Mynd: Bára Huld Beck

Lestur Fréttablaðsins í fyrsta sinn undir 40 prósent frá árinu 2001

Lestur allra dagblaða á Íslandi fer fallandi. Mest lesna blað landsins, Fréttablaðið, er nú með tæplega 40 prósent færri lesendur en það var með fyrir rúmum áratug. Lestur Morgunblaðsins hefur farið úr 43 prósentum í 25 prósent síðan að nýir ritstjórar tóku við árið 2009.

Lestur Frétta­blaðs­ins er kom­inn undir 40 pró­sent. Sam­kvæmt nýj­ustu birtu könnun Gallup á lestri prent­miðla lesa 39,9 pró­sent lands­manna frí­blað­ið, sem dreift er í 85 þús­und ein­tökum sex daga vik­unnar inn á heim­ili fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Akur­eyri. Það mæld­ist síð­ast með undir 40 pró­sent lestur á land­inu öllu í októ­ber 2001, hálfu ári eftir að fyrsta tölu­blað þess kom út. Frá októ­ber 2002 og fram í des­em­ber 2015 mæld­ist lestur Frétta­blaðs­ins alltaf yfir 50 pró­sent. Í apríl 2007 mæld­ist hann til að mynda 65,2 pró­sent.

Sögu­lega hefur lestur blaðs­ins ætið verið mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, enda fer þorri dreif­ingar þess fram þar. Í júní síð­ast­liðnum fór lest­ur­inn þar undir 50 pró­sent.

Yngri hluti þjóð­ar­innar er sá sem er að frekar að verða afhuga lestri blaðs­ins. Í júní 2008 lásu 66,1 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18 til 49 ára Frétta­blað­ið. Það hlut­fall er í dag 32,4 pró­sent og hefur aldrei mælst lægra í birtum könn­unum Gallup.

Sam­steypa brotin upp

Frétta­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypu lands­ins, 365 miðl­um. Hún var brotin upp seint á síð­asta ári þegar ljós­vaka­miðlar henn­ar, fjar­skipta­starf­semi og frétta­vef­ur­inn Vísir voru seld til Voda­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs var í kjöl­farið settur í félagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Í tengslum við þá sölu var gerður sam­starfs­samn­ingur sem í fólst að efni Frétta­­­­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, ætti áfram birt­­­­ast á Vísi.­is. Upp­haf­lega var samn­ing­ur­inn til 44 mán­uði en hann var styttur vegna krafna frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Nýr vefur Frétta­blaðs­ins, fretta­bla­did.is, var svo opn­aður í febr­úar 2018. Á honum birt­ist einnig efni úr Frétta­blað­inu. Það birt­ist því eins á tveimur mis­mun­andi frétta­vef­um.  

Frá því að ljós­vaka­miðlar 365 miðla og Vísir voru seld út úr sam­steyp­unni hefur lestur Frétta­blaðs­ins dreg­ist saman í hverjum ein­asta mán­uði. Blaðið er samt sem áður enn mest lesna dag­blað lands­ins.

Aug­lýst til sölu

Greint var frá því í vik­unni að Frétta­blaðið væri til sölu. Ástæðan er sögð skil­yrði sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti þegar eig­end­ur blaðs­ins seldu áður­greindar eignir til Sýn­ar. Þá fékk eig­and­inn, 365 mið­l­­ar, 30 mán­uði, frá og með 8. októ­ber 2017, til að selja annað hvort Frétta­­blaðið eða hlut sem hann fékk afhentan í Sýn, fjar­­skipta- og fjöl­miðla­­fyr­ir­tækis sem skráð er á mark­að. Um kom­andi mán­að­ar­mót hefur eig­and­inn því eitt og hálft ár til að ganga frá slíkri sölu til að skil­yrðin séu upp­­­fyllt.

Eig­end­­urnir segj­­ast ekki hafa tekið ákvörðun um hvor eignin sé seld en ljóst sé að það taki lengri tíma að selja óskráða eign en skráða, og því hafi þessi skref verið stigin nú. Heim­ildir Kjarn­ans herma að minnsta kosti þrír hópar fjár­festa séu að skoða kaup á miðl­in­um.

Morg­un­blaðið úr 43 pró­sentum í 25 pró­sent

Lestur Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, er einnig í sögu­legri lægð þrátt fyrir að það sé nú í raun frí­blað flesta fimmtu­daga, þegar því er dreift inn á öll heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu án end­ur­gjalds. Blaðið var stofnað fyrir tæpum 105 árum og hefur verið risi í íslenskum fjöl­miðlum alla tíð síð­an.

Davíð Oddsson settist í ritstjórastól Morgunblaðsins árið 2009.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Árið 2009, þegar nýir eig­endur tóku við blað­inu og núver­andi rit­­stjórar þess, Davíð Odds­son og Har­aldur Johann­essen, voru ráðn­­ir, lásu 43 pró­­sent lands­­manna blað­ið. Nú lesa 25 pró­sent þeirra Morg­un­blaðið og hafa aldrei verið færri. Blaðið hefur gengið mjög erf­ið­lega rekstr­ar­lega á und­an­förnum árum og tap­aði til að mynda 284 millj­ónum krónum í fyrra. Það þýðir að sam­an­lagt tap á rekstri útgáfu­fé­lags blaðs­ins, Árvakri, er um 1,8 millj­arðar króna frá því að nýir eig­endur komu að útgáf­unni fyrir rúmum níu árum síð­an. Þeir eru flestir tengdir sjáv­ar­út­vegi.

Lestur Morg­un­blaðs­ins er enn lægri hjá les­endum undir fimm­tugu. Ein­ungis 16,5 pró­sent þeirra lesa blað­ið.

Við­skipta­blaðið ekki með minni lestur frá 2011

Viku­blöðin tvö sem Gallup mælir lestur á, DV og Við­skipta­blað­ið, eru einnig að glíma við hratt fallandi lest­ur. Nú segj­ast 9,3 pró­sent aðspurðra lesa DV sem er minnsti lestur sem mælst hefur frá því í maí í fyrra.

Við­skipta­blaðið mælist nú með 7,4 pró­sent lestur sem er minnsta hlut­fall sliks sem það hefur mælst með frá því að það kom aftur inn í mæl­ingar Gallup á árinu 2011.

Báðir þessir miðlar eru að glíma við það að Íslend­ingar á aldr­inum 18 til 49 ára eru ólík­legri til að lesa blaðið en þeir sem eldri eru. Í þeim ald­urs­hópi lesa 6,2 pró­sent DV en 6,1 pró­sent Við­skipta­blað­ið. Í til­felli Við­skipta­blaðs­ins er það slakasta mæl­ing í þeim ald­urs­hópi sem mælst hefur frá árinu 2011.

Hratt minnk­andi aug­lýs­inga­kaka

Þrátt fyrir þann mikla sam­drátt sem orðið hefur á lestri dag­blaða fá þeir enn stærstan hluta af íslensku ayg­lýs­inga­sölukök­unni. Í tölum sem Fjöl­miðla­nefnd birti í júlí, og sýndu stöð­una á árinu 2017, kom fram að 28 pró­sent allra allra keyptra aug­lýs­ing birt­ust í prent­miðl­um. Vef­miðlar voru með 17,9 pró­sent aug­lýs­inga. Þetta er nokkuð önnur staða en víð­ast hvar í Evr­ópu, þar sem vef­miðlar eru stærstu selj­endur aug­lýs­inga.

Í tölum sem Hag­stofa Íslands birt­ist kemur þó skýrt fram að gríð­ar­legur sam­dráttur hefur verið á sölu aug­lýs­inga í prent­miðla á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt þeim tölum var hlut­deild frétta­blaða í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla 57 pró­sent árið 2006, en var komin niður í 40 pró­sent árið 2016.

Auk ofan­greindra kemur frí­blaðið Mann­líf út viku­lega og er dreift frítt inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það hefur ekki tekið þátt í opin­berum mæl­ingum Gallup. Kjarn­inn er í sam­starfi við Birt­ing, útgáfu­fé­lag Mann­lífs, sem í felst að efni af miðl­inum birt­ist í Mann­lífi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar