Mikið tap á rekstri Morgunblaðsins á síðasta ári

Í ársreikningi eins stærsta eiganda Morgunblaðsins er að finna hlutdeild hans í tapi útgáfufélags fjölmiðilsins á síðasta ári. Umræddur eigandi á 16,45 prósent í Árvakri og hlutdeild hans í tapi félagsins var 43,9 milljónir króna.

Morgunblaðið
Auglýsing

Þórs­mörk ehf., eig­andi útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, tap­aði um 267 millj­ónum krónum í fyrra sam­kvæmt því sem má lesa úr árs­reikn­ingum eins stærsta eig­anda félags­ins, Hlyns A ehf. Þar kemur fram að hlut­deild Hlyns A ehf. í tapi Þórs­merkur á árinu 2017 hafi verið 43,9 millj­ónir króna. Alls á félagið 16,45 pró­sent hlut í Þórs­mörk sem þýðir að heild­ar­tap Þórs­merkur var 267 millj­ónir króna miðað við upp­lýs­ing­arnar í árs­reikn­ingn­um.

Hvorki Þórs­mörk né Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, hafa skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2017, en útgáfu­fé­lagið er eina eign Þórs­merk­ur. Und­an­farin ár hafa upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum félaga sem eiga í Þórs­mörk hins vegar sýnt hvert tap Árvak­urs er. Fyrir árið 2016 var t.d. tap Hlyns A vegna hlutar félags­ins í Þórs­mörk í fullu sam­ræmi við það tap sem Árvakur opin­ber­aði þegar árs­reikn­ingur þess félags var birt­ur.

1,8 millj­arða tap frá 2009

Árvak­ur, sem rekur Morg­un­blað­ið, mbl.is, Edd­u-­út­gáfu og útvarps­stöð­ina K100 tap­aði 49,7 millj­ónum króna á árinu 2016. Því rúm­lega fimm­fald­að­ist tapið á milli ára. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 hefur félagið tapað tæp­lega 1,8 millj­örðum króna, að með­töldu tap­inu sem fram kemur í árs­reikn­ingi Hlyns A ehf.. Tap hefur verið á rekstri Árvak­urs öll árin frá því að eig­enda­skiptin urðu utan þess að Árvakur skil­aði sex millj­óna króna hagn­aði árið 2013. Mest var tapið á árunum 2009-2011, en eftir það virt­ist rekst­ur­inn vera að ná jafn­vægi að nýju á árunum 2012-2014. Tapið hefur hins vegar auk­ist mikið á síð­ustu þremur árum og nam tæpum hálfum millj­arði króna frá árs­byrjun 2015 til síð­ustu ára­móta. Hlut­hafar Árvak­urs hafa sett inn rúm­lega 1,4 millj­arða króna hið minnsta í nýtt hlutafé á þeim tíma.

Auglýsing

Við­skipta­banki Árvak­urs, Íslands­banki, hefur afskrifað um 4,5 millj­arða króna af skuldum félags­ins frá árinu 2009. Þorri þeirra afskrifta átti sér stað í aðdrag­anda þess að félagið var selt nýjum eig­enda­hópi á því ári. Síð­ari lota afskrifta átti sér svo stað árið 2011 og var upp á einn millj­arð króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­rekstur hefur Ávakur verið í sókn og leitað inn á nýjar fjöl­miðla­lend­ur. Félagið keypti útvarps­­­­­stöð­ina K100 árið 2016 og hefur fjár­fest umtals­vert í upp­bygg­ingu henn­ar, meðal ann­ars með því að ráða lands­þekkta fjöl­miðla­menn á borð við Loga Berg­mann Eiðs­son, Frið­riku Geirs­dóttur og Rúnar Frey Gísla­son til að sinna dag­skrár­gerð. K100 mælist með 3,8 pró­sent hlust­un­ar­hlut­deild hjá lands­mönnum á aldr­inum 12-80 ára sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum Gallup. Vin­sæl­ustu útvarps­stöðvar lands­ins, Bylgjan og Rás 2, eru með ann­ars vegar 29,5 pró­sent hlut­deild og hins vegar 29 pró­sent.

Svipt­ingar í eig­enda­hópi

Í apríl í fyrra var til­­kynnt að Eyþór Arn­alds, nú odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, hefði keypt 26,6 pró­­sent hlut í Árvakri. Um væri að ræða allan hlut Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ris­ans Sam­herja, hlut Síld­­ar­vinnsl­unnar og Vísis hf. Fyrir þann tíma höfðu fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi, beint og óbeint, verið eig­endur að um 96 pró­sent í félag­inu. Eyþór hefur sagt að hlut­ur­inn sé til sölu ef að kaup­andi finnst að hon­um.

Upp­­lýs­ingar um eign­­ar­hald Þórs­merk­ur, eig­anda Árvak­­urs, voru upp­­­færðar á heima­­síðu Fjöl­miðla­­nefndar í sept­em­ber 2017 líkt og lög gera ráð fyr­­ir. Þá hafði verið tekið til­lit til 200 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ingar sem átt hafði sér stað í fyrra. Í Frétta­blað­inu í fyrra var greint frá því að Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga hefði lagt til mest af þeim pen­ingum sem lagðir voru til við­­­bótar í félagið og við það minn­k­aði hlutur Ram­­ses II, félags í eigu Eyþórs Arn­alds, um nærri tvö pró­­­sent­u­­­stig, og er nú 22,87 pró­­­sent. Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á nú 15,84 pró­­­sent í Þór­s­­­mörk í gegnum félagið Íslenskar sjá­v­­­­ar­af­­­urð­­ir.

Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og áður­nefnt félag, Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,45 pró­­sent hlut.  Hlynur A mat eign­ar­hlut sinn í Þórs­mörk á 177,7 millj­ónir króna í lok árs 2016 en mat eign­ar­hlut­inn á 135 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að heild­ar­virði Þórs­merk­ur, og þar af leið­andi Árvak­urs, hefur farið úr um 1.080 millj­ónum króna í 820 millj­ónir króna á einu ári.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar