Stjórnarráð Ríkisstjórn

Kaldur pólitískur vetur framundan

Stór pólitísk átakamál, sem stjórnarflokkarnir eru í grundvallaratriðum ósammála um, eru á dagskrá í vetur. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar og hverfandi fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu reyna á samstöðu hennar á kosningavetri. Það er kalt á ríkisstjórnarheimilinu þessa daganna.

Rík­is­stjórnin fund­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hún hafði þá ekki fundað í 41 dag, sem er lengsta frí sem rík­is­stjórn hefur tekið frá slíkum fund­ar­höldum í tólf ár. Þing­nefndir byrj­uðu líka að funda í vik­unni og þing verður sett að nýju 12. sept­em­ber. Póli­tíkin er því að vakna úr sum­ar­dvala.

Sá dvali ein­kennd­ist mest­megnis af skoð­ana­könn­unum sem sýndu slæma stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og sér­stak­lega litlu flokk­ana sem hana skipa, og til­raunum þeirra flokka til að sýna að þeir væru ekki bara hækjur fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Á kom­andi vetri verður tek­ist á um lyk­il­kerf­is­breyt­ingar í íslensku sam­fé­lagi. Um land­bún­að­ar­kerfið og hvort ráð­ast eigi í upp­kaup á offram­leiðslu fyrir rík­is­fé, um breyt­ingar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og end­ur­skoðun á umgjörð pen­inga­mála- og gjald­miðla­stefn­unn­ar. Í ljósi þess að í rík­is­stjórn sitja flokkar sem eru á önd­verðu meiði í þessum stóru málum er eðli­legt að velta fyrir sér hvort hún muni lifa af þann kalda póli­tíska vetur sem er framundan. Sér­stak­lega þar sem sveita­stjórn­ar­kosn­ingar eru í vor, og staða flokk­anna á lands­vísu mun án nokk­urs vafa smit­ast inn í árangur þeirra þar.

Óvin­sæld­irnar minnka ekk­ert

Sum­arið hefur ein­kennst af stöðu­töku milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Sitj­andi rík­is­stjórn hefur ekki farið vel af stað. Það er að minnsta kosti ekki mat kjós­enda, enda hefur engin rík­is­stjórn orðið jafn fljótt jafn óvin­sæl og sú sem nú sit­ur. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ist stuðn­ingur við hana ein­ungis 32,7 pró­sent. Flokk­arnir sem að rík­is­stjórn­inni standa myndu ein­ungis ná inn 21 þing­manni ef kosið yrði í dag, ell­efu færri en í kosn­ing­unum fyrir um tíu mán­uðum síð­an, og eru því óra­fjarri því að halda meiri­hluta sín­um.

Líkt og venjan er í stjórn­ar­sam­starfi þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þunga­miðjan þá bitna óvin­sæld­irnar fyrst og síð­ast á sam­starfs­flokk­un­um. Sam­kvæmt könn­unum heldur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kjarna­fylgi sínu, fengi 26,5 pró­sent atkvæða og 18 þing­menn. Hann yrði því áfram stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag. Við­reisn myndi hins vegar helm­ing­ast í fylgi, og rétt skríða inn á þing með 5,3 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn. Staðan hjá Bjartri fram­­­tíð er enn verri. Ein­ungis 3,7 pró­­­sent aðspurðra í könnun Gallup sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn. Það myndi þýða að Björt fram­­­tíð næði ekki inn manni á þing en flokk­­­ur­inn hefur nú fjóra þing­­­menn.

Þau Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé eru vön því að mælast vart með lífsmarki í skoðanakönnunum. Fyrir síðustu kosningar náðu þau hins vegar að snúa taflinu við á hárréttum tíma.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Umræðan um að Við­reisn og Björt fram­tíð séu fyrst og síð­ast til skrauts í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks sem ætlar engu að breyta truflar framá­menn í báðum flokkum mik­ið. Þeir virð­ast gera sér grein fyrir því að ákvörðun um að afgreiða skipan í nýjan Lands­rétt á loka­metrum síð­asta þings, þar sem atkvæði féllu að öllu leyti eftir víg­línum stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, var síst til að draga úr þeirri upp­lifun fólks. Hvort sem þeim líkar betur eða verr leit afgreiðsla máls­ins út sem póli­tísk hrossa­kaup í augum ansi margra. Fyrir vikið er litlu flokk­unum tveimur mikið í mun að skerpa á því hver mun­ur­inn á stefnu þeirra og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé.

Reynt að búa til bil

Það sást á sum­ar­mán­uð­um. Fyrst skrif­aði Þor­steinn Páls­son, áhrifa­maður innan Við­reisn­ar, grein á Kjarn­ann þann 13. júní þar sem hann sagði flokk­anna tvo vera að koma stórum málum á dag­skrá. „Með hæfi­­legri ein­­földun má segja að við myndun þess­­arar stjórnar hafi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn aðeins farið fram á skatta­­lækk­­­anir en óbreytt ástand að öðru leyti. Við­reisn og Björt fram­­tíð vildu setja á dag­­skrá breyt­ingar í land­­bún­­að­­ar­­mál­um, nýjar hug­­myndir um veiði­leyfagjöld, rót­tæka end­­ur­­skipan á gjald­mið­ils- og pen­inga­­málum og þjóð­­ar­at­­kvæði um hvort halda eigi áfram aðild­­ar­við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­band­ið,“ skrif­aði Þor­steinn. Þessi skrif fóru ekki vel í Sjálf­stæð­is­menn.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra,  og Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins, hafa síðan verið dug­leg að skrifa greinar um pen­inga­mál, þar sem áhersla hefur verið lögð á að gagn­rýna krón­una. Bene­dikt skrif­aði til að mynda grein í Frétta­blaðið 20. júlí sem bar yfir­skrift­ina: „Má fjár­mála­ráð­herra hafna krón­unn­i?“ Nið­ur­staða hans var já, og að fjár­mála­ráð­herra beri hrein­lega „skylda til að leggja til þann kost sem er far­sælastur fyrir Íslend­inga.“ Sá kostur væri ekki krón­an.

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur einnig verið áber­andi og meðal ann­ars tjáð sig ítrekað um þörf­ina á breyt­ingum á land­bún­að­ar­kerf­inu. Síð­ast þann 8. ágúst, þegar hann skrif­aði að það væri ekki nátt­úru­lög­mál að vera með hæsta mat­væla­verð í heimi. Hann kall­aði eftir Costco- og IKEA-á­hrifum á land­búnað. Bene­dikt hefur tekið undir með hon­um. Þetta hefur truflað ýmsa Sjálf­stæð­is­menn. Páll Magn­ús­son, leið­togi þeirra á Suð­ur­landi, gagn­rýndi þá harð­lega í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær. Þar sagði hann að Þor­steinn og Bene­dikt hefðu fjallað á „yfirborðs­legan en skiln­ings­lít­inn hátt um þann alvar­lega vanda sem nú blasir við sauð­fjár­bænd­um.“

Þá hefur bar­átta fórn­ar­lamba Roberts Dow­ney (áður Róbert Árni Hreið­ars­son), og aðstand­enda þeirra, fyrir því að fá upp­lýs­ingar um af hverju hann hafi fengið upp­reista æru og lög­manns­rétt­indi að nýju einnig fallið í skýrar póli­tískar skot­grafir á ein­hvern ótrú­legan hátt. Málið hefur gert það að verkum að Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hefur boðað breyt­ingar á því hvernig upp­reist æru er veitt.

Og í lið­inni viku gerð­ist það að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd var kölluð saman til að ræða þær breyt­ing­ar. Þar voru ýmis gögn um mál Roberts Dow­ney lögð fram í trún­aði. Meðal ann­ars upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem skrif­uðu undir með­mæli fyrir því að Robert Dow­ney fengi upp­reist æru. Þeir nefnd­ar­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans, sem mættir voru á fund­inn, gengu út af honum þegar nöfnin voru lögð fram. Eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn sem varð eftir var Brynjar Níels­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Ótt­­arr Proppé, for­­maður Bjartrar fram­­tíðar og heil­brigð­is­ráð­herra, tjáði sig um málið í kjöl­far­ið. Í stöð­u­­upp­­­færslu a Face­book sagði hann upp­­á­koman í nefnd­inni, þegar nefnd­­ar­­menn stjórn­­­ar­­flokka gengu út, hefði virk­að„f­­urð­u­­leg“. „ Hún þarfn­­ast skýr­inga og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram.“ Björt fram­tíð á ekki full­trúa í nefnd­inni og gagn­rýnin beind­ist aug­ljós­lega þeim stjórn­ar­þing­mönnum sem gengu út. Í morgun bætti hann í málið og sagð­ist vilja leggja af upp­reist æru. Ljóst væri að það hefði mis­tek­ist hrapa­lega að ná sam­komu­lagi um hvernig með­höndla ætti málið í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Jón Stein­­dór Vald­i­mar­s­­son, vara­­for­­maður stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar og þing­­maður Við­reisn­­­ar, til­kynnti síðar sama dag að hann myndi óska eftir því að fá öll gögn um mál Roberts Dow­ney afhent á næsta fundi nefnd­­ar­inn­­ar. Hann hefði ekki kom­ist á fund­inn í vik­unni. Það verða því ein­ungis nefnd­ar­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem munu neita að sjá umrædd gögn. Sú afstaða hefur farið mis­mun­andi í fólk. 

Það hefur mætt mikið á Brynjari Níelssyni, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vegna máls Roberts Downey. Það virðist skyndilega orðið flokkspólitískt mál.
Mynd: Anton Brink

Fyrr­ver­andi for­maður segir stjórn­ina ekki standa fyrir neitt

Það liggur fyrir að kjós­endur Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar vildu ekki stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Skoð­ana­kann­anir sýna það. T.d. kom fram í könnun sem gerð var í febr­ú­ar, skömmu eftir að rík­is­stjórnin tók við, að tæp­lega 40 pró­sent kjós­enda Við­reisnar væru ánægðir með sam­starfið og ein­ungis 14 pró­sent kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar.

En það er heldur ekki ánægja með það hjá öllum Sjálf­stæð­is­mönn­um. Margir flokks­menn hrein­lega þola ekki Við­reisn og þetta stjórn­ar­sam­starf. Bene­dikt Jóhann­es­son kom inn á þessa stöðu í við­tali við Kjarn­ann í júní. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart hversu mikil tor­tryggni hefði verið í garð Við­reisnar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eftir kosn­ing­arn­ar.

Fremstur í flokki gagn­rýnenda fer Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Davíð Oddsson segir ríkisstjórnina ekki hafa nein mál til að falla á, vegna þess að hún standi ekki fyrir neitt.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Á síð­ustu vikum hefur hann ritað rit­stjórn­ar­greinar þar sem hann hefur gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina mjög harka­lega. Í leið­ara sem birt­ist um síð­ustu mán­aða­mót, skrif­aði Dav­íð: „Ís­lenska rík­is­stjórnin hefur setið í hálft ár og þegar misst allt álit þótt hún hafi ekki gert neitt sem öllum almenn­ingi mis­lík­ar. Hún stendur ekki fyrir neitt. Mál­efna­samn­ingur hennar hrópar það framan í fólk. Þar er ekk­ert hand­fast nema helst langur kafli sem virð­ist und­ir­strika að nauð­syn­legt sé að fjölga inn­flytj­end­um. Sú nauð­syn var ekki orðuð í kosn­ing­un­um.“

Hann end­ur­tók sömu orð að mestu í Reykja­vík­ur­bréfi 4. ágúst. Og bætti svo við: „Ein­hverjir eru í spyrja sig og aðra, með hlið­sjón af fallandi stuðn­ingi, hvort þessi rík­is­stjórn sé við það að falla. En það er með öllu óvíst að hún sé fær um það. Rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt sam­eig­in­legum sátt­mála sínum stendur ekki fyrir neitt, á ekki auð­velt að finna sér mál til að falla á. Meira að segja þegar hún mætir með sín allra vit­laus­ustu mál fyrir þingið mun stjórn­ar­and­staðan taka þeim fagn­andi. Rík­is­stjórn sem telur að það bendi til þess að hún sé á réttri leið hefur týnt átta­vit­anum sem hún fékk í ferm­ing­ar­gjöf.“

Ein öfl­ug­asta and­staðan gegn rík­is­stjórn sem stýrt er af Sjálf­stæð­is­flokknum kemur því frá hinu íhalds­sama banda­manni Morg­un­blað­inu um þessar mund­ir, og fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins, sem þar heldur um valdataumanna.

Á láns­tíma í póli­tík

Innan Bjartrar fram­tíðar virð­ist ekki mik­ill æsingur yfir stöð­unni. Flokks­starfið er enda lítið sem ekk­ert um þessar mundir og þeir sem gagn­rýndu flokk­inn mest innan frá hafa ein­fald­lega yfir­gefið hann.

Liðs­menn Bjartrar fram­tíðar þekkja þá stöðu að hverfa nán­ast í könn­un­um. Þannig var staða hans nán­ast allt síð­asta kjör­tíma­bil, eða þar til and­staða við gerð búvöru­samn­inga á hár­réttum tíma, rétt fyrir kosn­ing­ar, hleypti flokknum skyndi­lega aftur á hinn póli­tíska mat­seð­il. Það má því segja að Björt fram­tíð sé á láns­tíma í póli­tík og ofan á það röt­uðu þau í rík­is­stjórn. Afstaða þeirra sem eru í for­ystu flokks­ins er því sú að sitja út kjör­tíma­bilið og reyna að koma sem mestu í verk í krafti stöðu sinn­ar. Engin ástæða er fyrir þau að sprengja rík­is­stjórn og sér­stak­lega ekki að boða til kosn­inga, sem kann­anir benda til þess að Björt fram­tíð myndi ekki lifa af.

Ef erf­ið­lega gengur að koma á umbótum á kvóta­kerf­inu og atkvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið á næstu miss­erum gæti Ótt­arr Proppé þó verið minntur á stöðu­upp­færslu sem hann setti á Face­book 15. nóv­em­ber 2016, þegar slitn­aði upp úr fyrstu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum þeirra flokka sem nú mynda rík­is­stjórn. Þá sagði hann að flokk­ur­inn hefði staðið fast á sínum prinsipum og að hann myndi gera það áfram.

Telja Sjálf­stæð­is­flokk­inn vera að valda sér erf­ið­leikum

Við­reisn er hins vegar flokkur sem var búinn til með miklum til­kostn­aði. Og ætl­aði sér lang­lífi í íslenskum stjórn­málum sem val­kostur fyrir frjáls­lynda og alþjóð­lega sinn­aða kjós­end­ur. Í ljósi þess að fyrstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar flokks­ins eru framundan á næsta ári er ljóst að staða flokks­ins á lands­vísu nú um stundir mun ekki vera gott vega­nesti inn í þá bar­áttu.

Jón Stein­dór sagði í við­brögðum við einni af skoð­ana­könn­unum sem sýndu afleita stöðu Við­reisnar að flokk­ur­inn þyrfti að skoða stöðu sína. Ljóst væri að sam­búðin við Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri að valda flokknum erf­ið­leik­um. Við­reisn hafi þurft að gera mála­miðl­anir þegar hann gekk til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.„Kannski höfum við gengið of langt þar, ég veit það ekki.“

Tveir kostir eru fyrir Við­reisn og Bjarta fram­tíð ef flokk­arnir ákveða að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Annar er að kjósa aft­ur, sem getur varla verið eft­ir­sókn­ar­vert í ljósi stöðu flokk­anna í könn­un­um. Hinn er að reyna enn og aftur á myndun fimm flokka rík­is­stjórn sem inni­héldi þá annað hvort Pírata eða Fram­sókn­ar­flokk­inn ásamt Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu.

Morg­un­ljóst má vera að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sprengir að minnsta kosti ekki rík­is­stjórn­ina, þrátt fyrir óánægju harð­línu­afl­anna í Hádeg­is­mó­um. Ástæðan er sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill vera við völd. Hann hefur haldið á slíkum nær óslitið frá lýð­veld­is­stofnun og mótað íslenskt sam­fé­lag. Þau kerfi vill hann verja úr valda­stöðu, ekki stjórrn­ar­and­stöðu. Og með hverjum öðrum ætti flokk­ur­inn að starfa?

Það var kalt á tröppunum við Bessastaði þegar ríkisstjórnin tók við í janúar. Og henni hefur gengið illa að hrista kuldahrollinn úr sér síðan þá.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Vinstri græn eru óskak­andi­dat ýmissa íhalds­afla innan flokks­ins, í ljós þess að þau telja að flokk­arnir geti náð saman um að verja sjáv­ar­út­vegs- og lands­bún­að­ar­kerfin og því að við­halda gild­andi pen­inga­mála­stefnu.

Meg­in­á­hersla Vinstri grænna í póli­tík nú um stundir er hins vegar stór­aukin sam­neysla. Í rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem flokk­ur­inn tók þátt í í lok síð­asta árs kom skýrt fram að hann vildi fara í fjár­fest­ingar í vel­ferð og innviðum sem gætu kostað tugi millj­arða króna á ári til við­bótar við það sem rekstur rík­is­sjóðs kostar í dag. Þær fjár­fest­ingar þyrfti að fjár­magna með nýjum sjálf­bærum tekj­um. Það þýðir að ráð­ast þyrfti í ýmiss konar skatta­hækk­an­ir, m.a. álagn­ingu hátekju­skatts, til við­bótar við hækkun á gjöldum sem tekin yrðu vegna nýt­ingar á auð­lindum og nýrra gjalda sem hægt yrði að leggja á ferða­þjón­ust­una.

Í ljósi þess að sitj­andi rík­is­stjórn liggur undir stans­lausu ámæli fyrir að vinna fyrst og síð­ast að hags­munum hinna efna­meiri er ljóst að þessi afstaða Vinstri grænna hefur ekki mild­ast. Hún hefur styrkst ef eitt­hvað er, og sú staða hefur skilað flokknum auknu fylgi í könn­un­um.

Lík­urnar á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni beygja sig undir slíkar skatta­hækk­anir og aukin rík­is­um­svif, til að hald­ast við völd, verða að telj­ast litlar sem eng­ar.

Fram­sókn dugar ekki lengur

Ein­ungis einn annar stjórn­mála­flokkur sem á full­trúa á Alþingi sem stendur myndi raun­hæft starfa með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, utan þeirra sem nú sitja með honum í rík­is­stjórn. Það er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Flokk­arnir tveir, sem eru vanir því að stjórna á Íslandi, eru hins vegar ekki með nægj­an­legan þing­styrk til að mynda meiri­hluta­stjórn sam­an.

Og ekki myndi staðan lag­ast ef boðað yrði til kosn­inga. Fram­sókn mælist með rúm­lega ell­efu pró­sent fylgi í síð­ustu könn­unum sem er í efri mörkum þess sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu.

Kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir myndu fá 37,9 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Að minnsta kosti fimm þing­menn myndi vanta upp á til að ná eins manns meiri­hluta. Það er minna en þeir fengu í síð­ustu kosn­ingum þegar Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn fengu sam­tals 41,9 pró­sent atkvæða. Raunar hafa þessir flokkar ekki mælst með sam­eig­in­legan meiri­hluta í könn­unum frá því fyrir kosn­ing­arnar 2013, en í þeim fengu Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur sam­an­lagt 51,1 pró­sent atkvæða.

Flokk­arnir virð­ast auk þess vera að fiska mest megnis í sömu tjörnum eftir kjós­end­um. Þ.e. ef kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks ákveður að kjósa annað færir hann sig vana­lega yfir til Fram­sókn­ar. Og öfugt. Und­an­tekn­ingin frá þessu fyr­ir­komu­lagi var í kosn­ing­unum 2013, þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn náði að höfða til breið­ari hóps með popúl­ísku lof­orði um að gefa hluta verð­tryggðra hús­næð­is­lán­tak­enda pen­inga ef þeir kæmu flokknum til valda.

Staðan virð­ist vera þannig að tími tveggja flokka kerf­is­varn­ar­stjórnar þess­ara tveggja flokka sé lið­inn.

Því er lík­legt að rík­is­stjórnin reyni áfram að halda áfram í sínu marg­stað­festa ást­lausa hjóna­bandi á næsta þing­vetri. Aðrir mögu­leikar í stjórn­ar­mynstri eru enn jafn fjarri og þeir voru í lok síð­asta árs þegar nán­ast allar teg­undir af rík­is­stjórn­ar­sam­setn­ingum voru mát­að­ar. En sam­skiptin verða áfram stirð. Og stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir munu fá nægt hrá­efni til að vinna úr næsta árið við að reyna að hrinda rík­is­stjórn sem hefur minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar