Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þetta gerðist árið 2017: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat í átta mánuði

Í janúar 2017 var mynduð ríkisstjórn sem fáir vildu, en enn færri studdu. Hún rataði í hvert erfiðleikamálið á fætur öðru og á stundum virtist andstaða innan úr henni vera sterkari en sú sem minnihlutinn veitti. Stjórnin varð skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar.

Hvað gerð­ist?

Kosið var á Íslandi í lok októ­ber 2016. Ástæðan var fyrst og fremst opin­berun Panama­skjal­anna í apríl sama ár og vera leið­toga fyrri rík­is­stjórn­ar, þeirra Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Bjarna Bene­dikts­son­ar, í þeim skjöl­um.

Kosn­ing­arnar skil­uðu engri skýrri nið­ur­stöðu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styrkti sig á milli kosn­inga og Pírat­ar, sem höfðu farið með him­in­skaut­unum í aðdrag­anda þeirra, hríð­féllu á loka­metr­un­um. Ekki var hægt að mynda neina tveggja flokka rík­is­stjórn og sjö flokkar áttu sæti á Alþingi, fleiri en nokkru sinni áður.

Fyrst eftir kosn­ingar var reynt að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Flokk­arnir voru með eins manns meiri­hluta og minni­hluta atkvæða á bak við sig. Sú myndun gekk ekki eftir og strand­aði aðal­lega á Evr­ópu­málum og breyt­ingum á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu.

Í kjöl­farið var tví­vegis reynt að mynda fimm flokka stjórnir sem sam­an­stóðu af öllum þáver­andi þing­flokkum utan Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, en það gekk ekki heldur eft­ir. Óform­legar við­ræður Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks um að mynda öxul í sam­starfi skil­uðu heldur engu og til­raunir Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks að fá Sam­fylk­ing­una til liðs við sig í fjór­flokka­stjórn skömmu fyrir ára­mót 2016/2017 var líka hafn­að.

Nið­ur­staðan varð því rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, með minnsta mögu­lega meiri­hluta á þingi, var kynnt til leiks 10. jan­úar 2017.



Hvaða afleið­ingar hafði það?

Ljóst var frá byrjun að í rík­is­stjórn­inni var leitt saman fólk með mjög mis­mun­andi nálgun og áherslur í stjórn­mál­um. Og efa­semdir eða and­staða stjórn­ar­þing­manna – aðal­lega úr Sjálf­stæð­is­flokknum – um aðgerðir og orð hinna ýmsu ráð­herra hafa nán­ast verið viku­legur við­burð­ur.

Ekki hjálp­aði til að rík­is­stjórnin var ein sú óvin­sælasta sem setið hafði frá upp­hafi. Í maí voru ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna ánægðir með hana. Það voru færri en voru ánægðir með síð­ustu rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks dag­inn fyrir kosn­ing­arnar haustið 2016, sem hrökkl­að­ist frá völdum áður en kjör­tíma­bilið klárað­ist vegna hneyksl­is­mála. Raunar hafði rík­is­stjórn aldrei byrjað feril sinn með jafn lít­inn mældan stuðn­ing og rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Varla leið heldur vika án þess að upp hafi komið ágrein­ingur milli stjórn­ar­flokk­anna og hluti þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks virt­ust skæð­ari í stjórn­ar­and­stöðu en stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir. Þegar leið á árið sýndu kann­anir að Björt fram­tíð væri við það að hverfa af þingi og að Við­reisn yrði við það líka, ef blásið yrði skyndi­lega til kosn­inga.

Stjórn­ar­liðum tókst að vera ósam­­mála um Reykja­vík­­­ur­flug­­völl, um hvernig ætti að leysa sjó­­manna­verk­­fall­ið, áfeng­is­frum­varp­ið, end­­ur­­skipun á nefnd um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga, jafn­­­launa­vottun og um sölu á hlut í Arion banka til erlendra vog­un­­ar­­sjóða, einka­­rekstur í heil­brigð­is- og mennta­­kerf­um, svo fátt eitt sé nefnt. Þeim tókst meira að segja að vera ósam­mála um lyk­il­for­sendur fjár­mála­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Við lok vor­þings varð svo allt vit­laust þegar Lands­rétt­ar­málið knúði litlu flokk­anna tvo til að standa við bakið á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, þrátt fyrir að margir innan þeirra hafi í einka­sam­tölum síðar sagt að þeir hafi haft megna and­styggð á máls­með­ferð­inni. Hæsti­réttur dæmdi síðan í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún fór gegn mati hæfn­is­nefndar við skipun dóm­ara við Lands­rétt.

Rík­is­stjórnin virt­ist fegin að sleppa inn í sum­ar­frí Alþingis sem átti að standa í um þrjá og hálfan mán­uð. Fríið varð þó ekki jafn frið­sælt og reiknað hafði verið með þegar fjöl­miðlar fóru að greina frá því að dæmdir kyn­ferð­is­brota­menn hefðu fengið upp­reist æru haustið 2016. Þolendur og aðstand­endur þeirra, ásamt fjöl­miðlum og þing­mönnum stjórn­ar­and­stöðu, fóru að kalla eftir gögnum um mál­in. Mestur fókus var á tveimur þeirra. Ann­ars vegar upp­reist æru Róberts Dow­ney, áður Róbert Árni Hreið­ars­son, og hins vegar upp­reist æru Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar. Kraf­ist var aðgengis að með­mæla­bréfum sem skilað var inn þegar mönn­unum var veitt upp­reist æra, en dóms­mála­ráðu­neytið hafn­aði að afhenda gögn­in. Í sept­em­ber komst úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál síðan að þeirri nið­ur­stöðu að þau ættu að verða opin­ber. Þann 13. sept­em­ber kynnti Bene­dikt Jóhann­es­son, þá fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, fyrsta fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Dag­inn eftir sendi Bene­dikt Sveins­­son, faðir Bjarna Bene­dikts­­sonar þá for­­sæt­is­ráð­herra og for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann gekkst við því að vera einn þeirra sem skrif­uðu undir með­­­mæla­bréf með upp­­reist æru Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­son­­ar. Dóms­mála­ráð­herra greindi frá því síðar sama dag að hún hefði greint Bjarna frá því í júlí að faðir hans væri á meðal með­mæl­enda Hjalta, en á þeim tíma fengu aðrir ekki upp­lýs­ingar um mál­ið.

Skömmu eftir mið­nætti 15. sept­em­ber tók stjórn Bjartrar fram­tíðar þá ákvörðun að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu vegna alvar­legs trún­að­ar­brests.

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar reynd­ist því skamm­lífasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­sög­unn­ar. Hún sat í 247 daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar