Kalifornía setur skyldu á skráð félög að vera með konu í stjórn

Kaliforníuríki hefur ákveðið að skylda öll skráð félög, sem eru með höfuðstöðvar í ríkinu, til að vera með minnsta eina konu í stjórn. Konur verða svo að verða 40 prósent stjórnarmanna

konur
Auglýsing

Kali­forn­ía, fjöl­menn­asta ríkið Banda­ríkj­anna með 40 millj­ónir íbúa og sem er jafn­framt sjö­unda stærsta hag­kerfi heims­ins, hefur ákveðið að skylda öll skráð félög í rík­inu til að vera með konu í stjórn frá og með 31. des­em­ber 2019 og þarf hlut­fall kvenna að vera komið í 40 pró­sent fyrir árs­lok 2021 eða á næstu rúmu þremur árum.

Kali­fornía er með þessu fyrsta ríki Banda­ríkj­anna til að skylda skráð félög til að vera með konur í stjórn. Í umfjöllun frétta­vefs Harvard Law School segir að Kali­fornía hafi til þessa verið eft­ir­bátur ann­arra ríkja en með­tal kvenna sem sitja í stjórnum skráðra félaga í Banda­ríkj­unum 1,75 og er þar miðað við alla stjórn­ar­menn en algengt er í Banda­ríkj­unum að stjórn­ar­menn skráðra félaga séu 11 tals­ins.

Þetta var ákveðið 30. ágúst síð­ast­lið­inn og lét einn af tals­mönnum þessa máls meðal þing­manna rík­is­ins, Hannah Beth Jackson, hafa eftir sér að málið væri afar mik­il­vægt. „Þetta er ekki aðeins hið rétta að gera, heldur er þetta líka gott fyrir fyr­ir­tæk­in,“ sagði Jackson eftir að málið hafði verið sam­þykkt. Jerry Brown, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, segir að fjár­sektum verði beitt gagn­vart þeim félögum sem ekki munu fara eftir regl­un­um.

Auglýsing

Í umfjöllun The Economist segir að fyr­ir­tækin í rík­inu séu ekki svo sann­færð um að þetta sé rétt stefna, og eru fyr­ir­tæki sum hver sögð vera að íhuga mót­mæli og aðgerðir gegn þess­ari stefnu rík­is­ins. Þau eru sögð mót­fallin þessu, þar sem þau vilja ekki að hið opin­bera setji reglur um þessi mál. 

Á Íslandi er laga­skylda á félögum að konur séu í það minnsta 40 pró­sent stjórn­ar­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent