Fjármálaráðherra telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram með heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Tíu mánuðum og sjö fundum um stjórnarskrármál síðar segir fjármálaráðherra að hann telji ekki þörf á heildarendurskoðun.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra og ­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins , telur að ekki sé þörf á heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar. Hann greindi for­mönnum þing­flokk­anna frá því á nefnd­ar­fundi um heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar í októ­ber síð­ast­liðn­um. Sú skoðun hans er á skjön við stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­is­stjórn­ar­innar og áætlun for­manna­nefndar um stjórn­ar­skrár­mál.

Í febr­­úar á þessu ári skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra nefnd um stjórn­­­ar­­skrár­­mál sem skipuð er öllum for­­mönnum þing­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­ar­innar er að leggj­­ast í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á stjórn­­­ar­­skránni. Á sjö­unda fundi nefnd­­ar­inn­ar, þann 8. októ­ber síð­ast­lið­inn, til­kynnti Bjarni nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­ur­­skoða stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­ar­at­kvæði og fram­sals­á­kvæði.

Heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­em­ber 2017 segir að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­hafi nýs þings. „Rík­is­stjórnin vill halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­hafi nýs þings og leggur rík­is­stjórnin áherslu á að sam­staða náist um feril vinn­unn­ar.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson

Áætl­unin metn­að­ar­full og felur í sér skuld­bind­ingu um heild­ar­skoð­un 

Í minn­is­blaði frá 22. jan­úar 2018, ­sem stílað er á for­menn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, segir Katrín Jak­obs­dóttir frá­ ­fyr­ir­hug­aðri end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í minn­is­blað­inu segir að í ljósi þess að rík­is­stjórnin setti í stjórn­ar­sátt­mála sinn að hún vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar þá leggi for­sæt­is­ráð­herra til ferli sem bygg­ist á því að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bil­i.  

Lagt er til í minn­is­blað­inu að allir for­menn flokk­anna vinni sam­eig­in­lega að því að fara skipu­lega og heild­stætt yfir stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins. Að end­ur­skoð­unin skuli hafa hlið­sjón af þeirri miklu vinnu sem lögð hafi verið í end­ur­skoðun á und­an­förnum árum, sam­an­ber þjóð­fund, stjórn­laga­nefnd og stjórn­laga­ráð auk starfa stjórn­ar­skrár­nefnda 2005 til 2007 og 2013 til 2016. Með það fyrir augum gæti nefndin unnið að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráði.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Mark­miðið er að þegar þess­ari heild­stæðu yfir­ferð er lokið end­ur­spegli íslenska stjórn­ar­skráin sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóð­ar­innar og renni traustum stoðum undir lýð­ræð­is­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð, “ segir Katrín í minn­is­blað­inu.

Jafn­framt segir í minn­is­blað­inu að sú áætlun sem þar sé lögð fram sé metn­að­ar­full og felur í sér skuld­bind­ingu um heild­ar­end­ur­skoðun á afmörk­uðu tíma­bil­i. ­For­sæt­is­ráð­herra leggur til að end­ur­skoð­unin verði áfanga­skipt og að á tíma­bil­inu 2018 til 2021 verða tekin fyrir ákveðin við­fangs­efni, þar á meðal þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði hluta kjós­enda eða minni­hluta þings og fleira.

Fyrsti fundur um stjórn­ar­skrár­mál

Þann 23. febr­­úar hitt­ust allir for­­menn þing­­flokk­ana á fyrsta for­m­­lega fund­inum um stjórn­­­ar­­skrár­­mál. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd Vinstri Grænna, Inga Sæland fyrir Flokk fólks­ins, Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn, Berg­þór Óla­­son fyrir hönd Mið­­flokk­inn vegna for­­falla Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son fyrir Pírata en hann tók setu á þessum fundum fyrir hönd Pírata en engin for­­maður hjá þeim. Logi Ein­­ar­s­­son fyrir Sam­­fylk­ing­una, Bjarni Bene­dikts­­son fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn og Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dóttir fyrir Við­reisn.

Katrín Jak­obs­dóttir setti fund­inn og lagði fram ofan­greint minn­is­blað um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár með nokkrum breyt­ingum og óskaði eftir við­brögðum við því hvort fund­ar­menn séu sáttir við það upp­legg sem fram komi í minn­is­blað­inu. Nefnd­ar­menn gerðu nokkrar athuga­semdir um röð mál­efna, hlut­verk sér­fræð­inga­nefndar og lengd end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. Engin athuga­semd var gerð um stefnu nefnd­ar­inn­ar. 

Sér­stak­lega tekið fram að um er að ræða heild­ar­end­ur­skoðun

Þann 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn hitt­ist nefndin í sjötta sinn og for­sæt­is­ráð­herra seg­ist von­ast eftir því að eftir að sér­fræð­ingar fari yfir til­lögur nefnd­ar­innar um breyt­ingar á ákvæðum umhvef­is­mál og auð­linda­mál þá verði þær sendar út til sam­ráðs í nóv­em­ber eða des­em­ber. Síðar megi svo sam­eina þær í eitt frum­varp. Enn fremur kemur fram í fund­ar­gerð sjötta fundar að for­sæt­is­ráð­herra vilji að leit­ast verði eftir að ná sem breið­ustu sam­stöðu um til­lögur sem koma frá for­mönn­unum áður en gengið verður frá þeim til fram­lagn­ingar á Alþingi.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Á þeim fundi tekur Helgi Hrafn, ­full­trúi Pírata á fund­in­um, fram í annað sinn á sex fundum að for­senda hans fyrir þátt­töku í nefnd­inni sé að um sé að ræða heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni þótt vinnan fari þannig fram að afmörkuð efni séu skoðuð hvert á fætur öðru. 

Að öðru leyti eru ekki gerðar athuga­semdir við upp­legg for­sæt­is­ráð­herra nema for­maður Við­reisnar bendir á mik­il­vægi þess að fjallað sé um fram­sal rík­is­valds á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Fjár­mála­ráð­herra telur ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar

Á næsta fundi þann átt­unda októ­ber, sem jafn­framt er sjö­undi fundur for­manna þing­flokk­ana, mæta allir for­menn­irnir og síð­asta fund­ar­gerð er sam­þykkt án athuga­semda. Í fund­ar­gerð­inni frá 8. októ­ber kemur fram að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, vilji láta færa til bókar að ekki sé þörf á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hann geri það í til­efni af öðrum bók­unum sem fram hafi komið á und­an­förnum fund­um. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Í fund­ar­gerð­inni segir að Bjarni telji að ekki sé þörf fyrir heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar heldur sé ráð að vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­ar­at­kvæði og fram­sals­á­kvæði. „Hann beri samt virð­ingu fyrir að menn sjái þetta með mis­mun­andi hætti en hann telji að hóp­ur­inn sé kom­inn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða,“ segir Bjarni.

Það sem af er ári hafa verið birtar fund­­ar­­gerðir frá sjö stjórn­­­ar­­skrá­­ar­fund­um, síð­­asta birta fund­­ar­­gerðin er sú sjö­unda en hún var birt þann 8. októ­ber 2018. Fjár­­­mála­ráð­herra mætti á alla sjö fundi nefnd­­ar­innar en í fund­­ar­­gerð­unum má sjá að þetta er í fyrsta skipti á sjö fundum sem Bjarni lætur færa til bókar að hann telji ekki þörf á heild­­ar­end­­ur­­skoð­un ­stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Á sama fundi tekur Helgi Hrafn það fram í þriðja sinn að for­senda hans fyrir þátt­töku sé að um sé að ræða heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem grund­völluð sé á fyrri vinnu, þ.á.m. frum­varpi stjórnlagaráðs.

Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga telur það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá

Meiri­hluti lands­manna telur það mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, sam­kvæmt könnun MMR í októ­ber síð­ast­liðn­um. Alls sögðu 34 pró­­sent aðspurðra það vera mjög mik­il­vægt að lands­­menn fái nýja stjórn­­­ar­­skrá og 18 pró­­sent kváðu það frekar mik­il­vægt. Í heild­ina telja því 52 pró­sent það mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá. Nítján pró­­sent sögðu það hvorki mik­il­vægt né lít­il­vægt, 11 pró­­sent frekar lít­il­vægt og 18 pró­­sent mjög lít­il­vægt.

Þögul mótmæli við þingsetningu 2018. Mynd: Bára Huld Beck

Stuðn­­­ings­­­fólk Pírata reynd­ist lík­­­leg­­ast til að segja það mik­il­vægt að lands­­menn fái nýja ­stjórn­ar­skrá á yfir­­stand­andi kjör­­tíma­bili eð um 90 pró­­sent. Stuðn­­ings­­menn Flokks fólks­ins og Sam­­fylk­ing­­ar­innar töldu það einnig mjög mik­il­vægt eða 85 pró­­sent og 83 pró­­sent. Stuðn­­­ings­­­fólk Sjálf­­­stæð­is­­­flokks reynd­ist hins veg­ar lík­­­leg­­ast til að segja það ­lít­il­vægt eða 66 pró­­sent. Meiri­hluti stuðn­­ings­­manna Mið­­flokks­ins töldu það einnig lít­il­vægt eða um 60 pró­­sent og 41 pró­­sent stuðn­­ings­­manna Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar