Bandaríkin taka atkvæðagreiðslunni „persónulega“

Bréf sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), hefur sent til Íslands og annarra aðildarríkja setur óvænta pressu á aðildarríkin. Hvað gerist ef þau standa gegn Bandaríkjunum?

Donald Trump forseti Bandaríkjanna
Auglýsing

Nokkur spenna er nú á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna fyr­ir­hug­aðrar atkvæða­greiðslu á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna á morg­un, en þar verður meðal ann­ars tek­ist á um þá ákvörðun Banda­ríkj­anna að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els og að færa sendi­ráð Banda­ríkj­anna til borg­ar­inn­ar.

Ákvörð­un­inni hefur verið harð­lega mót­mælt meðal aðild­ar­ríkja og sást það ekki síst á vett­vangi örygg­is­ráðs­ins þar sem and­staða var algjör - 14 á móti 1 - við ákvörð­un­ina og beittu Banda­ríkin neit­un­ar­valdi sínu. Ein­angr­unin á alþjóða­póli­tísku sviði var aug­ljós, og stóðu Bretar og Frakkar meðal ann­ars hart gegn Banda­ríkj­un­um.

Meg­in­á­stæða and­stöð­unnar er sú, að ákvörðun Banda­ríkj­anna er talin grafa undan friði fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs, og ögra alþjóð­legu sam­starfi. Macron Frakk­lands­for­seti hefur sagt að ákvörð­unin sé „fj­and­sam­leg“ og vinni gegn gildum sem vest­rænar þjóðir hafa unnið eft­ir.

AuglýsingÍsland á mikla hags­muni

Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, segir að Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, muni fylgj­ast grannt með því hvernig aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna muni greiða atkvæði á alls­herj­ar­þing­inu. Í bréfi sem hún hefur sent til aðild­ar­ríkja - þar á meðal Íslands, sam­kvæmt umfjöllun Vísis í dag - þá er ítrekað að Trump muni fylgj­ast vel með og að því verði tekið per­sónu­lega ef þjóðir kjósi gegn Banda­ríkj­un­um.

Haley hefur talað fyrir mik­il­vægi þessi, að aðild­ar­ríkin virði ákvörðun Banda­ríkj­anna. Í tísti á Twitter ítrek­aði hún þetta og sagði að Banda­ríkin myndu „taka niður nöfn“ þeirra sem færu gegn Banda­ríkj­unum með atkvæði sínu.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir fram­ferði Banda­ríkja­stjórnar óvenju­legt en að það hafi engin áhrif á afstöðu Íslands. Þetta kemur meðal ann­ars fram í við­tali við hann á vef Vísis.Sú breyt­ing hefur orðið á við­skipta­sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna á und­an­förnum árum, að Ísland á nú mikið undir sam­bandi við Banda­ríkin og er umfang við­skipt­anna það mesta af öllum ríkj­um. Þar vegur ferða­þjón­ustan þyngst, en banda­rískir ferða­menn eru mik­il­væg­asti ein­staki hópur ferða­manna sem kemur til Íslands ár hvert.

Vöru­út­flutn­ingur hefur hins vegar verið til­tölu­lega lít­il, í sam­hengi við stærð mark­að­ar­ins, en hann hefur verið að efl­ast mikið og má sem dæmi nefna að hann hækk­aði úr 35 millj­örðum í 42 millj­arða milli áranna 2015 og 2016.

Heild­ar­um­fang við­skipta Íslands og Banda­ríkj­anna, sé litið til inn- og útflutn­ings, nemur um 300 millj­örðum á ári, og þar af eru gjald­eyr­is­tekjur vegna banda­rískra ferða­manna yfir 70 millj­örð­u­m. Með eða á móti?

Spurn­ingin er, hvort þetta hafi ein­hver áhrif á það hvernig Ísland horfir á málið er teng­ist ákvörðun Banda­ríkj­anna. Eða hvort Ísland muni standa með ríkjum sem hafa verið mót­fallin afstöðu Banda­ríkj­anna. Hlut­leysi kemur einnig til greina, form­lega, en Guð­laugur Þór segir að afstaða Íslands muni ekki taka neitt mið af því að Banda­ríkin séu að stilla þjóðum upp við vegg.

Greini­legt er á við­brögðum Hvíta húss­ins að þau ætla sér að standa að fullum þunga með ákvörð­un­inni um Jer­úsal­em, en um leið að draga línu í sand­inn um það hvernig sam­bandi Banda­ríkj­anna við aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna verður háttað fram­veg­is. Í umfjöllun For­eign Policy er sagt, að Trump og hans trún­að­ar­menn - með Nikki Haley í broddi fylk­ingar - séu að gefa út þau skila­boð, að það sé verið að fylgj­ast með þeim. Annað hvort séu þau með eða á móti Banda­ríkj­un­um.

Í ljósi þess hversu óút­reikn­an­legur Don­ald Trump hefur ver­ið, þegar kemur að utan­rík­is­mál­um, þá er erfitt að segja til um það hver við­brögðin verða gagn­vart þeim, sem ekki standa með Banda­ríkj­un­um.

Flestir þeirra kvótaflóttamanna sem koma til Íslands eru Sýrlendingar sem dvelja í Líbanon. Á meðan að kvótaflóttamönnum fjölgar fækkar þeim sem koma hingað á eigin vegum til að sækja um hæli.
Mun færri flóttamenn hafa sótt um hæli í ár en árin á undan
Miðað við þann fjölda flóttamanna sem sótt hefur um hæli hérlendis það sem af er ári mun þeim sem sækja hér um hæli fækka um rúmlega 40 prósent milli ára. Til stendur að borga flóttamönnum fyrir að draga umsóknir til baka.
Kjarninn 19. október 2018
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið – Morðið á Khashoggi og ímynd krónprinsins
Kjarninn 19. október 2018
Auðun Freyr Ingvarsson
Telur túlkun Innri endurskoðunar villandi
Fráfarandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur túlkun Innri endurskoðunar ekki vera í samræmi við þær áætlanir sem kynntar voru fyrir stjórn árin 2015 og 2016, þar sem gerð hafi verið grein fyrir stöðu verkefnisins við endurbætur á íbúðum við Írabakka.
Kjarninn 19. október 2018
Þórður Snær Júlíusson
Réttur ríkra til að vera látnir í friði
Kjarninn 19. október 2018
Upp og niður
Fasteignaverð er eitthvað sem fólk hefur jafnan augun á enda er sparnaður fólks oft bundinn í húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaði á undanförnum árum, en nú er verulega farið að hægja á hækkun fasteignaverðs.
Kjarninn 19. október 2018
Stórfelld svikamylla afhjúpuð
Átján evrópskir fjölmiðlar hafa undir hafa undir verkstjórn þýsku rannsóknarfréttastofunnar Correctiv afhjúpað einhver mestu skattsvik sögunnar. Nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir í svikamylluna.
Kjarninn 19. október 2018
Tveir frambjóðendur til formennsku hjá BSRB
Tveir bítast um embætti formanns BSRB. Lögfræðingur og stuðningsfulltrúi á Kleppi.
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppniseftirlitið ógildir lyfjasamruna í Mosfellsbæ
Samkeppniseftirlitið segir reynsluna af virkri samkeppni á lyfjamarkaði í Mosfellsbæ hafa verið góða.
Kjarninn 18. október 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar