Enginn vill sitja uppi með apann

Þegar hver bendir á annan og allir segja „ekki ég“ endar alltaf með því að einhver hefur engan til að benda á. Þetta kalla Danir „að sitja upp með apann“.

Helle Thorning-Schmidt og Hu Jintao funduðu í júní 2012. Heimsókn Kínaforseta átti eftir að draga dilk á eftir sér.
Helle Thorning-Schmidt og Hu Jintao funduðu í júní 2012. Heimsókn Kínaforseta átti eftir að draga dilk á eftir sér.
Auglýsing

Í júní árið 2012 kom Hu Jin­tao, þáver­andi for­seti Kína, í opin­bera heim­sókn til Kaup­manna­hafn­ar. Und­ir­bún­ingur heim­sókn­ar­inn­ar, sem stóð yfir í þrjá daga, hafði staðið yfir um meira en tveggja ára skeið. Þótt opin­berar heim­sóknir krefj­ist ætíð mik­ils und­ir­bún­ings var und­ir­bún­ingur þess­arar heim­sóknar þó mun flókn­ari og tíma­frek­ari en áður hafði þekkst. 

Litla haf­meyjan jók áhuga Kín­verja á Dan­mörku

Við und­ir­bún­ing Heims­sýn­ing­ar­innar í Sjanghæ, sem haldin var árið 2010, höfðu Kín­verjar fal­ast eftir að fá stytt­una af Litlu haf­meyj­unni lán­aða. Litla haf­meyj­an, sem margir segja þekkt­ustu mynda­styttu á Norð­ur­lönd­um, hafði setið á steini sínum við Löngu­línu frá árinu 1913 og aldrei hreyft sig þaðan (að vísu tvisvar verið gerð höfð­inu styttri) og aldrei hafði komið til tals að hún færi eitt eða neitt. En það er til marks um áhrif Kín­verja að styttan fór til Sjanghæ og vakti mikla athygli þar sem hún sat á steini í danska skál­anum á meðan Heims­sýn­ingin stóð yfir. 

Hvort sem það teng­ist Kína­ferð Litlu haf­meyj­unnar eða ekki hefur áhugi Kín­verja á Dan­mörku, og öllu því sem danskt er, stór­auk­ist á síð­ustu árum. Fjöldi kín­verskra ferða­manna sem leggur leið sína til Dan­merkur hefur marg­fald­ast og það er fastur liður í slíkri heim­sókn að skoða Litlu haf­meyj­una. Áhugi Kín­verja á höf­undi sög­unnar um haf­meyj­una hefur líka auk­ist mikið og aðsókn Kín­verja að H.CAnd­er­sen safn­inu í Óðins­véum, fæð­ing­arbæ skálds­ins, hefur auk­ist með hverju ári. Það var þetta járn sem Danir voru stað­ráðnir í að hamra meðan það væri heitt. 

Auglýsing

Margar kröfur kín­verskra emb­ætt­is­manna

Und­ir­bún­ingur heim­sókn­ar­innar fór fram í náinni sam­vinnu danskra og kín­verskra emb­ætt­is­manna. Dönsku emb­ætt­is­menn­irnir vissu að kín­verskir starfs­bræður þeirra væru bæði kröfu­harðir og nákvæm­ir, í þeim efnum kom fátt á óvart. Kín­verjarnir lögðu á það mikla áherslu að í þess­ari heim­sókn gerð­ist ekk­ert sem yrði til þess að for­set­inn myndi „tabe ansigt“, móðg­ast og hann gæti túlkað sem auð­mýk­ingu. Þótt orð­ið Tíbet væri hvergi nefnt vissu Dan­irnir hvað klukkan sló.

Emb­ætt­is­menn­irnir í danska Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu full­vissuðu Kín­verj­ana um að allt yrði gert sem hægt væri til að gera heim­sókn kín­verska for­set­ans sem ánægju­leg­asta. Vel að merkja innan ramma lag­anna. Bentu á að í Dan­mörku ríkti tján­ing­ar­frelsi og almenn­ingur þyrfti ekki að biðja um leyfi til að láta skoð­anir sínar í ljós.

Ekki einn á ferð 

Með kín­verska for­set­anum kom fjöl­mennt lið emb­ætt­is­manna og for­ystu­manna í kín­versku atvinnu­lífi. Heim­sóknir af þessu tagi eru eitt mik­il­væg­asta tæki­færi sem gefst til að skapa við­skipta­tengsl. Það er eftir miklu að slægj­ast í þessum efnum þegar Kína er ann­ars veg­ar, „stór kúnni“ sagði for­stjóri í stóru dönsku fyr­ir­tæki. 

Dag­skrá kín­versku gest­anna var stíf, danska lög­reglan, sem hafði umsjón með örygg­is­gæsl­unni hafði fyrst og fremst áhyggjur af for­set­an­um, einkum og sér í lagi öku­ferð hans um Kaup­manna­höfn. Vitað var að sam­tök sem nefna sig „Vini Tíbets“ myndu mót­mæla við Krist­jáns­borg­ar­höll. Lög­reglan var búin að gera marg­hátt­aðar ráð­staf­anir til að halda öllum mót­mæl­endum fjarri þeim slóðum sem for­set­inn færi um. 

Tóku fán­ana af mót­mæl­endum

Þegar bíla­lest kín­verska for­set­ans nálg­að­ist Krist­jáns­borg­ar­höll, eftir öku­ferð um borg­ina, meðal ann­ars að Litlu haf­meyj­unni og Rósen­borg­ar­höll, reyndu „Vin­ir Tíbets“ og fleiri að láta á sér bera og bregða á loft fána Tíbets. Lög­reglan sem var með mik­inn við­búnað brást hart við og lög­reglu­þjónar á staðnum fengu fyr­ir­skip­anir í gegnum tal­stöð að „rífa af þeim flögg­in“. 

Þessar fyr­ir­skip­anir komu frá Claus Hjelm Olsen, einum hæst setta yfir­manni dönsku lög­regl­unn­ar, sem ásamt Hen­rik Oryé, öðrum hátt­settum innan lög­regl­unn­ar, stjórn­aði aðgerðum á vett­vangi. Stórir lög­reglu­bílar voru líka not­aðir til að koma í veg fyrir að kín­verski for­set­inn sæi mót­mæl­end­ur. Ekki er vitað hvort for­set­inn sá ein­hvers­staðar glitta í fána Tíbets en hann lýsti mik­illi ánægju með heim­sókn­ina, bauð Mar­gréti Þór­hildi til Kína (sú heim­sókn fór fram 2014) og fyrr á þessu ári fór Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra í slíka heim­sókn. Við­skipti land­anna hafa auk­ist mikið og kín­verskum ferða­mönnum í Dan­mörku hefur fjölgað mikið eins og áður var á minnst. 

Hver sagði hvað ?

Þótt heim­sókn kín­verska for­set­ans hafi heppn­ast vel og danskir ráð­herrar og lög­reglu­yf­ir­völd lík­lega andað léttar þegar flug­vél hans var horfin úr aug­sýn var ekki öll sagan sögð. „Vin­ir Tíbets“ og fleiri kærðu fram­ferði lög­regl­unn­ar. Málið kom einnig til kasta þings­ins og meðal þess sem sér­stök þing­nefnd sem fjall­aði um málið vildi fá að vita var hvort gefin hefði verið skipun um að halda mót­mæl­endum frá bíla­lest for­set­ans og kom þá slík skipun frá æðstu yfir­stjórn lög­regl­unnar eða kannski dóms­mála­ráðu­neyt­inu? Ekki fékkst afdrátt­ar­laust svar við þeirri spurn­ingu. Fyrir Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar neit­uðu áður­nefndir yfir­menn lög­regl­unn­ar, þeir Claus Hjelm Olsen og Hen­rik Oryé, því báðir að slík skipun hefði verið gefin þótt þeir vissu bet­ur. Og þar við sat. Í bili. Tví­menn­ing­arnir tveir voru síðar fluttir til í starfi, lækk­aðir í tign.

Tíbet­nefndin

Í sept­em­ber árið 2015 komst lög­reglu­stjór­inn í Kaup­manna­höfn, Thorkild Fogde, sem tók við starf­inu árið 2013, á snoðir um hljóð­upp­tökur frá heim­sókn Kína­for­seta og heyrði þar skip­un­ina um að „rífa af þeim flögg­in“. Nokkrum dögum síðar skip­aði Sör­en Pind dóms­mála­ráð­herra sér­staka þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd, Tíbet­nefnd­ina svoköll­uðu. Nefnd­inni var ætlað að kom­ast til botns í hvað snéri upp og niður í þessu máli. Nefnd­ar­menn hafa ekki setið auðum höndum því þeir hafa rætt við á fimmta hund­rað manns, lög­reglu­menn og almenna borg­ara og auk þess lesið mörg þús­und blað­síður sem varða mál­ið. Claus Hjelm Olsen hefur margoft komið fyrir nefnd­ina og dag­blað­ið Politi­ken seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að hann hafi látið að því liggja að fyr­ir­skip­anir um að „skerma“ mót­mæl­endur af hafi komið frá PET, dönsku leyni­þjón­ust­unni. 

Skýrslan 

Tíbet­nefndin var skipuð í sept­em­ber 2015 og mun vænt­an­lega skila skýrslu sinni á næstu dög­um, senni­lega mánu­dag­inn 18. des­em­ber. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Politi­ken hefur kom­ist yfir komu engar fyr­ir­skip­anir frá yfir­stjórn lög­regl­unn­ar, leyni­þjón­ust­unni né dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Allt bendir því til að Claus Hjelm Olsen, ásamt Hen­rik Orye, sam­starfs­manni sín­um, sitji uppi með apann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar