Ofurkonan enn sterk fyrirmynd 76 árum síðar

Wonder Woman var sköpuð til að vera fyrirmynd ungra stúlkna af fólki sem brann fyrir femínisma á fyrri hluta 20. aldar. Nú er komin út kvikmynd um ofurhetjuna sem markar ákveðin skil og gefur fögur fyrirheit um fleiri myndir um og eftir konur.

Wonder Woman - Gil Gadot í hlutverki Ofurkonunnar
Wonder Woman - Gil Gadot í hlutverki Ofurkonunnar
Auglýsing

Í heimi teikni­mynda­sögu­hetja má finna ara­grúa sögu­per­sóna með ólíkan bak­grunn, útlit og eig­in­leika. Flestar þessar per­sónur eru karlar en þó er ein kona sem hefur verið til nán­ast frá upp­hafi list­grein­ar­inn­ar. Wonder Woman eða Ofur­konan hefur verið að lúskra á ill­mennum frá því í seinni heim­styrj­öld­inni og í milli­tíð­inni hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt. Með til­komu kvik­mynd­ar­inn­ar, sem frum­sýnd var í júní síð­ast­liðn­um, hefur blað verið brotið en þetta er í fyrsta sinn sem kven­leik­stjóri leik­stýrir mynd af þess­ari stærð­argráðu. Myndin hefur fengið ljóm­andi dóma þrátt fyrir að vera einnig umdeild. Mel­korka Huldu­dóttir mynd­list­ar­kona og kvik­myndanörd spjall­aði við Kjarn­ann um gildi þess að fá slíka kvik­mynd inn í algyð­is­hof ofur­hetju­mynda og yfir höfuð fyrir ungar stúlkur og konur að horfa á slíka mynd. 

Gyðja sem berst við hið illa

Wonder Woman - Mynd úr Justice #5

Sagan af Ofur­kon­unni telst gömul í heimi mynda­sagna en hún kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið í októ­ber árið 1941. Sögur hennar hafa nán­ast verið gefnar út stans­laust síðan þá fyrir utan pásu árið 1986. Hún kom fyrst fram í All Star Comics #8 og hefur alla tíð verið gefin út af útgáf­unni DC Comics. Upp­runa­saga Ofur­kon­unnar er byggð á grískri goða­fræði. Hún mun hafa verið mótuð úr leir af móður sinni, drottn­ingu Hippólýtu og Afródíta gefið henni líf. Guð­irnir gáfu henni síðan ofur­mann­lega krafta. Í nýrri útgáf­um, sem not­ast er m.a. við í nýju kvik­mynd­inni, er hún orðin dóttir Seifs, æðsta guðs­ins. Hún ólst upp hjá móður sinni og frænkum sínum á Para­dísareyju amazo­ne-kvenn­anna sem er eins­konar brú milli mann­heima og guða­heima. Sam­fé­lag þetta er ein­ungis sam­an­sett af konum og fékk hún stífa þjálfun í bar­daga­list í upp­eldi sínu. Hún var síðan send til mann­heima til að berj­ast við hið illa sem steðjar að mann­fólk­inu. Þegar þangað var komið tók hún upp nafnið Diana Prince. Hún er búin sér­stökum skot­heldum arm­böndum og ber gull­snöru sem hún notar til að þvinga sann­leik­ann upp úr glæpa­mönn­un­um. 

Mynda­sög­urnar um Ofur­kon­una eru sér­stakar af aug­ljósum ástæð­um, þær fjalla um sterka konu sem einnig er í aðal­hlut­verki en slíkt er heldur óvenju­legt í teikni­mynda­sögu­heim­in­um. Hún er á aldur við Súper­mann og Leð­ur­blöku­mann­inn sem báðir hafa notið gríð­ar­legra vin­sælda. Margar kvik­myndir og þættir hafa verið gerðir um ævin­týri þeirra en minna um Ofur­kon­una. Þó voru fram­leiddir þættir með Lyndu Carter í aðal­hlut­verki á árunum 1975 til 1979 og nutu þeir tölu­verðra vin­sælda. 

Auglýsing

Lit­ríkur höf­undur

William Moulton Mar­ston er upp­runa­legur höf­undur Ofur­kon­unnar en hann var sál­fræð­ing­ur, upp­finn­inga­maður og rit­höf­und­ur. Hann fædd­ist í Massachu­setts í Banda­ríkj­unum árið 1893 og var því 48 ára gam­all þegar saga Ofur­kon­unnar kom fyrst út. Hann skrif­aði teikni­mynda­sög­urnar alla tíð undir dul­nefn­inu Charles Moulton. Ofur­konan er sögð vera sýn Mar­stons á konur sem gáf­að­ar, hrein­skilnar og umhyggju­sam­ar. Hann útskrif­að­ist frá Harvard árið 1921 en eftir það kenndi hann í háskólum og skrif­aði bæk­ur. Hann starf­aði einnig sem almanna­teng­ill hjá Uni­ver­sal kvik­mynda­ver­inu í eitt ár. Mar­ston fann upp, ásamt eig­in­konu sinni Eliza­beth Holl­oway, blóð­þrýst­ings­tæki sem varð síðan fyr­ir­renn­ari lyga­mæl­is­ins.

Mar­ston var kvæntur fyrr­nefndri Eliza­beth Holl­oway en bjó einnig með annarri konu, Olive Byr­ne. Í raun bjuggu þau öll þrjú saman og brutu þannig við­teknar venjur sam­fé­lags­ins á þessum tíma. Saman áttu þau fjögur börn og ólu þau börnin upp í sam­ein­ingu. Hann var einnig orð­aður við B&D eða Bondage and discipline sem gengur út á að binda félaga sinn, oft­ast í kyn­lífi, og ná valdi yfir honum og öfugt. Vís­bend­ingar um þetta komu fram í sög­unum um Ofur­kon­una en gjarnan batt hún óvini sína eða þeir hana. Eftir dauða Mar­ston árið 1947 héldu þær Byrne og Holl­oway áfram að búa saman og ala upp börnin og alla tíð á eft­ir. 

William Moulton Marston og fjölskylda. Olive Byrne er þriðja til hægri og Elizabeth Holloway lengst til hægri.

En þrátt fyrir að vera titl­aður skap­ari Ofur­kon­unnar og ævin­týra hennar er það þó ekki alveg svo ein­falt. Fyr­ir­myndir hennar voru konan hans og sam­býl­is­kona, þær Hall­oway og Byr­ne. Þær eru einnig sagðar hafa skapað hana með honum til að gefa ungum stúlkum sterka fyr­ir­mynd til að líta upp til. Í raun var fram­lagi kvenn­anna þó ekki hampað fyrr en ára­tugum síðar en til að mynda var Holl­oway kölluð mamma Ofur­kon­unnar í grein í The New York Times frá árinu 1992, ári áður en hún dó. 

Framundan er að vænta kvik­mynd um Mar­ston. Hún nefn­ist Pro­fessor Mar­ston & the Wonder Women en myndin verður frum­sýnd í Banda­ríkj­unum í októ­ber seinna á árinu. Hér fyrir neðan má sjá sýn­is­horn af mynd­inni:





Hefði ung viljað sjá svona kvik­mynd

Melkorka Huldudóttir Mynd: FacebookTil hefur staðið að gera kvik­mynd um Ofur­kon­una í mörg ár og fjöldi leikkvenna verið orð­aður við hlut­verk Díönu prinsessu. Svo ekki verður annað sagt en að beðið hafi verið eftir kvik­mynd­inni með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu. Myndin hafði verið í fram­leiðslu í nokkur ár áður en hún var frum­sýnd út um allan heim fyrr á árinu. Mel­korka Huldu­dótt­ir, mynd­list­ar­kona og umsjón­ar­maður hlað­varps­ins Popp og fólk á Alvarpi Nútím­ans, fór í sumar á Wonder Woman með við­mæl­anda sín­um. „Mér fannst myndin æði og er fyrsta korterið af mynd­inni algjör­lega þess virði fyrir alla að sjá. Af því að þetta er í fyrsta sinn sem ég, sem er búin að sjá vand­ræða­lega mikið af kvik­mynd­um, sé svona mikið af öfl­ugum konum í lík­am­legum bar­daga­at­rið­u­m,“ segir hún. Þær séu svo ótrú­lega kröft­ugar og ólíkar en í hlut­verkin voru valdar ýmsar íþrótta­konur og ólymp­íu­meist­ar­ar. 

Mel­korka seg­ist hafa verið ofur­liði borin fyrsta korterið yfir því að sjá þessi atriði. Áður hafi hún bara séð karl­menn í svona hlut­verkum en í fyrsta skipið væri hér um konur að ræða. „Mér finnst þetta mjög mik­il­vægt því ég á tvær litlar dætur og ég er brjál­æð­is­lega glöð að fá Wonder Woman til að sýna þeim. Ég hefði viljað sjá svona mynd þegar ég var lít­il,“ segir hún. Ung seg­ist hún hafi lesið mynda­sögur og að Wonder Woman hafi læðst með öllu sem hún las. „Ég hafði strax áhuga á kvik­mynd­inni um leið og hún kom út, því ég er meiri kvik­myndanörd en mynda­sögunörd. En ég hef nátt­úru­lega alltaf þekkt Wonder Woman og vitað af þátt­unum með Lyndu Carter en mér finnst þeir mjög skemmti­leg­ir,“ segir hún. 

Fegin að vel heppn­að­ist til

Patty Jenk­ins leik­stýrir mynd­inni og hefur áður gert sjón­varps­myndir og þætti. Hún er lík­leg­ast fræg­ust fyrir að skrifa og leik­stýra kvik­mynd­inni Mon­ster frá árinu 2003 með Charlize Theron í aðal­hlut­verki. „Mér finnst mjög mik­il­vægt að það var kona sem leik­stýrði Wonder Wom­an,“ segir Mel­korka. Henni finnst í raun óskilj­an­legt að ekki hafi verið gerð kvik­mynd fyrr um ofur­hetj­una, miðað við að búið sé að gera kvik­myndir um ýmiss konar karl­hetj­ur. 

Mel­korka seg­ist hafa verið ánægð með hversu vel heppnuð kvik­myndin er því pressan hafi verið mik­il. Konur séu oft full­trúar allra ann­arra kvenna og vænt­ing­arnar því meiri. En hún segir að henni hafi verið létt þegar hún sá hversu góð myndin var því þá væri von á fleiri mynd­um. 

Mikið hefur breyst á síð­ustu ára­tugum og segir Mel­korka að ekki hafi verið sama lit­róf kvik­mynda og er í dag. Stelpur hafi þannig fleiri fyr­ir­myndir en áður og von­ast hún til að þessi þróun haldi áfram. „Mér fannst þetta mjög mik­il­væg mynd,“ segir hún og hvetur fólk til að sýna stelp­unum sínum Wonder Woman og ekki síður strák­un­um.

Kvik­myndin bönnuð víðs­vegar í Mið-Aust­ur­löndum

Gal Gadot Mynd:EPAKvik­myndin er þrátt fyrir vel­gengni ekki óum­deild. Þegar myndin fór í fram­leiðslu og alveg þangað til hún kom út voru háværar raddir sem mót­mæltu vali á leikkon­unni í aðal­hlut­verk­ið, henni Gal Gadot. Leik­konan sú er fædd og upp­alin í Ísr­ael og vann tit­il­inn ung­frú Ísr­ael árið 2004. Hún hefur unnið sem fyr­ir­sæta og leikið í nokkrum myndum áður en hún tók við hlut­verki Ofur­kon­unn­ar. Hún var í ísra­elska hernum í tvö ár en þar í landi er her­skylda sem öllum ber að sinna. 

Vegna þessa var kvik­myndin bönnuð í löndum á borð við Líbanon, Túnis og Kat­ar. Myndin var tekin af kvik­mynda­há­tíð í Alsír til stuðn­ings við Palest­ínu­menn og var hún tíma­bundið bönnuð í Jórdan­íu. 

Meg­in­á­stæðan fyrir því að margir eru óánægðir með leikkon­una ísra­elsku, fyrir utan veru hennar í hern­um, má rekja til færslu hennar á Face­book í júlí 2014. Þar segir hún: 

„Ég sendi ást­ar­kveðjur og bænir mínar til ísra­el­skra sam­landa minna. Sér­stak­lega til allra strák­anna og stelpn­anna sem fórna lífi sínu til að vernda land mitt gegn hroða­verkum Ham­as, sem fela sig eins og gungur bak við konur og börn... Við munum sigra! Shabbat Shal­om!“ 

Á mynd­inni með færsl­unni sjást hún og dóttir hennar biðja fyrir framan kerta­ljós. Átök höfðu harðnað á þessum tíma milli ísra­el­skra stjórn­valda og íbúa Gaza og fór þessi afger­andi stuðn­ingur Gadot fyrir brjóstið á mörg­um.

Gal Gadot - Færslan fræga

En þrátt fyrir umdeilda leikkonu þá eru margir ánægðir með fram­lagið og geta beðið með eft­ir­vænt­ingu eftir Wonder Woman 2 en til stendur að fram­hald af sögu Ofur­kon­unnar komi út árið 2019. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar