Leggja til að heimilt verði að setja einstaklinga í atvinnurekstrarbann

Starfshópur sem skoðað hefur undirboð og brotastarfsemi á íslensku vinnumarkaði segir að brýnasta verkefnið sé að taka á kennitöluflakki. Hópurinn leggur því til að í ákveðnum til­vikum verði unnt að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann.

Viðskipti
Auglýsing

Sam­starfs­hóp­ur, sem skip­aður var Ás­mundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, hefur skilað af sér skýrslu með til­lögum um hvernig megi sporna gegn félags­leg­um und­ir­boðum og brota­starf­semi á ís­lenskum vinnu­mark­aði. Að mati hóps­ins er brýn­asta verk­efnið að taka mark­visst á kenni­tölu­flakki. 

Hóp­ur­inn leggur til að rík­is­skatt­stjóra fái heim­ildir til þess að svipta þá ein­stak­linga sem telj­ast van­hæfir, vegna óverj­andi við­skipta­hátta og rök­studds grunar um refsi­verði hátt­semi í tengslum við at­vinnu­rekst­ur, tíma­bundið heim­ild sinni til að taka þátt stjórn félags. Auk þess telur hóp­ur­inn það mik­il­vægt að komið verði upp föstum sam­ráðs­hópi stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins sem beri ábyrgð á sam­eig­in­legri stefnu­mótun um aðgerðir gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði.

Engin stofnun safnar tölu­legum upp­lýs­ingum um kenni­tölu­flakk

 ­Kenni­tölu­flakk er ein birt­ing­ar­mynd skatt­und­an­skota og birt­ist einna helst í mis­notkun á félaga­formum sem byggja á tak­mark­aðri ábyrgð hlut­hafa. Kenni­tölu­flakk felst meðal ann­ars í stofnun fyr­ir­tækis í sama atvinnu­rekstri og það félag sem hefur verið úrskurðað gjald­þrota til að losa und­ir­liggj­andi rekstur undan fjár­hags­legum skuld­bind­ingum en halda eign­um. 

Í dag safnar engin stofnun á Íslandi tölu­legum upp­lýs­ing­um um eign­­ar­hald á félögum og hverjir standa þar að baki. Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­­mála-, iðn­­aðar og nýsköp­un­­ar­ráð­herra, sagði í svari við fyr­ir­spurn þing­manns fyrr í mán­uð­inum að á meðan slíkar upp­­lýs­ingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kenn­i­­tölu­flakks hér á landi. 

Auglýsing


Ótrú­legt sinnu­leysi stjórn­valda gagn­vart brota­starf­semi á vinnu­mark­aði

Sam­starfs­hóp­ur­inn leggur því til að rík­is­skatt­stjóri fái heim­ild til að setja for­svars­menn fyr­ir­tækja í tíma­bundið bann við þátt­töku í stjórnun félaga, með tak­mark­aða ábyrgð við til­teknar aðstæð­ur. Í skýrsl­unni segir jafn­framt að lyk­il­at­riðið sé að komið sé á svipt­ingu rétt­inda með skjót­virkum hætti, að slík mál verði ekki með­höndluð með sama hætti og saka­mál. For­ráða­mönnum rekstrar sem sætir til­mælum eða stöðvun ætti ekki að vera heim­ilt að færa rekst­ur­inn yfir á aðra kenni­tölu á meðan á því stendur og halda þar áfram rekstri. 

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

„Það hefur verið alveg ótrú­leg þol­in­mæði stjórn­valda og sinnu­leysi gagn­vart þessum hlut­um. Að mörgu leyti hafa aðilar skellt skolla­eyrum við því sem við höfum verið að segja  og upp­lýsa. Sér­stak­lega varð­andi kenni­tölu­flakk­ið. Þar sem við erum að tala um að rík­is­sjóður verður af millj­arða­tugum á hverju ári vegna þess að aðilar eru ein­fald­lega að nota hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög til þess að ræna pen­ingum af sam­fé­lag­in­u,” sagði Hall­dór Grön­vold aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Alþýðu­sam­bands Íslands í við­tali við Morg­un­út­varpið í vik­unni, en hann var hluti af sam­starfs­hópn­um.

Rík­is­sjóður fari á mis við millj­arða vegna skatt­und­an­skota á ári hverju

Á end­anum ber almenn­ingur nefni­lega tjónið af völdum kenni­tölu­flakks, hvort sem það er í formi hærri skatta, minni opin­berrar þjón­ustu eða með öðrum hætt­i. ­Upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir hversu miklum skatt­tekjum rík­is­sjóður hefur orðið af vegna kenni­tölu­flakks eða hvert árlegt tap rík­is­sjóðs­ins sé vegna þess. Hins vegar segir í umfjöllun Tíund­ar, frá jan­úar 2016, að áætl­­að sé að rík­­­is­­­sjóður fari á mis við 80 millj­­­arða króna vegna skatt­und­an­­­skota á ári hverju og að kenn­i­­­tölu­flakk sé hluti vand­ans.

Mynd: Bára Huld Beck

Greint hefur verið frá því að atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­ið, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið og dóms­­mála­ráðu­­neytið stefna að því að leggja fram frum­varp um kenn­i­­tölu­flakk á Alþingi síðar í þessum mán­uði. Frum­varpið er afrakstur ráðu­­neyt­anna eftir að hafa und­an­farin mis­s­eri haft til skoð­unar til­­lögur Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins og Alþýð­u­­sam­­bands Íslands um leiðir til að sporna við kenn­i­­tölu­flakki í atvinn­u­­rekstri. 

Vilja að beitt verði þving­unar­úr­ræðum á þau ­fyr­ir­tæki ­sem ítrekað brjóta kjara­lög

Í skýrslu starfs­hóps­ins eru fleiri til­lögur reif­að­ar­ til að sporna gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði. Hóp­ur­inn segir að til þess að fyr­ir­byggja alvar­leg og ítrekuð brot gegn starfs­mönnum þurfi að útvíkka refsi­á­byrgð lög­að­ila og fyr­ir­svars­manna. ­Stjórn­völdum væri þá veittar laga­heim­ildir til að beita þving­unar­úr­ræðum og stjórn­valds­sektum gegn aðilum sem brjóta kjara­lög ítrek­að. Hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars að stofnuð yrði eins­konar sér­sveit, ­skipuð fólki frá lög­regl­unni, Rík­is­skatt­stjóra, Vinnu­eft­ir­lit­inu og Vinnu­mála­stofn­un, sem hefur það eina mark­mið að hafa eft­ir­lit með vinnu­mark­aðnum og grípa inn í. Slík sveit er meðal ann­ars starf­rækt í Nor­eg­i. 

Menn við vinnu Mynd: Birgir Þór

Enn fremur leggur hóp­ur­inn mikla áherslu á að bætt verði veru­lega upp­lýs­inga­gjöf til erlendra starfs­manna, þar á meðal með stofnun ráð­gjaf­ar­stofu og auk­inni upp­lýs­inga­gjöf á vef. Einnig verði skipu­lögð upp­lýs­inga­gjöf til atvinnu­rek­enda um starfs­kjör. Hóp­ur­inn lagði auk þess áherslu á að stjórn­völd beiti sér fyr­ir­ því að koma í veg fyrir brota­starf­semi á vinnu­mark­aði undir for­merkjum starfs­náms eða sjálf­boða­liða­starf­semi og mark­aður skýr rammi um hvað skuli heim­ilað undir þeim ­for­merkj­um.

Í skýrsl­unni fjallar hóp­ur­inn einnig um að end­ur­skoða þurfi skil­grein­ingu á mansali, að sett verði í lög­ ­bann við nauð­ung­ar­vinnu og refsi­á­kvæði til að tryggja skil­virka fram­kvæmd. Auk þess verði tryggð verði við­eig­andi aðstoð og vernd fyrir fórn­ar­lömb vinnumansals og nauð­ung­ar­vinn­u. 

Fastur sam­ráðs­hópur stjórn­valda og aðila vinnu­mark­aðs­ins

Hóp­ur­inn leggur jafn­framt til að komið verði á form­legu sam­starfi rík­is­stjórn­ar, stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um ­stefnu­mótun og upp­lýs­inga­skipti um brota­starf­semi á vinnu­mark­aði, sam­ráðs­hópi sem hafi það hlut­verk að hafa yfir­sýn yfir svið­ið, móta stefnu og vera rík­is­stjórn til ráð­gjaf­ar. Í sam­ráðs­hópi skuli ­sitja full­trúar for­sæt­is-, dóms­mála-, fjár­mála-, ­fé­lags­mála- og atvinnu­vega­ráðu­neyt­anna, ákæru­valds, heild­ar­sam­taka stétt­ar­fé­laga Alþýðu­sam­bands Íslands­, ­Banda­lags háskóla­manna, BSRB, o.s.frv. Sam­taka atvinnu­lífs­ins, stærstu sveit­ar­fé­laga og Sam­bands ­ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og hugs­an­lega fleiri aðila. 

„Sam­ráðs­hóp­ur­inn skal móta til­lögur til rík­is­stjórnar um á­herslur og aðgerðir og komi þær til end­ur­skoð­unar á minnst tveggja ára fresti og sé jafn­framt til 11 ­eft­ir­lits og stefnu­mót­unar gagn­vart þeim stjórn­völdum sem sinna mála­flokkn­um. Eðli­legt er að þetta ­sam­starf verði undir for­ystu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.“ segir í skýrsl­unni.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar