Fjármálaráðherra telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram með heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Tíu mánuðum og sjö fundum um stjórnarskrármál síðar segir fjármálaráðherra að hann telji ekki þörf á heildarendurskoðun.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins , telur að ekki sé þörf á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hann greindi formönnum þingflokkanna frá því á nefndarfundi um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í október síðastliðnum. Sú skoðun hans er á skjön við stjórn­ar­sátt­mála ríkisstjórnarinnar og áætlun formannanefndar um stjórnarskrármál.

Í febr­úar á þessu ári skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra nefnd um stjórn­ar­skrár­mál sem skipuð er öllum for­mönnum þing­flokk­anna. Mark­mið nefnd­ar­innar er að leggj­ast í heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni. Á sjö­unda fundi nefnd­ar­innar, þann 8. október síðastliðinn, til­kynnti Bjarni nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­ur­skoða stjórn­ar­skránna í heild sinni heldur vinna áfram með helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði.

Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar sem birt var þann 30. nóvember 2017 segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og að nefnd um málið muni hefja störf í upphafi nýs þings. „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson

Áætlunin metnaðarfull og felur í sér skuldbindingu um heildarskoðun 

Í minnisblaði frá 22. janúar 2018, sem stílað er á formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, segir Katrín Jakobsdóttir frá fyrirhugaðri endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í minnisblaðinu segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin setti í stjórnarsáttmála sinn að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þá leggi forsætisráðherra til ferli sem byggist á því að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili.  

Lagt er til í minnisblaðinu að allir formenn flokkanna vinni sameiginlega að því að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins. Að endurskoðunin skuli hafa hliðsjón af þeirri miklu vinnu sem lögð hafi verið í endurskoðun á undanförnum árum, samanber þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005 til 2007 og 2013 til 2016. Með það fyrir augum gæti nefndin unnið að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Markmiðið er að þegar þessari heildstæðu yfirferð er lokið endurspegli íslenska stjórnarskráin sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð, “ segir Katrín í minnisblaðinu.

Jafnframt segir í minnisblaðinu að sú áætlun sem þar sé lögð fram sé metnaðarfull og felur í sér skuldbindingu um heildarendurskoðun á afmörkuðu tímabili. Forsætisráðherra leggur til að endurskoðunin verði áfangaskipt og að á tímabilinu 2018 til 2021 verða tekin fyrir ákveðin viðfangsefni, þar á meðal þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings og fleira.

Fyrsti fundur um stjórnarskrármál

Þann 23. febr­úar hitt­ust allir for­menn þing­flokk­ana á fyrsta form­lega fund­inum um stjórn­ar­skrár­mál. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd Vinstri Grænna, Inga Sæland fyrir Flokk fólks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn, Berg­þór Óla­son fyrir hönd Mið­flokk­inn vegna for­falla Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Helgi Hrafn Gunn­ars­son fyrir Pírata en hann tók setu á þessum fundum fyrir hönd Pírata en engin for­maður hjá þeim. Logi Ein­ars­son fyrir Sam­fylk­ing­una, Bjarni Bene­dikts­son fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir fyrir Við­reisn.

Katrín Jakobsdóttir setti fundinn og lagði fram ofangreint minnisblað um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár með nokkrum breytingum og óskaði eftir viðbrögðum við því hvort fundarmenn séu sáttir við það upplegg sem fram komi í minnisblaðinu. Nefndarmenn gerðu nokkrar athugasemdir um röð málefna, hlutverk sérfræðinganefndar og lengd endurskoðunarinnar. Engin athugasemd var gerð um stefnu nefndarinnar. 

Sérstaklega tekið fram að um er að ræða heildarendurskoðun

Þann 21. september síðastliðinn hittist nefndin í sjötta sinn og forsætisráðherra segist vonast eftir því að eftir að sérfræðingar fari yfir tillögur nefndarinnar um breytingar á ákvæðum umhvefismál og auðlindamál þá verði þær sendar út til samráðs í nóvember eða desember. Síðar megi svo sameina þær í eitt frumvarp. Enn fremur kemur fram í fundargerð sjötta fundar að forsætisráðherra vilji að leitast verði eftir að ná sem breiðustu samstöðu um tillögur sem koma frá formönnunum áður en gengið verður frá þeim til framlagningar á Alþingi.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Á þeim fundi tekur Helgi Hrafn, fulltrúi Pírata á fundinum, fram í annað sinn á sex fundum að forsenda hans fyrir þátttöku í nefndinni sé að um sé að ræða heildarendurskoðun á stjórnarskránni þótt vinnan fari þannig fram að afmörkuð efni séu skoðuð hvert á fætur öðru. 
Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við upplegg forsætisráðherra nema formaður Viðreisnar bendir á mikilvægi þess að fjallað sé um framsal ríkisvalds á þessu kjörtímabili. 

Fjármálaráðherra telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Á næsta fundi þann áttunda október, sem jafnframt er sjöundi fundur formanna þingflokkana, mæta allir formennirnir og síðasta fundargerð er samþykkt án athugasemda. Í fundargerðinni frá 8. október kemur fram að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, vilji láta færa til bókar að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann geri það í tilefni af öðrum bókunum sem fram hafi komið á undanförnum fundum. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Í fundargerðinni segir að Bjarni telji að ekki sé þörf fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur sé ráð að vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði. „Hann beri samt virðingu fyrir að menn sjái þetta með mismunandi hætti en hann telji að hópurinn sé kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða,“ segir Bjarni.

Það sem af er ári hafa verið birtar fund­ar­gerðir frá sjö stjórn­ar­skrá­ar­fund­um, síð­asta birta fund­ar­gerðin er sú sjö­unda en hún var birt þann 8. októ­ber 2018. Fjár­mála­ráð­herra mætti á alla sjö fundi nefnd­ar­innar en í fund­ar­gerð­unum má sjá að þetta er í fyrsta skipti á sjö fundum sem Bjarni lætur færa til bókar að hann telji ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun stjórnarskrárinnar.

Á sama fundi tekur Helgi Hrafn það fram í þriðja sinn að forsenda hans fyrir þátttöku sé að um sé að ræða heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, sem grundvölluð sé á fyrri vinnu, þ.á.m. frumvarpi stjórnlagaráðs.

Auglýsing

Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Meirihluti landsmanna telur það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt könnun MMR í október síðastliðnum. Alls sögðu 34 pró­sent aðspurðra það vera mjög mik­il­vægt að lands­menn fái nýja stjórn­ar­skrá og 18 pró­sent kváðu það frekar mik­il­vægt. Í heildina telja því 52 prósent það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Nítján pró­sent sögðu það hvorki mik­il­vægt né lít­il­vægt, 11 pró­sent frekar lít­il­vægt og 18 pró­sent mjög lít­il­vægt.

Þögul mótmæli við þingsetningu 2018. Mynd: Bára Huld Beck

Stuðn­­ings­­fólk Pírata reynd­ist lík­leg­ast til að segja það mik­il­vægt að lands­menn fái nýja stjórnarskrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili eð um 90 pró­sent. Stuðn­ings­menn Flokks fólks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar töldu það einnig mjög mik­il­vægt eða 85 pró­sent og 83 pró­sent. Stuðn­­ings­­fólk Sjálf­­stæð­is­­flokks reynd­ist hins vegar lík­leg­ast til að segja það lítilvægt eða 66 pró­sent. Meiri­hluti stuðn­ings­manna Mið­flokks­ins töldu það einnig lít­il­vægt eða um 60 pró­sent og 41 pró­sent stuðn­ings­manna Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar