Víðtækur stuðningur á þingi við að leyfa fjölskyldunum að vera hér áfram

Búast má við átökum á þingi í dag, vegna þeirrar ráðstöfunar að senda feðgin úr landi, þar á meðal ellefu ára stúlku, sem vilja vera hér áfram.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Alþing­is­menn, bæði úr stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum og stjórn­ar­flokk­un­um, hafa sagst vilja fresta því að senda feðginin stúlk­urnar Haniye og Mary, ásamt fjöl­skyldum þeirra, úr landi. Þá er víð­tækur stuðn­ingur við frum­varp Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um veita þeim rík­is­borg­ara­rétt. 

Þing­flokkur Vinstri grænna er hlynntur mál­inu, í það minnsta stærstur hluti þing­flokks Pírata og þá eru þing­menn í liði Við­reisnar einnig hlynntir því feðginin fái að vera áfram í land­inu.

Björt fram­tíð vill end­ur­skoða lög um útlend­inga, en innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur Sig­ríður And­er­sen, dóms­málra­ráð­herra, traust og stuðn­ing þing­flokks­ins, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Þing­menn úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins ætla ekki form­lega að vera með í flutn­ingi frum­varps­ins, miðað við stöðu mála eins og hún var í gær, en innan flokks­ins er, líkt og í flestum hinum flokk­unum að Sjálf­stæð­is­flokknum und­an­skild­um, áhugi á því að grípa inn í þá atburða­rás að vísa stúlk­unum og fjöl­skyldum þeirra úr landi.

Frestun

Til stendur að senda feðginin Abra­him og Haniye Maleki úr landi á fimmtu­dag, en eins og greint var frá vef Kjarn­ans í gær, þá vill Rík­is­lög­reglu­stjóri láta fresta aðgerð­inni, en Útlend­inga­stofnun þarf þó að taka efn­is­lega afstöðu til þeirra beiðni. Ástæða þess að mög­u­­leiki er á frestun er sú að Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri telur for­m­galla hafa verið á birt­ing­­ar­vott­orði gagn­vart Abra­him og Hani­ye.

Líkt og greint var frá í gær, á vef Kjarn­ans, hefur Logi sent bréf til dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins, Útlend­inga­­stofn­un­­ar, kæru­­nefndar útlend­inga­­mála og alþjóða­­deildar Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra þar sem hann óskar eftir því að ákvörðun um að vísa Haniye Maleki og Abra­him Maleki úr landi verði ekki fram­­kvæmd á fimmt­u­dag líkt og stendur til.

Ástæðan er sú að hann, og aðrir þing­­menn, ætla að leggja fram frum­varp um að veita þeim feðginum rík­­is­­borg­­ara­rétt um leið og Alþingi verður sett í dag.

Mannúð að leið­ar­ljósi

Logi segir í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að það sé „eðli­­legt og mann­úð­­legt að þau verði ekki flutt úr landi fyrr en alþingi, sem hefur heim­ild að lögum til veit­ingu rík­­is­­borg­­ara­rétt­­ar, hefur fjallað um mál­ið. Þá væri með brott­vísun þeirra nú brotið gegn með­­al­hófi. Nefna má að for­­dæmi er fyrir því að Alþingi veiti rík­­is­­borg­­ara­rétt með skjótum hætti, t.d. þegar Bobby Fischer fékk rík­­is­­borg­­ara­rétt árið 2005. Þá afgreiddi Alþingi málið á innan við sól­­­ar­hring,“ sagði Logi.

Sig­ríð­ur And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði um helg­ina að ákvörðun um brott­vísun stúlkn­anna yrði ekki end­­ur­­skoð­uð. Það kæmi ekki til greina. Í sam­tali við RÚV sagði hún: „Nei, það kemur ekki til greina að end­­ur­­skoða mál sem dúkka hérna til­­vilj­ana­­kennt upp í umræð­unni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráð­herra að taka fram fyrir hend­­urnar á sjálf­­stæðri stjórn­­­sýslu­­stofnun eins og kæru­­nefnd í málum sem hafa fengið tvö­­falda máls­­með­­­ferð hér á land­i.“

Í við­tali við Morg­un­blaðið í dag segir hún, að henni hugn­ist ekki laga­setn­ing vegna þessa máls og segir það ekki rétt­ar­rík­inu til fram­dráttar að standa þannig að mál­um.

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar