Hvað er að gerast á hlutabréfamarkaðnum?

Nýliðin vika var tíðindamikil í Kauphöllinni, en þrjú fyrirtæki birtu afkomuviðvörun og vísitala markaðarins lækkaði töluvert. Er ástæða til að hafa áhyggjur af hlutabréfamarkaðnum á Íslandi?

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Hart er í ári á íslenska hluta­bréfa­mark­aðn­um, en þrjár afkomu­við­var­anir hafa birst á vef Kaup­hall­ar­innar frá byrjun vik­unn­ar. Staðan virð­ist ekki heldur góð þegar til lengri tíma er lit­ið, en meg­in­vísi­tala OMX á Íslandi hefur lækkað um tæp átta pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­u­m.  Hvers vegna gengur íslenskum skráðum hluta­fé­lög­um ­jafnilla og raun ber vitni á tímum upp­gangs í efna­hags­líf­in­u? 

Ris og fall í hluta­bréfum

Árið fór vel af stað í Kaup­höll­inni með um 7,7 pró­senta hækk­un OMX ­vísi­töl­unnar í jan­ú­ar­mán­uði í kjöl­far nokk­urrar lægðar fyrri mán­aða. Hækk­unin var sú mesta sem Kaup­höllin hafði séð í hálft ár, en mark­að­ur­inn átti undir högg að sækja á síð­ari hluta árs­ins 2017. Sam­kvæmt grein Egg­erts Þórs Aðal­steins­sonar í Vís­bend­ingu í fyrra mátti helst rekja minnk­andi mark­aðs­verð­mæti íslensku fyr­ir­tækj­anna til óstöð­ug­leika í geng­is­mál­um, breyt­inga í sam­keppn­isum­hverfi fyr­ir­tækja og póli­tíska óvissu. 

Í jan­úar tók svo að birta til á mark­aðn­um, en í sam­tali Kjarn­ans við grein­ing­ar­að­ila voru helstu ástæður hækk­unar á Kaup­hall­ar­vísi­töl­unni í jan­úar gott gengi Mar­els og dvín­andi áhrif inn­komu Costco á Haga. Hækk­unin hélst út allan fyrsta árs­fjórð­ung­inn með heilt yfir jákvæðri nið­ur­stöðu úr ­upp­gjöru­m ­fé­lag­anna og auk­ins áhuga erlendra fjár­fest­ing­ar­sjóða á  íslenska mark­aðn­um, þá helst í trygg­ing­ar-og fjar­skipta­fé­lög­um. 

Auglýsing

Annar árs­fjórð­ungur hefur ekki verið eins gæfu­rík­ur, en frá marslokum hefur nær öll hækkun OMX-­vísi­töl­unnar á fyrsta árs­fjórð­ungi geng­ið til baka. Hröð­ust var lækk­unin í nýlið­inni viku, en Icelanda­ir sendi frá sér afkomu­við­vörun síð­ast­lið­inn sunnu­dag þar sem afkomu­spá félags­ins fyrir annan árs­fjórð­ung var lækkuð um 30%. Í kjöl­farið féll hluta­bréfa­verð flug­fé­lags­ins um fjórð­ung á einum degi, en trygg­inga­fyr­ir­tækin VÍS og TM minnk­uðu svo einnig afkomu­spá sína seinna í vik­unni vegna slæmrar þró­unar á hluta­bréfa­mark­að­i. 

Fast­eigna­fé­lög á nið­ur­túr

Fast­eigna­fé­lögin fjögur í Kaup­höll­inni, Reit­ir, Eik, Reg­inn og Heima­vell­ir, hafa öll lækkað umtals­vert á síð­ustu þremur mán­uðum eftir ágætan fyrsta árs­fjórð­ung, en sam­kvæmt grein­ing­ar­að­ilum gæti helsta skýr­ingin á lækk­andi gengi þeirra verið sú að vænt­ingar um lækkun vaxta Seðla­bank­ans hafi ekki gengið eft­ir. 

Trygg­inga­fyr­ir­tækin fylgja

Ef litið er á trygg­inga­fé­lögin þrjú, Sjó­vá, VÍS og TM, má sjá svip­aða þróun á öðrum árs­fjórð­ungi, þótt lækk­unin hafi ekki verið jafn­mikil hjá Sjóvá og TM. Hluta­bréf í VÍS hafa hins vegar tekið skarpa dýfu á síð­ustu vik­um, eða allt frá því félagið ákvað að minnka hlutafé sitt og greiða fyrir það með bréfum í Kviku. Trygg­inga­fyr­ir­tækin eru einnig við­kvæm fyrir gengi ann­arra félaga í Kaup­höll­inni, en í afkomu­við­vör­unum sínum nefndi bæði VÍS og T­M slæma þróun á hluta­bréfa­mark­aði sem eina af meg­in­á­stæðum verri afkomu á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Enn er beðið eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa N1 á Festum

Sam­ein­ing N1 og Festa ókláruð

Gengi olíu­fé­lag­anna N1 og S­hell hækk­aði tals­vert í byrjun árs, en verð á bréfum fyr­ir­tækj­anna hefur fallið nokkuð á síð­ustu tveimur vik­um. Þann 26. Júní kall­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið eftir sjón­ar­miðum um fyr­ir­huguð kaup N1 á Festi, en N1 hafði von­ast til þess að geta komið þeim í gegn á öðrum árs­fjórð­ungi. Svo varð ekki og enn er óvíst hvort kaupin nái í gegn yfir­höf­uð. 

Arion ­stærri úti

Fyrstu dag­ar ­Arion ­banka í Kaup­höll­inni hafa ekki verið sér­lega gjöf­ul­ir, en hluta­bréfa­verð bank­ans hefur lækkað um tæp átta pró­sent frá því hann kom á markað fyrir tæpum mán­uði síð­an. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans ríkti nokkur eft­ir­vænt­ing um að skrán­ing bank­ans myndi dýpka íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn, en hingað til hafa stærstu við­skipti hans átt sér stað í Kaup­höll­inni í Stokk­hólmi. 

Hækk­andi olíu­verð og aukin sam­keppni

Stærsta dags­breyt­ing síð­asta árs­fjórð­ungs á einu fyr­ir­tæki í Kaup­höll­inni átti sér hins vegar stað hjá Icelanda­ir ­síð­asta mánu­dag, morg­un­inn eftir birt­ingu afkomu­við­vör­unar félags­ins. Flug­fé­lagið segir meg­in­á­stæðu lækk­un­ar­innar vera hækk­andi olíu­verð auk harð­ari sam­keppni sem leiði til þess að flug­far­gjöld hafi ekki hækkað nógu mik­ið. Ljóst er að kreppt hafi að hjá flug­fé­lögum síð­ustu mán­uði, en WOW a­ir ­greindi einnig frá miklum tekju­sam­drætti vegna olíu­verð­hækk­unar og auk­innar sam­keppni  árið 2017 í til­kynn­ingu félags­ins síð­asta föstu­dag.

Ekki allt nei­kvætt

Margir ein­stakir þættir virð­ast hafa lagt til mik­illar lækk­unar á vísi­tölu Kaup­hall­ar­innar und­an­farnar vikur og af­komu­við­var­ana ­þriggja fyr­ir­tækja á stuttum tíma. En þrátt fyrir slæmt gengi fjöl­margra félaga á síð­ustu vikum er ekki ein­ungis slæmar fréttir af íslensku Kaup­höll­inni. Til að mynda hefur hluta­bréfa­verð í Marel ekki enn misst flugið síðan það tók að hækka í byrjun árs og bréf Haga hafa einnig farið stig­hækk­andi frá því í jan­ú­ar. Að sögn grein­ing­ar­að­ila  er ekki ástæða til að örvænta vegna lækk­unar á OMX-­vísi­töl­unni, þar sem verð­lagn­ingin á hluta­bréfum sé mjög góð heilt yfir mark­að­inn og mörg félög enn að skila góðri arð­semi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar