Spennan farin úr fasteignamarkaðnum

Staðan á fasteignamarkaðnum íslenska hefur breyst mikið á skömmum tíma. Eftir miklar hækkanir eru blikur á lofti. Er að taka við tími verðlækkana?

airbnb
Auglýsing

Raun­verð fast­eigna hefur nær alveg staðið í stað á und­an­förnu ári en hækk­unin nemur 1,3 pró­sent á und­an­förnum tólf mán­uð­um, sé horft til stöð­unnar eins og hún var í þessum mán­uði. 

Dramat­ísk breyt­ing hefur orðið á verð­þróun fast­eigna á und­an­förnum tveimur árum, en raun­verðs­hækk­unin mæld­ist 23,5 pró­sent vorið 2017. Það var þá mesta árs­hækkun í heim­in­um, og skák­aði höf­uð­borg­ar­svæðið þar hávaxt­ar­svæðum eins og Seattle og San Francisco. 

Allt annað er uppi á ten­ingnum núna og gera flestar spár grein­enda ráð fyrir að fast­eigna­verð muni annað hvort hækka lítið sem ekk­ert á næstu tólf mán­uð­um, eða lækk­a. 

Auglýsing

Fimm atriði má sér­stak­lega telja til, sem sýna að breytt staða er nú uppi á mark­aðn­um. 

1. Fram­boð af hús­næði er að aukast hratt. Á und­an­förnum árum hefur fram­boðs­skortur verið mikið vanda­mál, þar sem sár skortur hefur verið á íbúð­um, ekki síst litlum og á með­al­stórum, á sama tíma og eft­ir­spurn jókst stöðugt. Búast má við því að um 5 þús­und nýjar íbúðir komi út á fast­eigna­mark­að­inn á næstu 18 til 24 mán­uð­u­m. 

Þróun raunverðs, það er verðs að teknu tilliti til verðbólgu.

2. Kóln­andi hag­kerfi. Eftir fall WOW air má segja að nýtt skeið hafi haf­ist í íslenska hag­kerf­inu, þar sem sókn var snúið í vörn. Til skamms tíma virð­ist aug­ljóst að mun meiri slaki er í íslenska hag­kerf­inu heldur en verið hefur á und­an­förnum árum. Hag­vöxtur á þessu ári verður hóf­leg­ur, á bil­inu 1 til 2 pró­sent, sam­kvæmt flestum spám, en þær svart­sýn­ustu gera þó ráð fyrir lít­ils­háttar sam­drætt­i. 

Úr Reykjavík. Ferðaþjónusta hefur haft mikil áhrif á uppgang á fasteignamarkaði á undanförnum árum.

3. Atvinnu­lausum hefur fjölgað nokkuð að und­an­förnu, en atvinnu­leysi er þó enn lítið í sögu­legu sam­hengi og alþjóð­legum sam­an­burði. Sam­kvæmt árs­tíða­leið­réttum tölum vinnu­mark­aðs­rann­sóknar Hag­stof­unnar var fjöldi fólks á vinnu­mark­aði 210.900 í mars 2019. Árs­tíð­ar­leið­rétt atvinnu­þátt­taka var 82,7 pró­sent, sem er 1,9 pró­sentu­stigi meira en í febr­ú­ar. Sam­kvæmt árs­tíða­leið­rétt­ingu voru atvinnu­lausir 6.200 í mars, eða 2,9 pró­sent.

4. Mik­il­vægur þáttur í því að halda uppi hag­vexti á und­an­förnum árum hefur verið fram­lag Mikill fjöldi innflytjenda á undanförnum árum, hefur verið til marks um mikinn efnahagslegan uppgang.inn­flytj­enda. Á und­an­förnum fjórum árum hafa þeir verið um 75 pró­sent af nýjum skatt­greið­endum á vinnu­mark­aði, en þeir hafa ekki síst komið til starfa í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Nú er annað uppi á ten­ingn­um. Færri eru farnir að koma til lands­ins að vinna en áður. Það getur svo leitt til þess að minni eft­ir­spurn verði á fast­eigna­mark­aði frá þessum hópi, en sá mikli straumur vinn­andi fólks erlendis frá, sem verið hefur á und­an­förnum árum, hefur haft mikil áhrif á eft­ir­spurn eftir íbúð­um, eins og gefur að skilja. 

5. Sé litið yfir íslenska hag­sögu þá hefur alltaf verið mikil fylgni á milli þróun fast­eigna­verðs og kaup­máttar launa. Nýlega sam­þykktir Lífs­kjara­samn­ingar gera ráð fyrir hóf­legum launa­hækk­unum á næstu árum, en mestar verða hækk­an­irnar hjá þeim sem hafa lægstu laun­in, það er undir 400 þús­und á mán­uði, þar sem ákveðið var að ein­blína á krónu­tölu­hækk­an­ir. Horfur á mark­aðnum munu alltaf fara mikið eftir því hvernig laun og kaup­máttur launa þró­ast. Þar hefur verð­bólga mikil áhrif, en hún mælist 2,9 pró­sent þessi miss­erin og benda spár til þess að hún auk­ist á næstu miss­erum, ekki síst vegna hækk­andi flug­far­gjalda. 

Fleiri þættir geta einnig komið til, sem hafa áhrif á horfur á fast­eigna­mark­aðn­um. Þar á meðal hvernig vaxta­kjör þróast, bæði hjá fjár­mál­stofn­unum og líf­eyr­is­sjóð­um, sem hafa í vax­andi mæli tekið til sín hlut­verk lán­veit­anda í fast­eigna­við­skipt­u­m. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar