Mynd: EPA.

7,5 prósent þjóðarinnar verður í Laugardalnum í kvöld

Stærstu tónleikar sögunnar hér á landi verða haldnir í kvöld þegar rokkhljómsveitin Guns N’Roses stígur á stokk á þjóðarleikvanginum á Laugardalsvelli. Búist er við hátt í 27 þúsund manns á völlinn á tónleika þar sem öllu verður tjaldað til.

Stærstu tón­leikar sög­unnar hér á landi verða haldnir í kvöld þegar rokk­hljóm­sveitin Guns N’Roses stígur á stokk á þjóð­ar­leik­vang­inum á Laug­ar­dals­velli. Búist er við hátt í 27 þús­und manns á völl­inn á tón­leika þar sem öllu verður tjaldað til.



Tón­leik­arnir í kvöld

Gólf hefur verið lagt yfir völl­inn sjálfan, en um 160 manns koma að und­ir­bún­ingi tón­leik­anna sem tók meira en heila viku. Til lands­ins bár­ust 56 gámar af alls kyns varn­ingi auk 100 vöru­bíla full­hlaðna af græj­um. Full­byggt er sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risa­skjáir koma til með að sýna áhorf­endum öll smá­at­riði á svið­inu, sá stærsti sem er fyrir miðju sviðs­ins er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð. Hlóð­kerfið ku vera hið öfl­ug­asta sem sett hefur verið upp á Íslandi og auk þess mega tón­leika­gestir eiga von á gríð­ar­legum fjölda eld­varpa og reyk­sprengja, ásamt ljósa­sýn­ingu.

Tölvugerð teikning eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum í kvöld.
Mynd: Aðsend

Hliðin á tón­leika­svæð­inu munu opna klukkan 16.30, en til upp­hit­unar koma fram Tyler Bryant & the Shakedowns og íslenska sveitin Brain Police sem hefja spilun um klukkan 18.00.

Áætlað er að hljóm­sveitin sjálf hefji sína veislu um klukkan 20.00 og búist er við að hún spili í um þrjár klukku­stund­ir.

Í gær feng­ust þær upp­lýs­ingar að meira en 23 þús­und miðar væru seld­ir, en um 2.000 miðum var bætt við á loka­sprett­inum eftir að seld­ist upp á tón­leik­ana um miðjan júní. Sýslu­maður hefur veitt leyfi fyrir mest 26.900 manns á svæð­inu í kvöld.



Veð­ur­spáin er ágæt fyrir kvöldið í Reykja­vík. Búast má við um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sek­úndu og þótt ótrú­legt megi virð­ast er ekki úti­lokað að sólin láti eitt­hvað sjá sig.

Veðurspáin í kvöld.
Mynd: Veðurstofan.

Aðstand­endur hátíð­ar­innar hafa skipu­lagt sam­göngur og aðgengi sér­stak­lega í ljósi fjölda gesta sem munu leggja leið sína í Lauga­dal­inn í kvöld. Tón­leika­gestir eru ein­dregið hvattir til að fara tíma­lega niður á völl til að forð­ast of langar rað­ir. Þá eru gestir hvattir til að nýta sér virka ferða­máta, ganga eða hjóla. Þá er mælt með því að hleypa fólki út úr leigu eða fólks­bílum við Glæsibæ eða á Sund­laug­ar­vegi.



Reykja­vegur verður lok­aður fyrir og á meðan tón­leikum stendur og þá verður Engja­vegur lok­aður frá klukkan 16 nema fyrir tón­leika­gesti. Suð­ur­lands­braut verður lokuð að hluta eftir að tón­leikum lýk­ur. Boðið verður upp á sér­stakar hrað­ferðir Strætó frá þremur stöðum í borg­inni og beint niður í Laug­ar­dal. Þessar hrað­ferðir munu fara frá Háskól­anum í Reykja­vik, Mjódd­inni og Strætó­stoppi­stöð­inni norð­an­megin við Kringl­una (hjá Orkunn­i). Þar er mælst til þess að leggja bílum á bíla­stæð­inu við Sjóvá og fyrir aftan Versl­un­ar­skól­ann. Sömu leiðir munu fara frá Laug­ar­dals­höll við Suð­ur­lands­braut og til baka eftir tón­leika. Tón­leika­gestir fá frítt í þessar ferðir gegn fram­vísun miða.

Slag­ara­fram­leiðsla

Guns N´Roses var stofnuð árið 1985 og sló í gegn með frum­burð­inum „App­etite for Destruct­ion“ sem kom út tveimur árum síð­ar. Hún hefur selst í yfir 30 millj­ónum ein­taka síðan að hún kom út og er enn þann dag í dag sú fyrsta plata hljóm­sveitar eða tón­list­ar­manns sem selst hefur best. Á meðal laga plöt­unnar sem náðu feiki­legum vin­sældum eru „Welcome to the Jung­le“, „Para­d­ise City“ og „Sweet Child o´Mine“.

Í sept­em­ber 1991 gaf hljóm­sveitin svo út tví­bura­plöt­unar „Use Your Ill­usion I&II“. Í aðdrag­anda þeirrar útgáfu, og eftir hana, fór Guns N´Roses á 28 mán­aða langt tón­leik­ar­ferða­lag um allan heim­inn sem átti eftir að taka sinn toll. Alls hélt hljóm­sveitin 192 tón­leika í 27 löndum á þeim tíma. Um er að ræða eitt lengsta, ef ekki lengsta, sam­fellda tón­leika­ferða­lag sög­unn­ar.

Báðar plöt­urnar slógu í gegn og hafa selst í yfir 35 millj­ónum ein­taka sam­tals um heim all­an. Á meðal laga þeirra sem fólk ætti að muna eftir eru epísku ball­öðusmell­irnir „Don´t Cry“, „Novem­ber Rain“ og „Estranged“. Þar var einnig að finna lög á borð við „Ci­vil War“, „14 year­s“, „Yester­da­ys“ og tök­u­lögin „Knock­in´on Hea­vens Door“ og „Live and Let Die“.

Ósætt­i...

Ósætti milli hljóm­sveita­með­lima gerði það hins vegar að verkum að hljóm­sveitin leyst­ist upp á árunum 1994 til 1999. Mest mun­aði um það þegar gít­ar­leik­ar­inn goð­sagna­kenndi Slash, annar leið­toga Guns N´Roses, hætti í sveit­inni í októ­ber 1996. Hinn leið­tog­inn, söngv­ar­inn sér­lund­aði Axl Rose hélt hljóm­sveit­inni hins vegar starf­andi, að minnsta kosti annað veif­ið, með nýjum liðs­mönn­um.

Svona litu liðsmenn út árið 1987 þegar „Appetite for Destruction“ kom út.
Mynd: GNR

Árið 2008 gaf Guns N´Roses, sem var þá í raun bara Axl Rose, út plöt­una „Chinese Democracy“ sem hafði verið meira en ára­tug í vinnslu og kostað um 1,4 millj­arð króna í fram­leiðslu. Það gerir hana að lang­dýr­ustu rokk­plötu allra tíma. Almennt álit aðdá­enda og gagn­rýnenda er að þeim fjár­munum hafi ekki verið vel  var­ið.

...og end­ur­koma

Árið 2016, 20 árum eftir að Slash hætti í Guns N´Roses, var til­kynnt um að sættir hefðu náðst. Slash, bassa­leik­ar­inn Duff McKagan og Dizzy Reed gengu aftur í hljóm­sveit­ina og boð­uðu „Not in This Lifeti­me…“ tón­leika­ferða­lag­ið. Auk þeirra þriggja var Axl Rose vit­an­lega með auk gít­ar­leik­ar­ans Ric­hard Fortus, trommar­ans Frank Fer­rer og hljóm­borðs­leik­ar­ans Mellisu Reese.

Sú tón­leika­ferð stendur enn yfir og nú á Íslandi. Hún hafði við lok síð­asta árs halað inn tæp­lega 50 millj­örðum króna sem gerir hana að fjórða arð­bærasta tón­leik­ar­ferða­lagi allra tíma. Alls höfðu þá um 4,4 millj­ónir manna séð hljóm­sveit­ina á umræddu tón­leika­ferð­ar­lagi, þar sem Guns N´Roses hafa haldið 125 tón­leika. Þá eru ekki með­taldir tón­leikar sveit­ar­innar í sumar en þeir íslensku í kvöld eru þeir síð­ustu á ferða­lagi sveit­ar­innar um Evr­ópu sem hófst í júní og mun hún svo taka upp þráð­inn í Mexíkó í nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar