Einsleitnin

Í búðarglugga við Læderstræde, einni elstu götu Kaupmannahafnar, fast við Strikið, standa þrjár berstrípaðar gínur. Pappír hefur verið límdur innan á rúður annarra glugga verslunarinnar. LOKAÐ, stendur á dyrunum. Kauptu mig, stendur á þarnæsta húsi.

copenhagen
Auglýsing

Það er ,,ríf­andi gang­ur“ í Kaup­manna­höfn. Bygg­inga­kran­arnir sveifl­ast ótt og títt, nýbygg­ingar spretta upp eins og gorkúl­ur, atvinnu­leysi er vart mæl­an­legt og ferða­mönnum fjölgar ört . Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana verður tíð­rætt um hve vel gangi ,,der sand­elig gang i den“ segir ráð­herr­ann þegar rætt er við hann í fjöl­miðl­um. Í nýlegu blaða­við­tali sagð­ist Lars Løkke sjá stöðugan straum ferða­manna í nágrenni heim­ilis síns þar sem hann býr, rétt við Nýhöfn­ina, og alls staðar væri mikið að gera. Ekki er þó allt sem sýn­ist.  

Lang­flestir ferða­menn sem heim­sækja Kaup­manna­höfn leggja leið sína í Nýhöfn­ina. Dag­lega rölta tug­þús­undir fólks um þennan gamla hafn­ar­kant þar sem úir og grúir af veit­inga­stöðum og bör­um. En þannig hefur það ekki alltaf ver­ið. Langt fram eftir síð­ustu öld voru far­menn mest áber­andi á bör­unum í Nýhöfn­inni og stundum róstu­samt þegar sló í brýnu. Sum þess­ara gömlu verts­húsa eru enn til staðar en nú eru það ferða­menn sem þar klingja glösum og lítið um pústra. En Nýhöfnin var líka þekkt fyrir ann­að, það voru húð­flúr­stof­urn­ar, sem voru fjöl­marg­ar. 

Meðal sjó­manna var vin­sælt að láta tattó­vera sig, eins og það er kall­að, og margan sæfar­ann prýddi akk­eri eða björg­un­ar­hringur á upp­hand­legg þegar heim var kom­ið. Margir not­uðu tæki­færið og létu líka tattó­vera, t.d undir akk­er­ið, nafn kærust­unn­ar. Ólíkt tattú­inu end­ast kærustu­sam­bönd ekki alltaf ævina út og margur mað­ur­inn hefur því borið nafn Gunnu á hand­leggnum þótt hann hafi svo kvænst henni Siggu. Tattúið er, eins og alkunna er, mjög vin­sælt og lík­lega aldrei verið vin­sælla en nú um stundir og í borgum og bæjum má yfir­leitt finna margar tattú­stof­ur. Þannig er það líka í Kaup­manna­höfn. En þær eru ekki lengur í Nýhöfn­inni, þar er í dag ein­ungis ein húð­flúr­stofa, Tattoo Ole.

Auglýsing

Sú elsta á Norð­ur­löndum

Tattoo Ole, sem var opnuð árið 1884 er elsta starf­andi húð­flúr­stofa á Norð­ur­löndum og kannski í heim­inum öll­um.  Hún er til húsa í Nýhöfn númer 17, og þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, 30 fer­metra kjall­ara­her­bergi. Þekkt­asti við­skipta­vinur stof­unn­ar, að minnsta kosti í augum Dana, er Frið­rik IX kon­ungur Dan­merk­ur, faðir Mar­grétar Þór­hild­ar. Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn John Irv­ing fékk hug­mynd­ina að bók­inni ,,Until I find you“ eftir að hafa séð tattú­stof­una. Þótt stofan sé gömul og rót­gróin á þessum stað eru nú blikur á lofti varð­andi rekst­ur­inn. Eig­andi húss­ins númer hefur sagt upp leigu­samn­ingum við Tattoo Ole. Ástæðan er sú að eig­and­inn, sem rekur stað­inn Brass­erie Nyhavn 17 telur sig þurfa að stækka eld­húsið og annað pláss í hús­inu er þegar lagt undir veit­inga­stað­inn. Majbritt Pet­er­sen eig­andi Tattoo Ole (kallar sig Lil­le-O­le) segir það dap­ur­legt að lítil fyr­ir­tæki, eins og sitt, hrökk­list burt úr miðbæ Kaup­manna­hafnar og í stað­inn komi enn einn veit­inga­stað­ur­inn, eða verslun sem sé hluti alþjóð­legrar keðju sem finn­ist í öllum heims­ins borgum og bæj­um. Og spyr ,,eru kín­verskir ferð­mann að koma til Kaup­manna­hafnar til að borða á McDon­alds eða fara í H&M ?“ Og svarar sjálf ,,held ekki.“

Leigu­verðið hrekur þá litlu á brott

Sagan af Tattoo Ole húð­flúr­stof­unni er dæmi um það sem er að ger­ast og ekki bundin við Kaup­manna­höfn þótt í þessum pistli sé sjónum beint þang­að. Dag­blaðið Berl­ingske fjall­aði nýlega um það sem blaðið kall­aði ,,Búða­dauð­ann í Kaup­manna­höfn“ og fyrir þá sem vilja halda í fjöl­breytni á þessu sviði er það ekki upp­lífg­andi lesn­ing. Þrátt fyrir að vel gangi í Kaup­manna­höfn og þangað streymi ferða­menn sem aldrei fyrr leggja æ fleiri smá­versl­anir upp laupana og sama gildir um veit­inga­staði. Smá­fugl­arnir (eins og Berl­ingske orð­aði það) ráða ekki við síhækk­andi leigu­verð og færa sig fjær mið­borg­inni eða leggja hrein­lega upp laupana. Tómu og lok­uðu búð­irnar í Læder­stræde sem áður var nefnt eru dæmi um ástand­ið. 

Viðskipti á netinu, bæði í gegnum tölvur og síma, hafa gert mörgum búðum erfitt fyrir.

Í umfjöllun Berl­ingske kom fram að um síð­ustu mán­aða­mót var fimm pró­sent  versl­un­ar­hús­næðis í mið­borg Kaup­manna­hafnar autt. Lokað og læst. Fyrir utan kaffi- og veit­inga­húsin þar sem skellt hefur verið í lás. Ástæð­urnar eru áður­nefndar hækk­anir á leigu­verði og enn­fremur að fjár­sterkir eigna­menn og fyr­ir­tæki hafa keypt upp heilu húsa­lengj­urnar í því skyni að rífa það gamla og byggja nýtt sem svo verður selt, eða leigt út. Þekkt erlend versl­un­ar­fyr­ir­tæki hafa líka sóst mjög eftir hús­næði til kaups og bjóða hátt verð.

Breyt­ing­arnar á Strik­inu

Fyrir nokkru var hér í Kjarn­anum fjallað um þær breyt­ingar sem orðið hafa á Strik­inu, göngu­göt­unni í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Þar hefur litlum sér­versl­unum fækkað mjög á síð­ustu árum og eru nú nán­ast horfn­ar. Í stað­inn eru komnar svo­kall­aðar alþjóð­legar versl­anir , Prada, Louis Vutton og fleiri af því tagi. Nákvæm­lega sömu versl­an­irnar og finna má í öllum stór­borgum heims. Sömu sögu er að segja af veit­inga­stöð­un­um. Í fyrra var skellt í lás á veit­inga­staðnum Parnas í mið­borg­inni, sá staður var opn­aður á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Cafe a Porta sem var opn­aður árið 1792 var lokað árið 2012 og þar, fast við Magasin du Nord, er kom­inn McDon­alds ham­borg­ara­stað­ur. Jazzhou­se, vin­sæll tón­list­ar­stað­ur, sem stað­settur var í mið­borg­inni flutti um síð­ast­liðin ára­mót upp á Norð­ur­brú, fram­kvæmda­stjór­inn sagði að húsa­leigan hefði hækkað svo mikið að engin leið hefði verið að halda rekstr­inum áfram og því var brugðið á það ráð að flytja. Og fyrir hálfum mán­uði eða svo var skellt í lás á Skind­buksen, Brók­inni, næst elsta verts­húsi Kaup­manna­hafn­ar. Eng­inn veit hvað verður um þann stað, þótt nýr eig­andi hafi lýst því yfir ,, að Brókin verði að sjálf­sögðu til áfram.“  

Net­verslun eykst stöðugt

Fyrir til­tölu­lega fáum árum var net­verslun til­tölu­lega óþekkt fyr­ir­bæri. Þannig er það ekki leng­ur. Verslun á net­inu eykst ört og það hefur haft geysi­mikil áhrif sem ekki sér fyrir end­ann á. Þessir breyttu versl­un­ar­hættir bitna ekki síður á stórum og þekktum versl­unum en þeim minni. Í umfjöllun dag­blaðs­ins Politi­ken um þessi mál, fyrir skömmu,  full­yrtu danskir sér­fræð­ingar á sviði versl­unar og við­skipta að þótt net­versl­unin væri þegar orðin mikil væri það bara byrj­un­in. Hún myndi halda áfram að aukast og ætti eftir að hafa gríð­ar­leg áhrif. Margar stór­versl­anir merkja að færri við­skipta­vinir koma til að versla, veltan minnkar og þess­ari þróun verður ekki snúið við. Þessar spár bjarga hins­vegar ekki litlu versl­un­unum sem eiga í vök að verj­ast. Eitt voru allir við­mæl­endur Politi­ken sam­mála um: Eins­leitnin hvað varðar versl­anir og veit­inga­staði hefur auk­ist og fátt bendir til ann­ars en sú (öf­ug) þróun haldi áfram.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar