Vildu „tryggja samfellu“ í eignaumsýslunni

Stjórnarformaður Lindarhvols og Ríkisendurskoðandi eru bræður, og því ákvað Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi að víkja í endurskoðunarhlutverki fyrir Lindarhvol. Ákveðið var að semja við Íslög um eignaumsýslu fyrir ríkissjóð.

seðlabankinn
Auglýsing

Sveinn Ara­son Rík­is­end­ur­skoð­andi lýsti sig van­hæfan til að end­ur­skoða árs­reikn­ing Lind­ar­hvols, eigna­halds­fé­lags íslenska rík­ins, sem ann­ast umsýslu eigna sem komu í fang rík­is­ins frá slita­búum föllnu bank­anna. Félagið var stofnað 15. apríl í fyrra og heldur á tug­millj­arða eignum fyrir hönd rík­is­ins.

Ástæðan fyrir því að Sveinn ann­að­ist ekki end­ur­skoðun árs­reikn­inga Lind­ar­hvols var sú að bróðir hans, Þór­hallur Ara­son, er stjórn­ar­for­maður Lind­ar­hvols. Vinnan við end­ur­skoðun árs­reikn­ings félags­ins tafð­ist nokkuð vegna þessa, en Sig­urður Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi Rík­is­end­ur­skoð­andi, var feng­inn í það að ann­ast end­ur­skoðun árs­reikn­ings­ins.

Í árs­reikn­ingi Lind­ar­hvols kemur fram að Steinar Guð­geirs­son hrl. hafi í fyrra fengið tæp­lega 40 millj­ónir króna í sinn hlut frá Lind­ar­hvoli á átta mán­aða tíma­bili, eða tæp­lega 5 millj­ónir króna á mán­uði. Pen­ing­arnir fóru til Íslaga, lög­manns­stofu sem Steinar á, en hann hefur pró­kúru fyrir hönd Lind­ar­hvols, sam­kvæmt gögnum um fyr­ir­tæk­ið.

Auglýsing

Inn­sendir reikn­ingar skoð­aðir

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi Ríkisendurskoðandi.Í svari við fyr­ir­spurn til Sig­urð­ar, segir hann að hann hafi yfir­farið reikn­inga Lind­ar­hvols í takt við við­ur­kenndar starfs­að­ferðir við end­ur­skoð­un. „Við end­ur­skoðun árs­reikn­ings Lind­ar­hvols ehf. fyrir árið 2016 voru gerðar þær kann­anir á bók­haldi félags­ins sem ég taldi nauð­syn­legar og í því sam­bandi skipu­lagði og hag­aði ég end­ur­skoð­un­inni í sam­ræmi við alþjóð­lega end­ur­skoð­un­ar­staðla. Árs­reikn­ing­ur­inn er árit­aður án athuga­semda. Varð­andi fyr­ir­spurn þína voru skoð­aðir allir reikn­ingar sem Íslög ehf. sendi félag­inu vegna árs­ins 2016. Þeir voru allir árit­aðir af stjórn­ar­manni Lind­ar­hvols ehf. sem var með prók­uru­um­boð fyrir félag­ið. Þá var skoðað af minni hálfu að reikn­ingar inn­sendir frá félag­inu væru í sam­ræmi við samn­ing milli aðila,“ sagði Sig­urð­ur.

Í stjórn félags­­ins sitja auk Þór­halls, Ása Ólafs­dótt­ir, með­­­stjórn­­andi, og Haukur C. Bene­diks­­son, með­­­stjórn­­andi.

Baðst afsök­unar á seinum skilum

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans 27. sept­em­ber þá sendi Kjarn­inn fyr­ir­­spurn til Þór­halls í mars, þar sem óskað var eftir upp­­lýs­ingum um starf­­semi félags­­ins á síð­­asta ári, og nið­­ur­brot á kostn­aði og verk­efn­­um. Þór­hallur svar­aði með eft­ir­far­andi hætti, 17.mars: „Sæll Magnús og takk fyrir tölvu­­póst­­inn. Stjórn Lind­­ar­hvols ehf. er vinna að frá­­­gangi árs­­reikn­ings félags­­ins fyrir árið 2016 og er sú vinna að klár­­ast á næstu dög­­um. Þegar þeirri vinnu er lokið verður árs­­reikn­ing­­ur­inn birtur með upp­­lýs­ingum um allan kostnað félags­­ins ásamt frek­­ari nið­­ur­broti. Mun senda þér reikn­ing­inn um leið og hann liggur fyr­­ir. Kær kveðja, f.h. Lind­­ar­hvols ehf. Þór­hallur Ara­­son, stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.“ Árs­­reikn­ing­­ur­inn var ekki sendur í takt við það sem Þór­hallur hafði lýst, og ítrek­uðum fyr­ir­­spurnum var ekki svar­að.

Eftir að árs­reikn­ingnum var form­lega skil­að, 12. sept­em­ber, þá baðst Þór­hallur afsök­unar á því að hafa ekki skilað reikn­ing­unum fyrr, og svar­aði fyr­ir­spurn­inni efn­is­lega, eins og hann sagð­ist ætla að gera innan nokk­urra daga í mars­mán­uði. „Ég biðst afsök­unar á því að hafa ekki sent þér árs­reikn­ing­inn eins og til stóð fyrr, en hann er hér með­fylgj­andi. Beðið var eftir að Rík­is­end­ur­skoðun myndi senda hann til RSK, en hann var mót­tek­inn 12. sept­em­ber 2017 og er birtur þar opin­ber­lega í árs­reikn­inga­skrá með öllum upp­lýs­ingum í fram­hald­in­u,“ sagði Þór­hall­ur.

Sveinn Arason, Ríkisendurskoðandi.Hann segir að stjórn Lind­ar­hvols ehf. hafi gert samn­ing við Íslög ehf. um að ann­ast m.a. þjón­ustu vegna umsýslu, fulln­ustu og sölu, á þeim stöð­ug­leika­eignum sem Lind­ar­hvoli var falin umsýsla með. „Sú þjón­usta inn­felur dag­legan rekst­ur, lög­fræði­að­stoð, umsjón og samn­inga­gerð, útlagðan kostnað o.s.frv. Vinnan er unnin af lög­mönnum og öðru starfs­fólki Íslaga ehf.  Var það m.a. gert með vísan til þess að lög­menn stof­unnar  þ.á.m. Steinar Þór Guð­geirs­son hrl. kom að gerð stöð­ug­leika­samn­ing­anna við þau slitabú sem inntu þau af hendi auk þess að hafa haft umsjón með mót­töku og dag­legum rekstri þess­ara eigna, fyrst í umboði Seðla­banka Íslands og svo í umboði rík­is­sjóðs. Lög­menn stof­unnar þekkja því vel for­sögu máls­ins sem og ein­stakar eign­ir.  Stjórn Lind­ar­hvols taldi einnig mjög mik­il­vægt að gætt væri að sam­fellu við með­ferð og rekstur þess­ara eigna, sem var ætl­aður mjög skammur tími til að leysa úr verk­efn­in­u,“ segir Þór­hall­ur. Ekki liggur fyrir hvenær eigna­sölu Lind­ar­hvols lýk­ur.

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingnum þá nam rekstr­­ar­­kostn­að­­ur­ Lind­­ar­hvols 56,5 millj­­ónum í fyrra.

Óhætt er að segja að skatt­greið­endur eigi mikla hags­muni í starf­­­semi Lind­­­ar­hvols og að þar sé vandað til verka við hámarka virði eigna og ann­ast fag­lega eigna­um­sýslu.

Miklar eignir

Í fang rík­­­is­ins, eftir upp­­­gjör slita­­búa föllnu bank­anna, komu eignir upp á 384,3 millj­­­arða króna, mest mun­aði þar um 95 pró­­­sent eign­­­ar­hlut í Íslands­­­­­banka og veð­skulda­bréf og afkomu­­­skipta­­­samn­ing vegna Arion banka, upp á sam­tals ríf­­­lega 105 millj­­­arða króna.

Aðrar eignir nema, þar á meðal hluta­fjár­­­­­eign­ir, lán og aðrar eign­ir, nema tæp­­­lega 100 millj­­­örðum króna. Allt laust fé sem borist hefur félag­inu rennur inn á reikn­ing félags­­­ins hjá Seðla­­­banka Íslands, sam­­kvæmt grein­­ar­­gerð sem skilað var til Alþingis á dög­un­­um.

Í grein­­­ar­­­gerð­inni segir að sam­tals hafi um 140 millj­­­arðar króna runnið inn á reikn­ing­inn í Seðla­­­bank­­­anum frá því árið 2016. „Frá því í febr­­­úar 2017 og fram til ágúst­loka hafa greiðslur inn á stöð­ug­­­leik­a­­­reikn­ing­inn numið 56.448 millj­­­ónum króna. Staðan á reikn­ingnum þann 3. febr­­­úar var 6.641 milljón króna. Alls hefur 58.700 millj­­­ónum verið ráð­stafað til nið­­­ur­greiðslu skulda á tíma­bil­inu, skulda­bréf sem rík­­­is­­­sjóður gaf út til end­­­ur­fjár­­­­­mögn­unar Seðla­­­banka Íslands var greitt upp að fullu en eft­ir­­­stöðvar þess námu 28,5 ma.kr. Þá voru um 30 ma.kr. ráð­stafað til upp­­­­­kaupa á skulda­bréfa­­­flokknum RIKH 18 sem rík­­­is­­­sjóður gaf út til end­­­ur­fjár­­­­­mögn­unar fjár­­­­­mála­­­stofn­ana. Sam­an­­­dregið frá því að fram­­­sal stöð­ug­­­leika­­­eign­anna átti sér stað í upp­­­hafi árs 2016 og til og með 25. ágúst 2017 hafa greiðslur inn á stöð­ug­­­leik­a­­­reikn­ing­inn ásamt greiðslum inn á reikn­inga dótt­­­ur­­­fé­laga numið sam­tals ríf­­­lega 140 millj­örðum króna. Þar af var 17 millj­örðum króna ráð­stafað til rík­­­is­­­sjóðs til að mæta töp­uðum banka­skatti og um 120 millj­örðum króna hefur verið ráð­stafað til nið­­ur­greiðslu skulda,“ segir í grein­­­ar­­­gerð­inni.

Árs­reikn­ingur Lind­ar­hvols.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar