Þörf á frekari rannsóknum áður en kannabis verði leyft

Nora Volkow, sérfræðingur í fíknlækningum, flutti opnunarerindi á málþingi sem SÁÁ stóð fyrir á dögunum. Hún telur að lögleiðing kannabis í læknisfræðilegum tilgangi sé mistök þar sem með því er verið að gefa sjúklingum falskar væntingar um árangur.

Kannabisefni eru lögleg í átta fylkjum Bandaríkjanna og í fleirum í læknisfræðilegum tilgangi.
Kannabisefni eru lögleg í átta fylkjum Bandaríkjanna og í fleirum í læknisfræðilegum tilgangi.
Auglýsing

Rök­ræður með og á móti lög­leið­ingu kanna­bis­efna halda áfram en kanna­bis­efni hafa verið leyfð í nokkrum fylkjum Banda­ríkj­anna, bæði í lækn­is­fræði­legum til­gangi og einnig til almennra neyslu. 

„Þetta snýst um að ávísa kanna­bis sem lyfi og þá aðal­lega til að draga úr verkj­um, minnka ógleði og önnur áhrif af lyfjum sem til dæmis krabba­meins­sjúk­lingar þurfa að taka. Það eru nán­ast engar vís­inda­legar rann­sóknir sem styðja þetta og þó hafa fjöl­margar rann­sóknir verið gerð­ar. Þær sýna bara ekki þennan árangur sem margir eru að halda fram,“ segir Nora Vol­kow, sér­fræð­ingur í fíkn­lækn­ingum og for­stöðu­maður Banda­rísku vímu­efna­stofn­un­ar­innar, en hún hélt opn­un­ar­er­indi á mál­þingi í byrjun októ­ber á vegum SÁÁ, Sam­taka áhuga­fólks um áfeng­is­vanda­mál í til­efni af 40 ára afmæli sam­tak­anna. 

Þetta kemur fram í við­tali Lækna­blaðs­ins við Noru eftir mál­þing­ið. 

Auglýsing

Sumir ein­stak­lingar þróa með sér sterka fíkn

Hún telur að lög­leið­ing kanna­bis í lækn­is­fræði­legum til­gangi sé mis­tök þar sem með því sé verið að gefa sjúk­lingum falskar vænt­ingar um árangur og það sé eitt af því sem við viljum ekki sjá í lækn­is­fræð­inni. „Það þyrfti að rann­saka efnið miklu betur áður en það er leyft í þessum til­gangi. Það hefur líka þau áhrif á afstöðu almenn­ings til kanna­bis að úr því að það er leyft í lækn­is­fræði­legum til­gangi geti það varla verið ýkja skað­leg­t,“ segir hún. 

Raun­veru­leik­inn sé hins vegar sá að kanna­bis er mjög hættu­legt efni undir vissum kring­um­stæð­um. Sumir ein­stak­lingar þrói með sér mjög sterka fíkn í kanna­bis­efni og frá­hvarfsein­kenni kanna­bis­fíknar séu mjög skýr. Þrátt fyrir þetta séu margir sem halda því fram að kanna­bis sé ekki ávana­bind­andi.

Nora VolkowNora segir jafn­framt að kanna­bis sé minna ávana­bind­andi en heróín, metam­fetamín eða kókaín en einn af hverjum 10 sem notar kanna­bis verði háður því og hlut­fall ung­linga sem ánetj­ast kanna­bis sé allt að 16 pró­sent. „Þetta er mjög erfið fíkn að með­höndla og við höfum engin lyf sem með­ferð. Fyrir ung­linga er kanna­bis sér­stak­lega slæmt þar sem það hindrar þroska heil­ans, það kemur í veg fyrir fjölgun heila­frumna og myndun eðli­legra tauga­brauta á milli vissra hluta heil­ans. Kanna­bis­reyk­ingar ung­linga eru því mjög alvar­legur hlutur og valda skaða á þroska og virkni heil­ans sem mun fylgja þeim til full­orð­ins­ára,“ segir hún.

Lög­leg vímu­efni valda fleiri dauðs­föllum en þau ólög­legu

Hún bætir við að rann­sóknir hafi líka sýnt svo óyggj­andi að kanna­bis­reyk­ingar hafi afger­andi slæm áhrif á náms­fram­vindu og tak­marki í fram­hald­inu starfs­mögu­leika eftir að full­orð­ins­árum er náð. Þá geti kanna­bis­reyk­ingar valdið geð­rofi sem er mjög alvar­legt ástand og það hafi verið rakið til ákveð­ins efn­is, 98C, en magn þess í kanna­bis í Banda­ríkj­unum sé að aukast þar sem áhrifin eru sterk­ari og eft­ir­spurnin meiri af þeim sök­um. 

„Kanna­bis­notkun hefur einnig verið tengd við hjarta- og æða­sjúk­dóma og trufl­anir í melt­ing­ar­fær­um. Þegar litið er á tölur um lík­am­legar og félags­legar afleið­ingar af kanna­bis­notkun er ekki hægt að draga aðra ályktun en að lög­leið­ing efn­is­ins sé röng, algjör­lega burt­séð frá því hvaða hug­mynda­fræði maður aðhyllist. Við getum gengið að því vísu að dauðs­föllum af völdum kanna­bis­notk­unar muni fjölga með lög­leið­ingu þess, þar sem lög­leg vímu­efni valda langtum fleiri dauðs­föllum en ólög­legu efn­in,“ segir hún. Það sé þó alls ekki vegna þess að lög­legu efn­in, áfengi, tóbak og nú sum­staðar kanna­bis, séu hættu­legri en ólög­legu fíkni­efn­in, heldur ein­fald­lega vegna þess að þau séu aðgengi­legri og fleiri ánetj­ist þeim.

Nora segir það út í hött frá lækn­is­fræði­legu og lýð­heilsu­fræði­legu sjón­ar­miði að auka aðgengi að áfengi og selja það í kjör­búðum eins og lagt hefur verið til á Íslandi. En hún bætir við að eflaust sjái ein­hverjir sér hag í því.   

Með­ferð virkar fyrir suma og aðra ekki

Þegar hún er spurð út í hvernig gæði og árangur með­ferðar áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga séu metin þá bendir hún á að með­ferð við fíkn­sjúk­dómum sem er í boði sé svo marg­vís­leg og byggð á alls kyns hug­myndum að ómögu­legt sé að svara með ein­földum hætti. „Við getum sagt að í fyrsta sæti sé með­ferð sem byggir á vís­inda­legum rann­sóknum og nið­ur­stöðum þeirra. Í öðru sæti eru alls kyns með­ferðir sem byggja á ein­hverju öðru en vís­inda­legum rann­sóknum og gæði slíkrar með­ferðar er ekki hægt að meta þar sem for­send­urnar eru ekki fyrir hendi. Ég hef lagt áherslu á að meta umönnun og með­ferð út frá vís­inda­legum rann­sóknum en okkur skortir líka áreið­an­legar tölur um árangur sjúk­linga eftir með­ferð í mörgum til­fell­u­m,“ segir hún í við­tal­inu.

„Það eru til staðar vís­inda­legar nið­ur­stöður sem sýna að fyrir ákveðna ein­stak­linga er atferl­is­með­ferð AA-­sam­tak­anna mjög góð leið til að halda sig frá vímu­efn­um. En það er með AA eins og alla aðra með­ferð að hún virkar fyrir suma og aðra ekki,“ bendir Nora á. Löngum hafi fólk skipst í tvo hópa þar sem annar hóp­ur­inn vill nota lyf til að með­höndla vímu­efnafíkn og hinn hóp­ur­inn vill alls ekki nota lyf heldur ein­göngu atferl­is­með­ferð. Að hennar mati er vímu­efnafíkn svo alvar­legur sjúk­dómur að oft er nauð­syn­legt að beita báðum aðferðum til að stöðva fram­gang hans. 

Taka inn allar aðferðir sem skila árangri

Nora telur að það að taka ein­streng­ings­lega afstöðu með eða á móti lyfjum eða atferl­is­með­ferð sé hrein­lega í and­stöðu við nið­ur­stöður þeirra rann­sókna sem gerðar hafa ver­ið. Hún vill halda því fram að nauð­syn­legt sé að stækka sjón­deild­ar­hring­inn og taka inn allar þær aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri. Það megi heldur ekki horfa fram­hjá því að svörin við mörgum af þeim rann­sókn­ar­spurn­ingum sem hefur verið svarað á und­an­förnum árum hafi legið fyrir í AA í ára­tugi. AA-­prógram­mið sé byggt á per­sónu­legri reynslu áfeng­is­sjúk­linga og þó vís­inda­legu sann­an­irnar hafi vantað séu svörin í mörgum til­fellum alveg rétt. 

Dæmi um þetta sé áherslan sem AA leggur á breytta hegðun eftir að hætt er að neyta vímu­efn­anna, ein­stak­ling­ur­inn þarf að forð­ast aðstæður sem kallað geta fram löngun í vímu­efni. „Við höfum núna vís­inda­lega sönnun fyrir því að þegar ein­stak­lingur kemur sér í þessar aðstæður verða ákveðnar boð­efna­breyt­ingar í heil­anum sem kalla fram skil­yrta hegðun og þar með óvið­ráð­an­lega löngun í vímu­efni. Í dag er hægt að fylgj­ast með og mæla breyt­ing­arnar sem verða í heil­anum við þessar aðstæð­ur. Þetta er einnig auð­velt að sýna fram á við dýra­til­raun­ir. Þekk­ingin á þessu var til staðar hjá AA löngu áður en tauga­fræði­rann­sóknir stað­festu það,“ segir hún. Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent