Félagslegur hreyfanleiki minnkar hjá ungum Íslendingum

Íslenska aldamótakynslóðin verður örugglega ríkari en kynslóð foreldra þeirra, en mögulegt er að tækifærum hennar verði skipt með ójafnari hætti.

7DM_0495_raw_2148.JPG
Auglýsing

Tekju­bilið milli ungs fólks og mið­aldra hefur auk­ist á Íslandi á síð­ustu ára­tug­um, en slíka þróun má einnig sjá í Banda­ríkj­unum og á Bret­landi. Þrátt fyrir að alda­mó­ta­kyn­slóðin búi nú við hlut­falls­lega verri kjör en eldri kyn­slóðir má þó búast við að hún verði rík­ari í fram­tíð­inni, að minnsta kosti hér á landi. Hins vegar virð­ist félags­legur hreyf­an­leiki ung­menna hafa minnkað á síð­ustu ára­tug­um, en það gæti skapað vanda­mál fyrir tæki­færi ungs fólks í dag.

Gamlir rík­ari á Íslandi

Á vef­síðu rík­is­stjórn­ar­innar um tekju­þróun lands­ins, tekju­sag­an.is, sést hvernig ráð­stöf­un­ar­tekjur 55-64 ára Íslend­inga hafa auk­ist hraðar en tekjur yngri ald­urs­hópa á síð­ustu þremur ára­tug­um. Eins og sést á mynd hér að neðan jókst bilið milli þeirra fram að hruni og skrapp svo saman í krepp­unni. Á síð­ustu fimm árum hefur bilið svo auk­ist um helm­ing og er það nú nær fjórum sinnum stærra en það var árið 1991.

Tekjuþróun ungs-og miðaldra fjölskyldufólks í sérbýli með 1-2 ár á undanförnum þremur áratugum. Heimild: Tekjusagan.isÞór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ný­sköp­un­ar-og ­ferða­mála­ráð­herra, gerði grein fyrir þess­ari þróun í grein sinni í Morg­un­blað­inu fyrir tveimur vikum síð­an. Þar segir hún það vera afger­andi nið­ur­stöðu í tekju­þróun síð­ustu ára að kjör eldra fólks hafi batnað tölu­vert meira en ann­arra. 

Þetta er líka í sam­ræmi við nið­ur­stöður skýrslu sem Axel Hall og Frið­rik Már Bald­urs­son unnu fyrir fjár­mála­ráðu­neytið árið 2016. Sam­kvæmt henni hefur ungt fólk dreg­ist aftur úr í tekjum síð­ustu ára­tugi á meðan eft­ir­launa­þegar hafa fremur bætt stöðu sína. 

Mil­leni­als og Baby Boomers

Svip­aða þróun má líka sjá ann­ars staðar á Vest­ur­löndum und­an­farna ára­tugi. Hún hefur komið skýrt fram í nið­ur­stöðum ýmissa rann­sókna auk þess sem hún hefur verið eitt af ­meg­in­stefj­u­m í stjórn­mála­um­ræðu Banda­ríkj­anna og Bret­lands á síð­ustu miss­er­um. 

Þar er alda­mó­ta­kyn­slóðin (e. mil­leni­als), sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aðn­um, borin saman við hina svoköll­uðu „baby ­boomer“-kyn­slóð, sem nálg­ast nú eft­ir­launa­ald­ur. 

Vegna hækk­and­i ­náms-og fast­eigna­kostn­aðar á sama tíma og laun hafa staðið í stað og auk­ins atvinnu­leysis í kjöl­far efna­hag­skrís­unn­ar hafa banda­rísk og bresk ung­menni átt erfitt með að ná endum sam­an. Nýleg rann­sókn sýndi afleið­ingar þess­arar þró­unar svart á hvítu, en alda­mó­ta­kyn­slóðin er fyrsta kyn­slóðin á eft­ir­stríðs­árum Banda­ríkj­anna sem getur vænst þess að eign­ast minni tekjur en for­eldrar sínir um þrí­tugt.

Á sama tíma og staða ung­menna hefur versnað nýtur „baby ­boomer“-kyn­slóðin hins vegar sögu­legrar vel­sæld­ar. Sú kyn­slóð var alin upp við stekrara ­fé­lags­net og ódýr­ari menntun snemma á eft­ir­stríðs­ár­un­um, en naut svo skatta­lækk­ana þegar hún var komin út á vinnu­mark­að­inn á átt­unda og níunda ára­tugn­um. Þessir þætt­ir, auk lægri fast­eigna­kostn­aðar og ört hækk­andi tekna, hafa gert „baby ­boomer“ -kyn­slóð­ina að rík­ustu kyn­slóð Banda­ríkj­anna.

Auglýsing
Eðlilegar skýr­ingar

Þótt þessi vax­andi ójöfn­uður milli kyn­slóða hljómi ógn­væn­legur hafa fræði­menn fundið til­tölu­lega eðli­legar skýr­ingar á bak við hann. Efna­hags­ráð­gjafar fyrrum Banda­ríkja­for­seta, Barack Obama, bentu á þá stað­reynd að fleiri sæki sér háskóla­menntun núna sem leiðir til lægri tekna á þrí­tugs­aldri, en meiri tekju­á­vinn­ings seinna á ævinni.

Þessi athugun er í sam­ræmi við nið­ur­stöður Axels Hall og Frið­riks Más um ævi­tekjur Íslend­inga. Þrátt fyrir að ung­menni byrji með hlut­falls­lega lægri laun en áður þá virð­ast þeir hækka í launum hraðar og lengur en for­eldrar sín­ir.

Ójöfn tæki­færi

Fylgi­fiskur auk­innar mennt­unar hefur því verið lengri bið eftir hærri tekjum síðar á lífs­leið­inni, en slíkt gerir það að verkum að fólk hald­ist lengur í sömu tekju­hópum á fyrri hluta ævinn­ar. Þessi þróun hefur skilað sér í minni félags­legum hreyf­an­leika ungs fólks, þar sem tekjur þeirra eru í meira mæli ákvarð­aðar af for­eldrum þeirra.

Á Tekju­sögu rík­is­stjórn­ar­innar er hægt að sjá hreyf­an­leika milli tekju­hópa eftir ald­urs­hópum á síð­ustu þremur ára­tug­um. Þannig er hægt að skoða hversu miklar líkur ung­menni af hverri kyn­slóð hafa átt á að kom­ast í efri tekju­hópa þegar þau verða eldri. Sam­kvæmt Tekju­sög­unni hefur félags­legur hreyf­an­leiki Íslend­inga minnkað tölu­vert með hverri kyn­slóð frá árinu 1991. 

Líkur 20-24 ára Íslendinga að hækka um tekjutíund 15 árum seinna. Heimild: TekjusaganSem dæmi má nefna að ein­stak­lingur sem var rúm­lega tví­tugur árið 1991 og í fátæk­asta tekju­hópnum hafði ein­ungis 8% líkur á því að vera enn í sama tekju­hópi 15 árum seinna. Fyrir sam­svar­andi hóp árið 2001 höfðu líkur hans á að hald­ast í sama tekju­hópi 15 árum seinna hins vegar auk­ist um þrjá fjórðu og voru orðnar tæp 14%.

Sömu sögu má segja um alla aðra tekju­hópa ung­menna á síð­ustu þrjá­tíu árum. Líkur þeirra á að kom­ast upp um tekju­hóp í fram­tíð­inni hafa minnkað hjá alda­mó­ta­kyn­slóð­inni, ef frá eru talin rík­ustu 20% þeirra, sem eru nú lík­legri í að halda í auð sinn eftir því sem þau verða eldri.

Mik­ill hreyf­an­leiki en fer minnk­andi

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði upp­lýs­ing­arnar á vef­svæði Tekju­sög­unnar benda til þess að félags­legur hreyf­an­leiki sé mik­ill á Íslandi. Svo virð­ist vera, en Ísland  hef­ur, ásamt öðrum Norð­ur­lönd­um, komið vel út í alþjóð­legum sam­an­burði í þeim málum á und­an­förnum árum. 

Hins vegar er ljóst að nokkuð hefur dregið úr félags­legum hreyf­an­leika á und­an­förnum ára­tug­um. Minnki hann enn frekar er hætta á að stétta­skipt­ing auk­ist hér á landi þar sem tekju­lágir hafi minni mögu­leika á að kom­ast upp um tekju­hópa og þeir ríku lík­legri til að hald­ast rík­ir.

Alda­mó­ta­kyn­slóðin byrjar ekki í jafn­góðri stöðu á vinnu­mark­aðnum og for­eldrar þeirra gerðu seint á síð­ustu öld. Sú þróun er þó ekki endi­lega slæm, þar sem tekjur ungs fólks hafa vaxið hraðar og lengur en tekjur fyrri kyn­slóða, lík­lega vegna auk­innar ásóknar í háskóla­nám.

Þrátt fyrir meiri tekjur er þó ekki víst hvort flest íslensk ung­menni muni hafa jafn­mikil tæki­færi og for­eldrar þeirra til að bæta hag sinn. Með minni félags­legum hreyf­an­leika gætu tæki­færin orðið ójafn­ari, en slíkt gæti dregið úr þeim jöfnu tæki­færum sem Íslend­ingar hafa verið frægir fyr­ir.

Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa ollið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar