Bára Huld Beck

Fagnað í Hljómskálagarðinum – Rigningin stöðvaði ekki aðdáendur íslenska landsliðsins

Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Argentínu fyrr í dag og er ekki ofsögum sagt af því að Íslendingar hafi fagnað með ákefð þeim úrslitum út um allt land og á samfélagsmiðlum. Ljósmyndari Kjarnans leit við í Hljómskálagarðinum á meðan leik stóð og tók púlsinn á stemningunni.

Þrátt fyrir að hellidemba hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar íslenska landsliðið mætti Argentínu í sínum fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi þá hafði það ekki áhrif á þá fjölmörgu sem lögðu leið sína í miðbæinn til að horfa á leikinn. Gríðarleg stemning var í Hljómskálagarðinum þegar ljósmyndari Kjarnans gekk um svæðið og ekki var að sjá að áhorfendur létu rigninguna á sig fá. 

Mikill fjöldi var saman kominn í Hljómskálagarðinum en leikir Íslands eru sýndir víða um höfuðborgarsvæðið og um land allt. 

Eins og flestir vita þá gerðu Ísland og Argentína 1-1 jafntefli. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands en Sergio Aguero mark Argentínu. Hannes Þór Halldórsson varði glæsilega víti frá stórstjörnunni Lionel Messi, sem íslenska liðið lokaði nær alveg á með mögnuðum og vel skipulögðum varnarleik. 

Auglýsing
Þjóðhátíðarstemning í Hljómskálagarðinum
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Töluverða spennu mátti greina hjá áhorfendum.
Bára Huld Beck

Búið var að setja upp bása þar sem hægt var að kaupa veitingar, sælgæti og fleira. Á svæðinu voru einnig hoppu­kastal­ar og fót­bolta­völl­ur en Reykja­vík­ur­borg hef­ur veitt Prik­inu leyfi fyr­ir sölu áfeng­is í Hljóm­skálag­arðinum vegna leikja Íslands sem þar verða sýnd­ir.

Sjá mátti á risaskjáinn hvar sem fólk stóð og höfðu margir nælt sér í regnhlífar og slár til að skýla sér fyrir rigningunni. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Fólk var á öllum aldri og af báðum kynjum saman komið. Margir voru málaðir í framan við tilefnið og máttu litir íslenska fánans njóta sín. Þeir fullorðnu voru ekki síður spenntir en börnin og mátti heyra söng og trommuleik til skiptis. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Þegar líða fór að leikslokum og staðan enn 1-1 þá mátti finna spennuna magnast meðal áhorfenda. Skyldi íslenska liðið ná að halda hreinu í þessar mínútur sem eftir eru?

Spennan magnast.
Bára Huld Beck

Þegar dómarinn flautaði til leiksloka brutust fagnaðarlætin út enda verður ekki annað sagt en að þetta sé glæsilegur árangur hjá strákunum – að gera jafntefli við eitt sterkasta lið í heimi í fyrsta leiknum á HM.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Til hamingju með jafnteflið ... sigurinn!

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar