Túristagiftingar

Á undanförnum árum hafa tugþúsundir fólks lagt leið sína til Danmerkur til að láta pússa sig saman. Ekki er það þó alltaf ástin sem ræður för, ástæðurnar eru iðulega aðrar.

denmarkbryllup.jpg
Auglýsing

Nýjar reglur varð­andi gift­ingar erlendra rík­is­borg­ara á danskri grund tóku gildi 1. jan­úar í fyrra (2018). Regl­unum er ætlað að koma í veg fyrir að rík­is­borgar landa utan ESB geti „bak­dyra­meg­in“ fengið land­vist­ar­leyfi í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Árið 2016  (nýj­ustu tölur sem til eru) voru hjóna­vígslur í Dan­mörku sam­tals um það bil 44 þús­und. Af þessum fjölda voru um það bil 13 þús­und vígslur þar sem gefið var saman par búsett utan Dan­merk­ur, en annar ein­stak­ling­ur­inn rík­is­borg­ari eins af ríkjum ESB. Reglur ESB eru þannig að gift­ist rík­is­borg­ari ESB lands ein­stak­lingi sem er rík­is­borg­ari í landi utan ESB fær sá síð­ar­nefndi sjálf­krafa dval­ar­leyfi í öllum ríkjum sam­bands­ins. 

Ekki hægt að láta pússa sig saman „bara sisvona“

Fyrir gift­ing­unum þarf að fá leyfi, frá opin­berum aðil­um. Sam­kvæmt reglum ESB ber hverju aðild­ar­ríkj­anna að fylgja til­teknum reglum varð­andi ofan­nefndar gift­ing­ar. Í stuttu máli sagt ganga þær reglur út á að fólk sé að ganga í hjóna­band af fúsum og frjálsum vilja, ekki sé um sýnd­ar­hjóna­band að ræða, hjónin séu ekki þegar gift öðrum, hvort við­kom­andi hafi aldur til að ganga í hjóna­band o.s.frv.  Til þess að ganga úr skugga um hvort allt sé með felldu varð­andi fyr­ir­hug­aðan ráða­hag hafa ESB löndin mis­mun­andi fyr­ir­komu­lag, þótt regl­urnar séu alls staðar þær söm­u.  Sum lönd hafa eina stofnun sem nær til alls lands­ins, þangað fara allar umsóknir og þegar parið hefur fengið „leyf­ið“ getur það látið pússa sig saman hvar sem er í land­in­u. 

Auglýsing

Danska leiðin

Í Dan­mörku hefur fyr­ir­komu­lagið verið með öðrum hætti. Þar hefur hvert sveit­ar­fé­lag afgreitt umsókn­irn­ar. Parið velur sér hvar það vill láta vígsl­una fara fram og sækir svo um á við­kom­andi stað. Á sínum tíma voru rökin fyrir þessu þau að þetta væri ein­fald­ara og gengi hraðar fyrir sig. Ekki þyrfti sér­staka mið­stýrða stofnun til að halda utan um þessa afgreiðslu. Um þetta voru flokkar á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, sam­mála og sveit­ar­fé­lög­unum þótti þetta líka ákjós­an­legt fyr­ir­komu­lag. 

Af hverju að gift­ast í Dan­mörku?

Eins og fyrr var nefnt létu um það bil 13 þús­und pör, þar sem annar aðil­inn var ESB borg­ari en hinn ekki, gifta sig í Dan­mörku árið 2016. Kannski velta ein­hverjir fyrir sér hvernig á því standi að þessi fjöldi velji að leggja leið sína til Dan­merkur til að ganga í það heilaga. Hlut­fall þess­ara gift­inga er nefni­lega miklu hærra, hlut­falls­lega, en í öðrum aðild­ar­ríkjum ESB. Þess­ari spurn­ingu hafa danskir stjórn­mála­menn líka velt fyrir sér og telja sig vita svar­ið. Það hefur semsé reynst miklu auð­veld­ara að verða sér úti um „leyf­ið“ í Dan­mörku en ann­ars stað­ar. Og stjórn­mála­menn­irnir telja sig líka vita skýr­ing­una: fyrir sveit­ar­fé­lögin þýði brúð­kaupin tekjur og þegar pen­ingar eru ann­ars vegar sé til­hneig­ingin sú að ,,túlka regl­urnar frjáls­lega“ eins og danskur ráð­herra komst að orði í blaða­við­tali.  

Umtals­verðar tekjur

Tekjur vegna erlendra rík­is­borg­ara sem láta gefa sig saman í Dan­mörku eru umtals­verð­ar. „Leyf­is­gjald­ið“  rann til við­kom­andi sveit­ar­fé­lags sem jafn­framt sá um að inn­heimta. Gjaldið var fram til 1. jan­úar 2018 kr. 870.- danskar (15.900.- íslenskar) en nú borgar hvert par kr. 1.600.- (29.000.- íslenskar) og þær tekjur renna til rík­is­ins.  En þetta eru fjarri því einu tekj­urnar sem brúð­kaup­unum fylgja. Erlendu brúð­hjónin láta nán­ast alltaf gifta sig í kirkju (nema í Kaup­manna­höfn, þar er Ráð­húsið vin­sælast) og það þarf að borga prest­in­um. Svo er það söng­ur­inn, hann kostar líka sitt. Lang oft­ast fylgja ham­ingju­sama par­inu ætt­ingjar og vinir og þá þarf að slá upp veislu og svo bæt­ist gist­ingin við. Í sumum til­vikum er fólk komið langt að og vill gera meira úr ferð­inni og dvelur nokkra daga í Dan­mörku. Ekki er vitað um tölu þeirra sem komið hafa til Dan­merkur á und­an­förnum árum vegna þess­ara brúð­kaupa en ljóst að fjöld­inn er umtals­verð­ur.                                   

Nokkrir staðir vin­sælli en aðrir

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem frétta­skýrendur DR, danska útvarps­ins hafa aflað sér eru nokkrir staðir sem skera sig úr (hvað brúð­kaups­vin­sældir varð­ar). Fyrir utan Kaup­manna­höfn eru það Tønder og Sønd­er­borg á Suð­ur­-Jót­landi og eyj­arnar Ærø og Lang­eland, sunnan við Fjón. Fyrir þessa staði, kannski að Sønd­er­borg und­an­skil­inni, hafa tekj­urnar af túrista­brúð­hjón­un­um, eins og Danir kalla það, skipt miklu máli. Sú stað­reynd hefur kannski orðið til þess að skil­yrðin um „leyf­is­bréf­in“ hafa verið túlkuð frjáls­lega.

Nýju regl­urnar

Eins og áður var nefnt tóku nýjar reglur varð­andi „túrista­brúð­kaup­in“ gildi 1. jan­úar 2018. Aðal­breyt­ing­in, fyrir utan hærra verð fyrir „leyf­is­bréf­ið“ er að frá því í byrjun þessa árs er það ekki lengur hvert sveit­ar­fé­lag sem ákveður hvort til­von­andi brúð­hjón upp­fylli skil­yrð­in. Nú fara allar slíkar umsóknir um sér­staka skrif­stofu í Óðins­véum á Fjóni. Með því vill rík­is­stjórnin tryggja að allir sitji við sama borð þegar að gift­ing­ar­leyf­unum kem­ur. Þótt þetta nýja fyr­ir­komu­lag hafi aðeins verið í gildi í tæpa tvo mán­uði hefur umsóknum um „leyf­is­bréf“ þegar fækkað til muna, sam­an­borið við fyrri ár. Sveita­stjórn­ar­menn segja ástæð­una seina­gang á leyf­is­veit­inga­kontórnum í Óðins­vé­um. Nú þurfi fólk að senda erindi þangað og bíða eftir svari. Það taki langan tíma og þetta verði til þess að margir hætti ein­fald­lega við allt sam­an.

Ráð­herr­ann hefur aðrar skýr­ingar

Sveit­ar­stjórn­ar­menn hafa farið fram á það við Mai Mercado félags­mála­ráð­herra, að leyf­is­veit­ing­arnar verði aftur fluttar til sveit­ar­fé­lag­anna. Ráð­herr­ann hefur sagt að það komi ekki til greina og segir að ástæðan fyrir því að færri sæki um „leyf­is­bréf“ sé ekki skrif­stofan í Óðins­vé­um. Ástæðan sé að mikið hafi verið um svokölluð sýnd­ar­brúð­kaup, það er að segja brúð­kaup sem eru ein­göngu til þess ætluð að auð­velda ein­stak­lingum frá löndum utan ESB að fá land­vist­ar­leyfi í ESB lönd­un­um. „Við viljum ekki að fólk geti með þessum hætti komið bak­dyra­megin inn í lönd Evr­ópu­sam­bands­ins.“ 

Í grein­ar­gerð sem danska lög­reglan vann fyrir félags­mála­ráð­herr­ann kemur fram að margt bendi til að hluti umræddra gift­inga sem fram hafa farið í Dan­mörku sé skipu­lagður af glæpa­sam­tök­um. Bein­línis í þeim til­gangi að konur frá utan­að­kom­andi ríkjum kom­ist til ESB landa og verði svo seldar í vændi. Dan­mörk eigi ekki að stuðla að slíku segir í grein­ar­gerð lög­regl­unn­ar.

Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030
Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.
Kjarninn 24. maí 2019
Olíuverð lækkar og Bandaríkjaþing samþykkir aðstoð til bænda
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er farið að valda fjárfestum miklum áhyggjum, og bændur í Bandaríkjunum hafa víða farið illa út úr því.
Kjarninn 23. maí 2019
Icelandair gerir ráð fyrir að kyrrsetningin á Max-vélunum vari lengur
Óvíst er hvenær 737 Max vélin frá Boeing fer í loftið. Nú er gert ráð fyrir kyrrsetningu, til að minnsta kosti 15. september, segir í tilkynningu Icelandair.
Kjarninn 23. maí 2019
Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar