Bára Huld Beck

Fagnað í Hljómskálagarðinum – Rigningin stöðvaði ekki aðdáendur íslenska landsliðsins

Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Argentínu fyrr í dag og er ekki ofsögum sagt af því að Íslendingar hafi fagnað með ákefð þeim úrslitum út um allt land og á samfélagsmiðlum. Ljósmyndari Kjarnans leit við í Hljómskálagarðinum á meðan leik stóð og tók púlsinn á stemningunni.

Þrátt fyrir að hellidemba hafi verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag þegar íslenska lands­liðið mætti Argent­ínu í sínum fyrsta leik á Heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu í Rúss­landi þá hafði það ekki áhrif á þá fjöl­mörgu sem lögðu leið sína í mið­bæ­inn til að horfa á leik­inn. Gríð­ar­leg stemn­ing var í Hljóm­skála­garð­inum þegar ljós­mynd­ari Kjarn­ans gekk um svæðið og ekki var að sjá að áhorf­endur létu rign­ing­una á sig fá. 

Mik­ill fjöldi var saman kom­inn í Hljóm­skála­garð­inum en leikir Íslands eru sýndir víða um höf­uð­borg­ar­svæðið og um land allt. 

Eins og flestir vita þá gerðu Ísland og Argent­ína 1-1 jafn­tefli. Alfreð Finn­boga­son skor­aði mark Íslands en Sergio Agu­ero mark Argent­ín­u. Hannes Þór Hall­dórs­son varði glæsi­lega víti frá stór­stjörn­unni Lionel Messi, sem íslenska liðið lok­aði nær alveg á með mögn­uðum og vel skipu­lögðum varn­ar­leik. 

Þjóðhátíðarstemning í Hljómskálagarðinum
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Töluverða spennu mátti greina hjá áhorfendum.
Bára Huld Beck

Búið var að setja upp bása þar sem hægt var að kaupa veit­ing­ar, sæl­gæti og fleira. Á svæð­inu voru einnig hoppu­kastal­ar og fót­­bolta­­völl­ur en Reykja­vík­­­ur­­borg hef­ur veitt Prik­inu leyfi fyr­ir sölu áfeng­is í Hljóm­­­skálag­arð­inum vegna leikja Íslands sem þar verða sýnd­­ir.

Sjá mátti á risa­skjá­inn hvar sem fólk stóð og höfðu margir nælt sér í regn­hlífar og slár til að skýla sér fyrir rign­ing­unn­i. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Fólk var á öllum aldri og af báðum kynjum saman kom­ið. Margir voru mál­aðir í framan við til­efnið og máttu litir íslenska fán­ans njóta sín. Þeir full­orðnu voru ekki síður spenntir en börnin og mátti heyra söng og trommu­leik til skipt­is. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Þegar líða fór að leikslokum og staðan enn 1-1 þá mátti finna spenn­una magn­ast meðal áhorf­enda. Skyldi íslenska liðið ná að halda hreinu í þessar mín­útur sem eftir eru?

Spennan magnast.
Bára Huld Beck

Þegar dóm­ar­inn flaut­aði til leiksloka brut­ust fagn­að­ar­lætin út enda verður ekki annað sagt en að þetta sé glæsi­legur árangur hjá strák­unum – að gera jafn­tefli við eitt sterkasta lið í heimi í fyrsta leiknum á HM.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Til ham­ingju með jafn­teflið ... sig­ur­inn!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar