Áhætta á fasteignamarkaði

Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.

Fasteignir hús
Auglýsing

Hag­stofa Íslands spáir því að sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu um 0,2 pró­sent á þessu ári, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum mæld­ist hag­vöxtur í fyrra 4,6 pró­sent. 

Hag­vaxt­ar­spá Seðla­banka Íslands, sem birt­ist í Pen­inga­málum í febr­ú­ar, gerði ráð yfir 1,8 pró­sent hag­vexti á þessu ári.

En allt er nú breytt eftir dramat­íska atburði í ferð­þjón­ustu, með falli WOW air og kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum Boeing eftir flug­slys þar sem 346 létust, í seinni hluta mars mán­að­ar. Íslenska flug­brúin hefur laskast við þetta og ekki aug­ljóst hvernig mun ganga að byggja hana aftur upp, með aukn­ingu í flug­ferð­u­m. 

Auglýsing

Sam­drátt­ur­inn í brott­förum frá Kefla­vík­ur­flug­velli í apríl var 18 pró­sent miðað við sama mánuð í fyrra, og allt bendir til að það muni taka nokkurn tíma að fylla upp í skarðið sem WOW air skildi eft­ir. 

Ferða­þjón­usta er orðin að hryggjar­stykki í hag­kerf­inu en hún stóð undir um 43 pró­sent gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­búss­ins und­an­farin tvö ár. Það munar því mikið um það, þegar svo snögg­lega dregur úr umsvifum í ferða­þjón­ustu.

Kemur færra fólk?

Kóln­unin í hag­kerf­inu hefur sést glögg­lega með ýmsum hætti, und­an­farin miss­eri. Meðal ann­ars hefur veru­lega dregið úr hækk­unum á fast­eigna­mark­aði. Vorið 2017 mæld­ist árs­hækkun á fast­eigna­mark­aði í höf­uð­borg­ar­svæð­inu 23,5 pró­sent, og var þá með allra hæsta móti í heim­in­um. 

Að und­an­förnu hefur fast­eigna­verð lítið sem ekk­ert hækk­að. Að teknu til­liti til verð­bólgu nemur hækk­unin á fast­eigna­mark­aði 1 til 2 pró­sent. 

Það ætti ekki að koma á óvart, eftir þær miklu hækk­anir sem verið hafa á fast­eigna­mark­aði, allt frá árinu 2011, en mestu hækk­an­irnar voru þó á árunum 2015 til og með 2017.

Tólf mánaða hækkun fasteignaverðs hefur lækkað mikið undanfarin misseri.Ferða­þjón­ustan hafði mikil áhrif á fast­eigna­mark­að­inn, end­aði fjölg­aði ferða­mönnum sem heim­sóttu landið úr 450 þús­und árið 2010 í 2,3 millj­ónir í fyrra. Áhrifin á fast­eigna­mark­að­inn komu ekki síst fram í fjölda íbúða sem fóru af hefð­bundnum mark­aði í skamm­tíma­leigu fyrir ferða­menn, einkum mið­svæð­is. Þá hafði fjölgun starfa í hag­kerf­inu, sem flest urðu til í ferða­þjón­ust­unni, mikil áhrif á fast­eigna­mark­að­inn sömu­leið­is. 

Í fyrra flutt­ust 6.500 fleiri til lands­ins heldur en fluttu frá land­inu, en árið á undan var sú tala 8.000. Lík­legt verður að telj­ast að veru­lega muni draga úr því að fólk flytji til Íslands, einkum erlendir rík­is­borg­ar­ar, á þessu ári, þar sem farið er að hægja á hag­kerf­in­u. 

Í fyrra fjölg­aði störfum í hag­kerf­inu úr rúm­lega 201 þús­und í 207 þús­und og sex hund­ruð. 

Hag­vaxt­ar­skeiðið und­an­farin ár hefur ekki síst byggst á mik­illi fjölgun starfa í ferða­þjón­ustu, en um 75 pró­sent nýrra skatt­greið­enda í hag­kerf­inu á und­an­förnum árum hafa verið erlendis rík­is­borg­ar­ar. 

Fari svo að það hægji veru­lega á þess­ari sköpun starfa, þá gæti það dregið úr eft­ir­spurn eftir hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á sama tíma og fram­boð er að aukast nokkuð hratt þessi miss­er­in, en talið er að um 5 þús­und nýjar íbúðir komi út á markað á næstu 18 til 24 mán­uð­u­m. 

Í mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs, um horfur á fast­eigna­mark­aði, segir að meira sé um það þessi miss­erin að nýjar íbúðir selj­ist undir ásettu verði. „Í jan­úar til mars í fyrra seld­ust að með­al­tali 33% nýrra íbúða undir ásettu verði en fyrstu þrjá mán­uði þessa árs var það hlut­fall 48%. Aðrar íbúðir en nýbygg­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið tals­vert lík­legri til að selj­ast undir ásettu verði og það sem af er ári mælist það hlut­fall að með­al­tali 81%. Á sama tíma­bili í fyrra var það hins vegar um 79%,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Launa­skriðið stöðvast

Það sem einnig hefur haft veru­leg áhrif á fast­eigna­mark­að­inn á und­an­förnum árum, er veru­legar launa­hækk­anir og kaup­mátt­ar­aukn­ing hjá flestum hóp­um. Í sögu­legu til­liti hefur verið fylgni á milli launa­hækk­ana og fast­eigna­verð­þró­un­ar.

Í nýaf­stöðnum kjara­samn­ingum var ein­blínt á tekju­lægstu hópana, þegar kom að krónu­tölu­hækk­un­um. Þeir sem hafa 400 þús­und á mán­uði og yfir það, munu hins vegar litar sem engar hækk­anir fá á þessu ári, sé tekið til­lit til verð­bólgu eins og hún er nú, en hún mælist 3,3 pró­sent á meðan verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Vaxta­lækkun getur hjálpað til 

Vænt­ingar eru um að meg­in­vextir Seðla­banka Íslands geti lækkað á næst­unni en þeir eru nú 4,5 pró­sent. Það gæti haft jákvæð áhrif á fast­eigna­mark­að­inn þar sem fjár­mögnun yrði auð­veld­ari, með lægri greiðslu­byrði.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar