Mynd: Samsett flokkar alþingi
Mynd: Samsett

Þrátefli á óvenjulegu Alþingi

Miðflokkurinn gengur hvorki í takt við stjórn né meirihluta stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnarflokkarnir telja að það sé á ábyrgð hinna stjórnarandstöðuflokka að ná samkomulagi við Miðflokkinn um þinglok en þeir telja sig enga ábyrgð bera á Miðflokknum. Flókin og ný staða er uppi á Alþingi sem gæti leitt að sér óvenjulegar lausnir.

Flókin staða er uppi á Alþingi sem stend­ur. Fundir þar sem reynt er að semja um þing­lok hafa ekki skilað neinum árangri í ljósi þess að rík­is­stjórnin er að semja við tvær ólíkar stjórn­ar­and­stöð­ur, sem eru með ólíkar kröfur um hvað þær vilja til að hægt sé að slíta þingi og fara í sum­ar­frí.

Ann­ars vegar eru fjórir flokk­ar: Sam­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Flokkur fólks­ins sem eru nokkuð sam­stíga eins og er í áherslum sínum hvað varðar þing­lok. Hins vegar er Mið­flokk­ur­inn, sem nú er stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, sem hefur allt aðrar hug­myndir um hvað þurfi til að ljúka þing­störf­um.

Líkt og vana­lega hafa þing­flokks­for­menn allra átta flokk­anna á Alþingi verið að vinna að því að flokka þau fjöl­mörgu mál sem bíða afgreiðslu niður í flokka eftir því hversu áríð­andi er að afgreiða þau. Oft­ast er not­ast við liti umferð­ar­ljósanna við þá vinnu. Græn mál eru þau sem breið sam­staða er um, gul þau sem eru umsemj­an­leg með breyt­ingum og rauð þau sem stál er í stál og lít­ill sem eng­inn mögu­leiki á að kom­ist á dag­skrá fyrir þing­lok.

Nokkur mál sem ósætti er um

Við­mæl­endur Kjarn­ans hafa helst nefnt fjögur mál sem tek­ist sé á um. Það sem er lík­leg­ast til að springa upp eru lög um sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits. Mikil áhersla er lögð á það rík­is­stjórn­ar­megin að afgreiða þau lög fyrir þing­lok, en veru­legar efa­semdir eru um málið hjá stórum hluta stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Ýmsir hafa gagn­rýnt málið opin­ber­lega und­an­farin miss­eri. Þannig sagði Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, nýverið í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut að hún gæti ekki séð að sam­ein­ing við Seðla­banka Íslands myndi auka sjálf­stæði eft­ir­lits­ins frá póli­tík. Unnur sagði að sjálf­­stæði fjár­­­mála­eft­ir­lits þyrfti að vera bæði frá stjórn­­­málum og þeim eft­ir­lits­­skyldu aðilum sem Fjár­­­mála­eft­ir­litið á að fylgj­­ast með. Með sam­ein­ingu stofn­ana verði til þrjár stoðir innan hins nýja seðla­­banka: stoð pen­inga­­stefnu, fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika og fjár­­­mála­eft­ir­lits.

Þá skrif­aði Gylfi Zoega, pró­­­fessor í hag­fræði, ítar­­­legri grein í Vís­bend­ingu nýverið þar sem fjall­aði meðal ann­­­ars um fyr­ir­hug­aða sam­ein­ingu Seðla­­­banka Íslands og Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins, með gagn­rýnum hætt­i.

Í grein Gylfa sagði að marg­vís­­legar hættur geti steðjan að fjár­­­­­mála­eft­ir­liti og sjálf­­­stæði þess á litlum mark­aði eins og þeim íslenska. T.d. geti stjórn­­­­­mála­­­menn reynt að hafa áhrif á, bæði í gegnum per­­­són­u­­­leg tengsl við fjár­­­­­festa og með póli­­­tískum skip­unum í stjórn­­­­­ir.

Unnur sagð­ist í áður­nefndum sjón­varps­þætti hafa lesið grein Gylfa og taldi hana glögga og góða grein­ingu á þeim áskor­unum sem fylgja sam­ein­ing­unni.

Þjóð­ar­sjóður lík­lega út af borð­inu

Þá liggur fyrir að frum­varp um svo­kall­aðan Þjóð­ar­sjóð mun mæta tölu­verðri and­stöðu. Í frum­varpi var upp­haf­lega lögð áhersla á að þverpóli­tísk sátt mndi ríkja um sjóð­inn og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði á sínum tíma áherslu á að málið yrði afgreitt í sátt. Sú sátt er ein­fald­lega ekki til stað­ar.

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem mælti með sam­þykkt frum­varps­ins um miðjan maí með örlitlum breyt­ing­um, sam­an­stóð ein­ungis af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna. Stjórn­ar­and­staðan hefur sett fram marg­hátt­aðar athuga­semdir við mál­ið. Á meðal þess sem Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, finnur að mál­inu í sínu minni­hluta­á­liti er að ein­ungis fjár­magn sem fellur til vegna orku­auð­lindar eigi að rata í sjóð­inn, en ekki vegna nýt­ingu ann­arra auð­linda. Þá kemur fram skýr and­staða gagn­vart þeirri hug­mynd fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að láta einka­að­ilum á fjár­mála­mark­aði eftir það verk­efni að ávaxta Þjóð­ar­sjóð­inn. Oddný telur að sjóð­ur­inn eigi, verði hann settur á lagg­irn­ar, að heyra undir Seðla­banka Islands, líkt og háttar til að mynda með norska olíu­sjóð­inn. Í áliti hennar segir að hún telji það „afar slæma hug­mynd að útvista bæði rekstri og áhættu­stýr­ingu á stórum sjóði í rík­i­s­eigu til einka­að­ila. Meðal þeirrar fyr­ir­sjá­an­legu hættu sem það skapar eru hags­muna­á­rekstr­ar, freistni­vandi og mark­aðs­bjög­un.“

Þor­steinn Víglunds­son, full­trúi Við­reisnar í nefnd­inni, skil­aði sér áliti þar sem hann sagð­ist ekki vilja fara út í miklar efn­is­legar athuga­semdir við ein­stakar greinar frum­varps­ins eða almennt fyr­ir­komu­lag á rekstri sjóðs­ins í ljósi þess að hann lýsi almennri and­stöðu við stofnun slíks sjóðs og þar með við sam­þykkt frum­varps­ins. „Rétt er þó að benda á tvö lyk­il­at­riði. Ann­ars vegar almenn skil­yrði fyrir úttekt úr sjóðnum og hins vegar ákvæði til bráða­birgða um að fram­lög skuli vera lægri tíma­bundið til að fjár­magna útgjöld rík­is­sjóðs.“

Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarp um Þjóðarsjóð sem er mjög umdeilt á þingi.
Mynd: Bára Huld Beck.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd fyrir Mið­flokk­inn. Í hans minni­hluta­á­liti eru settar fram alls sjö tölu­settar ástæður fyrir því að hann sé á móti fram­gangi frum­varps­ins. Sig­mundur Davíð telur meðal ann­ars óljóst hvers vegna skyn­sam­legt sé að byrja að safna í Þjóð­ar­sjóð á meðan rík­is­sjóður er skuld­settur og ríkið hefur á herðum ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Hann telur sterk rök fyrir því að fjár­magnið myndi nýt­ast betur í önnur verk­efni, til að mynda upp­bygg­ingu inn­viða eða til að lækka skatta eða aðrar álög­ur. Sig­mundur Davíð seg­ir, líkt og Odd­ný, að álita­málum um rekstur sjóðs­ins sé ósvar­að. Þá liggi ekki fyrir grein­ing á ætl­uðum kostn­aði við rekstur sjóðs­ins né reglur um hver hann megi að hámarki vera.

Við­mæl­endur Kjarn­ans á meðal þing­manna telja að nýlegar svipt­ingar í efna­hags­mál­um, þar sem nú er búist við sam­drætti í efna­hags­líf­inu vegna loðnu­brests og gjald­þrots WOW air í stað áfram­hald­andi hag­vaxt­ar, muni stöðva hug­myndir um upp­setn­ingu Þjóð­ar­sjóðs­ins, að minnsta kosti um stund­ar­sak­ir. Við blasi að rík­is­sjóði vanti fjár­magn til að láta fjár­mála­á­ætl­anir sínar ganga upp og stjórn­ar­liðar viti að ekki yrði vin­sælt ef að það fjár­magn yrði fundið með miklum nið­ur­skurði. Þess vegna verði fjár­magnið sem ætti að renna inn í Þjóð­ar­sjóð, arð­greiðslur frá Lands­virkj­un, frekar nýtt í önnur verk­efni í nán­ustu fram­tíð.

Fisk­eldi og leyf­is­bréf

Hin tvö stóru deilu­málin snú­ast um frum­vörp sem bíða þriðju umræðu og snúa að fisk­eld­is­mál­um. Annað er vegna áhættu­mats erfða­blönd­un­ar, úthlut­unar eld­is­svæða og stjórn­valds­sekta. Hitt vegna töku gjalds vegna fisk­eldis í sjó og fisk­eld­is­sjóðs.

Mjög mis­mun­andi hljóð er í við­mæl­endum Kjarn­ans vegna þess­ara mála. Stjórn­ar­liðar eru bjart­sýnir um að málin klárist en stjórn­ar­and­stæð­ingar eru sumir hverjir með miklar fyr­ir­vara.

Fjórða málið sem ósætti er um er frum­varp sem stefnir að því að gefið verði út eitt leyf­is­bréf til kennslu í stað þriggja, einu fyrir hvert skóla­stig. Ávinn­ingur þess á að fela sér auk­inn sveigj­an­leika og fjöl­breytni. Sú grund­vall­ar­breyt­ing verður þá gerð á inn­taki kenn­ara­náms að tekin verða upp hæfn­is­við­mið. Afar skiptar skoð­anir eru á meðal fag­fé­laga kenn­ara um málið og sömu sögu er að segja um stöð­una meðal þing­manna.

Náist sátt um hvaða stjórn­ar­mál hljóti braut­ar­gengi og hvaða málum stjórn­ar­and­stöð­unnar verði hleypt á dag­skrá er hægt að semja um hvenær og hvernig þing­störfum ljúki.

Breyttar víg­línur

En íslensk stjórn­mál eru ekki jafn borð­leggj­andi og þau voru ára­tugum sam­an. Víg­lín­urnar á átta flokka Alþingi þar sem rík­is­stjórn frá vinstri, yfir miðju og til hægri situr að völd­um, eru ann­ars konar en áður þekkt­ist. Helstu átökin sem hafa end­ur­spegl­ast í ýmsum stórum mál­um, t.d. þung­un­ar­rofs­mál­inu og umræðum um þriðja orku­pakk­ann, eru milli frjáls­lyndis og íhalds­semi, ekki vinstri og hægri kvarð­ans.

Mál­þóf Mið­flokks­ins vegna þriðja orku­pakk­ans hefur svo teiknað upp algjör­lega nýja stöðu. Allir hinir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir styðja að það mál verði afgreitt, meira að segja Flokkur fólks­ins sem mun þó ekki sam­þykkja mál­ið. Það sé full­rætt. Mið­flokks­menn eru því ósam­mála en virð­ast ekki með skýra leið um hvernig þeir ætla að enda þá veg­ferð. Þá hlýtur ný könnun Gallup, sem birt var í byrjun viku, að vera flokknum mikil von­brigði. Þrátt fyrir að Mið­flokk­ur­inn hafi haft nán­ast allt dag­skrár­vald á Alþingi und­an­farið þá hækkar fylgi flokks­ins lítið og breyt­ingar á fylgi flestra flokka milli mán­aða voru innan skekkju­marka.  



Í síð­ustu viku var sam­þykkt að fresta áfram­hald­andi umræðum um þriðja orku­pakk­ann til að hleypa öðrum málum á dag­skrá og leit Mið­flokk­ur­inn á það sem mik­inn sig­ur. Sú frestun varð ekki til þess að það liðk­að­ist fyrir þing­lokum og á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna á sunnu­dag var það mat við­mæl­enda Kjarn­ans að Mið­flokk­ur­inn væri ekki til­bú­inn í að semja um þing­lok á neinum þeim for­sendum sem stjórn­ar­flokk­arnir eða hinir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir vildu. Því væri uppi patt­staða.

Tek­ist á um ábyrgð á Mið­flokknum

Vegna þess að patt­staðan er óvenju­leg liggur ekki fyrir hvernig eigi að leysa hana. Stjórn­ar­flokk­arnir telja að stjórn­ar­and­staðan verði að koma sér saman um hvernig eigi að semja um þing­lok. Í stöðu­upp­færslu Silju Daggar Gunn­ars­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem birt var í dag sagði meðal ann­ars: „Staðan í þing­inu er nú sú að Mið­flokk­ur­inn er stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn. Því neyð­ast hinir fjórir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir að koma sér saman um ákveðin mál, við Mið­flokk­inn. Þau mál leggur sam­einuð stjórn­ar­and­staða síðan áherslu á við þing­lokin gagn­vart rík­is­stjórn­inni. Það er ekki fræði­lega mögu­legt fyrir rík­is­stjórn­ina að semja um þing­lok við stjórn­ar­and­stöð­u a og semja svo með örðum hætti við stjórn­ar­and­stöðu b. Menn verða bara að koma sér saman um hvernig þing­lokin verða. Punkt­ur!“

SAM­VINNA - RÍK­IS­STJÓRN - STJÓRN­AR­AND­STAÐA Nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokkar eru ólíkir og eiga ef til vill fátt...

Posted by Silja Dögg Gunn­ars­dóttir on Tues­day, June 4, 2019

Meiri­hluti stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, þ.e. allir flokkar nema Mið­flokk­ur­inn, hafa aðra skoðun á mál­inu og líta svo á að Mið­flokk­ur­inn geti ekki bara verið vanda­mál and­stöð­unn­ar. Þegar þrír ólíkir flokkar ákveði að mynda for­dæma­lausa rík­is­stjórn þvert á öll hefð­bundin við­mið þá verði hún að búast við því að stjórn­ar­and­staðan sem hún skilji eftir verði ekki jafn eins­leit og sam­mála og hefur verið þegar skýr stjórn er mynduð til annað hvort hægri eða vinstri.

Þessi staða end­ur­spegl­ast ágæt­lega í stöðu­upp­færslu Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt var í gær. Þar sagði hún: „Það sem truflar mig við end­ur­tekið ofbeldi Mið­flokks­þing­fólks ( áður gegn kon­um, hinsegin fólki og fötl­uð­um, nú gegn lýð­ræð­inu) er hvernig rík­is­stjórnin reynir að klína ábyrgð­inni á hegðun þeirra á stjórn­ar­and­stöð­una eins og við höfum valið að starfa saman eða höfum yfir­leitt dag­skrár­vald­ið. Stjórn­ar­flokkar hins vegar greiddu atkvæði með til­lögum mið­flokks og gegn okkar til­lögum í for­manns­skiptum í umhverfis og sam­göngu­nefnd og leggja núna ekk­ert til lausnar á mið­flokks­yf­ir­töku á Alþing­i.“

Það sem truflar mig við end­ur­tekið ofbeldi Mið­flokks­þing­fólks ( áður gegn kon­um, hinsegin fólki og fötl­uð­um, nú gegn...

Posted by Helga Vala Helga­dóttir on Sunday, June 2, 2019

Bak við tjöldin hafa þó átt sér stað óform­legar við­ræður milli stjórnar og meiri­hluta stjórn­ar­and­stöðu um hvernig eigi að leysa bæði mál­þóf Mið­flokks­ins og hvernig eigi að stuðla að þing­lok­um.

Það er því ekki úti­lokað að sú staða gæti komið upp að samið verði um þing­lok milli fjög­urra flokka úr stjórn­ar­and­stöðu – allra nema Mið­flokks­ins – og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar