Þingkosningar í Noregi – hvað gerist þegar olían klárast?

Umræðan um hvort eigi að opna fyrir olíuleit á hafsvæðum í kringum Lofotoen- og Vesterålen-eyjaklasana fyrir utan strönd Norður-Noregs hefur orðið að ágreiningsmáli í kosningabaráttunni. Umræðan hefur leitt til spurninga um hagkerfi og orkuframtíð Noregs.

Annað hvort Jonas Gahr Støre og Erna Solberg eru talin langlíklegust til að verða forsætisráðherrar eftir kosningarnar.
Annað hvort Jonas Gahr Støre og Erna Solberg eru talin langlíklegust til að verða forsætisráðherrar eftir kosningarnar.
Auglýsing

Olíu­leit í grennd við Lof­oten hefur verið í deigl­unni frá því á átt­unda ára­tugi síð­ustu aldar og hefur nú skotið upp koll­inum í aðdrag­anda ­þing­kosn­ing­anna 11. sept­em­ber með meiri þunga en áður. Nokkrir þættir útskýra ágrein­ing­inn. Norð­menn eru nokkurn veg­inn klofnir í tvennt þegar kemur að hvort eigi að tak­marka olíu­iðnað lands­ins. Lágt olíu­verð á síð­ustu árum hefur valdið því að tug­þús­undir hafa misst störfin sín í olíu­iðn­að­inum og tengdum grein­um, þá sér­stak­lega í Vest­ur­-Nor­egi, en jafn­vel þar skipt­ast íbúar í um það bil í tvo helm­inga í mál­inu.

Kjós­endur binda miklar vænt­ingar við að stjórn­völd standi við þær kröfur sem Par­ís­ar­sátt­mál­inn setur land­inu og kann­anir sýna að umhverf­is­mál eru næst mik­il­væg­asta mál­efnið í þessum kosn­ingum á eftir mennta­mál­u­m. Lækk­andi vægi olíu í orku­notkun Evr­ópu, aðal­út­flutn­ings­mark­aðar Nor­egs, ásamt lágu olíu­verði hefur einnig leitt til umræðu um það hversu arð­bær hugs­an­leg olíu­starf­semi í Lof­oten myndi verða. Þá mun til­koma olíu­iðn­aðar á haf­svæðum í nánd við Lof­otoen krefj­ast gíf­ur­legrar inn­viða­fjár­fest­ingar á landi til að koma til móts við þarfir iðn­að­ar­ins.

Auk þess hefur nátt­úru­feg­urð Lof­oten og Vesterå­len, tals­verður ferða­manna­iðn­aður og gríð­ar­leg­t ­mik­il­vægi haf­svæð­anna í kring fyrir sjáv­ar­út­veg ávallt verið veiga­mikil rök gegn olíu­vinnslu. Ef ætti að friða eitt haf­svæði fyrir olíu­leit þá ætti það að vera Lof­otenskrifar Ola Stor­eng, einn rit­stjóri dag­blaðs­ins Aften­posten. Haf­svæðin í kring­um Lof­oten eru eitt stærsta hrygn­ing­ar­svæði þorsks­ins og stundum umtöluð sem mat­ar­kista lands­ins. Þrátt fyrir að rann­sóknir sem gerðar voru árið 2010 um hugs­an­legar nei­kvæðar afleið­ingar olíu­iðn­aðar á sjára­út­veg leiddu í ljós að það væri mjög ólík­legt að losun frá olíu­iðn­aði myndi ógna þorsk­stofn svæð­is­ins hafa þau rök reynst and­stæð­ingum olíu­vinnslu á svæð­inu vel í kosn­inga­bar­átt­unni. 

Auglýsing

Orð­ræða and­stæð­inga olíu­leitar ein­kenn­ist af því að stimpla olíu­iðnað bæði sem ógn við und­ir­stöður hinna hefð­bundna atvinnu­vega á svæð­inu og líka ógn við stöðu eyj­anna sem nátt­úruperla. Menn­ing og ­nátt­úra ­gegn skamm­sýnum hagn­aði. 

Á hinn bóg­inn snýst orð­ræða stuðn­ings­manna olíu­leitar um verð­mæta­sköpun í þeim til­gangi að reyna að fram­lengja „ol­íu­öld­ina“ eins lengi og hægt er til að til að draga úr þeim nei­kvæðu afleið­ingum sem fylgja því að olían klárist. Breyt­ing hag­kerf­is­ins eftir olí­una verður sárs­auka­full og fram­leng­ing olíu­vinnslu er besta leiðin til að draga úr sárs­auk­an­um.

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra og for­mað­ur Høyrehefur gefið sterkt til kynna að flokk­ur­inn sé hlynntur olíu­leit í Lof­oten og Fremskritts­partiet hefur gert hið sama. Arbeider­partiet sam­þykkti í vor að stefna flokks­ins yrði að finna ákveðna milli­leið þar sem sum haf­svæði, þar sem lík­urnar á því að finna olíu eru taldar mest­ar, verði opnuð fyrir olíu­leit en önnur verði frið­uð. Allir hinir flokk­arnir eru and­vígir olíu­leit í Lof­oten og vilja friða haf­svæð­in.

Stytt­ist í kosn­ingar

Þing­kosn­ingar í Nor­egi fara fram í næstu viku og mun hin sitj­andi „blá-bláa“ rík­is­stjórn miðju­hægri­flokks­ins Høyre og öfga­hægri­flokks­ins Fremskritts­partiet sækj­ast eftir end­ur­kjöri. „Rauð-græni“ val­kost­ur­inn mun sam­an­standa af jafn­að­ar­manna­flokkn­um Arbeider­partiet sem mun lík­lega fá með sér sós­í­alista­flokk­inn Sos­i­alistisk Ven­stre­parti og lands­byggð­ar­flokk­inn Senter­partiet í rík­is­stjórn ef til kem­ur. Þá munu hinn kristni miðju­hægri­flokk­ur Kristelig Fol­ke­parti og frjáslyndi flokk­ur­inn Ven­stre, sem báðir studdu rík­is­stjórn­ina á síð­asta kjör­tíma­bili, mögu­lega geta orðið hluti af, eða að minnsta kosti stutt, sam­steypu­stjórn báðu megin við miðj­una. Arbeider­partiet hefur úti­lokað að vinna með öfga­vinstri­flokkn­um Rødt og einnig græna flokkn­um Milj­ø­partiet De Grønne í hugs­an­legri rík­is­stjórn­ar­mynd­un.

Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun NOR­STAT fyrir norska rík­is­út­varp­ið, NRK, mælist Høyre stærsti flokkur lands­ins eftir að Arbeider­partiet hefur mælst sem langstærsti flokkur lands­ins í langan tíma í stjórn­ar­tíð Høyre og Fremskritts­partiet. Mjótt er á munum hins vegar og því er erfitt að spá fyrir um úrslit kosn­ing­anna. Val­mögu­leikar stærstu flokk­anna tveggja þegar kemur að því að mynda sam­steypu­stjórn geta breyst mjög hratt ef fylgi fær­ist til örfá pró­sent á milli flokka.

Ljóst er að blæ­brigða­munur er á áherslum kjós­enda í aðdrag­anda ­þing­kosn­ing­anna í Nor­egi miðað við þær síð­ustu. Umhverf­is- og lofts­lags­mál hafa fengið aukið vægi og einna helst í sam­hengi við mögu­lega olíu­leit í Lof­oten þar sem þau tengj­ast menn­ing­ar-, nátt­úru­vernd­ar-, og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þá hafa utan­að­kom­andi aðstæður á borð við lágt olíu­verð ásamt alþjóð­legum skuld­bind­ingum Nor­egs í Par­ís­ar­sátt­mál­anum leitt til umræðu um grund­vall­ar­hags­muni lands­ins til fram­tíð­ar. Hvað ger­ist þegar olían klár­ast er spurn­ing sem hefur berg­málað í norskri sam­fé­lags­um­ræðu í ára­tugi; kosn­inga­bar­áttan að þessu sinni hefur gert hana meira áríð­anda en nokkru sinni fyrr. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar