Þrátt fyrir allt þokast atvinnumálin í rétta átt

Á undanförnum áratug hefur mikið endurreisnarstarf átt sér stað í alþjóðahagkerfinu. Þó skandalar, deilur og yfirlýsingagleði stjórnmálamanna steli fyrirsögnum, þá hefur efnahagsþróun verið jákvæð víða í heiminum á undanförnum árum.

Rúmenía vinnumenn verkfall
Auglýsing

Tæpur ára­tugur er nú síðan hrika­legar aðstæður sköp­uð­ust í heims­bú­skapn­um, og versta fjár­málakreppa frá Krepp­unni miklu á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, skall á. 

Van­traust skap­að­ist á fjár­mála­mörk­uð­um, hús­næð­is­verð féll og atvinnu­leysi jókst mik­ið. Svo til alls staðar í heim­inum versnuðu atvinnu­horfur og nýr og alvar­legri veru­leiki blasti við.

Með for­dæma­lausum stuðn­ings­að­gerðum seðla­banka og rík­is­sjóða má segja að hörm­ungum hafi verið afstýrt. Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, segir í bók sinni, The Courage to Act, sem kom út árið 2015, að innan við sól­ar­hring hafi munað á því, að algör ringul­reið hefði skap­ast á mörk­uð­u­m. 

Auglýsing

Segir hann í bók­inni að atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum hefði þá getað rokið upp í 30 til 40 pró­sent, eins og það var í Krepp­unni miklu, með fjölda­gjald­þrotum og hrika­legum aðstæð­um.

Upp­gangur

Á þessum tæpa ára­tug sem lið­inn er frá atburð­unum sem leiddu til djúprar fjár­málakreppu, hefur efna­hags­legur upp­gangur verið stöð­ugur á flestum stærstu mark­aðs­svæðum heims­ins. Ekki síst í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Óhætt er að segja að mikið umrót hafi verið í stjórn­málum og fjöl­miðlum á þessum tíma, ekki síst með hraðri útbreiðslu sam­fé­lags­miðla.

Hægt er að skrifa mikið um þetta tíma­bil, og út frá ýmsum hlið­um. En sé litið til eins þáttar sér­stak­lega, atvinnu­leys­is, þá hafa orðið miklar fram­farir á síð­ustu árum.

Mest fór atvinnu­leysið upp fyrir 10 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 2010, en mæld­ist nú í lok júlí, 3,9 pró­sent. Það er minnsta atvinnu­leysi sem mælst hefur í Banda­ríkj­unum í meira en fjóra ára­tugi. Sé litið til pró­sentu­talna hefur atvinnu­leysi á þessum tíma þró­ast með svip­uðum hætti á Íslandi. Árið 2010 fór það hæst í rúm­lega 10 pró­sent, en það mælist nú um 3 pró­sent.

Donald Trump er umdeildur, svo ekki sé meira sagt. Efnahagur Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti þróast vel á undanförnum áratug, og er atvinnuleysi nú með minnsta móti.

Í Evr­ópu hefur mikið atvinnu­leysi lengi verið sam­fé­lags­mein, einkum í Suð­ur­-­Evr­ópu. Á und­an­förnum árum hefur staðan þó batnað nokk­uð.

Í Evr­ópu­sam­band­ríkjum er með­al­talsat­vinnu­leysi nú 7,1 pró­sent. Árið 2013 var það mest, sé litið til þró­unar á und­an­förnum ára­tug, en það fór þá yfir 12 pró­sent. Atvinnu­leysið hefur verið einna mest á Spáni en það er nú 16,1 pró­sent, en fór hæst yfir 25 pró­sent árið 2013.

Sé litið til ein­staka ald­urs­hópa þá er atvinnu­leysið mest hjá ungu fólki, undir 35 ára aldri, í Suð­ur­-­Evr­ópu. Á Spáni er atvinnu­leysi hjá þessum hópi upp undir 40 pró­sent og á Ítalíu yfir 30 pró­sent, en atvinnu­leysi mælist þar nú 10,9 pró­sent.

Í Bret­landi hefur atvinnu­leysið einnig haldið áfram að drag­ast sam­an, þrátt fyrir harðar deilur í breska þing­inu um Brexit og fleiri mál. Það mælist nú um 4 pró­sent en mest fór það yfir 8 pró­sent árið 2012.

Hvað ger­ist þegar Seðla­bankar hætta örv­un­ar­að­gerð­um?

Eins og vel er dregið fram í fyrr­nefndri bók Bern­anke, þá hafa seðla­bankar í heim­inum verið í lyk­il­hlut­verki þegar kemur að því örvar hag­kerfi heims­ins á und­an­förnum ára­tug. Þeir hafa liðkað fyrir fjár­magni í fjár­mála­kerf­inu og dælt pen­ingum út á mark­aði, með skulda­bréfa­kaup­um, bæði hjá fyr­ir­tækjum og þjóð­ríkj­um. Þetta hefur leitt til þess að hag­vöxtur hefur örvast og fleiri störf hafa skap­ast.

Seðlabanki Evrópu lýkur áætlun sinni um magnbundna íhlutun, í desember á þessu ári.

Seðla­banki Evr­ópu hefur til­kynnt um að hann muni hætta með áætlun sína um kaup á skulda­bréfum (magn­bund­inni íhlut­un) í des­em­ber, en í ein­földu máli sagt hefur sú áætlun miðað að því að örva hag­vöxt og liðka fyrir ódýru fjár­magni á mörk­uð­um, til að koma í veg fyrir frek­ari erf­ið­leika, bæði efna­hags­lega og félags­lega. Mario Drag­hi, seðla­banka­stjóri, hefur sagt að bank­inn muni þó fara að öllu með gát og fylgj­ast vel með þróun mála.

Það er til marks um umfang þess­ara örv­un­ar­að­gerða, að það er um tvö þús­und millj­arðar evra, eða sem nemur um 246 þús­und millj­örðum króna, miðað við núver­andi gengi krónu gagn­vart evru.

Svipað hefur verið upp á ten­ingnum í Banda­ríkj­un­um, en vaxta­hækkana­ferli er þar haf­ið. Einn þeirra sem hefur varað við því, að fjár­festar séu ekki nægi­lega á varð­bergi þegar kemur að minnk­andi áhrifum seðla­banka­að­gerða á mörk­uð­um, er Jamie Dimon, banka­stjóri JP Morgan Chase. Hann segir að framundan geti verið stórar ákvarð­anir hjá seðla­bönkum með hækk­andi vaxta­stigi og verð­bólgu. Erfitt sé að segja til um hver áhrifin verði á mörk­uð­um, en aug­ljóst sé að þau verði mik­il.

Þróun atvinnuleysis hefur verið jákvæð, á undanförnum árum.

Í bréfi sem Dimon skrif­aði til hlut­hafa, í lok árs í fyrra, minnt­ist hann sér­stak­lega á hlut­verk seðla­banka á mörk­uðum á áhrif þeirra á end­ur­reisn­ar­tím­anum á und­an­förnum árum. Sagði hann fjár­festa ekki mega van­meta þessi áhrif.

Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr
Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.
Kjarninn 18. október 2018
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir
Kjarninn 18. október 2018
Hermundur Sigmundsson
Hoppum út í laugina!
Kjarninn 18. október 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári
Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.
Kjarninn 18. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
Kjarninn 18. október 2018
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppnishæfni Íslands batnar
Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.
Kjarninn 18. október 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk
Kjarninn 18. október 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar