Hverju mun nýr tónn í kjarabaráttunni áorka?

Nýir formenn VR og Eflingar krefjast kerfisbreytinga í íslensku efnahagslífi. Að hversu miklu leyti má búast við að þær kröfur nái fram að ganga?

Meðal stéttarfélaga sem breytt hafa um áherslur síðustu mánuði er VR, með Ragnar Þór Ingólfsson í fararbroddi.
Meðal stéttarfélaga sem breytt hafa um áherslur síðustu mánuði er VR, með Ragnar Þór Ingólfsson í fararbroddi.
Auglýsing

Kveðið hefur við nýjan tón í kjara­bar­áttu á Íslandi á und­an­förnum mán­uð­um. Stétt­ar­fé­lög sem ná til þriðj­ungs vinnu­mark­aðs­ins á Íslandi hafa kraf­ist víð­tækra kerf­is­breyt­inga í íslensku efna­hags­lífi og boðað til átaka verði þeim ekki hrundið af stað. Hverjar yrðu afleið­ingar boð­aðra breyt­inga og við hverju ætti að búast ef til átaka kæmi milli stétt­ar­fé­laga ann­ars vegar og atvinnu­rek­enda og stjórn­valda hins veg­ar?

Í ávarpi sínu á verka­lýðs­deg­inum fyrsta maí boð­aði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, nýkjör­inn for­maður Efl­ing­ar, til bar­áttu fyrir miklum sam­fé­lags­breyt­ingum í sam­starfi við VR, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Fram­sýn­ar. Sam­kvæmt henni munu félögin meðal ann­ars krefj­ast launa­hækk­anna, breyt­inga á skatt­kerf­inu og „upp­stokkunn­ar“ í hús­næð­is­mál­um. Svip­aðar áherslur mátti heyra hjá Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, sama dag, en í við­tali við frétta­stofu RÚV boð­aði hann til átaka sem „hafa ekki sést í ára­tugi“ verði kröfum stétt­ar­fé­lag­anna ekki mætt.

Breyttur tónn 

Ummæli Ragn­ars og Sól­veigar á þriðju­dag­inn eru í takti við fyrri yfir­lýs­ingar þeirra sem, ásamt öðrum nýjum for­ystu­mönnum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, gagn­rýna fyrri stjórnir stétt­ar­fé­lag­anna fyrir aðgerð­ar­leysi. Sam­kvæmt þeim hafa stétt­ar­fé­lögin sofnað á verð­inum á sama tíma og mis­skipt­ing hefur farið vax­andi og öryggi verka­fólks á vinnu­mark­aði hefur minnk­að. Til við­bótar við harð­ari yfir­lýs­ingar hefur nýleg ákvörðun kjara­ráðs um miklar kaup­hækk­anir emb­ætt­is­manna rík­is­ins auk hækk­unar á launum rík­is­for­stjóra aukið á spennu á vinnu­mark­aðnum svo um mun­ar. 

­Fé­lags­menn VR, Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Fram­sýnar eru sam­tals rúm­lega 66 þús­und tals­ins, eða um þriðj­ungur allra Íslend­inga á vinnu­mark­aði. Mögu­leiki er á að fleiri stétt­ar­fé­lög taki upp her­skárri stefnu í garð atvinnu­rek­enda, en kosið verður um nýja stjórn Alþýðu­sam­bands­ins í haust. Fari svo að fólk með svip­aðar áherslur og Ragnar og Sól­veig taki for­ystu þar færi sá armur verka­lýðs­hreyf­ing­innar með umboð meiri­hluta vinnu­mark­aðs­ins, eða um 100.000 laun­þega. Þar sem fjöldi félags­manna er umtals­verður auk þess sem sjóðir Efl­ingar og VR eru í góðum málum er því ljóst að verk­falls­að­gerðir stétt­ar­fé­lag­anna gætu haft mikil áhrif á íslensk fyr­ir­tæki í vet­ur, ef af þeim verð­ur.

Þar sem hætta á verk­falli stétt­ar­fé­lag­anna er raun­veru­leg og trú­verð­ug, hverju geta þau þá  áorkað?

Auglýsing

Launa­skriðið

Fyrst og fremst má vænta krónu­tölu­hækk­ana á launum félags­manna þegar kjara­samn­ingar renna út næstu ára­mót. Þessar hækk­an­ir, ásamt ákvæðum um bætt kjör starfs­manna á vinnu­stað, eru hinar hefð­bundnu leiðir stétt­ar­fé­lag­anna til að ná fram auknum tekju­jöfn­uði og slaka á spenn­una á vinnu­mark­aði.

Hins veg­ar, ef litið er á þróun síð­ustu ára virð­ist tekju­ó­jöfn­uður ekki vera stærsta vanda­málið sem íslenskir laun­þegar standa frammi fyrir í dag. Hag­fræð­ingar hafa bent á Gin­i-­stuðul lands­ins, sem er lægstur allra OECD ríkja og hefur hald­ist lágur frá 2010. Enn fremur nefnir Við­skipta­ráð hátt launa­stig hér­lendis og til­tölu­lega lága fram­leiðni miðað við önnur lönd sem ástæðu þess að svig­rúm til launa­hækk­ana sé lít­ið. Hafi Við­skipta­ráð rétt fyrir sér er mikil hætta á að stór­felldar krónu­tölu­hækk­anir laun­þega yrðu verð­bólgu að bráð og myndu ekki skila sér í raun­veru­legum kjara­bót­u­m. 

Óör­yggi á hús­næð­is­mark­aði

Hækkun launa eru þó ekki einu breyt­ing­arnar sem for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa boð­að. Bæði Ragnar og Sól­veig hafa talað fyrir umbreyt­ingu á hús­næð­is­mark­aðn­um, þar sem ótækt sé að lág­tekju­hópar geti ekki gengið að öruggu hús­næði. Vís­bend­ingar um vax­andi óör­yggi laun­þega á hús­næð­is­mark­aði má finna í nýrri úttekt Íbúða­lána­sjóðs, en þar segir að hækkun hús­næð­is­verðs síð­ustu ára auk fækk­unar á félags­legum íbúðum hafi leitt til þess að staða leigj­enda hafi farið versn­and­i. 

Meðal leiða sem for­ystu­menn VR og Efl­ingar hafa nefnt til að stemma stigu við þessa þróun er fjölgun félags­legra íbúða, en einnig vaxta­lækk­an­ir, laga- og skatt­kerf­is­breyt­ingar auk aðgerða gagn­vart verð­tryggðum lán­um. Slíkar kröfur eru víð­tæk­ari en áður hefur sést hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og krefð­ust beinna samn­inga við stjórn­völd og jafn­vel Seðla­bank­ann. Í þessu til­viki yrði farið út fyrir hefð­bundnar átaka­línur milli launa­fólks og atvinnu­rek­enda með slíkum kerf­is­breyt­ingum og þrýst­ingur settur á rík­is­stjórn­ina til að fara að kröfum stétt­ar­fé­lag­anna. 

Aftur á móti er óvíst hversu miklar kröfur félögin geta sett fram í þessum mál­um. Ekki ein­ungis myndu boð­aðar breyt­ingar reyna á póli­tísk áhrif stétt­ar­fé­lag­ana og sjálf­stæði Seðla­bank­ans, heldur yrði einnig erf­ið­ara að beita verk­falls­vopni þeirra gegn stjórn­völdum með jafn­mark­vissum hætti og í hefð­bund­inni kjara­bar­áttu. Stjórn­völd virð­ast að sama skapi ekki lík­leg til að ganga að kröfum stétt­ar­fé­lag­anna, en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gaf lítið fyrir skæru­verk­falls­yf­ir­lýs­ingar Ragn­ars Þórs í kvöld­fréttum Stöðvar 2 á mið­viku­dags­kvöld­ið. Hlutfall vinnumarkaðar skráð í verkalýðsfélagi var langhæst á Íslandi árið 2016. Heimild: ILO

Mest í heimi

Sam­kvæmt tölum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­innar (ILO) kemst ekk­ert land í heimi nálægt Íslandi í fjölda laun­þega sem eiga aðild að stétt­ar­fé­lög­um. Ólíkt öðrum Vest­ur­löndum hafa ítök félag­anna einnig auk­ist á síð­ustu árum, en árið 2016 náði hlut­fall félags­bund­inna ein­stak­linga til 90% vinnu­mark­aðs­ins, til sam­an­burðar við 50-65% í Skand­in­av­íu. Sam­hliða þessu er póli­tískt vægi félag­anna í kjara­bar­áttu meira hér en ann­ars stað­ar, þar sem boðuð verk­föll hefðu alvar­legri afleið­ing­ar. 

Með breyttum áherslum nýrra for­ystu­manna innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa kröfur þeirra orðið harð­ari en áður. Einnig, þar sem helsta ógn við kjör lág­tekju­fólks liggur frekar í óör­yggi á hús­næð­is­mark­aði heldur en mis­skipt­ingu tekna, hafa stétt­ar­fé­lögin róið á ný mið og krefj­ast nú víð­tækra kerf­is­breyt­inga í stað ein­ungis launa­hækk­ana sinna félags­manna. En þrátt fyrir mikil ítök og harð­ari áherslur er óvíst hversu langt stétt­ar­fé­lögin ná með kröfur sínar um alls­herj­ar­kerf­is­breyt­ingar við stjórn­völd. Svarið við því mun lík­lega fást í vetur þegar ný stjórn ASÍ verður kosin og kjara­samn­ingar renna út. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar