Spennan farin úr fasteignamarkaðnum

Staðan á fasteignamarkaðnum íslenska hefur breyst mikið á skömmum tíma. Eftir miklar hækkanir eru blikur á lofti. Er að taka við tími verðlækkana?

airbnb
Auglýsing

Raun­verð fast­eigna hefur nær alveg staðið í stað á und­an­förnu ári en hækk­unin nemur 1,3 pró­sent á und­an­förnum tólf mán­uð­um, sé horft til stöð­unnar eins og hún var í þessum mán­uði. 

Dramat­ísk breyt­ing hefur orðið á verð­þróun fast­eigna á und­an­förnum tveimur árum, en raun­verðs­hækk­unin mæld­ist 23,5 pró­sent vorið 2017. Það var þá mesta árs­hækkun í heim­in­um, og skák­aði höf­uð­borg­ar­svæðið þar hávaxt­ar­svæðum eins og Seattle og San Francisco. 

Allt annað er uppi á ten­ingnum núna og gera flestar spár grein­enda ráð fyrir að fast­eigna­verð muni annað hvort hækka lítið sem ekk­ert á næstu tólf mán­uð­um, eða lækk­a. 

Auglýsing

Fimm atriði má sér­stak­lega telja til, sem sýna að breytt staða er nú uppi á mark­aðn­um. 

1. Fram­boð af hús­næði er að aukast hratt. Á und­an­förnum árum hefur fram­boðs­skortur verið mikið vanda­mál, þar sem sár skortur hefur verið á íbúð­um, ekki síst litlum og á með­al­stórum, á sama tíma og eft­ir­spurn jókst stöðugt. Búast má við því að um 5 þús­und nýjar íbúðir komi út á fast­eigna­mark­að­inn á næstu 18 til 24 mán­uð­u­m. 

Þróun raunverðs, það er verðs að teknu tilliti til verðbólgu.

2. Kóln­andi hag­kerfi. Eftir fall WOW air má segja að nýtt skeið hafi haf­ist í íslenska hag­kerf­inu, þar sem sókn var snúið í vörn. Til skamms tíma virð­ist aug­ljóst að mun meiri slaki er í íslenska hag­kerf­inu heldur en verið hefur á und­an­förnum árum. Hag­vöxtur á þessu ári verður hóf­leg­ur, á bil­inu 1 til 2 pró­sent, sam­kvæmt flestum spám, en þær svart­sýn­ustu gera þó ráð fyrir lít­ils­háttar sam­drætt­i. 

Úr Reykjavík. Ferðaþjónusta hefur haft mikil áhrif á uppgang á fasteignamarkaði á undanförnum árum.

3. Atvinnu­lausum hefur fjölgað nokkuð að und­an­förnu, en atvinnu­leysi er þó enn lítið í sögu­legu sam­hengi og alþjóð­legum sam­an­burði. Sam­kvæmt árs­tíða­leið­réttum tölum vinnu­mark­aðs­rann­sóknar Hag­stof­unnar var fjöldi fólks á vinnu­mark­aði 210.900 í mars 2019. Árs­tíð­ar­leið­rétt atvinnu­þátt­taka var 82,7 pró­sent, sem er 1,9 pró­sentu­stigi meira en í febr­ú­ar. Sam­kvæmt árs­tíða­leið­rétt­ingu voru atvinnu­lausir 6.200 í mars, eða 2,9 pró­sent.

4. Mik­il­vægur þáttur í því að halda uppi hag­vexti á und­an­förnum árum hefur verið fram­lag Mikill fjöldi innflytjenda á undanförnum árum, hefur verið til marks um mikinn efnahagslegan uppgang.inn­flytj­enda. Á und­an­förnum fjórum árum hafa þeir verið um 75 pró­sent af nýjum skatt­greið­endum á vinnu­mark­aði, en þeir hafa ekki síst komið til starfa í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Nú er annað uppi á ten­ingn­um. Færri eru farnir að koma til lands­ins að vinna en áður. Það getur svo leitt til þess að minni eft­ir­spurn verði á fast­eigna­mark­aði frá þessum hópi, en sá mikli straumur vinn­andi fólks erlendis frá, sem verið hefur á und­an­förnum árum, hefur haft mikil áhrif á eft­ir­spurn eftir íbúð­um, eins og gefur að skilja. 

5. Sé litið yfir íslenska hag­sögu þá hefur alltaf verið mikil fylgni á milli þróun fast­eigna­verðs og kaup­máttar launa. Nýlega sam­þykktir Lífs­kjara­samn­ingar gera ráð fyrir hóf­legum launa­hækk­unum á næstu árum, en mestar verða hækk­an­irnar hjá þeim sem hafa lægstu laun­in, það er undir 400 þús­und á mán­uði, þar sem ákveðið var að ein­blína á krónu­tölu­hækk­an­ir. Horfur á mark­aðnum munu alltaf fara mikið eftir því hvernig laun og kaup­máttur launa þró­ast. Þar hefur verð­bólga mikil áhrif, en hún mælist 2,9 pró­sent þessi miss­erin og benda spár til þess að hún auk­ist á næstu miss­erum, ekki síst vegna hækk­andi flug­far­gjalda. 

Fleiri þættir geta einnig komið til, sem hafa áhrif á horfur á fast­eigna­mark­aðn­um. Þar á meðal hvernig vaxta­kjör þróast, bæði hjá fjár­mál­stofn­unum og líf­eyr­is­sjóð­um, sem hafa í vax­andi mæli tekið til sín hlut­verk lán­veit­anda í fast­eigna­við­skipt­u­m. 

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar