Áhætta á fasteignamarkaði

Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.

Fasteignir hús
Auglýsing

Hagstofa Íslands spáir því að samdráttur verði í landsframleiðslu um 0,2 prósent á þessu ári, en samkvæmt bráðabirgðatölum mældist hagvöxtur í fyrra 4,6 prósent. 

Hagvaxtarspá Seðlabanka Íslands, sem birtist í Peningamálum í febrúar, gerði ráð yfir 1,8 prósent hagvexti á þessu ári.

En allt er nú breytt eftir dramatíska atburði í ferðþjónustu, með falli WOW air og kyrrsetningu á 737 Max vélum Boeing eftir flugslys þar sem 346 létust, í seinni hluta mars mánaðar. Íslenska flugbrúin hefur laskast við þetta og ekki augljóst hvernig mun ganga að byggja hana aftur upp, með aukningu í flugferðum. 

Auglýsing

Samdrátturinn í brottförum frá Keflavíkurflugvelli í apríl var 18 prósent miðað við sama mánuð í fyrra, og allt bendir til að það muni taka nokkurn tíma að fylla upp í skarðið sem WOW air skildi eftir. 

Ferðaþjónusta er orðin að hryggjarstykki í hagkerfinu en hún stóð undir um 43 prósent gjaldeyristekna þjóðarbússins undanfarin tvö ár. Það munar því mikið um það, þegar svo snögglega dregur úr umsvifum í ferðaþjónustu.

Kemur færra fólk?

Kólnunin í hagkerfinu hefur sést glögglega með ýmsum hætti, undanfarin misseri. Meðal annars hefur verulega dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði. Vorið 2017 mældist árshækkun á fasteignamarkaði í höfuðborgarsvæðinu 23,5 prósent, og var þá með allra hæsta móti í heiminum. 

Að undanförnu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað. Að teknu tilliti til verðbólgu nemur hækkunin á fasteignamarkaði 1 til 2 prósent. 

Það ætti ekki að koma á óvart, eftir þær miklu hækkanir sem verið hafa á fasteignamarkaði, allt frá árinu 2011, en mestu hækkanirnar voru þó á árunum 2015 til og með 2017.

Tólf mánaða hækkun fasteignaverðs hefur lækkað mikið undanfarin misseri.Ferðaþjónustan hafði mikil áhrif á fasteignamarkaðinn, endaði fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu landið úr 450 þúsund árið 2010 í 2,3 milljónir í fyrra. Áhrifin á fasteignamarkaðinn komu ekki síst fram í fjölda íbúða sem fóru af hefðbundnum markaði í skammtímaleigu fyrir ferðamenn, einkum miðsvæðis. Þá hafði fjölgun starfa í hagkerfinu, sem flest urðu til í ferðaþjónustunni, mikil áhrif á fasteignamarkaðinn sömuleiðis. 

Í fyrra fluttust 6.500 fleiri til landsins heldur en fluttu frá landinu, en árið á undan var sú tala 8.000. Líklegt verður að teljast að verulega muni draga úr því að fólk flytji til Íslands, einkum erlendir ríkisborgarar, á þessu ári, þar sem farið er að hægja á hagkerfinu. 

Í fyrra fjölgaði störfum í hagkerfinu úr rúmlega 201 þúsund í 207 þúsund og sex hundruð. 

Hagvaxtarskeiðið undanfarin ár hefur ekki síst byggst á mikilli fjölgun starfa í ferðaþjónustu, en um 75 prósent nýrra skattgreiðenda í hagkerfinu á undanförnum árum hafa verið erlendis ríkisborgarar. 

Fari svo að það hægji verulega á þessari sköpun starfa, þá gæti það dregið úr eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, á sama tíma og framboð er að aukast nokkuð hratt þessi misserin, en talið er að um 5 þúsund nýjar íbúðir komi út á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. 

Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs, um horfur á fasteignamarkaði, segir að meira sé um það þessi misserin að nýjar íbúðir seljist undir ásettu verði. „Í janúar til mars í fyrra seldust að meðaltali 33% nýrra íbúða undir ásettu verði en fyrstu þrjá mánuði þessa árs var það hlutfall 48%. Aðrar íbúðir en nýbyggingar hafa í gegnum tíðina verið talsvert líklegri til að seljast undir ásettu verði og það sem af er ári mælist það hlutfall að meðaltali 81%. Á sama tímabili í fyrra var það hins vegar um 79%,“ segir meðal annars í skýrslunni. 

Launaskriðið stöðvast

Það sem einnig hefur haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum, er verulegar launahækkanir og kaupmáttaraukning hjá flestum hópum. Í sögulegu tilliti hefur verið fylgni á milli launahækkana og fasteignaverðþróunar.

Í nýafstöðnum kjarasamningum var einblínt á tekjulægstu hópana, þegar kom að krónutöluhækkunum. Þeir sem hafa 400 þúsund á mánuði og yfir það, munu hins vegar litar sem engar hækkanir fá á þessu ári, sé tekið tillit til verðbólgu eins og hún er nú, en hún mælist 3,3 prósent á meðan verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent. 

Vaxtalækkun getur hjálpað til 

Væntingar eru um að meginvextir Seðlabanka Íslands geti lækkað á næstunni en þeir eru nú 4,5 prósent. Það gæti haft jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn þar sem fjármögnun yrði auðveldari, með lægri greiðslubyrði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar