Mikið tap á rekstri Morgunblaðsins á síðasta ári

Í ársreikningi eins stærsta eiganda Morgunblaðsins er að finna hlutdeild hans í tapi útgáfufélags fjölmiðilsins á síðasta ári. Umræddur eigandi á 16,45 prósent í Árvakri og hlutdeild hans í tapi félagsins var 43,9 milljónir króna.

Morgunblaðið
Auglýsing

Þórs­mörk ehf., eig­andi útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, tap­aði um 267 millj­ónum krónum í fyrra sam­kvæmt því sem má lesa úr árs­reikn­ingum eins stærsta eig­anda félags­ins, Hlyns A ehf. Þar kemur fram að hlut­deild Hlyns A ehf. í tapi Þórs­merkur á árinu 2017 hafi verið 43,9 millj­ónir króna. Alls á félagið 16,45 pró­sent hlut í Þórs­mörk sem þýðir að heild­ar­tap Þórs­merkur var 267 millj­ónir króna miðað við upp­lýs­ing­arnar í árs­reikn­ingn­um.

Hvorki Þórs­mörk né Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, hafa skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2017, en útgáfu­fé­lagið er eina eign Þórs­merk­ur. Und­an­farin ár hafa upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum félaga sem eiga í Þórs­mörk hins vegar sýnt hvert tap Árvak­urs er. Fyrir árið 2016 var t.d. tap Hlyns A vegna hlutar félags­ins í Þórs­mörk í fullu sam­ræmi við það tap sem Árvakur opin­ber­aði þegar árs­reikn­ingur þess félags var birt­ur.

1,8 millj­arða tap frá 2009

Árvak­ur, sem rekur Morg­un­blað­ið, mbl.is, Edd­u-­út­gáfu og útvarps­stöð­ina K100 tap­aði 49,7 millj­ónum króna á árinu 2016. Því rúm­lega fimm­fald­að­ist tapið á milli ára. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 hefur félagið tapað tæp­lega 1,8 millj­örðum króna, að með­töldu tap­inu sem fram kemur í árs­reikn­ingi Hlyns A ehf.. Tap hefur verið á rekstri Árvak­urs öll árin frá því að eig­enda­skiptin urðu utan þess að Árvakur skil­aði sex millj­óna króna hagn­aði árið 2013. Mest var tapið á árunum 2009-2011, en eftir það virt­ist rekst­ur­inn vera að ná jafn­vægi að nýju á árunum 2012-2014. Tapið hefur hins vegar auk­ist mikið á síð­ustu þremur árum og nam tæpum hálfum millj­arði króna frá árs­byrjun 2015 til síð­ustu ára­móta. Hlut­hafar Árvak­urs hafa sett inn rúm­lega 1,4 millj­arða króna hið minnsta í nýtt hlutafé á þeim tíma.

Auglýsing

Við­skipta­banki Árvak­urs, Íslands­banki, hefur afskrifað um 4,5 millj­arða króna af skuldum félags­ins frá árinu 2009. Þorri þeirra afskrifta átti sér stað í aðdrag­anda þess að félagið var selt nýjum eig­enda­hópi á því ári. Síð­ari lota afskrifta átti sér svo stað árið 2011 og var upp á einn millj­arð króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­rekstur hefur Ávakur verið í sókn og leitað inn á nýjar fjöl­miðla­lend­ur. Félagið keypti útvarps­­­­­stöð­ina K100 árið 2016 og hefur fjár­fest umtals­vert í upp­bygg­ingu henn­ar, meðal ann­ars með því að ráða lands­þekkta fjöl­miðla­menn á borð við Loga Berg­mann Eiðs­son, Frið­riku Geirs­dóttur og Rúnar Frey Gísla­son til að sinna dag­skrár­gerð. K100 mælist með 3,8 pró­sent hlust­un­ar­hlut­deild hjá lands­mönnum á aldr­inum 12-80 ára sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum Gallup. Vin­sæl­ustu útvarps­stöðvar lands­ins, Bylgjan og Rás 2, eru með ann­ars vegar 29,5 pró­sent hlut­deild og hins vegar 29 pró­sent.

Svipt­ingar í eig­enda­hópi

Í apríl í fyrra var til­­kynnt að Eyþór Arn­alds, nú odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, hefði keypt 26,6 pró­­sent hlut í Árvakri. Um væri að ræða allan hlut Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ris­ans Sam­herja, hlut Síld­­ar­vinnsl­unnar og Vísis hf. Fyrir þann tíma höfðu fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi, beint og óbeint, verið eig­endur að um 96 pró­sent í félag­inu. Eyþór hefur sagt að hlut­ur­inn sé til sölu ef að kaup­andi finnst að hon­um.

Upp­­lýs­ingar um eign­­ar­hald Þórs­merk­ur, eig­anda Árvak­­urs, voru upp­­­færðar á heima­­síðu Fjöl­miðla­­nefndar í sept­em­ber 2017 líkt og lög gera ráð fyr­­ir. Þá hafði verið tekið til­lit til 200 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ingar sem átt hafði sér stað í fyrra. Í Frétta­blað­inu í fyrra var greint frá því að Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga hefði lagt til mest af þeim pen­ingum sem lagðir voru til við­­­bótar í félagið og við það minn­k­aði hlutur Ram­­ses II, félags í eigu Eyþórs Arn­alds, um nærri tvö pró­­­sent­u­­­stig, og er nú 22,87 pró­­­sent. Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á nú 15,84 pró­­­sent í Þór­s­­­mörk í gegnum félagið Íslenskar sjá­v­­­­ar­af­­­urð­­ir.

Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og áður­nefnt félag, Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,45 pró­­sent hlut.  Hlynur A mat eign­ar­hlut sinn í Þórs­mörk á 177,7 millj­ónir króna í lok árs 2016 en mat eign­ar­hlut­inn á 135 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að heild­ar­virði Þórs­merk­ur, og þar af leið­andi Árvak­urs, hefur farið úr um 1.080 millj­ónum króna í 820 millj­ónir króna á einu ári.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar