Rafmögnuð spenna fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum

Demókratar hafa lagt áherslu á að fólki nýti kosningaréttinn. Repúblikanar horfa til hagtalna og segja; sjáið, okkur gengur vel, kjósið okkur.

Stuðningsmenn donald trump
Auglýsing

Hinar svo nefndu miðkjörtímabils kosningar (Midterm elections) fara fram á morgun og er óhætt að segja að spennan sé rafmögnuð. Demókratar hafa lagt megináherslu á það að hvetja fólk til að kjósa, enda benda kannanir til þess að kjörsókn geti ráðið miklu um það hvernig fer.

Á vissan hátt er þetta fyrsta stóra prófið sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Repúblikanar fara í gegnum frá því að Trump tók við stjórnartaumunum sem forseti í byrjun árs 2017 eftir að hafa verið kosinn í nóvember 2016.

Kannanir hafa sýnt að mjótt er á munum víða og því mikil spenna í kortunum. Kosið er um öll 435 sætin í fulltrúadeild og 35 sæti af 100 í öldungadeildinni. 

Auglýsing

Samkvæmt spá FiveThirtyEight, sem vinnur spá sína úr fjölda skoðanakannana, munu Demókratar að öllum líkindum vinna slaginn í fulltrúadeildinni og ná þar meirihluta en Repúblikanar þykja líklegir til að halda völdum í öldungadeildinni. 

Eins og staða mála er nú hafa Repúblikanar meirihluta í báðum deildum og hafa því átt auðveldara með að koma málum í gegn, þar á meðal fjölmörgum umdeildum stefnumálum Trumps Bandaríkjaforseta.

Öldungadeildin er efri deild Bandaríkjaþings en neðri deildin er fulltrúadeildin. Löggjafarvaldinu í þinginu eru þannig skipt milli þessara deilda. Til að lög teljist gild þarf að samþykki beggja deilda.


Samhliða kosningunum verður kosið um ýmis önnur mál í ríkjum Bandaríkjanna, svo sem lögleiðingu kannabisefna, umhverfisskatta, skipulagsmál og embætti ríkisskattstjóra í 36 ríkjum. Ríkisstjórar hafa mikil áhrif og völd, og marka meðal annars kjördæmalínur sem munu skipta miklu máli fyrir kosningarnar 2020.

Mikil spenna er víða, meðal annars í Florída, Texas og Nevada, þar sem mjótt er á munum milli helstu keppinauta.


Kosningaþátttaka og konur

Spennan fyrir miðkjörtímabils kosningarnar nú snýr ekki síst að kosningaþátttöku og hvernig mun ganga að fá konur til að mæta á kjörstað.

Þær eru af mörgum taldar geta ráðið úrslitum um það hvernig fer. Samkvæmt könnunum eru þær mun líklegri til að kjósa Demókrata, vítt og breitt um landið, en staðan er þó misjöfn eftir ríkjum.

Kannanir hafa verið að sýna stuðning við Trump - sem síðan hefur afgerandi áhrif á það hvernig kosið verður í miðkjörtímabilskosningunum - frá um 49 prósent karla en um 32 prósent kvenna, af þeim sem gefa upp afstöðu sína. Þessi munur hefur aldrei verið meiri í könnunum, sem horft til síðustu þriggja áratuga í Bandaríkjunum.

Obama stígur fram

Í ljósi þess hvernig aðdragandi þessar kosninga hefur verið, þar sem kastljósið hefur ekki síst verið á Trump, málflutningi hans og stefnumálum, þá er fastlega búist við að viðhorf kjósenda almennt til forsetans - bæði með og á móti - muni hafa mikil áhrif á útkomuna í kosningunum.

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.

Barack Obama, fyrrverandi forseti og forveri Trumps, hefur stigið inn á svið stjórnmálanna á undanförnum vikum og farið milli ríkja til að styðja við frambjóðendur Demókrata. Hann sagði í ræðu í Nevada á dögunum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningar í Bandaríkjunum sem núverandi kynslóð Bandaríkjamanna hefði upplifað. 

Ef Repúblikanar myndi ná að halda sömu valdahlutföllum, myndi klofningur þjóðarinnar aukast enn frekar og valda miklum usla. Hann sagði enn fremur, að Trump og Repúblikanar hefðu sýnt að þeim væri ekki treystandi, og það sem nú þegar hefði sést á kjörtímabili Trumps væri bara byrjunin. „Kjósið, og segið vinum ykkar og nágrönnum að gera það,“ sagði Obama.

Þetta snýst um efnahagsmálin

Repúblikanar - og þá ekki síst Trump sjálfur - hafa lagt mikla áherslu á efnahagsmálin. Hagtölurnar eru helstu röksemdir þeirra, en atvinnuleysi er nú með allra minnsta móti og mælist 3,7 prósent. Þá hefur hagvöxtur einnig verið viðvarandi nokkuð mikill, eða á bilinu 2,5 til 4 prósent, undanfarin misseri. „Hagkerfi okkar hefur aldrei verið betra, aldrei,“ sagði Trump á kosningafundi í Florida í síðasta mánuði. Þessi orð hafa ómað ótt og títt á kosningafundum Repúblikana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar