Hvað er að gerast á hlutabréfamarkaðnum?

Nýliðin vika var tíðindamikil í Kauphöllinni, en þrjú fyrirtæki birtu afkomuviðvörun og vísitala markaðarins lækkaði töluvert. Er ástæða til að hafa áhyggjur af hlutabréfamarkaðnum á Íslandi?

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Hart er í ári á íslenska hluta­bréfa­mark­aðn­um, en þrjár afkomu­við­var­anir hafa birst á vef Kaup­hall­ar­innar frá byrjun vik­unn­ar. Staðan virð­ist ekki heldur góð þegar til lengri tíma er lit­ið, en meg­in­vísi­tala OMX á Íslandi hefur lækkað um tæp átta pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­u­m.  Hvers vegna gengur íslenskum skráðum hluta­fé­lög­um ­jafnilla og raun ber vitni á tímum upp­gangs í efna­hags­líf­in­u? 

Ris og fall í hluta­bréfum

Árið fór vel af stað í Kaup­höll­inni með um 7,7 pró­senta hækk­un OMX ­vísi­töl­unnar í jan­ú­ar­mán­uði í kjöl­far nokk­urrar lægðar fyrri mán­aða. Hækk­unin var sú mesta sem Kaup­höllin hafði séð í hálft ár, en mark­að­ur­inn átti undir högg að sækja á síð­ari hluta árs­ins 2017. Sam­kvæmt grein Egg­erts Þórs Aðal­steins­sonar í Vís­bend­ingu í fyrra mátti helst rekja minnk­andi mark­aðs­verð­mæti íslensku fyr­ir­tækj­anna til óstöð­ug­leika í geng­is­mál­um, breyt­inga í sam­keppn­isum­hverfi fyr­ir­tækja og póli­tíska óvissu. 

Í jan­úar tók svo að birta til á mark­aðn­um, en í sam­tali Kjarn­ans við grein­ing­ar­að­ila voru helstu ástæður hækk­unar á Kaup­hall­ar­vísi­töl­unni í jan­úar gott gengi Mar­els og dvín­andi áhrif inn­komu Costco á Haga. Hækk­unin hélst út allan fyrsta árs­fjórð­ung­inn með heilt yfir jákvæðri nið­ur­stöðu úr ­upp­gjöru­m ­fé­lag­anna og auk­ins áhuga erlendra fjár­fest­ing­ar­sjóða á  íslenska mark­aðn­um, þá helst í trygg­ing­ar-og fjar­skipta­fé­lög­um. 

Auglýsing

Annar árs­fjórð­ungur hefur ekki verið eins gæfu­rík­ur, en frá marslokum hefur nær öll hækkun OMX-­vísi­töl­unnar á fyrsta árs­fjórð­ungi geng­ið til baka. Hröð­ust var lækk­unin í nýlið­inni viku, en Icelanda­ir sendi frá sér afkomu­við­vörun síð­ast­lið­inn sunnu­dag þar sem afkomu­spá félags­ins fyrir annan árs­fjórð­ung var lækkuð um 30%. Í kjöl­farið féll hluta­bréfa­verð flug­fé­lags­ins um fjórð­ung á einum degi, en trygg­inga­fyr­ir­tækin VÍS og TM minnk­uðu svo einnig afkomu­spá sína seinna í vik­unni vegna slæmrar þró­unar á hluta­bréfa­mark­að­i. 

Fast­eigna­fé­lög á nið­ur­túr

Fast­eigna­fé­lögin fjögur í Kaup­höll­inni, Reit­ir, Eik, Reg­inn og Heima­vell­ir, hafa öll lækkað umtals­vert á síð­ustu þremur mán­uðum eftir ágætan fyrsta árs­fjórð­ung, en sam­kvæmt grein­ing­ar­að­ilum gæti helsta skýr­ingin á lækk­andi gengi þeirra verið sú að vænt­ingar um lækkun vaxta Seðla­bank­ans hafi ekki gengið eft­ir. 

Trygg­inga­fyr­ir­tækin fylgja

Ef litið er á trygg­inga­fé­lögin þrjú, Sjó­vá, VÍS og TM, má sjá svip­aða þróun á öðrum árs­fjórð­ungi, þótt lækk­unin hafi ekki verið jafn­mikil hjá Sjóvá og TM. Hluta­bréf í VÍS hafa hins vegar tekið skarpa dýfu á síð­ustu vik­um, eða allt frá því félagið ákvað að minnka hlutafé sitt og greiða fyrir það með bréfum í Kviku. Trygg­inga­fyr­ir­tækin eru einnig við­kvæm fyrir gengi ann­arra félaga í Kaup­höll­inni, en í afkomu­við­vör­unum sínum nefndi bæði VÍS og T­M slæma þróun á hluta­bréfa­mark­aði sem eina af meg­in­á­stæðum verri afkomu á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Enn er beðið eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa N1 á Festum

Sam­ein­ing N1 og Festa ókláruð

Gengi olíu­fé­lag­anna N1 og S­hell hækk­aði tals­vert í byrjun árs, en verð á bréfum fyr­ir­tækj­anna hefur fallið nokkuð á síð­ustu tveimur vik­um. Þann 26. Júní kall­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið eftir sjón­ar­miðum um fyr­ir­huguð kaup N1 á Festi, en N1 hafði von­ast til þess að geta komið þeim í gegn á öðrum árs­fjórð­ungi. Svo varð ekki og enn er óvíst hvort kaupin nái í gegn yfir­höf­uð. 

Arion ­stærri úti

Fyrstu dag­ar ­Arion ­banka í Kaup­höll­inni hafa ekki verið sér­lega gjöf­ul­ir, en hluta­bréfa­verð bank­ans hefur lækkað um tæp átta pró­sent frá því hann kom á markað fyrir tæpum mán­uði síð­an. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans ríkti nokkur eft­ir­vænt­ing um að skrán­ing bank­ans myndi dýpka íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn, en hingað til hafa stærstu við­skipti hans átt sér stað í Kaup­höll­inni í Stokk­hólmi. 

Hækk­andi olíu­verð og aukin sam­keppni

Stærsta dags­breyt­ing síð­asta árs­fjórð­ungs á einu fyr­ir­tæki í Kaup­höll­inni átti sér hins vegar stað hjá Icelanda­ir ­síð­asta mánu­dag, morg­un­inn eftir birt­ingu afkomu­við­vör­unar félags­ins. Flug­fé­lagið segir meg­in­á­stæðu lækk­un­ar­innar vera hækk­andi olíu­verð auk harð­ari sam­keppni sem leiði til þess að flug­far­gjöld hafi ekki hækkað nógu mik­ið. Ljóst er að kreppt hafi að hjá flug­fé­lögum síð­ustu mán­uði, en WOW a­ir ­greindi einnig frá miklum tekju­sam­drætti vegna olíu­verð­hækk­unar og auk­innar sam­keppni  árið 2017 í til­kynn­ingu félags­ins síð­asta föstu­dag.

Ekki allt nei­kvætt

Margir ein­stakir þættir virð­ast hafa lagt til mik­illar lækk­unar á vísi­tölu Kaup­hall­ar­innar und­an­farnar vikur og af­komu­við­var­ana ­þriggja fyr­ir­tækja á stuttum tíma. En þrátt fyrir slæmt gengi fjöl­margra félaga á síð­ustu vikum er ekki ein­ungis slæmar fréttir af íslensku Kaup­höll­inni. Til að mynda hefur hluta­bréfa­verð í Marel ekki enn misst flugið síðan það tók að hækka í byrjun árs og bréf Haga hafa einnig farið stig­hækk­andi frá því í jan­ú­ar. Að sögn grein­ing­ar­að­ila  er ekki ástæða til að örvænta vegna lækk­unar á OMX-­vísi­töl­unni, þar sem verð­lagn­ingin á hluta­bréfum sé mjög góð heilt yfir mark­að­inn og mörg félög enn að skila góðri arð­semi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar