Það helsta hingað til: Samið um vopnahlé í stéttastríði

Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins voru harðar kjaradeilur og fordæmalausir samningar sem undirritaðir voru 3. apríl.

Ritað undir kjarasamninganna 3. apríl 2019.
Ritað undir kjarasamninganna 3. apríl 2019.
Auglýsing

Hvað?

Síð­ustu mán­uði stóðu yfir ein­hverjar við­kvæm­ustu kjara­við­ræður sem átt hafa sér stað í ára­tugi á Íslandi. Í kröfu­gerð­um, sem félags­menn stærstu verka­lýðs­fé­laga lands­ins sam­þykktu, var til að mynda farið fram á að lág­marks­laun yrði hækkuð úr 300 þús­und krónum í 425 þús­und krónur á nokkrum árum.

Ef verka­lýðs­hreyf­ingin átti að víkja frá þessum kröfum þá þyrftu stjórn­völd að koma að borð­inu með til­lögur sem myndu skila skjól­stæð­ingum hennar nægi­legum kjara­bót­um.

Með öðrum orðum yrði ríkið að borga fyrir uppi­stöðu kjara­bóta launa­fólks, ekki atvinnu­líf­ið. Það þyrfti ríkið að gera með skatt­kerf­is­breyt­ingum sem áttu að færa skatt­byrði af lág- og milli­tekju­hópum og auka jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins, meðal ann­ars með auknum milli­færslum í gegnum bóta­kerfi. Að end­ingu var farið fram á sér­tækar aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem hafa farið hall­oka á hús­næð­is­mark­aði á síð­ustu árum.

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, ræddi þessa stöðu meðal ann­ars í þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun febr­ú­ar, þegar við­ræð­urnar voru á mjög við­kvæmum tíma­punkti.

Ný for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar var mun her­skárri í yfir­lýs­ingum en margir fyr­ir­renn­arar henn­ar. Það átti sér­stak­lega við for­menn tveggja stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins, Ragnar Þór Ing­ólfs­son hjá VR og Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur hjá Efl­ingu. Verk­föll lágu í loft­inu, sér­stak­lega eftir að stjórn­völd kynntu aðgerð­ar­pakka í skatta­málum sem mælt­ist ekki vel fyrir fyrr á þessu ári. Þá lá fyrir að ótrú­legar launa­hækk­anir æðstu emb­ætt­is­manna og kjör­inna full­trúa, ásamt hækk­unum hjá for­stjórum rík­is­fyr­ir­tækja, voru sem hand­sprengjur inn í þegar flóknar við­ræð­ur.

Það var stuðn­ingur við verk­föll í sam­fé­lag­inu. Í könnun sem gerð var í nóv­em­ber 2018 kom fram að nærri þrír af hverjum fjórum Íslend­ing­um, 74 pró­­sent, sögðu það rétt­læt­an­­legt að ákveðn­­ar ­starfs­­stétt­ir myndu beita verk­­falli næstu mis­s­erin til að ýta eftir bættum starfs­­kjör­­um.

Verk­föll, sem aðal­lega var beint gegn völdum greinum innan ferða­þjón­ustu, hófust svo í mars. Frek­ari aðgerðum var frestað undir lok þess mán­að­ar, aðal­lega vegna þess að WOW air varð gjald­þrota. Það breytti takt­inum í kjara­við­ræð­um.

Af hverju?

Þrátt fyrir efna­hags­legt góð­æri á Íslandi á und­an­förnum árum eru stórir hópar í sam­fé­lag­inu sem telja sig hafa verið skilda eft­ir, og þeir gátu vísað í hag­tölur því til stuðn­ings.

Auglýsing
Það er til að mynda stað­­reynd að skatt­­byrði tekju­lægstu hópa íslensks sam­­fé­lags hefur auk­ist meira en ann­­arra hópa frá árinu 1998. Það er stað­­reynd að fjöl­­skyldum sem fengu barna­bætur á Íslandi fækk­­­­aði um tæp­­­­lega tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016. Það er því stað­­reynd að dregið hefur úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins og rík­­is­­sjóðs sem hefur gert það að verkum að hin mikla kaup­mátt­­ar­aukn­ing sem átt hefur sér stað á und­an­­förnum árum hefur síður skilað sér til lægri tekju­hópa.

Til við­bótar hefur þróun hús­næð­is­mark­aðar gert þessu sama fólki lífið mun erf­ið­ara fyr­ir, meðal ann­ars vegna póli­tískra ákvarð­ana, t.d. um fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem ákváðu að færa fjár­muni í hendur eig­enda fast­eigna í stað þess að hjálpa þeim sem voru við­kvæm­astir á hús­næð­is­mark­aði.

Sam­hliða því að rík­­is­­sjóður var að gefa þessum hópi pen­inga bötn­uðu vaxta­­kjör gríð­­ar­­lega, verð­­bólga var sög­u­­lega lág í mörg ár og ruðn­­ings­á­hrif af ferða­­þjón­­ustu tvö­­fald­aði fast­eigna­verð. Eigna­­fólk­ið, bæði stór­­eigna­­fólkið í fjár­­­magns­­eigna­­stétt­inni sem á millj­­arða, og stór hluti milli­­­stétt­­ar­inn­­ar, hagn­að­ist mjög á þessu ástandi. Kaup­máttur þessa fólks jókst og lífs­­kjör þess bötn­uðu.

að sama var ekki uppi á ten­ingnum hjá stórum lág­tekju­hópum eða þeim sem höfðu ekki aðgengi að fé fyrir útborgun til að kom­ast inn á eigna­mark­að. Birt­ing­­ar­­myndir þess ástands voru nokkr­­ar. Til dæmis hafði leig­u­verð íbúð­­­­ar­hús­næðis á höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­inu tvö­­­fald­­­ast á rúm­­lega átta árum. Á síð­­­­­­­ustu tveimur árum hafði það hækkað um meira en 30 pró­­­­sent. Í könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­­­sjóð í fyrra kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­­­­stöf­un­­­­ar­­­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigu­kostn­að­ar. Ein­ungis 14 pró­­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­­mark­aði vilja vera þar.

Afleið­ingin varð eitt skýrasta stétta­stríð sem geysað hefur á Íslandi lengi.

Hver var nið­ur­stað­an?

WOW air fór á hausinn, um 1.500 manns misstu vinn­una og ákveðið var að sýna ábyrgð og semja fyrir rúm­lega helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, um 110 þús­und manns, á for­sendum hinna svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga. Til þess að hægt yrði að semja um hóf­legar launa­hækk­anir þurfti þó til stór­aukna aðkomu stjórn­valda. Aðgerðir þeirra voru lyk­il­at­riði í því að hægt var að ganga frá samn­ingum til þriggja ára og átta mán­aða sem í fel­ast þau tíð­indi krónu­tölu­launa­hækk­anir sem þar sem flestar krónur fara til lægst laun­að­asta fólks­ins. Með því að hafa launa­hækk­­­anir í krón­u­­tölum en ekki hlut­­falls­­tölum er tryggt að þeir sem hafi hæstu launin hækki ekki um fleiri krónur en þeir sem eru með þau lægstu.

Auglýsing
Á árunum 2020 til 2023 getur auk þess komið til fram­­kvæmda launa­­auki ef hag­vöxtur verður hér­­­lend­­is. Þetta er gert til að tryggja launa­­fólki hlut­­deild í verð­­mæta­­sköpun sam­­fé­lags­ins.

Þrjár meg­in­for­sendur eru fyrir því að kjara­samn­ing­arnir haldi. Í fyrsta lagi að það verði hag­vöxt­ur, í öðru lagi að Seðla­banki Íslands lækki vexti (hann þarf m.a. að lækka stýri­vexti um 0,75 pró­sentu­stig fyrir haustið 2020 til að halda samn­ing­unum við) og í þriðja lagi verða stjórn­­völd að standa við að fram­­kvæma þann pakka sem þau komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð kjara­­samn­inga.

Stjórn­­völd lof­uðu því að ráð­­ast í alls 42 aðgerðir til að liðka fyrir kjara­­samn­ing­­um. Ríkið metur heild­­ar­um­­fang aðgerð­anna á 80 millj­­arða króna.

Sumar aðgerð­­irnar voru þegar fram komn­­ar, eins og leng­ing fæð­ing­­ar­or­lofs í 12 mán­uði, aðrar höfðu verið lagðar fram áður, eins og upp­­­bygg­ing í Keldna­landi, heim­ildir til að ráð­stafa 3,5 pró­­sent líf­eyr­is­ið­gjalds skatt­frjálst til hús­næð­is­­kaupa og áfram­hald­andi nýt­ing sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar til að greiða skatt­frjálst niður íbúða­lán, en það úrræði verður fram­­lengt fram á mitt ár 2021.

Það var einnig margt nýtt í pakka stjórn­­­valda. Það á að gera breyt­ingar á tekju­skatts­­kerf­inu með því að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja m.a. lægstu launa­hóp­unum tíu þús­und króna skatta­­lækkun á mán­uði. Þá verða barna­bætur hækk­­aðar og skerð­ing­­ar­­mörk þeirra fara úr 242 þús­und krónum í 325 þús­und krónur á mán­uði. Ráð­­ast á í fjöl­margar aðgerðir í hús­næð­is­­mál­um, halda aftur af öllum gjald­­skrár­hækk­­unum og ráð­­ast í mark­vissar aðgerðir til að draga úr félags­­­legum und­ir­­boð­­um.

Á meðal þess sem stjórn­­völd hafa skuld­bundið sig til að gera er að banna 40 ára verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán frá byrjun næsta árs. Þá á að grund­valla verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Í stað­inn er verið að skoða nýjar teg­undir lána fyrir þá sem eiga erf­ið­ast með að finna sér fjár­mögnun fyrir hús­næð­is­kaup­um. Helstu mögu­leik­arnir þar eru svokölluð „start­lán“ eða „eig­in­fjár­lán“, en þau síð­ar­nefndu fela í sér að ríkið fjár­festi í íbúðum með fólki sem upp­fyllir skil­yrði fyrir töku þeirra.

Sem stendur er verið að kjósa um kjara­samn­ing­anna og nið­ur­stöður þeirra kosn­inga munu liggja fyrir á næstu dög­um. Nýleg ákvörðun nokk­urra fram­leiðslu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja að til­kynna um hækk­anir á vöru­verði hafa þó vakið upp úlfúð á meðal verka­lýðs­for­yst­unn­ar, sem telur að þar sé verið að velta kjara­bót­unum sem hún sótti út í verð­lag­ið. Þar með sé verka­lýð­ur­inn að greiða fyrir eigin kjara­bætur með hærra vöru­verð­i. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar