Flugstjóri stefnir Primera Air

Norskur flugstjóri sem starfaði hjá Primera Air flugfélaginu um tveggja ára skeið hyggst stefna félaginu fyrir dóm í Danmörku. Flugstjórinn segir félagið hafa hlunnfarið sig og krefst hálfrar milljónar danskra króna.

Primera_Air_737-7Q8_TF-JXG.jpg
Auglýsing

Í maímánuði árið 2015 réð norski flugstjórinn Michael Ingvardsen sig til Primera Air. Í ráðningarsamningi hans stóð að hann myndi fljúga til og frá Danmörku. Ingvardsen bjóst við að launakjör hans fylgdu kjarasamningi sem félagið hafði gengist undir við dönsk samtök starfsfólks í flugrekstri (FPU). Þegar kom að undirritun samnings sá Ingvardsen að hann var frá ráðningarskrifstofu, Flight Crew Solutions, á bresku eyjunni Guernsey á Ermarsundi, en eyjan er þekkt sem skattaskjól. Í samningum stóð að Ingvardsen væri ekki venjulegur launamaður, samkvæmt samningum skyldi hann vera einskonar verktaki sem sjálfur skyldi sjá um lífeyris- og orlofsgreiðslur og fengi einungis greidda tíu veikindadaga á ári. Ingvardsen flugstjóri ímyndaði sér að þetta væri einskonar byrjunarreitur og svona væri þetta í danskri vinnulöggjöf. Fljótlega rann upp fyrir Ingvardsen að ýmislegt væri öðruvísi en hann hafði búist við. Skömmu eftir að hann hóf störf komst hann að raun um hann væri ekki að vinna samkvæmt dönskum samningum. Vinnufélagarnir sögðu honum að þetta væri venjan hjá þessu félagi og eftir eins árs starf yrði gerður samningur um fastráðningu. „Þetta hljómaði ágætlega, þá gæti ég samið um launin og lífeyrisgreiðslur,  veikindaleyfi, ef til kæmi, yrði greitt og í fastráðningarsamningi yrði líka kveðið á um sumarleyfi.“

Nei við dönskum kjarasamningi  

Kastrup flugvöllur í Danmörku.Þegar Michael Ingvardsen hafði starfað hjá Primera Air í um það bil ár fannst honum tími til kominn að ganga nánar frá sínum málum og óskaði eftir starfssamningi sem væri í samræmi við danska vinnulöggjöf. En það reyndist ekki auðvelt. Hjá flugfélaginu fékk hann alls kyns útskýringar og afsakanir, sem allar gengu út á að hann gæti ekki fengið danskan ráðningarsamning, hann ætti að vinna samkvæmt upphaflega samingnum, frá Guernsey. „Seinna árið sem ég vann hjá félaginu hafði ég reyndar engan samning, mætti bara i vinnuna og vonaðist til að fá útborgað.“ Í maí á síðasta ári hætti Ingvardsen að vinna fyrir Primera Air, hafði þá starfað hjá félaginu í slétt tvö ár.  

Tilgangurinn er augljós; minni kostnaður

Í viðtali við danska útvarpið, DR, sagði Michael Ingvardsen að tilgangurinn með því að ráða fólk sem verktaka væri augljós. Semsé minni kostnaður. Hann sagðist sjá eftir að hafa í upphafi samþykkt að vinna sem verktaki því að það hefði fljótlega runnið upp fyrir sér að verktakalaunin væru mun lakari og þannig héldi Primera Air niðri kostnaði. Hann sagðist því miður ekki vera eini maðurinn sem hefur mátt búa við þetta fyrirkomulag. Margir kollegar hans hefðu miklar áhyggjur af „lausamennskunni“ eins og hann orðaði það. Flestir eru með fjölskyldu og því fylgja alls konar skyldur.

Auglýsing

NorwegianMichael Ingvardsen er ekki nýgræðingur í fluginu. Hann hefur mikla reynslu og hefur unnið hjá þekktum flugfélögum, meðal annars Norwegian. Í áðurnefndu viðtali sagði hann að starfsumhverfið hefði á undanförnum árum breyst mjög, til hins verra. Samkeppnin fer sífellt harðnandi og flugfélögin reyna að spara eins og þau geta og þá bitnar það á starfsfólkinu. Ingvardsen sagðist áður hafa unnið sem verktaki en þá setið við sama borð og þeir sem höfðu fastan samning.

Vill fá niðurstöðu dómstóls

Í samvinnu við FPU hefur Michael Ingvardsen nú krafið Primera Air um hálfa milljón danskra króna (8.6 milljónir íslenskar) vegna vangoldinna launa á því tveggja ára tímabili sem hann vann hjá félaginu. Hann hefur jafnframt ákveðið að stefna Primera Air fyrir Félagsdóm í Danmörku (Arbejdsretten). Hann segist vonast til þess að með úrskurði Félagsdóms takist að stöðva undirboð á vinnumarkaðnum. FPU telur að flestir flugmenn sem starfa fyrir Primera Air séu á verktakasamningi gegnum Flight Crew Solutions á Guernsey.

Primera Air vísar öllu á bug

Primera Air hefur í skriflegu svari, með milligöngu Dönsku Atvinnurekendasamtakanna, vísað öllum kröfum Michael Ingvardsen á bug. Í bréfinu segir að flugstjórinn hafi með samningi sínum við ráðningarskrifstofuna á Guernsey samþykkt að hann væri ekki starfsmaður flugfélagsins. Primera Air segir ennfremur í svarbréfi sínu að vinna Michael Ingvardsen á þessu tveggja ára tímabili sem um er deilt, einkum flogið fyrir Primera Air Nordic, systurfélag Primera Air. Primera Air Nordic er skráð í Lettlandi og heyrir þess vegna, að mati Primera Air, ekki undir danska vinnulöggjöf og kjarasamninga.

Christian Højer Schøler, aðjúnkt í vinnurétti við háskólann Syddansk Universitet telur, eftir að hafa skoðað gögn málsins, miklar líkur á að FPU og Michael Ingvardsen vinni málið fyrir dómstólum. Aðjúnktinn nefnir tvennt í því sambandi. Í fyrsta lagi að Michael Ingvardsen hafi eingöngu unnið fyrir Primera Air á umræddu tveggja ára tímabili og að í samningum stóð að hann skyldi sjálfur sitja í flugstjórnarklefanum. Sjálfstæður verktaki getur falið öðrum verkefni (til dæmis að fljúga) en það gat Michael Ingvardsen ekki.

Samtök starfsfólks í flugrekstri (FPU) búast við að málið gegn Primera Air verði tekið fyrir í Félagsdómi í lok þessa ár, eða snemma á næsta ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar