Það helsta hingað til: Órói á vinnumarkaði

Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi 2018: Þar á meðal eru launahækkanir efstu stétta samfélagsins, hið umdeilda kjararáð og hinn mikli órói á vinnumarkaði sem sprottið hefur fram síðustu misseri.

Fundur ASÍ 28. febrúar
Auglýsing

Hvað?

Mikil spenna hefur mynd­ast í bak­landi stétt­ar­fé­lag­anna í land­inu á und­an­förnum miss­er­um.

Verka­lýðs­for­ystan kaus að segja ekki upp kjara­samn­ingum sínum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins þann 28. febr­ú­ar, en samn­ing­arnir munu því gilda til ára­móta. Kosn­ing þessa efnis á for­manna­fundi ASÍ var tví­sýn og greiddu meðal ann­ars full­trúar tveggja stærstu aðild­ar­fé­lag­anna, VR og Efl­ing­ar, atkvæði með því að slíta samn­ingum ASÍ við SA. Þar með var ljóst að full­­trúar meiri­hluta félags­­­manna ASÍ væru á þeirri skoð­un. Hins vegar þurfti einnig meiri­hluta atkvæða for­­manna þeirra aðild­­ar­­fé­laga sem atkvæða­rétt áttu á fund­in­­um. Meiri­hluti þeirra kaus að halda sam­ing­unum til streitu.

Í jan­úar hafði Sól­veig Anna Jóns­dóttir til­kynnt um fram­boð sitt til for­manns emb­ættis í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi, en innan vébanda félags­ins eru 28 þús­und félags­menn. Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, studdi Sól­veigu Önnu til for­ystu, en hann sigr­aði með yfir­­­burð­uðum í for­­manns­­kosn­­ing­u í mars í fyrra og hlaut tæp­­lega 63 pró­­sent atkvæða. Sól­veig Anna hafði betur í for­ystu­kjöri Efl­ingar í byrjun mars með rúm­lega 80 pró­sent atkvæða. Hún hefur talað fyrir því að verka­lýðs­hreyf­­ingin taki rót­tækum breyt­ing­um, og að fólkið á gólf­­inu, sem lægstu launin hafi, fái meira vægi í bar­áttu henn­­ar, auk þess sem breytt verði um stefnu þegar komið að líf­eyr­is- og hús­næð­is­­mál­­um.

Auglýsing

Ragnar hefur ítrekað lýst van­trausti á verka­lýðs­for­yst­una í heild sinni og sér­stak­lega Gylfa Arn­björns­son for­seta ASÍ. Ragnar hefur ekki tekið sæti í mið­stjórn ASÍ og hyggst ekki gera meðan Gylfi er það við stjórn. Með kjöri Sól­veigar Önnu hitnar enn frekar undir Gylfa sem þarf að sækja sér end­ur­nýjað umboð hjá Alþýðu­sam­band­inu í haust, hygg­ist hann halda áfram störf­um.

Af hverju?

For­sendur kjara­samn­inga eru brostnar að mati verka­lýðs­for­yst­unn­ar. Um það virð­ist hún ein­huga, þó mis­mun­andi skoð­anir séu uppi um hvernig rétt­ast hafi verið að bregð­ast við því. Í yfir­lýs­ingu frá mið­stjórn ASÍ frá því 21. febr­úar kom fram að for­sendur um að launa­stefna kjara­samn­ing­anna hafi verið stefnu­mark­andi hafi ekki gengið eft­ir. Nokkrum dögum fyrr hafði ASÍ sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna mál­efna kjara­ráðs. Starfs­hópur á vegum for­sæt­is­ráð­herra hafði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins, farið langt umfam við­mið ramma­sam­komu­lags aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda frá 2015, ákvarð­anir þess verið óskýr­ar, ógagn­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Starfs­hóp­ur­inn varð sam­mála um að leggja kjara­ráð niður og leið­rétta útaf­keyrslu þess, en ASÍ vildi að það yrði gert strax.

Mikil óánægja hefur verið með störf kjara­ráðs og ákvarð­anir þess. Allt frá því kjara­ráð birti úrskurð um laun ráða­­manna þjóð­­ar­inn­­ar, á kjör­dag 29. októ­ber í fyrra, hefur verið mik­ill titr­ingur á vinn­u­­mark­aði. Strax í kjöl­far þess að úrskurð­­ur­inn lá fyrir afsal­aði Guðni Th. Jóhann­es­­son for­­seti Íslands sér hækk­­un­inni, en þing­­menn eða ráð­herrar gerðu það ekki. Hafa laun ráð­herra hækkað um 64 pró­sent, ráðu­neyt­is­stjóra um 49 pró­sent og laun þing­manna um 48 pró­sent svo dæmi séu tek­in.

Lögum um kjara­ráð var breytt undir lok árs 2016 og tóku þær breyt­ingar gildi um mitt síð­­asta ár. Til­­­gangur frum­varps­ins var að fækka veru­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­kjör og færa ákvarð­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu.

Í lok febr­úar bár­ust af því fréttir að for­stjóri Lands­virkj­unar hafi til dæmis fengið 39 pró­senta launa­hækkun á síð­asta ári. Kjarn­inn greindi frá því í kjöl­farið að aðrir rík­is­for­stjórar hefðu einnig hækkað umtals­vert í launum á síð­asta ári, þar á meðal Ingi­mundur Sig­ur­páls­son sem fékk 17,6 pró­senta launa­hækkun á síð­asta ári. Laun Birnu Ein­ars­dóttur banka­stjóra Íslands­banka hafa hækkað um 140 pró­sent frá því kjara­ráð úrskurð­aði um laun hennar áður en lögin tóku gildi. Þann 26. mars var árs­reikn­ingur RÚV birtur þar sem fram kom að mán­að­ar­leg heild­ar­laun og þókn­anir Magn­úsar Geirs Þórð­ar­sonar hafi hækkað umtals­vert á milli ára og voru heild­ar­laun hans í fyrra 22,9 millj­ónir króna.

Hver varð nið­ur­stað­an?

Ljóst að þær tug­pró­senta launa­hækk­anir sem æðstu ráða­menn hafa fengið með úrskurðum kjara­ráðs, þing­menn, ráð­herrar og aðrir hátt­settir emb­ætt­is­menn, verða ekki teknar til baka með lögum. Starfs­hópur um kjara­ráð taldi það ekki færa leið að setja lög um aft­ur­virka end­ur­skoðun ákvarð­ana ráðs­ins sem hefðu í för með sér end­ur­greiðslu­kröfu.

Hækk­anir kjara­ráðs, auk tug­pró­senta hækk­ana sem rík­is­for­stjórar og stjórnir rík­is­fyr­ir­tækja hafa tekið til sín, verða stefnu­mark­andi inn í kom­andi kjara­við­ræð­ur. Þrátt fyrir að kjara­samn­ing­arnir haldi fram til ára­móta er ljóst að það er harður kjara­vetur í upp­sigl­ingu. Verka­lýðs­leið­tog­arnir virð­ast allir sam­mála um að líkur séu á að verk­falls­vopn­inu verði beitt óhikað verði ekki komið til móts við kröfur þeirra um launa­hækk­anir til sam­ræmis við aðra hópa í sam­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent