Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það sem gerðist árið 2017: Staðfest að Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög

Í úrskurði yfirskattanefndar var staðfest að aflandsfélag fyrrverandi forsætisráðherra greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur á Íslandi. Þar var einnig staðfest að óskað var eftir því að skattframtöl Wintris yrðu leiðrétt mörg ár aftur í tímann. Ekki hefur verið greint frá því hversu mikið eigendur Wintris þurftu að greiða vegna hækkaðra skattgreiðslna.

Hvað gerð­ist?

Afland­fé­lagið Wintris varð eitt fræg­asta slíka félagið í heim­inum vorið 2016 þegar upp­lýst var um það í umfjöllun um Panama­skjölin að það hefði verið í eigu þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra íslensku þjóð­ar­inn­ar, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og eig­in­konu hans, Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur. Enn fremur var upp­lýst að félagið hefði verið kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna og að inni í því væru geymdar eignir upp á á annan millj­arð króna. Sig­mundur Davíð hafði ekki upp­lýst um til­vist félags­ins í hags­muna­skrán­ingu og laug þegar hann var spurður um það í frægu við­tali sem fór eins og eldur í sinu um heim­inn í apríl 2016. Afleið­ing­arnar urðu þær að fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar fór fram og Sig­mundur Davíð neydd­ist til að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug hafa alla tíð haldið því fram að allir skattar hafi verið greiddir af eignum Wintris.

Í sept­em­ber 2017 birt­ist úrskurður yfir­skatta­nefndar í máli hjón­anna opin­ber­lega. Í honum kom fram að þann 13. maí 2016 skrif­aði umboðs­­maður hjón­anna bréf til rík­­is­skatt­­stjóra. Þar óskaði hann eftir því að skatt­fram­­töl hjón­anna fyrir árin 2011 til 2015 yrðu leið­rétt. Í bréf­inu sagði umboðs­­mað­­ur­inn orð­rétt að ekki væri „úti­lokað að rétt­­ara hefði verið að haga skatt­skilum kærenda gjald­árið 2011 og síðar eftir efni 57. gr. a laga nr. 90/2003, sbr. 3. gr. laga nr. 46/2009, og reglu­­gerðar nr. 1102/2013, um skatt­lagn­ingu vegna eign­­ar­halds í lög­­að­ilum á lág­skatta­­svæðum (CFC-­regl­u­m). Væru skatt­­stofnar kærenda gjald­árin 2011 til og með 2016 því leiddir fram í erind­inu í sam­ræmi við fram­an­­greindar regl­­ur.“

Þetta þýð­ir, til ein­föld­un­ar, að end­ur­skoð­andi þeirra hjóna sendi bréf á skatt­yf­­ir­­valda þar sem hann til­­kynnti þeim að hjónin hafi ekki gert upp í sam­ræmi við lög og regl­­ur. Þetta þarf ekki að vera refsi­verð hátt­semi.

Þetta bréf í maí 2016 leiddi til þess að rík­­is­skatt­­stjóri ákvað að end­­ur­á­kvarða auð­legð­ar­skatt sem hjónin greiddu vegna áranna 2011 til 2014, að emb­ættið end­­ur­­mat hagnað vegna tekju­ár­s­ins 2010 og ákvað að hækka stofn til tekju­skatts og útsvars hjá eig­in­­konu Sig­­mundar Dav­­íðs. Sam­hliða lækk­­aði hann skatt­greiðslur á Sig­­mund Davíð sjálf­­an.

Öllu ofan­­greindu una hjónin og geng­ust þar með við því að hafa ekki talið rétt fram um ára­bil. Vegna þessa hækk­­uðu skatt­greiðslur þeirra um upp­­hæð sem ekki hefur komið fram.

Í aðdrag­anda þess að þau til­­kynntu rík­­is­skatt­­stjóra um það að þau hefðu ekki talið rétt fram þá létu hjónin gera árs­­reikn­inga fyrir Wintris nokkur ár aftur í tím­ann. Þau ákváðu að hafa þessa árs­­reikn­inga í íslenskum krón­um. Þetta gerði þeim kleift að telja fram geng­is­tap vegna sveiflna á gengi íslensku krón­unn­­ar, sem átti að nýt­­ast sem upp­­safnað tap gegn fram­­tíðar skatt­greiðsl­­um. Rík­­is­skatt­­stjóri taldi þetta ekki stand­­ast lög og hafn­aði þessum breytta útreikn­ingi á geng­is­hagn­aði síð­­­ustu ára. Hann end­­ur­á­kvarð­aði síðan á hjónin og þau greiddu þær við­­bótar skatt­greiðsl­­ur.

Þau sættu sig hins vegar ekki við nið­­ur­­stöðu rík­­is­skatt­­stjóra varð­andi upp­­­gjör­s­­mynt Wintris. Þann lið kærðu þau til yfir­­skatta­­nefnd­ar sem komst að þeirri nið­ur­stöðu 22. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að hjónin hefðu mátt gera Wintris upp í íslenskum krón­­um. Því hefðu þau ofgreitt skatta vegna þessa eina álagn­ing­­ar­lið­­ar.

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Sig­mundur Davíð skrif­aði grein í Frétta­blaðið nokkrum dögum eftir að úrskurð­ur­inn lá fyr­ir, þann 2. októ­ber, þar sem hann reif­aði mál Wintris hjá rík­is­skatt­stjóra að hluta.

Í grein­inni sagði hann m.a.: „Í ljósi umræð­unnar ákváðum við þó, að eigin frum­kvæði, að senda rík­is­skatt­stjóra erindi þar sem mun ítar­legri grein var gerð fyrir umræddum eignum og tekjum af þeim en skatt­fram­tals­form gera ráð fyrir og gefa kost á. Rík­is­skatt­stjóra var boðið að end­ur­meta þá aðferð sem lögð var til grund­vallar skatt­lagn­ing­u.“

Sig­mundur Davíð sagði að með­ferð rík­is­skatt­stjóra á mál­inu sýndi að engin skattaund­an­skot hafi átt sér stað þar sem ekk­ert álag sé ákvarðað á félagið eða eig­endur þess. Sig­mundur Davíð greinir þó frá því að skatt­stofn þeirra hjóna hafi verið hækk­aður eftir með­ferð rík­is­skatt­stjóra en bendir á að þau hjón­in, sem séu sam­sköttuð, hafi ofgreitt skatta í fyrra í sam­ræmi við úrskurð rík­is­skatt­stjóra. Í ljósi nið­ur­stöðu yfir­skatta­nefndar myndu þau fá þær ofgreiðslur til baka.

Sig­mundur Davíð greindi ekki frá því hversu mikið hjónin þurftu að greiða í við­bót­ar­skatt í kjöl­far þess að skatt­stofn þeirra var hækk­aður af rík­is­skatt­stjóra í fyrra.

Frétta­blaðið birti for­síðu­frétt upp úr grein Sig­mundar Dav­íðs og var í henni lagt út frá þeim skýr­ingum sem hann setti fram, í stað þess að byggja umfjöll­un­ina á úrskurði yfir­skatta­nefnd­ar, sem var þá þegar opin­ber á inter­net­inu.

Kjarn­inn birti sama morgun frétta­skýr­ingu um málið sem byggði á úrskurð­in­um. Hana má lesa hér.

Þar var m.a. dregið saman að fyrir lægi að for­­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi höfðu ekki ofgreitt skatta áður en að fjöl­miðlar opin­ber­uðu Wintris­málið í fyrra­vor. Það lægi heldur ekk­ert fyrir um hversu mikla við­­bót­­ar­greiðslur þau greiddu vegna við­bót­ar­auð­legð­ar­skatts, end­­ur­mati á hagn­aði tekju­ár­s­ins 2010 og hækk­­unar á skatt­­stofni til tekju­skatts og útsvars.

Eina sem lægi fyrir væri að hjónin ofgreiddu skatta af breyttum útreikn­ingi á geng­is­hagn­aði eftir nið­­ur­­stöðu rík­­is­skatt­­stjóra í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um.

Sig­­mundur Davíð brást sjálfur við þeirri frétta­skýr­ingu í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book í  Þar beinir hann aug­­ljós­­lega orðum sínum til m.a. Kjarn­ans. Þar segir hann ýmsa ekki láta sig stað­­reyndir máls­ins varða og bætir við orð­rétt: „Þegar allt liggur nú fyrir með for­m­­legum hætti eru þeir hinir sömu lang­­leitir mjög, skilja ekki neitt í neinu en reyna að klippa setn­ingar sundur og sam­an, snúa út úr og spinna.

Og tví­­skinn­ung­­ur­inn er aldrei langt und­­an. Fremstir fara þeir sem öðrum fremur töl­uðu máli vog­un­­ar­­sjóða og menn eins og þeir sem skrif­uðu um mig grein undir fyr­ir­­sögn­inni „Óvinur númer 1“ fyrir að tala fyrir skulda­­leið­rétt­ingu. Já, og eru jafn­­vel fjár­­­magn­aðir af þeim sem staðnir hafa verið að því að geyma eignir sínar í raun­veru­­legum skatta­­skjól­u­m.“

Dag­inn eftir fór Sig­mundur Davíð í við­tal við Morg­un­blaðið og sagð­ist vera að íhuga mál­sókn gegn þrem­ur ís­­lensk­um fjöl­miðlum vegna um­­fjöll­un­ar um fjár­­­mál hans og eig­in­­konu hans í svo­­nefndu Wintris-­máli. Hann hefði yrir nokkru falið lög­­­fræð­ing­um að kanna grund­­völl slíkr­ar mál­­sókn­­ar. Sig­mundur Davíð nefndi miðl­anna ekki á nafn en aug­ljóst var að hann átti við Kjarn­ann, Stund­ina og RÚV.

Sig­mundur Davíð sagði að mál­sóknin yrði að bíða fram yfir kosn­ingar þótt und­ir­bún­ings­vinnan væri hafin „Því það eru tak­­mörk fyr­ir því hvað maður get­ur lengi setið und­ir hrein­um ósann­ind­­um.“ Hann nefndi engin sér­tæk dæmi um ósann­indi sem hefðu verið borin á hann.

Sig­mundur Davíð fór aldrei í mál. Hann stofn­aði hins vegar stjórn­mála­flokk­inn Mið­flokk­inn og náði besta árangri sem nýtt fram­boð hefur nokkru sinni náð í þing­kosn­ing­unum þegar hann krækti í 10,9 pró­sent atkvæða og fékk sjö þing­menn kjörna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar