Tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað

Hræringar á vinnumarkaði undanfarin misseri hafa vart farið framhjá neinum. Íslenskur vinnumarkaður er smár í alþjóðlegu samhengi en hér er hátt hlutfall starfandi og sterk verkalýðssamstaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað.

Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

1. Tæp­lega 200 þús­und starf­andi

Alls voru 192.656 starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði í lok síð­asta árs, á aldr­inum 15 til 74 ára, af báðum kynjum og með lög­heim­ili á Íslandi. Á sama tíma var heild­ar­mann­fjöldi á Íslandi 348.580.

2. Um 18 þús­und launa­greið­endur

Tæp­lega 18 þús­und launa­greið­endur eru á Íslandi sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar frá því í mars. Alls voru þeir að jafn­aði 17.804 á 12 mán­aða tíma­bili frá apríl 2017 til mars 2018 og hafði þeim fjölgað um 640 eða 3,7 pró­sent frá síð­ustu 12 mán­uðum þar á und­an. Á sama tíma­bili greiddu launa­greið­endur að meðal tali 190.400 ein­stak­lingum laun sem er aukn­ing um 8.300 eða 4,5 pró­sent sam­an­borið við 12 mán­aða tíma­bil ári fyrr.

3. Flestir í fræða­störfum eða opin­berri stjórn­sýslu

Flestir laun­þegar störf­uðu í mars 2018 við það sem Hag­stofan flokkar sem fræði­starf­semi og opin­ber stjórn­sýsla, eða 41.500. Þar á eftir starfa 25.300 í ferða­þjón­ustu og 16.300 í heil­brigð­is- og umönn­un­ar­þjón­ustu. 16.700 starfa í fram­leiðslu, 15.200 í smá­sölu­verslun og 8.700 í heild­versl­un. Alls eru um 12.900 laun­þegar í tækni- og hug­verka­iðn­aði, 12.800 í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og 8.700 í skap­andi grein­um.

Auglýsing

4. Tveir þriðju launa­manna í ASÍ

Alþýðu­sam­band Íslands er stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks á land­inu. Um tveir þriðju hlutar launa­manna í skipu­lögðum sam­tökum á Íslandi eru í ASÍ. Hlut­verk ASÍ er að berj­ast fyrir bættum kjörum félags­manna sinna og standa vörð um rétt­indi þeirra. Félags­menn í ASÍ eru um 123 þús­und í 5 lands­sam­böndum og 48 aðild­ar­fé­lögum um land allt. Þar af eru ríf­lega 110 þús­und virkir á vinnu­mark­aði. Félags­menn í aðild­ar­fé­lögum ASÍ eru starf­andi á flestum sviðum sam­fé­lags­ins, á almennum vinnu­mark­aði og hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. For­seti ASÍ er Gylfi Arn­björns­son sem gegnt hefur því emb­ætti frá árinu 2008.

5. Aðild­ar­fé­lögin gera kjara­samn­inga og sinna hags­muna­gæslu

Aðild­ar­fé­lög ASÍ sinna margs konar þjón­ustu fyrir félags­menn sína. Þau gera kjara­samn­inga þar sem kveðið er á um laun og önnur starfs­kjör félags­manna. Þau leið­beina um túlkun kjara­samn­inga og aðstoða launa­fólk við að sækja rétt sinn gagn­vart atvinnu­rek­end­um, s.s. við inn­heimtu launa, við­ur­kenn­ingu á áunnum rétt­indum og varð­andi örygg­is- og aðbún­að­ar­mál. Þau leið­beina og aðstoða félags­menn sína í sam­skiptum við opin­berar stofn­anir á sviði vinnu­mark­aðs­mála, s.s. Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð, Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð og Ábyrgða­sjóð launa. Á vegum stétt­ar­fé­lag­anna eru reknir sjúkra­sjóðir sem veita marg­háttuð rétt­indi, m.a. með greiðslu dag­pen­inga þegar félags­menn veikj­ast eða lenda í slys­um.

6. And­staða við for­yst­una

Fjögur aðild­ar­fé­lög ASÍ hafa lýst yfir and­stöðu við for­ystu ASÍ. Það eru VR, Efl­ing, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og Fram­sýn Verka­lýðs­fé­lag. Þessi félög hafa meiri­hluta félags­manna innan ASÍ að baki sér, rúm­lega 52 pró­sent. Þau gagn­rýna harð­lega bar­áttu­að­ferðir for­yst­unnar og hefur Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR meðal ann­ars lýst yfir van­trausti á hendur Gylfa Arn­björns­syni.

7. Meira en 2 þús­und fyr­ir­tæki hjá SA

Sam­tök atvinnu­lífs­ins, SA, eru heild­ar­sam­tök íslensks atvinnu­lífs, það er að segja atvinnu­rek­enda. Undir SA eru sex aðild­ar­sam­tök sem byggja á ólíkum atvinnu­grein­um,  Sam­orka, Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­tök iðn­að­ar­ins og Sam­tök versl­unar og þjón­ustu. Yfir 2.000 fyr­ir­tæki eiga aðild að SA og hjá þeim fyr­ir­tækjum starfa um 70 pró­sent launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði. Með aðild­inni fela aðild­ar­fé­lögin og ein­stakir með­limir SA umboð til að gera alla kjara­samn­inga fyrir sína hönd.

8. Ríkið stærsti vinnu­veit­and­inn

Ríkið er stærsti vinnu­veit­andi lands­ins. Starfs­menn rík­is­ins eru sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að jafn­aði um 21 þús­und tals­ins en stöðu­gildi eru tölu­vert færri þar sem margir eru í hluta­störf­um. Fjár­mála­ráð­herra fer með fyr­ir­svar rík­is­sjóðs við gerð kjara­samn­inga við starfs­menn rík­is­ins. Hann skipar samn­inga­nefnd til að ann­ast samn­inga­gerð fyrir sína hönd. Þá eru starfs­kjör hluta starfs­manna rík­is­ins ákvörðuð af Kjara­ráði. Kjara­ráð er sjálf­stætt ráð sem er falið það verk­efni að ákveða laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins. Í þeim hópi eru alþing­is­menn, ráð­herr­ar, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, sendi­herr­ar, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar sem fara með fyr­ir­svar fyrir hönd fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við gerð kjara­samn­inga, for­seta­rit­ari, seðla­banka­stjóri, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, rík­is­sátta­semj­ari og nefnd­ar­menn úrskurð­ar­nefnda í fullu starfi. Fyr­ir­komu­lag um launa­á­kvarðanir Kjara­ráðs er í end­ur­skoðun hjá rík­is­stjórn­inni.

9. SALEK frá 2013 - óvíst með fram­haldið

Heild­ar­sam­tök aðila á vinnu­mark­aði, það er að segja ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Sam­band sveit­ar­fé­laga, Reykja­vík­ur­borg, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og SA, hafa haft með sér form­legt sam­starf um launa­upp­lýs­ingar og efna­hags­for­sendur kjara­samn­inga, sem kall­ast SALEK, frá árinu 2013. Í októ­ber 2015 und­ir­rit­uðu þessi heild­ar­sam­tök, að und­an­skildum BHM og KÍ, ramma­sam­komu­lag um bætt vinnu­brögð við kjara­samn­inga­gerð­ina. Nokkur aðild­ar­fé­lög ASÍ hafa lýst mik­illi and­stöðu við SALEK og er óvíst hvernig fer með sam­komu­lagið þegar kjara­samn­ingar ASÍ og SA renna út nú um ára­mót­in.

10. Rík­is­stjórnin með yfir­lýs­ingar um sátt á vinnu­mark­aði

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar segir að rík­is­stjórnin hygg­ist beita sér fyrir sam­stilltu átaki með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að tryggja að kjara­samn­ingar skili launa­fólki og sam­fé­lag­inu raun­veru­legum ávinn­ingi. Sátt á vinnu­mark­aði er nauð­syn­leg for­senda þess að stuðla að stöð­ugu verð­lagi og jafn­vægi og skapa þannig efna­hags­leg skil­yrði til lægra vaxta­stigs og bættra lífs­kjara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent