Mynd: Samsett

Skýrar línur milli fylkinga í Reykjavík

Frjálslyndir og vinstri flokkar vilja starfa saman í Reykjavík. Fylgi þeirra mælist það sama nú og það var í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Tvær skýrar fylkingar virðast vera að myndast fyrir kjósendur til að velja á milli.

Það er að kom­ast mynd á þær fylk­ingar sem takast munu á í Reykja­vík í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Lík­legt er að Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri verði leið­togi ann­arrar og Eyþór Arn­alds, sem sigr­aði í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks nýver­ið, verður í fylk­ing­ar­brjósti hinn­ar. Flokkar þess­ara tveggja manna eru stærstu öflin í sitt­hvorri fylk­ing­unni og því eðli­legt að álykta að annar hvor þeirra muni setj­ast í borg­ar­stjóra­stól­inn í byrjun sum­ars, að kosn­ingum lokn­um.

Skilin milli fylk­ing­anna hafa lík­ast til aldrei verið skýr­ari. Val­kostir borg­ar­búa um hvernig þeir vilja að höf­uð­borgin þró­ist og hverjar áherslur verði við stjórn hennar eru enda mjög ólík­ir.

Mjög ólíkar áherslur

Önnur fylk­ing­in, sem sam­anstendur af frjáls­lyndum og vinstri­flokk­um, leggur áherslu á þétt­ingu byggð­ar, auknar almenn­ings­sam­göng­ur, styrk­ingu félags­lega kerf­is­ins og það sem gagn­rýnendur kalla „gælu­verk­efn­i“. Slík eru til að mynda rekstur mann­rétt­inda­skrif­stofu. Þar er litið á borg­ar­þróun sem mjög víð­feðmt verk­efni sem eigi að teygja sig inn í flesta anga til­veru þeirra sem í borg­inni búa. Og vilji er til þess að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki úr Vatns­mýr­inni fyrir frek­ari upp­bygg­ingu á verð­mætasta bygg­ing­ar­landi borg­ar­inn­ar.

Hin fylk­ing­in, sem sam­anstendur af íhalds­sam­ari flokkum og nýjum flokkum sem náðu inn á þing í síð­ustu þing­kosn­ing­um, leggur áherslu á betra umferð­ar­flæði þar sem einka­bíll­inn er í fyr­ir­rúmi, bygg­ingu stór­tækra umferð­ar­mann­virkja á borð við mis­læg gatna­mót, frek­ari upp­bygg­ingu í útjaðri borg­ar­inn­ar, lækkun skulda og skatta og betri umhirðu. Þar er algjör and­staða við það að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki og Borg­ar­línu­verk­efnið er veru­lega tor­tryggt. Henni finnst að meg­in­á­herslan eigi að vera á að bæta grunn­þjón­ustu á borð við dag­vistun og að borgin eigi ekk­ert með að vera að beita sér í fínni blæ­brigðum stjórn­mála­sviðs­ins.

Fyrri fylk­ing­unni til­heyra Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Við­reisn, Björt fram­tíð og Vinstri græn. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan allra þess­ara flokka segja að litlar sem engar líkur séu að þeir muni starfa með flokkum utan þess­arar fylk­ingar að loknum kosn­ingum í ljósi djúp­stæðs mál­efna­á­grein­ings.

Hinni síð­ari til­heyra Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins.

Kjós­endur í Reykja­vík hegða sér öðru­vísi

Kjós­endur í Reykja­vík hafa til­hneig­ingu til að kjósa með allt öðrum hætti en kjós­endur í öðrum kjör­dæmum lands­ins. Í höf­uð­borg­inni hafa félags­hyggju­öfl verið í meiri­hluta í borg­ar­stjórn frá árinu 1994, ef hluti kjör­tíma­bils­ins 2006-2010, þegar fjórir mis­mun­andi meiri­hlutar sátu að völd­um, er und­an­skil­ið. Í síð­­­ustu Alþing­is­­kosn­­ingum náðu vinstri menn og frjáls­­lynd öfl (Vinstri græn, Sam­­fylk­ing, Við­reisn og Pírat­­ar) nokkuð góðum meiri­hluta atkvæða í báðum Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­unum á meðan að flokk­­arnir fjórir voru saman langt frá því í hinum kjör­­dæm­unum sex.

Vigdís Hauksdóttir er borgarstjóraefni Miðflokksins.
Mynd: Anton Brink

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins og sá sem oft­ast er við stjórn­völ­inn hér­lend­is, fær líka mun minna hlut­fall atkvæða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum en hann fær í öðrum kjör­dæm­um. Sömu sögu er að segja með Fram­sókn­ar­flokk og Mið­flokk. Sam­an­lagt fengu þessir þrír flokkar 46,8 pró­sent atkvæða í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum á lands­vísu. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður fengu þeir hins vegar 38,5 pró­sent og í Norður ein­ungis 34,5 pró­sent.

Sama staða og fyrir fjórum árum

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014 náðu þeir flokkar sem nú mynda meiri­hluta í Reykja­vík: Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Björt fram­tíð og Vinstri græn, sam­tals 61,7 pró­sent atkvæða.

Í könnun sem Við­skipta­blaðið gerði sum­arið 2017 kom í ljós að sömu flokkar myndu fá 61,4 pró­sent atkvæða ef kosið yrði þá. Við­skipta­blaðið birti síðan nið­ur­stöðu nýrrar könn­unar í vik­unni sem var að líða. Þar kom fram að ofan­greindir flokk­ar, að við­bættri Við­reisn sem mun bjóða fram stefnu­skrá sem rímar í meg­in­at­riðum algjör­lega við stefnu núver­andi meiri­hluta, mælist með 61,1 pró­sent fylgi. Gera má ráð fyrir því að Við­reisn muni ein­fald­lega taka stöðu Bjartrar fram­tíðar í stjórn­mála­mynstri höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Staða frjáls­lyndu afl­anna og Vinstri grænna er því sú sama nú, þegar um þrír og hálfur mán­uður eru til kosn­inga, og hún var þegar síð­ast var kosið í borg­ar­stjórn.

Staða hinna flokk­anna sem lík­legir eru til að blanda sér í bar­áttu um sæti í borg­ar­stjórn: Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Mið­flokks og Flokks fólks­ins, er þannig að 37,9 pró­sent aðspurðra ætlar að kjósa þá.

Í ljósi þess að borg­ar­full­trúum mun fjölga í 23 eftir næstu kosn­ingar er staðan nú þannig að meiri­hlut­inn að við­bættri Við­reisn fengi 14 borg­ar­full­trúa en minni­hlut­inn og flokkar sem eru lík­legir í sam­starf með honum níu.

Fylgið mun án efa fær­ast til á næstu vikum og mán­uð­um. Nú um stundir er verið að til­kynna inn odd­vita hvers flokks­ins á fætur öðr­um. Og fróð­legt verður að sjá hvort ein­hverjum flokkum innan fylk­ing­anna tveggja tak­ist að teygja sig eftir fylgi utan þeirra. Fátt virð­ist þó benda til þess að það sé lík­legt, miðað við stöð­una í könn­unum á und­an­förnum árum og kosn­inga­hegðun íslenskra kjós­enda. Frekar virð­ist lík­legt að aukið fylgi Mið­flokks eða Fram­sókn­ar­flokks verði til þess að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks myndi dala. Og aukið fylgi Við­reisnar eða Vinstri grænna bitna á Sam­fylk­ingu, svo dæmi séu tek­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar