Myndi kosta 1,9 milljarða að bæta sauðfjárbændum tapið

Offramleiðsla er á lambakjöti á Íslandi. Engin eftirspurn er sem stendur eftir kjötinu á erlendum mörkuðum og því sitja bændur uppi með tap vegna hennar. Það tap vilja þeir að ríkið bæti þeim.

kind
Auglýsing

Það myndi kosta íslensk stjórn­völd tæp­lega 1,9 millj­arða króna að bæta sauð­fjár­bændum upp tap þeirra vegna fram­leiðslu árs­ins 2017. Þetta kemur fram í bréfi sem for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, Oddný Steina Vals­dótt­ir, sendi alþing­is­mönnum í gær og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Þar segir Oddný Steina að þriðj­ungs­lækkun á afurða­verði til sauð­fjár­bænda í haust þýði að fram­legð á með­al­kind lækki um 4.130 krónur frá árinu 2016. Í útreikn­ingum sam­bands­ins, sem unnar voru af Ráð­gjafa­mið­stöð land­bún­að­ar­ins upp úr skýrslu­halds­gögnum um 1.200 sauð­fjár­búa og rekstr­ar­gögnum 44 búa, er miðað við að kind­urnar séu 450 þús­und tals­ins, og því sé tap íslenskra sauð­fjár­bænda milli ára 1.859 millj­ónir króna. „Þessi staða er grafal­var­leg eins og bændur hafa ítrekað bent á. Margra mán­aða við­ræður við stjórn­völd hafa hins vegar litlu skil­að. Lands­sam­tök sauð­fjár­bænda telja því ein­sýnt að bændur og Alþingi taki höndum saman og bregð­ist við þessum bráða­vanda án taf­ar.“

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2017 munu greiðslur vegna sauð­fjár­fram­leiðslu, án alls við­bót­ar­kostn­að­ar, nema um fimm millj­örðum króna í ár.

Launa­lækkun upp á 56 pró­sent

Útreikn­ing­arnir sýna einnig að afkoma fyrir afskrift­ir, fjár­magnsliði og skatta (EBITDA) fyrir sauð­fjár­rækt í heild verði 1.994 millj­ónum krónum minni í ár en hún var í fyrra, þegar afkoman var jákvæð um 531 milljón króna.

Auglýsing
Í bréfi Odd­nýjar Steinu segir að þessi staða muni að óbreyttu þýða launa­lækkun upp á 56 pró­sent fyrir sauð­fjár­bænd­ur. Raun­veru­leg launa­lækkun til sauð­fjár­bænda muni þó verða mun meiri því EBITDA verði 0 krónur eftir 56 pró­sent lækk­un. „Bændur eiga þá eftir að greiða greiða vexti, verð­bæt­ur, afskriftir og skatta. Það er því ljóst að laun íslenskra sauð­fjár­bænda munu lækka enn meira og stórir hópar fá engin laun fyrir vinnu­fram­lag sitt til sauð­fjár­ræktar árið 2017 ef fer sem horfir og afurða­verð lækkar um 35 pró­sent í haust.“

Hiti á fundi atvinnu­vega­nefndar

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu er sú að sauð­fjár­bændur geta ekki flutt úr landi þann hluta fram­leiðsl­unnar sem ætl­aður var til útflutn­ings. Helstu ástæður séu ann­ars vegar við­skipta­bann Rússa á íslenskar afurðir vegna stuðn­ings Íslend­inga við efna­hags­þving­anir Evr­ópu­sam­bandið á landið út af stöð­unni á Krím­skaga, og hins vegar lokun Nor­egs­mark­að­ar. Þar er ein­fald­lega ekki lengur eft­ir­spurn eftir inn­fluttu lamba­kjöti. Þá hjálpar mikil styrk­ing krón­unnar ekki til.

Við­ræður hafa staðið yfir milli sauð­fjár­bænda og stjórn­valda um aðgerðir vegna þess­arar stöðu um nokk­urt skeið, en án nið­ur­stöðu. Fjallað var um málið á fundi atvinnu­vega­nefndar í vik­unni. Páll Magn­ús­son, for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í kjöl­farið við Morg­un­blaðið að við­bót­ar­fjár­magn þyrfti að koma til frá hinu opin­bera. Hugs­an­lega þyrfti að flýta greiðslum úr núver­andi búvöru­samn­ingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Stefna flokks hennar, Viðreisnar, er að breyta landbúnaðarkerfinu og draga úr niðurgreiðslum til þess. Mynd: Birgir Þór HarðarsonHeim­ildir Kjarn­ans herma að sú hug­mynd að ríkið kaupi upp offram­leiðslu sauð­fjár­bænda fari mjög illa í ráð­herra Við­reisn­ar, sem stýra land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sömu sögu sé að segja um hug­myndir um að útflutn­ings­skylda verði tekin aftur upp. Hún var afnumin fyrir um ára­tug síðan vegna þess að hún þótti úrelt.  Í útflutn­ings­skyldu fólst að bændur skuld­bundu sig til að selja hluta af fram­leiðslu sinni á erlenda mark­aði.

Mik­ill hiti var á fundi atvinnu­vega­nefndar í vik­unni þegar hluti nefnd­ar­manna, m.a. frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, töl­uðu fyrir annað hvort upp­töku útflutn­ings­skyldu eða upp­kaupum rík­is­ins á umfram­fram­leiðslu.

Slíkt kemur ekki til greina hjá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu nema að á móti komi vilji hjá Bænda­sam­tök­unum til að breyta kerf­inu þannig að svona staða, þar sem miklu meira af kjöti er fram­leitt en eft­ir­spurn sé eft­ir, komi ekki upp aft­ur. Þá kvarta margir við­mæl­endur Kjarn­ans yfir því að sára­lítið sé til af almenni­legum hag­tölum sem sýni raun­veru­lega stöð­una á sauð­fjár­mark­aðn­um. Það þurfi að bæta veru­lega áður en að hægt sé að rétt­læta stór­kost­legar greiðslur úr rík­is­sjóði til að mæta þeirri erf­iðu stöðu sem sauð­fjár­bændur eru í.

Mark­aðsá­tak skil­aði ekki auk­inni eft­ir­spurn

Rík­is­sjóður hefur þegar greitt tölu­verða fjár­muni vegna fyr­ir­sjá­an­legra erf­ið­leika íslenskra sauð­fjár­bænda við sölu á afurðum sínum erlend­is. Um var að ræða sér­stakt mark­aðsá­tak fyrir sauð­fjár­af­urðir á erlendum mörk­uð­um. Mark­aðsátakið þótti nauð­syn­legt vegna fyr­ir­sjá­an­legrar birgða­aukn­ingar sem gæti valdið verð­lækkun inn­an­lands.

Þegar fjár­auka­lög voru afgreidd 22. des­em­ber 2016 var sam­þykkt að veita 100 millj­ónum króna úr rík­is­sjóði til að koma í veg fyrir verð­lækkun á lamba­kjöti hér­lend­is. Þegar frum­varp um fjár­auka­lög var kynnt vakti við­bót­ar­greiðslan tölu­verða athygli og var meðal ann­ars harð­lega gagn­rýnd af þáver­andi for­manni Neyt­enda­sam­tak­anna, Ólafi Arn­ar­syni. Hann sagð­ist gátt­aður á mál­inu og sagði að stjórn­völd væru að verja pen­ingum til að halda uppi verð­lagi á Íslandi.

Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi starf­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mót­mælti því harð­lega og sagði í sam­tali við RÚV að málið sner­ist „um það fyrst og fremst að bændur geti haldið áfram að fram­leiða lamba­kjöt og þá um leið bjóða neyt­endum sem Ólafur Arn­ar­son er að vinna fyrir upp á ódýra, heil­næma og góða vöru og gott kjöt.“

Mark­aðsátakið virð­ist ekki hafa skilað miklu miðað við stöð­una eins og henni er lýst í bréfi Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda. Þar segir að þriðj­ungur af fram­leiðslu þeirra sé vana­lega fluttur úr landi og seldur á erlendum mörk­uð­um. „Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að und­an­förnu og útlit fyrir að birgðir við upp­haf slát­ur­tíðar verði 700 til 1.000 tonnum meiri en æski­legt væri.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar