peña Nieto, sem tók mið af því að vanda­mál Mexíkó væru ekki kerf­is­bundin heldur að orð­ræðan í kringum ofbeldi þyrfti að breytast, er talin hafa mis­tek­ist. Ólík­legt er að miklar breyt­ingar verði á stefnu stjórn­valda í eit­ur­lyfja­stríð­inu á næst­unni; Peña Nieto á ein­ungis átján mán­uði eftir í for­seta­stól og hefur rík­is­stjórnin ekki náð að tefla fram skil­virkum val­kosti við harð­línu­stefnu Cald­erón enda er hún ásökuð um spill­ingu og ofsóknir gegn and­stæð­ingum í frjálsum félaga­sam­tök­um. Þá hefur rík­is­stjórn Peña Nieto lagt áherslu á að rót ofbeld­is­vanda Mexíkó sé að miklu leyti hin gríð­ar­lega eft­ir­spurn eftir eit­ur­lyfjum í Banda­ríkj­un­um.

Mark­að­ur­inn fyrir smygl­uðum eit­ur­lyfjum í Banda­ríkj­unum er met­inn á um 64 millj­arða Banda­ríkja­dala á ári en hinar gríð­ar­legu tekjur sem glæpa­sam­tök hafa af starf­sem­inni fara bæði til vopna­kaupa og til að við­halda víð­feðmu spill­ing­ar­neti í Banda­ríkj­un­um, Mexíkó og gjör­vallri Mið-Am­er­íku. Um 70% þeirra skot­vopna sem voru gerð upp­tæk í Mexíkó á árunum 2009 til 2014 voru rekin til Banda­ríkj­anna. Straumur pen­inga og vopna frá norðri til suð­urs er að minnsta kosti jafn stór hluti af vanda­mál­inu og straumur með­lima glæpa­sam­taka til Banda­ríkj­anna, eða „bad hombres“ eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kallar þá.



Á dög­unum tísti Trump um að Mexíkó væri næst hættu­leg­asta átaka­svæði heims á eftir Sýr­landi og vitn­aði þannig óbeint í könnun sem fram­kvæmd var af rann­sókn­ar­setr­inu International Institute for Stra­tegic Stu­dies (IIS­S). Trump end­aði tístið eins og honum einum er lagið með „_We will BUILD THE WALL!_“ en stefna hans sem miðar að bygg­ingu múrs með­fram landa­mærum Mexíkó og brott­vísun þús­unda ólög­legra inn­flytj­enda virð­ist setja í for­gang að gera Mexíkó að blóra­böggli eit­ur­lyfja­smygls og ofbeldi tengt því frekar en að reyna að takast á við rót vand­ans. Hegðun stjórn­valda bæði í Mexíkó og Banda­ríkj­anam gefa því litla von um að hinu gríð­ar­lega ofbeldi sem fylgir eit­ur­lyfja­smygli muni linna á næstu miss­er­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar