Hin harða pólitík í „stærsta sigri“ Trumps

Bandaríkjaforseti sagðist hafa fært Bandaríkjamönnum jólagjöfina í ár með skattkerfisbreytingunum. Pólitísk áhrif þeirra gætu orðið óvænt í hugum margra, þar sem mörg Demókrataríki munu njóta góðs af þeim. Eitt er víst; ójöfnuður mun aukast.

Trump
Auglýsing

Einn af hápunktum stjórn­mála­árs­ins á árinu 2017 voru breyt­ing­arnar á skatt­kerf­inu í Banda­ríkj­unum sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti náði í gegnum þingið í Banda­ríkj­unum í þessum mán­uði.

Breyt­ing­arnar eru þær mestu í ára­tugi og þykja vera „stærsti sig­ur“ Trumps eins og hann komst sjálfur að orði, eftir að þær voru komnar í gegnum þing­ið.

Hinir ríku verða betur settir

Margar hliðar eru á þessum breyt­ing­um.

Auglýsing

Ein þeirra er aug­ljós. Hún er sú, að þeir sem versta standa í Banda­ríkj­un­um, og reiða sig á ýmsa aðstoð t.d. vegna heil­brigð­is­vanda eða fátækt­ar, munu koma illa út úr þessum breyt­ing­um. 

Tugir millj­óna manna, ekki síst í mið­ríkj­unum - þar sem þunga­miðjan í stuðn­ingi við Don­ald Trump er - munu standa eftir með minna milli hand­anna að með­al­tali.

Þannig má segja að Trump-­bylt­ingin sé farin að éta börnin sín, en það er ómögu­legt að segja hvort þessi versn­andi staða hinna verst settu muni skila sér í minni stuðn­ingi við Trump. 

Það þarf ekki að vera, þó kann­anir á und­an­förnum sex mán­uðum bendi til þess að stuðn­ing­ur­inn við hann hafi minnkað umtals­vert.



Það sem minna hefur verið rætt um er að þessa skatt­kerf­is­breyt­ingar gætu komið sér vel, sé horft yfir með­al­tals áhrif­in, fyrir mörg af auð­ug­ustu ríki Banda­ríkj­anna - þar sem þunga­miðjan í stuðn­ingi Demókrata hefur ver­ið. 

Sterk­ustu efna­hags­hag­kerfi Banda­ríkj­anna eru flest orðin Demókrata­vígi. Í nýlegri umfjöllun Seattle Times segir að þeir sem vilji stofna til rekstrar geti allt eins horft eftir því hvaða ríki eru Demókrat­a­ríki (Blue state).

Má þar nefna Was­hington ríki, stóran hluta Kali­forn­íu, rík­ari hluta New York og flest þau svæði þar sem byggst hefur upp sterk­efnuð efri milli­stétt á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Skatta­lækk­unin mun skila sér í því að meira verður eftir í veskjum margra á þessum svæð­um, en minna á þeim svæðum þar sem tekjur eru lægri.

Tekju­stofnar eru afar mis­mun­andi í Banda­ríkj­unum eftir ríkjum og sveit­ar­fé­lög­um. Was­hington ríki er t.d. eitt þeirra sem ekki með neitt hefð­bundið útsvar, eins og við Íslend­ingar þekkj­um, heldur ein­ungis rík­is­skatt­inn (Federal Tax).

Í skrifum miðla hér vestra hefur verið á það bent, að sveit­ar­fé­lögin og ríkin sem eru með þetta fyr­ir­komu­lag, gætu upp­lifað aukin umsvif sem síðan kynda undir tekju­stofnum þeirra, eins og virð­is­auka­skatti á þjón­ustu (al­gengt 9 pró­sent) og fast­eigna­skött­um. Sama má segja um mikla lækkun á fyr­ir­tækja­sköttum (úr 35 í 21 pró­sent). Sú lækkun gæti skilað sér ríku­lega inn í efna­hag þeirra svæða þar sem inn­viðir eru sterkir og auð­söfnun mik­il, og ein­ungis rík­is­skatt­ar.

Þau svæði sem hafa gengið í gegnum mikið vel­meg­un­ar­tíma­bil á und­an­förnum árum, gætu notið veru­lega góðs af þessum breyt­ingum (að með­al­tali). Vel­ferð­ar­þjón­ust­an, eins og skóla­þjón­usta, fjár­fest­ingar í innviðum og fleiru, sem er á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu, gæti eflst við þetta, vegna sterk­ari tekju­stofna. 

Sveit­ar­fé­lögin gætu einnig tekið póli­tískar ákvarð­anir um að nýta sterk­ari efna­hag til að koma til móts við þá sem minna hafa milli hand­anna eða standa höllum fæt­i. 

Í sam­fé­lögum þeirra þar sem auð­ur­inn er mestur gæti því verið mikil gósentíð framundan og enn meiri efna­hags­leg upp­sveifla. Rík­asta 1 pró­sentið mun lík­lega eign­ast meira en helm­ing­inn af auðnum í land­inu þegar áhrifin af breyt­ing­unum hafa náð fram að ganga, en það á nú um 40 pró­sent, sam­kvæmt skrifum The Atl­antic.

Erfitt er að spá fyrir um áhrifin á ýmsar hliðar þeirra fjöl­mörgu ólíku hag­kerfa sem eru í Banda­ríkj­un­um. Sér­stak­lega hefur verið rætt um að mikil áhrif kunni að koma fram á fast­eigna­mark­að­i. 

Í nýju lög­unum er gert ráð fyrir að við­miðum vegna nið­ur­greiðslu vaxta hús­næð­is­lána verði breytt, sem þýðir að margar fjöl­skyldur munu finna fyrir lak­ari vaxta­kjörum, en aðrar - einkum þær efna­meiri - finna fyrir betri stöðu. Sum staðar gæti fast­eigna­verðið lækk­að, en á öðrum svæðum gæti það hækk­að, vegna þess­ara breyt­inga.

Eins og sést á þessari mynd, þá munu skattkerfisbreytingarnar hafa mikil áhrif á skattskil einstaklinga. Mynd: Business Insider.

Hörð póli­tík

Hin harða póli­tík í þessum breyt­ingum á skatt­kerf­inu er til­tölu­lega aug­ljós. Hinir rík­ari munu hafa það betra en áður, en hinir fátæk­ari - einkum þeir sem minna mega sín og standa höllum fæti - mun búa við þrengri kost.

Póli­tískt er erfitt að segja til um hver áhrifin verða til lengdar lit­ið. Mörg af sterk­ustu Demókrata­svæð­unum í Banda­ríkj­un­um, gætu fundið fyrir miklum efna­hags­legum ávinn­ingi og því gæti Trump nýtt sér þessar breyt­ingar til að ná í nýja stuðn­ings­menn á þeim svæð­u­m. 

Það hefur sýnt sig í gegnum tíð­ina að meiri­hluti fólks á mörgum af verst settu svæð­unum í Banda­ríkj­un­um, ekki síst í mið­ríkj­un­um, stendur þétt að baki Repúblikön­um, alveg sama hvað á því dyn­ur. Því er til mik­ils að vinna að reyna að breyta lands­lag­inu á þeim svæðum þar sem Demókratar hafa verið að styrkja stöðu sína.

Hinir ríku fá mest í vasann.

Vax­andi ójöfn­uður er ekki vanda­mál að mati Trumps og Repúblik­ana. Svo mikið er víst. Þrátt fyrir mikil mót­mæli Demókrata, og reyndar mála­miðl­anir á ýmsum svið­um, þá komust skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar í gegnum banda­ríska þing­ið. 

Afleið­ing­arnar verða óum­deil­an­lega mun hrað­ari vöxtur ójafn­að­ar. Erfitt að segja til um póli­tískar afleið­ing­ar, ekki síst í ljósi ólíkra áhrifa í ríkjum Banda­ríkj­anna. En alveg sama hver raun­veru­leik­inn verður að lok­um, þá mun Trump vafa­lítið túlka málin sér í hag eins og hann hefur gert til þessa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar