Atvinnuþátttaka innflytjenda mun hærri hér á landi

Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara er hlutfallslega meiri en innlendra. Aðgengi innflytjenda að íslenskum vinnu­mark­að­i þykir almennt gott en verra gengur að aðlaga innflytjendur að íslensku skólakerfi.

Menn við vinnu - Hverfisgata
Auglýsing

Hlut­fall inn­flytj­enda hefur aldrei verið hærra hér á landi en á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 voru inn­flytj­endur 12,7 pró­sent af heild­ar­mann­fjölda. Ísland er jafn­framt eina land Norð­ur­land­anna þar sem at­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda er hlut­falls­lega ­meiri en inn­fæddra. Tæp­lega tutt­ugu pró­sent af fjölda starf­andi hér á landi eru inn­flytj­endur en talið er aðlögun inn­­flytj­enda að íslenskum vinnu­mark­aði gangi almennt nokkuð vel. Aftur á móti gengur verr að aðlaga inn­flytj­endur að íslenska skóla­kerfi en til að mynda útskrif­ast mun færri inn­flytj­endur úr fram­halds­skóla en inn­lend­ir. 

Atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda hærri á Íslandi 

Í nýrri nor­rænni skýrslu um at­vinnu­þátt­töku og menntun inn­flytj­enda og flótta­manna á Norð­ur­lönd­un­um, sem unnin var fyrir Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina, kemur fram að hröð fjölgun íbúa í Norð­­ur­lönd­unum á síð­­­ustu ára­tugum megi að miklu leyti rekja til inn­flytj­enda. Árið 1990 bjuggu 23 millj­ónir í Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Sví­þjóð og Íslandi en árið 2018 bjuggu alls 27 millj­ónir sam­an­lagt í þessum fimm lönd­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni má rekja 60 pró­sent af þess­ari fjölgun til inn­flytj­enda.

Mynd: Norderigo

Hæsta hlut­fall inn­flytj­enda er í Sví­þjóð en árið 1990 var hlut­fall inn­flytj­enda þar í landi 9 pró­sent en árið 2018 var hlut­fallið 19 pró­sent. Í Nor­egi er hlut­fallið nú um 16 pró­sent, í Dan­mörku 12 pró­sent og Finn­landi 7 pró­sent. Árið 2008 voru inn­­flytj­endur á Íslandi 27.240 tals­ins, eða 8 pró­­sent mann­­fjöld­ans, en 10 árum seinna voru þeir orðnir 43.736, eða 12,6 pró­­sent mann­­fjöld­ans í fyrra.

Í skýrsl­unni er fjallað um hversu vel Norð­ur­lönd­unum vegnar í aðlögun inn­flytj­enda að vinnu­mark­aði en há at­vinnu­þátt­taka er Norð­ur­lönd­unum gríð­ar­lega mik­il­væg til að standa undir víð­tækum og kostn­að­ar­sömum vel­ferð­ar­kerfum ríkj­anna. Auk þess sem stórt bil í at­vinnu­þátt­töku íbúa er talið geta haft slæm áhrif á jöfnuð í sam­fé­lög­um.  

Ísland tekið við mun færri hæl­is­leit­endum

Í Finn­landi er atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda hins vegar aðeins um 54 pró­sent og rétt um 60 pró­sent í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. Mestur munur á atvinnu­þátt­töku inn­flytj­enda og inn­fæddra er í Sví­þjóð, þar sem 14 pró­sentum munar á atvinnu­þátt­töku erlendra rík­is­borg­ara miðað við inn­lenda. Í Dan­mörku og Finn­landi er mun­ur­inn um 10 pró­sent, og í Nor­egi rúm fimm prósent.

Auglýsing

Á Íslandi er atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda hæst af öll­u­m Norð­ur­lönd­un­um en sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar eru starf­andi inn­flytj­endur nú orðnir fimmt­ungur af fjölda starf­andi hér á landi. Í skýrsl­unni segir að þennan mun megi rekja til þess að á síð­ustu árum varð mikil eft­ir­spurn eftir vinnu­afli hér á landi í kjöl­far upp­sveifl­unnar í efna­hags­líf­inu hér á landi frá árinu 2013. 

Jafn­framt hefur Ísland tekið við mun færri hæl­is­leit­endum en hin Norð­ur­löndin á síð­ustu árum. Sam­an­lagt tóku Norð­ur­lönd­in á móti nærri 200 þús­und ungum hæl­is­leit­endum á tíma­bil­inu 2011 til 2016. Sví­þjóð tók á móti 74 pró­sent þeirra, Nor­egur tók á móti 11 pró­sent, Dan­mörk 8,5 pró­sent, Finn­land 6 pró­sent og Ísland 0,2 pró­sent. 

Lestr­ar­geta inn­flytj­enda lægri

Mynd: Norderigo

Í skýrsl­unni er einnig fjallað um menntun og aðlögun inn­flytj­enda í skóla­kerfi á Norð­ur­lönd­unum en sam­kvæmt  nið­ur­stöðum alþjóð­legu mennta­könn­un­ar­innar PISA gengur enn erf­ið­lega að hjálpa börnum inn­flytj­enda að aðlag­ast skóla­kerf­inu á Norð­ur­lönd­un­um. Þann mun má meðal ann­ars sjá í lestr­ar­getu barna en sam­kvæmt ­skýrsl­unni gengur aðlögun barna  mun betur því yngri sem börnin eru þegar þau koma til lands­ins. 

Í skýrsl­unni er lagt til að meiri stuðn­ingur sé veittur þeim börn­um  sem koma eldri inn í skóla­kerf­ið. Auk þess er lagt til að ef mögu­legt er að kenna inn­flytj­endum í auknum mæli á sínu eigin móð­ur­máli í á­kveðn­um ­fögum þá sé það æski­legt. Jafn­framt er lagt til að inn­flytj­endum sé veittur meiri tími til lær­dóms, hvort sem það sé með sum­ar­skólum eða nám­skeiðum í frí­um. 

Mun færri inn­flytj­endur útskrif­ast úr fram­halds­skóla

Skóla­­­sókn inn­­­flytj­enda í leik­­­skóla, fram­halds­­­­­skóla og háskóla er að jafn­­­aði lægri en skóla­­­sókn inn­­­­­lendri hér á landi. Mestur er mun­­­ur­inn í fram­halds­­­­­skóla en hlut­­­falls­­­lega færri inn­­­flytj­endur en inn­­­­­lendir byrja í fram­halds­­­­­skóla við 16 ára aldur og skóla­­­sókn þeirra lækkar meira fyrir hvert ald­­­ursár. 

Mynd: HagstofanÍ tölum Hag­stof­unnar má sjá að á árinu 2017 sóttu nærri öll 16 ára ung­menni fædd hér á landi fram­halds­skóla en aðeins átta af hverjum 10 inn­­­flytj­end­­­um. Á nítj­ánda ald­­­ursári sóttu um sjö af hverjum 10 inn­­­­­lendum íbúum fram­halds­­­­­skóla, en aðeins um tveir af hverjum 10 inn­­­flytj­end­­­um. 

Móta heild­ar­stefnu í mál­efnum barna með annað móð­ur­mál en íslensku

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fjall­aði um stöðu inn­flytj­enda í mennta­kerf­inu í aðsendri grein í Frétta­blað­inu fyrr í vik­unni. Þar segir hún að áskor­anir nem­enda með annað móð­ur­mál en íslensku séu marg­þættar en að hennar mati er tungu­málið er óneit­an­lega sú stærsta. Hún segir að stjórn­völd leggi nú sér­staka áherslu á að efla íslensk­una á sem flestum svið­u­m. 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld BeckFyrir Alþingi liggur þings­á­lykt­un­ar­til­laga þess efnis og inni­heldur hún heild­stæða aðgerða­á­ætlun í 22 lið­um. Í henni er meðal ann­ars lagt til að þeir sem búsettir eru á Íslandi og hafa annað móð­ur­mál en íslensku, börn jafnt sem full­orðn­ir, fái við­eig­andi og jafn­gild tæki­færi til íslensku­náms og stuðn­ing í sam­ræmi við þarfir sín­ar. Að auki hefur verið settur á lagg­irnar starfs­hópur sem Jóhanna Ein­ars­dótt­ir, pró­fessor í mennt­un­ar­fræðum ungra barna, fer fyr­ir. Sá hópur mun móta heild­ar­stefnu í mál­efnum barna með annað móð­ur­mál en íslensku. Einnig höfum hefur verið gripið til beinna aðgerða til að bæta þjón­ustu með því að þre­falda fram­lög til sér­stakrar íslensku­kennslu.

„Við erum opið og fram­sækið sam­fé­lag sem vill nýta hæfi­leika allra þeirra sem búa hér. Í sam­ein­ingu og sam­vinnu munum við vinna að umbótum á mennta­kerf­inu, til heilla fyrir sam­fé­lagið allt,“ segir Lilja að lok­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar