Víðtækur stuðningur á þingi við að leyfa fjölskyldunum að vera hér áfram

Búast má við átökum á þingi í dag, vegna þeirrar ráðstöfunar að senda feðgin úr landi, þar á meðal ellefu ára stúlku, sem vilja vera hér áfram.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Alþing­is­menn, bæði úr stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum og stjórn­ar­flokk­un­um, hafa sagst vilja fresta því að senda feðginin stúlk­urnar Haniye og Mary, ásamt fjöl­skyldum þeirra, úr landi. Þá er víð­tækur stuðn­ingur við frum­varp Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um veita þeim rík­is­borg­ara­rétt. 

Þing­flokkur Vinstri grænna er hlynntur mál­inu, í það minnsta stærstur hluti þing­flokks Pírata og þá eru þing­menn í liði Við­reisnar einnig hlynntir því feðginin fái að vera áfram í land­inu.

Björt fram­tíð vill end­ur­skoða lög um útlend­inga, en innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur Sig­ríður And­er­sen, dóms­málra­ráð­herra, traust og stuðn­ing þing­flokks­ins, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Þing­menn úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins ætla ekki form­lega að vera með í flutn­ingi frum­varps­ins, miðað við stöðu mála eins og hún var í gær, en innan flokks­ins er, líkt og í flestum hinum flokk­unum að Sjálf­stæð­is­flokknum und­an­skild­um, áhugi á því að grípa inn í þá atburða­rás að vísa stúlk­unum og fjöl­skyldum þeirra úr landi.

Frestun

Til stendur að senda feðginin Abra­him og Haniye Maleki úr landi á fimmtu­dag, en eins og greint var frá vef Kjarn­ans í gær, þá vill Rík­is­lög­reglu­stjóri láta fresta aðgerð­inni, en Útlend­inga­stofnun þarf þó að taka efn­is­lega afstöðu til þeirra beiðni. Ástæða þess að mög­u­­leiki er á frestun er sú að Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri telur for­m­galla hafa verið á birt­ing­­ar­vott­orði gagn­vart Abra­him og Hani­ye.

Líkt og greint var frá í gær, á vef Kjarn­ans, hefur Logi sent bréf til dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins, Útlend­inga­­stofn­un­­ar, kæru­­nefndar útlend­inga­­mála og alþjóða­­deildar Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra þar sem hann óskar eftir því að ákvörðun um að vísa Haniye Maleki og Abra­him Maleki úr landi verði ekki fram­­kvæmd á fimmt­u­dag líkt og stendur til.

Ástæðan er sú að hann, og aðrir þing­­menn, ætla að leggja fram frum­varp um að veita þeim feðginum rík­­is­­borg­­ara­rétt um leið og Alþingi verður sett í dag.

Mannúð að leið­ar­ljósi

Logi segir í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að það sé „eðli­­legt og mann­úð­­legt að þau verði ekki flutt úr landi fyrr en alþingi, sem hefur heim­ild að lögum til veit­ingu rík­­is­­borg­­ara­rétt­­ar, hefur fjallað um mál­ið. Þá væri með brott­vísun þeirra nú brotið gegn með­­al­hófi. Nefna má að for­­dæmi er fyrir því að Alþingi veiti rík­­is­­borg­­ara­rétt með skjótum hætti, t.d. þegar Bobby Fischer fékk rík­­is­­borg­­ara­rétt árið 2005. Þá afgreiddi Alþingi málið á innan við sól­­­ar­hring,“ sagði Logi.

Sig­ríð­ur And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði um helg­ina að ákvörðun um brott­vísun stúlkn­anna yrði ekki end­­ur­­skoð­uð. Það kæmi ekki til greina. Í sam­tali við RÚV sagði hún: „Nei, það kemur ekki til greina að end­­ur­­skoða mál sem dúkka hérna til­­vilj­ana­­kennt upp í umræð­unni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráð­herra að taka fram fyrir hend­­urnar á sjálf­­stæðri stjórn­­­sýslu­­stofnun eins og kæru­­nefnd í málum sem hafa fengið tvö­­falda máls­­með­­­ferð hér á land­i.“

Í við­tali við Morg­un­blaðið í dag segir hún, að henni hugn­ist ekki laga­setn­ing vegna þessa máls og segir það ekki rétt­ar­rík­inu til fram­dráttar að standa þannig að mál­um.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar