10 staðreyndir um inn- og útflutning á vörum til og frá Íslandi

Vöruviðskipti voru óhagstæð um 176,5 milljarða árið 2017. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um inn- og útflutning Íslendinga.

eimskip
Auglýsing

1.

Vöru­skipta­jöfn­uður er mis­mun­ur­inn á and­virði útfluttra og inn­fluttra vara til og frá til­teknu landi á ákveðnu tíma­bili. Sé mis­mun­ir­inn jákvæður er talað um vöru­skipta­af­gang í kerf­inu en sé hann nei­kvæður er talað um vöru­skiptaa­halla. Vert er að taka fram að vörur eru ein­ungis hluti af inn- og útflutn­ingi Íslands. Héðan er líka flutt út, og inn, þjón­usta, til dæmis hin mik­il­væga ferða­þjón­usta. Saman mynda þessir tveir þættir við­skipta­jöfn­uð. Hann hefur verið jákvæður í 16. árs­fjórð­unga í röð og var síð­ast nei­kvæður í byrjun árs 2014.

2.

Á árinu 2017 voru fluttar út vörur fyrir 519,6 millj­arða króna og inn fyrir 696,1 millj­arð króna fob sem er skamm­stöfun fyrir Free On Board eða frítt um borð. Það þýðir að ábyrgð selj­anda lýkur eftir að vör­unum hefur verið hlaðið um borð í skipi og ábyrgð kaup­anda tekur við.

3.

Vöru­við­skiptin árið 2017 voru nei­kvæð um 176,5 millj­arða króna og um 108,2 millj­arða króna árið áður á gengi hvors árs. Vöru­við­skipta­hall­inn, sem sýnir virð­is­mun á þeim vörum sem Íslend­ingar fluttu inn og út á árinu 2017, var því 68,3 millj­örðum króna meiri en árið áður. Án skipa og flug­véla nam vöru­við­skipta­hall­inn 2017 161,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 80 millj­arða króna halla árið 2016. Árið 2017 var verð­mæti vöru­út­flutn­ings 17,8 millj­örðum króna lægra sam­an­borið við árið 2016, eða 3,3 pró­sent á gengi hvors árs.

Auglýsing

4.

Iðn­að­ar­vörur voru 53,9 pró­sent alls útflutn­ings árið 2017 og var verð­mæti þeirra 3,5 pró­sent hærra en á sama tíma árið áður. Útflutn­ingur á áli og álaf­urðum átti stærstu hlut­deild í útflutn­ingi á iðn­að­ar­vörum árið 2017 eða 39 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi.

5.

Sjáv­ar­af­urðir voru 37,9 pró­sent alls vöru­út­flutn­ings og var verð­mæti þeirra 15,2 pró­sent lægra en á sama tíma árið áður. Lækkun var í nær öllum und­ir­liðum sjáv­ar­af­urða. Stærstu hlut­deild í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða árið 2017 áttu fryst flök og ferskur fisk­ur. Stærstu við­skipta­lönd í vöru­út­flutn­ingi voru Holland, Spánn og Bret­land en 73,4 pró­sent alls útflutn­ings fór til ríkja ESB.

6.

Árið 2017 var verð­mæti vöru­inn­flutn­ings 50,5 millj­örðum króna hærra en árið 2016, eða 7,8 pró­sent á gengi hvors árs. Mestu mun­aði um fjár­fest­ingu í flutn­inga­tækj­um, þá aðal­lega skipum og fólks­bíl­um, inn­flutn­ingi á unnum hrá- og rekstr­ar­vörum ásamt inn­flutn­ingi á elds­neyti og fjár­fest­inga­vör­um. Stærstu hlut­deild í inn­flutn­ingi áttu hrá- og rekstr­ar­vör­ur, fjár­fest­ing­ar­vörur og flutn­inga­tæki. Stærstu við­skipta­lönd í vöru­inn­flutn­ingi voru Þýska­land og Nor­egur en 52,5 pró­sent alls inn­flutn­ings kom frá ríkjum ESB.

7.

Aðflutn­ings­gjöld og útflutn­ings­gjöld eru sam­heiti yfir tolla og aðra skatta og gjöld sem greiða ber við toll­með­ferð vöru við inn- eða útflutn­ing. Útflutn­ings­gjöld hafa ekki verið lögð á frá árinu 1990. Aðflutn­ings­gjöldin eru meðal ann­ars toll­ur, vöru­gjöld, eft­ir­lits­gjald vegna inn­flutn­ings plantna, áfeng­is­gjald, tóbaks­gjald, virð­is­auka­skatt­ur, úrvinnslu­gjald og eft­ir­lits­gjald vegna raf­fanga.

8.

Tollar eru lagðir á vörur sem fluttar eru inn á toll­svæði rík­is­ins. Allir sem flytja inn vörur eru toll­skyldir og ber að greiða toll við inn­flutn­ing­inn nema vör­urnar beri 0 pró­sent toll eða séu með ein­hverjum hætti und­an­þegnar tolli. Til­teknir aðilar eru þó und­an­þegnir toll­skyldu að hluta eða öllu leyti sam­kvæmt ákvæðum tolla­laga. Svo­kall­aðir toll­kvótar eru til­tekið magn vöru sem flutt er inn á lægri tollum en sam­kvæmt toll­skrá. Toll­kvótum er úthlutað að und­an­gengnu umsókn­ar­ferli.

9.

Ferða­menn og far­menn njóta sér­stakra fríð­inda við inn­flutn­ing vöru sem þó hafa til­tekin fjár­hæð­ar­mörk. Þá eru ýmsar vörur und­an­þegnar tollum af mál­efna­legum ástæð­um, t.d. búslóðir manna sem flytja hingað til lands, erlendi heið­urs­merki og verð­laun, vörur sem eru end­ur­sendar til lands­ins, end­ur­sendar tómar umbúð­ir, gjafir undir til­teknum tak­mörkum og send­ingar vegna mark­aðs­setn­ingar og vöru­þró­un­ar. Erlendir sendi­menn hér á landi eru und­an­þegnir toll­um.

10.

Almenn vöru­gjöld voru lögð af í upp­hafi árs 2015. Hins vegar er enn lagt vöru­gjald á öku­tæki, elds­neyti og fleiri vör­ur. Vöru­gjald er greitt af skrán­ing­ar­skyldum öku­tækjum sem flutt eru til lands­ins eða fram­leidd hér á landi. Gjaldið er að meg­in­reglu lagt á öku­tæki í tíu gjald­þrepum miðað við skráða losun koltví­sýr­ings mælt í kíló­grömmum á hvern ekinn kíló­metra, frá 0 pró­sent ef los­unin nemur 0 til 80 grömmum á kíló­metra upp í 65 pró­sent ef los­unin nemur yfir 250 grömmum á kíló­metra. Viða­miklar und­an­þágur eru þó gerðar frá meg­in­regl­unni, þannig eru til­tekin öku­tæki alfarið und­an­þegin gjald­inu, önnur bera fast 13 pró­sent eða 30 pró­sent gjald og um enn önnur gilda sér­stakar regl­ur. Tvenns­konar vöru­gjöld eru lögð á bens­ín, það er almennt vöru­gjald og bens­ín­gjald. Gjöldin nema fastri krónu­töku á hvern líta bens­íns en inn­flytj­endur og fram­leið­endur bens­íns eru gjald­skyld­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar