Frumvarp verður lagt fram og fyrirkomulag vigtunar á fiski breytt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun leggja fram frumvarp þar sem viðurlög verða endurskoðuð. Það telur ekkert haldbært liggja fyrir um að árangur Fiskistofu sé síðri eftir flutning til Akureyrar og sá flutningur verður ekki endurskoðaður.

Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir helgi.
Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir helgi.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að leggja fram frumvarp á vorþingi um breytingar á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar þar sem m.a. verða lagðar til breytingar á fyrirkomulagi vigtunar. Þetta verður gert í kjölfar nýlegrar umfjöllunar Kveiks og fréttastofu RÚV um brottkast sem á sér stað í íslenskum sjávarútveg og um að vigtun afla sé ekki sem skyldi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið.

Ekki verður greint frá því um hvaða breytingar sé að ræða fyrr en að frumvarpið verður lagt fram að öðru leyti en að viðurlög vegna brottkasts og vigtunarmála verða hluti af endurskoðun laganna.

Þá kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að til greina komi að taka starfsemi Fiskistofu til sérstakrar skoðunar á næsta ári en að engin áform séu um að endurskoða flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar.

Styrkja þarf úrræði og viðurlög

Fjallað var um brottkast og alvarlega annmarka á vigtunarmálum á afla í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV 21. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt umfjölluninni á sér stað svindl í formi framhjálandana á afla og brottkast tíðkast á íslenskum skipum, þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, sagði í þættinum að stofnunin hefði ekki tök á að sinna þessum málum.

Auglýsing
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sendi frá sér yfirlýsingu vegna þáttarins þar sem kom m.a. fram að áhyggjur af brottkasti og vigtunarmála væru „að mestu óþarfar“.

Daginn eftir sýndi fréttastofa RÚV myndband af brottkasti á fiski, sem átti sér stað á Kleifarberginu, skipi í eigu útgerðarfélagsins Brims, í fyrra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í Silfrinu 27. nóvember að útgerðin beri mesta ábyrgð á brottkasti og því að vigtun afla væri ekki sem skyldi. Hún sagði enn fremur að styrkja þyrfti úrræði og viðurlög vegna þessa.

Hin umdeildi flutningur Fiskistofu

Um mitt ár 2014 tilkynnti þáverandi ráðherra málaflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, skyndilega að flytja ætti Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Flutningnum átti að ljúka í árslok 2016.

Ákvörð­unin var harð­lega gagn­rýnd, ekki síst af starfs­mönnum stofn­un­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu sem starfs­fólkið sendi frá sér í lok sept­em­ber 2014 sagði að flutn­ing­ur­inn væri ólög­legur og engin fag­leg sjón­ar­mið byggju að baki. Þá hefði eng­inn starfs­maður Fiski­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­ar, að for­stjór­anum frá­töld­um. Mál­flutn­ingur stjórn­mála­manna, þar sem lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri att sam­an, hafi verið óboð­legur og óþol­andi þegar um póli­tíska hreppa­flutn­inga væri að ræða, þar sem flytja átti sér­fræði­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­legra skýr­inga.

Sigurður Ingi Jóhannsson var sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra þegar hann tók ákvörðun um að flytja Fiskistofu. Nú er hann orðinn ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. MYND: Birgir Þór Harðarson.Í athuga­semdum starfs­manna Fiski­stofu til umboðs­manns Alþingis vegna flutn­ingar stofn­un­ar­inn­ar, sem birtar voru í jan­úar 2015, sagði að ákvörð­un ­Sig­urðar Inga um flutn­ing Fiski­stofu hefði ekki laga­stoð og væri því ólög­mæt.

Sig­urður Ingi ákvað í maí 2015 að falla frá því að starfs­menn Fiski­stofu, að und­an­skildum Fiski­stofu­stjóra, þyrftu að flytja til Akur­eyr­ar. Þess í stað myndi flutningurinn eiga sér stað í gegnum starfsmannaveltu og búist var við því að flutningurinn, sem átti að taka tvö og hálft ár, muni taka allt að 20 ár.

Segir árangur Fiskistofu ekkert síðri eftir flutning

Fiskistofustjóri sagði í apríl 2015 að merki væru um að stofnunin væri að liðast í sundur vegna þess óvissuástands sem skapast hefði um framtíð hennar í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Inga.

Þorgerður Katrín sagði í Silfrinu 27. nóvemberFiskistofu hefði verið „splundrað“ þegar hún var flutt til Akureyrar. Afleiðingin væri m.a. sú að stofnunin hefði ekki tök á því að sinna málum tengdum brottkasti og vigtunarmálum. „Það var pólitísk ákvörðun Sigurðar Inga að fara með stofnunina, sundra henni og setja í þetta einhverjar þrjú til fjögur hundruð milljónir sem ég hefði frekar viljað sjá í uppbyggingu á eftirlitskerfinu innan sjávarútvegskerfisins.“

Kjarninn spurði sjávarútvegsráðuneytið hvort flutningur Fiskistofu til Akureyrar yrði endurskoðaður. Í svari þess kemur fram að engin áform séu um slíkt. „Ekkert haldbært liggur fyrir um það að árangur Fiskistofu hafi verið eitthvað síðri eftir flutninginn til Akureyrar þó vissulega hafi mikil orka farið í flutninginn sjálfan og það sem honum við kom.“

Kjarninn spurði einnig hvort til greina kæmi að framkvæmd verði stjórnsýsluúttekt á Fiskistofu í ljósi þeirra upplýsinga sem nýverið komu fram, og viðurkenningu Fiskistofustjóra á því að stofnunin geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu?

Í svari ráðuneytisins kemur fram að starfsemi stofnana ráðuneytisins sé að jöfnu til skoðunar. „Á þessu ári var lögð áhersla á að fara vel yfir starfsemi Matvælastofnunar og til greina kemur að taka starfsemi Fiskistofu til sérstakrar skoðunar á næsta ári.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar