Flugstjóri stefnir Primera Air

Norskur flugstjóri sem starfaði hjá Primera Air flugfélaginu um tveggja ára skeið hyggst stefna félaginu fyrir dóm í Danmörku. Flugstjórinn segir félagið hafa hlunnfarið sig og krefst hálfrar milljónar danskra króna.

Primera_Air_737-7Q8_TF-JXG.jpg
Auglýsing

Í maí­mán­uði árið 2015 réð norski flug­stjór­inn Mich­ael Ingvard­sen sig til Pri­mera Air. Í ráðn­ing­ar­samn­ingi hans stóð að hann myndi fljúga til og frá Dan­mörku. Ingvard­sen bjóst við að launa­kjör hans fylgdu kjara­samn­ingi sem félagið hafði geng­ist undir við dönsk sam­tök starfs­fólks í flug­rekstri (FPU). Þegar kom að und­ir­ritun samn­ings sá Ingvard­sen að hann var frá ráðn­ing­ar­skrif­stofu, Flight Crew Solutions, á bresku eyj­unni Guernsey á Ermar­sundi, en eyjan er þekkt sem skatta­skjól. Í samn­ingum stóð að Ingvard­sen væri ekki venju­legur launa­mað­ur, sam­kvæmt samn­ingum skyldi hann vera eins­konar verk­taki sem sjálfur skyldi sjá um líf­eyr­is- og orlofs­greiðslur og fengi ein­ungis greidda tíu veik­inda­daga á ári. Ingvard­sen flug­stjóri ímynd­aði sér að þetta væri eins­konar byrj­un­ar­reitur og svona væri þetta í danskri vinnu­lög­gjöf. Fljót­lega rann upp fyrir Ingvard­sen að ýmis­legt væri öðru­vísi en hann hafði búist við. Skömmu eftir að hann hóf störf komst hann að raun um hann væri ekki að vinna sam­kvæmt dönskum samn­ing­um. Vinnu­fé­lag­arnir sögðu honum að þetta væri venjan hjá þessu félagi og eftir eins árs starf yrði gerður samn­ingur um fast­ráðn­ingu. „Þetta hljóm­aði ágæt­lega, þá gæti ég samið um launin og líf­eyr­is­greiðsl­ur,  veik­inda­leyfi, ef til kæmi, yrði greitt og í fast­ráðn­ing­ar­samn­ingi yrði líka kveðið á um sum­ar­leyf­i.“

Nei við dönskum kjara­samn­ingi  

Kastrup flugvöllur í Danmörku.Þegar Mich­ael Ingvard­sen hafði starfað hjá Pri­mera Air í um það bil ár fannst honum tími til kom­inn að ganga nánar frá sínum málum og óskaði eftir starfs­samn­ingi sem væri í sam­ræmi við danska vinnu­lög­gjöf. En það reynd­ist ekki auð­velt. Hjá flug­fé­lag­inu fékk hann alls kyns útskýr­ingar og afsak­an­ir, sem allar gengu út á að hann gæti ekki fengið danskan ráðn­ing­ar­samn­ing, hann ætti að vinna sam­kvæmt upp­haf­lega sam­ingn­um, frá Guerns­ey. „Seinna árið sem ég vann hjá félag­inu hafði ég reyndar engan samn­ing, mætti bara i vinn­una og von­að­ist til að fá útborg­að.“ Í maí á síð­asta ári hætti Ingvard­sen að vinna fyrir Pri­mera Air, hafði þá starfað hjá félag­inu í slétt tvö ár.  

Til­gang­ur­inn er aug­ljós; minni kostn­aður

Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagði Mich­ael Ingvard­sen að til­gang­ur­inn með því að ráða fólk sem verk­taka væri aug­ljós. Semsé minni kostn­að­ur. Hann sagð­ist sjá eftir að hafa í upp­hafi sam­þykkt að vinna sem verk­taki því að það hefði fljót­lega runnið upp fyrir sér að verk­taka­launin væru mun lak­ari og þannig héldi Pri­mera Air niðri kostn­aði. Hann sagð­ist því miður ekki vera eini mað­ur­inn sem hefur mátt búa við þetta fyr­ir­komu­lag. Margir kollegar hans hefðu miklar áhyggjur af „lausa­mennskunni“ eins og hann orð­aði það. Flestir eru með fjöl­skyldu og því fylgja alls konar skyld­ur.

Auglýsing

NorwegianMich­ael Ingvard­sen er ekki nýgræð­ingur í flug­inu. Hann hefur mikla reynslu og hefur unnið hjá þekktum flug­fé­lög­um, meðal ann­ars Norweg­i­an. Í áður­nefndu við­tali sagði hann að starfs­um­hverfið hefði á und­an­förnum árum breyst mjög, til hins verra. Sam­keppnin fer sífellt harðn­andi og flug­fé­lögin reyna að spara eins og þau geta og þá bitnar það á starfs­fólk­inu. Ingvard­sen sagð­ist áður hafa unnið sem verk­taki en þá setið við sama borð og þeir sem höfðu fastan samn­ing.

Vill fá nið­ur­stöðu dóm­stóls

Í sam­vinnu við FPU hefur Mich­ael Ingvard­sen nú krafið Pri­mera Air um hálfa milljón danskra króna (8.6 millj­ónir íslenskar) vegna van­gold­inna launa á því tveggja ára tíma­bili sem hann vann hjá félag­inu. Hann hefur jafn­framt ákveðið að stefna Pri­mera Air fyrir Félags­dóm í Dan­mörku (Ar­bejds­retten). Hann seg­ist von­ast til þess að með úrskurði Félags­dóms tak­ist að stöðva und­ir­boð á vinnu­mark­aðn­um. FPU telur að flestir flug­menn sem starfa fyrir Pri­mera Air séu á verk­taka­samn­ingi gegnum Flight Crew Solutions á Guerns­ey.

Pri­mera Air vísar öllu á bug

Pri­mera Air hefur í skrif­legu svari, með milli­göngu Dönsku Atvinnu­rek­enda­sam­tak­anna, vísað öllum kröfum Mich­ael Ingvard­sen á bug. Í bréf­inu segir að flug­stjór­inn hafi með samn­ingi sínum við ráðn­ing­ar­skrif­stof­una á Guernsey sam­þykkt að hann væri ekki starfs­maður flug­fé­lags­ins. Pri­mera Air segir enn­fremur í svar­bréfi sínu að vinna Mich­ael Ingvard­sen á þessu tveggja ára tíma­bili sem um er deilt, einkum flogið fyrir Pri­mera Air Nor­dic, syst­ur­fé­lag Pri­mera Air. Pri­mera Air Nor­dic er skráð í Lett­landi og heyrir þess vegna, að mati Pri­mera Air, ekki undir danska vinnu­lög­gjöf og kjara­samn­inga.

Christ­ian Højer Schøler, aðjúnkt í vinnu­rétti við háskól­ann Sydd­ansk Uni­versitet tel­ur, eftir að hafa skoðað gögn máls­ins, miklar líkur á að FPU og Mich­ael Ingvard­sen vinni málið fyrir dóm­stól­um. Aðjúnkt­inn nefnir tvennt í því sam­bandi. Í fyrsta lagi að Mich­ael Ingvard­sen hafi ein­göngu unnið fyrir Pri­mera Air á umræddu tveggja ára tíma­bili og að í samn­ingum stóð að hann skyldi sjálfur sitja í flug­stjórn­ar­klef­an­um. Sjálf­stæður verk­taki getur falið öðrum verk­efni (til dæmis að fljúga) en það gat Mich­ael Ingvard­sen ekki.

Sam­tök starfs­fólks í flug­rekstri (FPU) búast við að málið gegn Pri­mera Air verði tekið fyrir í Félags­dómi í lok þessa ár, eða snemma á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar