Himnasending frá Slóveníu til Texas

Nítján ára gamall Slóveni hefur skilið áhorfendur eftir gapandi á leikjum Dallas Mavericks í NBA deildinni í vetur. Hann sýndi Íslendingum enga miskunn á EM í Finnlandi 2017, þá 18 ára gamall. Hann er nú þegar stórkostlegur leikmaður.

Doncic.jpg
Auglýsing

Nágranna­slagur í Texas, 8. des­em­ber 2018. Raf­magnað and­rúms­loft er í Amer­ican Air­lines Center höll­inni í Dalla­s. 

Hou­ston Rockets er með yfir­hönd­ina í leiknum þegar tvær og hálf mín­úta eru eft­ir, 102 - 94. Þá tók einn efni­leg­asti körfu­bolta­maður heims­ins til sinna ráða.

Dró fram hvert vopnið á fætur öðru. Þriggja stiga skot, gegn­umbrot og mögnuð fóta­vinna og bolta­með­ferð.

Á þessum rúm­lega tveimur mín­útum skor­aði Sló­ven­inn Luka Doncic, sem verður tví­tugur 28. febr­úar næst­kom­andi, ell­efu stig og tryggði glæstan sigur á nágrönn­unum í Rockets, með sjálfan James Harden, besta leik­mann síð­asta keppn­is­tíma­bils (MVP), í broddi fylk­ing­ar.Doncic er sonur Sasa Doncic, goð­sagnar í körfu­bolt­anum í Sló­ven­íu. Hann lék með lands­liði Sló­vena árum sam­an, á sautján ára ferli sem leik­maður á árunum 1993 til 2010. Hann þjálfar nú liðið þar sem hann hóf feril sinn, Ilirija í höf­uð­borg­inni Ljúblj­ana.

Sem nýliði í deild­inni hefur Doncic verið hreint stór­kost­legur á fyrri helm­ingi keppn­is­tíma­bils­ins í NBA deild­inni. Hann hefur að með­al­tali skorað rúm­lega 20 stig í leik og verið í lyk­il­hlut­verki hjá liði sínu. Fá dæmi eru um að leik­maður sem er ekki orð­inn tví­tugur hafi jafn mikil áhrif í NBA og Doncic hefur haft.

Nefna má helst Lebron James og Kobe Bryant, tvo af bestu leik­mönnum allra tíma, en þeir komu báðir beint úr High School inn í deild­ina, 18 ára gaml­ir. Á fyrsta keppn­is­tíma­bili sínu skor­aði James rúm­lega 20 stig í leik, svo dæmi sé tek­ið, og Bryant um 12 stig.

Doncic er nú í öðru sæti yfir þá sem hafa fengið flest atkvæði fyrir stjörnu­leik­inn 15. febr­ú­ar, sem fram fer í Charlotte, á eftir Lebron James. Segja má að hálf­gert Doncic æði hafi gripið um sig meðal körfu­bolta­að­dá­enda í Banda­ríkj­un­um. Allir vilja sjá hann leika listir sín­ar.Lítur ekki út eins og nýliði

Það sem hefur komið mörgum á óvart er hversu þrosk­aður körfu­bolta­maður Doncic er. Hann þykir afburða leik­maður og búa yfir fjöl­breyttum sókn­araf­brigð­um. Tíma­setn­ingar ákvarð­ana í leik hans eru eins hann hafi spilað í mörg ár í deild­inni.

Ástæðan kann að vera sú að hann hefur mikla reynslu miðað við ald­ur. Hann hefur verið val­inn besti leik­maður (MVP) Evr­ópu­deild­ar­ar­innar nú þeg­ar, þegar hann lék með Real Madrid, og var orð­inn lyk­il­maður í sterku liði Sló­vena þegar hann var 17 ára.

Doncic sló í gegn á EM í Finn­landi 2017. Þá sást langar leiðir að þarna var sér­stakur leik­maður á ferð­inni. Gegn Íslend­ing­um, í byrjun leiks, sýndi hann mátt sinn. Meðal ann­ars lenti Hlynur okkar Bær­ings­son í því að dekka hann í eitt skiptið og Doncic færði hann áreynslu­laust nokkra metra í burtu frá sér, steig fim­lega skref aftur á bak utan þriggja stiga lín­unnar - eitt­hvað sem fáir körfu­bolta­menn gera betur en hann - og setti niður þriggja stiga skot. Minnir á Petr­ovic

Félagi Doncic í lands­liði Sló­vena, Goran Drag­ic, sem er einn lyk­il­manna Miami Heat, er einn þeirra sem hefur ekki látið vel­gengni Doncic koma sér neitt á óvart. „Ég hef fylgst með honum síðan hann var krakki og vel­gengni hans kemur mér ekk­ert á óvart,“ sagði Dragic í við­tali í des­em­ber. Hann bætti við að Doncic ætti án nokk­urs vafa eftir að verða einn besti körfu­bolta­maður heims­ins. Hann væri nú þegar búinn að þagga niður í efa­semd­ar­rödd­unum sem heyrð­ust þegar ljóst varð, að Dallas væri að veðja þetta ungan pilt frá Sló­ven­íu.

Auglýsing
Sem leik­maður minnir Doncic um margt á Króatann Drazen Petr­ovic, sem lést í bílslysi 6. júlí 1993, þá 29 ára gam­all. Hann var líkt og Doncic frá­bær skot­maður og fjöl­hæfur í sókn­ar­að­gerð­um, bæði í bak­varðar og fram­herja­stöðu. Petr­ovic var ekki síst þekktur fyrir að ryðja braut­ina fyrir aðra leik­menn frá Evr­ópu og sanna að þeir gætu vel staðið sig vel í NBAdeild­inni. Hann var á hápunkti fer­ils síns árið 1992 þegar hann lék frá­bær­lega á Ólymp­íu­leik­unum í Barcelona, þar sem Króatar tóku silfur og Draumalið Banda­ríkj­anna gull.  Doncic virð­ist hafa burði til þess að skrifa nýjan kafla í þeirri sögu, þó enn sem komið er hafi eng­inn Evr­ópu­búi náð við­líka árangri í NBA deild­inni og Þjóð­verj­inn Dirk Nowitzki, félagi Doncic hjá Dallas. Hann er nú að verða 41 árs gam­all og hefur spilað í deild­inni í rúm­lega tvo ára­tugi, en hann kom inn í deild­ina sem nýliði 1998. Grikk­inn Giannis Antetokoun­mpo er á góðri leið með að verða goð­sögn einnig, enda einn besti leik­maður deild­ar­innar þessi miss­er­in, á sínu sjötta tíma­bili.

Það verður að koma í ljós hvort Doncic end­ist jafn lengi og Nowitzki í fremstu röð en hann hefur burði til að ná alla leið á topp­inn.Upp­fært: Lebron James skor­aði rúm­lega 20 stig að með­al­tali í leik, þegar hann kom inn í deild­ina, en ekki rúm­lega 18 stig, eins og stóð í fyrstu útgáfu. Þetta hefur nú verið leið­rétt.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar