Bandaríkin taka atkvæðagreiðslunni „persónulega“

Bréf sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), hefur sent til Íslands og annarra aðildarríkja setur óvænta pressu á aðildarríkin. Hvað gerist ef þau standa gegn Bandaríkjunum?

Donald Trump forseti Bandaríkjanna
Auglýsing

Nokkur spenna er nú á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna fyr­ir­hug­aðrar atkvæða­greiðslu á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna á morg­un, en þar verður meðal ann­ars tek­ist á um þá ákvörðun Banda­ríkj­anna að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els og að færa sendi­ráð Banda­ríkj­anna til borg­ar­inn­ar.

Ákvörð­un­inni hefur verið harð­lega mót­mælt meðal aðild­ar­ríkja og sást það ekki síst á vett­vangi örygg­is­ráðs­ins þar sem and­staða var algjör - 14 á móti 1 - við ákvörð­un­ina og beittu Banda­ríkin neit­un­ar­valdi sínu. Ein­angr­unin á alþjóða­póli­tísku sviði var aug­ljós, og stóðu Bretar og Frakkar meðal ann­ars hart gegn Banda­ríkj­un­um.

Meg­in­á­stæða and­stöð­unnar er sú, að ákvörðun Banda­ríkj­anna er talin grafa undan friði fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs, og ögra alþjóð­legu sam­starfi. Macron Frakk­lands­for­seti hefur sagt að ákvörð­unin sé „fj­and­sam­leg“ og vinni gegn gildum sem vest­rænar þjóðir hafa unnið eft­ir.

AuglýsingÍsland á mikla hags­muni

Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, segir að Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, muni fylgj­ast grannt með því hvernig aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna muni greiða atkvæði á alls­herj­ar­þing­inu. Í bréfi sem hún hefur sent til aðild­ar­ríkja - þar á meðal Íslands, sam­kvæmt umfjöllun Vísis í dag - þá er ítrekað að Trump muni fylgj­ast vel með og að því verði tekið per­sónu­lega ef þjóðir kjósi gegn Banda­ríkj­un­um.

Haley hefur talað fyrir mik­il­vægi þessi, að aðild­ar­ríkin virði ákvörðun Banda­ríkj­anna. Í tísti á Twitter ítrek­aði hún þetta og sagði að Banda­ríkin myndu „taka niður nöfn“ þeirra sem færu gegn Banda­ríkj­unum með atkvæði sínu.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir fram­ferði Banda­ríkja­stjórnar óvenju­legt en að það hafi engin áhrif á afstöðu Íslands. Þetta kemur meðal ann­ars fram í við­tali við hann á vef Vísis.Sú breyt­ing hefur orðið á við­skipta­sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna á und­an­förnum árum, að Ísland á nú mikið undir sam­bandi við Banda­ríkin og er umfang við­skipt­anna það mesta af öllum ríkj­um. Þar vegur ferða­þjón­ustan þyngst, en banda­rískir ferða­menn eru mik­il­væg­asti ein­staki hópur ferða­manna sem kemur til Íslands ár hvert.

Vöru­út­flutn­ingur hefur hins vegar verið til­tölu­lega lít­il, í sam­hengi við stærð mark­að­ar­ins, en hann hefur verið að efl­ast mikið og má sem dæmi nefna að hann hækk­aði úr 35 millj­örðum í 42 millj­arða milli áranna 2015 og 2016.

Heild­ar­um­fang við­skipta Íslands og Banda­ríkj­anna, sé litið til inn- og útflutn­ings, nemur um 300 millj­örðum á ári, og þar af eru gjald­eyr­is­tekjur vegna banda­rískra ferða­manna yfir 70 millj­örð­u­m. Með eða á móti?

Spurn­ingin er, hvort þetta hafi ein­hver áhrif á það hvernig Ísland horfir á málið er teng­ist ákvörðun Banda­ríkj­anna. Eða hvort Ísland muni standa með ríkjum sem hafa verið mót­fallin afstöðu Banda­ríkj­anna. Hlut­leysi kemur einnig til greina, form­lega, en Guð­laugur Þór segir að afstaða Íslands muni ekki taka neitt mið af því að Banda­ríkin séu að stilla þjóðum upp við vegg.

Greini­legt er á við­brögðum Hvíta húss­ins að þau ætla sér að standa að fullum þunga með ákvörð­un­inni um Jer­úsal­em, en um leið að draga línu í sand­inn um það hvernig sam­bandi Banda­ríkj­anna við aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna verður háttað fram­veg­is. Í umfjöllun For­eign Policy er sagt, að Trump og hans trún­að­ar­menn - með Nikki Haley í broddi fylk­ingar - séu að gefa út þau skila­boð, að það sé verið að fylgj­ast með þeim. Annað hvort séu þau með eða á móti Banda­ríkj­un­um.

Í ljósi þess hversu óút­reikn­an­legur Don­ald Trump hefur ver­ið, þegar kemur að utan­rík­is­mál­um, þá er erfitt að segja til um það hver við­brögðin verða gagn­vart þeim, sem ekki standa með Banda­ríkj­un­um.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar