Mynd: EPA

Hvað er „Belti og braut“?

Innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda er opið öllum ríkjum og nær nú til norðurslóða.

Eitt verk­efni hefur ein­kennt utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn for­set­ans Xi Jin­p­ing. Það er inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efnið „Belti og braut“ (kínv. 一带一路, e. Belt and Road Ini­ti­ati­ve). Með Belti og braut er vísað til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og Xi Jin­p­ing vill end­ur­vekja undir for­merkjum Beltis og braut­ar.

Belti og braut, eða „Silki­leið 21. ald­ar­inn­ar,“ skipt­ist í stuttu máli í svo­kall­aðan silki­veg eða „Belti“ á landi, t.d. í formi lestar­teina og hrað­brauta. Hinn hlut­inn er svo silki­leið á sjó eða „braut,“ t.d. í formi hafna sem auki tengi Kína við umheim­inn.

Verk­efnið er afar víð­feðmt, en það nær frá Kína til Evr­ópu, Aust­ur-Afr­íku auk þess sem það nær einnig til fjöl­margra Asíu­ríkja.

Yfir­lýst mark­mið verk­efn­is­ins eru að auka sam­skipti um stefnu­mótun milli ríkja, auð­velda við­skipti og versl­un, styrkja vega­sam­göng­ur, auka gjald­eyr­is­við­skipti, auk þess að styrkja sam­skipti milli þjóða. Því má segja að aukin hnatt­væð­ing og sam­þætt­ing sé horn­steinn verk­efn­is­ins.

Óskýrt hvað fellur undir Belti og braut.

Svo virð­ist sem allt sem kemur innviðum eða fjár­fest­ingum tengt Kína falli nú undir for­merki Beltis og braut­ar. Ekki eru það ein­ungis hafn­ir, járn­brautir og lest­ir, heldur einnig allt sem við­kem­ur net­kerfum. Því gæti verið erfitt að greina á milli þess sem áður hafi verið byggt upp eða komið á fót en sé nú sagt vera undir for­merkjum Beltis og brautar og svo þess sem var ákveðið frá upp­hafi að væri hluti af verk­efn­inu.

Myndin sýnir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut.
Straits Times Graphics

Eist­land skrif­aði sem dæmi undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um þátt­töku í Belti og braut og var þá sér­stak­lega skrifað undir „samn­ing um raf­rænan silki­veg“ og „samn­ing um net­við­skipti“ í sömu atrennu og skrifað var undir þátt­töku í Belti og braut. Því virð­ast net­við­skipti ríkj­anna tveggja nú falla undir for­merki Beltis og braut­ar.

Hvað græðir Kína á Belti og braut?

Kín­versk stjórn­völd eru undir for­merkjum Beltis og brautar að fjár­festa í innviðum ann­ara ríkja til þess að vinna að mark­mið­unum og auð­velda þar með allan út- og inn­flutn­ing. Með auk­inni inn­viða­bygg­ingu í bæði nær- og fjær­ríkjum Kína mun flutn­inga­geta aukast. Þar með geti við­skipti Kína við önnur ríki auk­ist.

Ýmsir fræði­menn hafa bent á að Kína vilji verða tækni­vædd­ara og auka þróun ýmissa hér­aða sinna. Einka­neyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hag­vexti rík­is­ins og muni þar að auki styrkja gjald­miðil rík­is­ins. Aðrir telja að verk­efnið sé að mestu stra­tegískt, til að mynda í Ind­l­ans­hafi.

Stærra net hafna í Ind­lands­hafi mun einnig tryggja Kína aðgengi að sjó­leiðum sem er bráð­nauð­syn­legt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efna­hag á útflutn­ingi.

Hvað græða þátt­töku­ríki á Belti og braut?

Þátt­taka í verk­efn­inu er sem stendur opin öllum ríkj­um. Mörg þátt­töku­ríki fagna verk­efn­inu vegna auk­inna kín­verskra fjár­fest­inga þar sem mörg hver þeirra hafi þörf á að byggja upp inn­viði sína, t.d. hafn­ir, lestar­teina, hrað­braut­ir, flug­velli og svo mætti lengi áfram telja.

Enn fremur gæti það aukið hraða við­skipta á milli þátt­töku­ríkj­anna við Kína og önnur lönd. Þar með gæti þátt­taka verið löndum til bóta.

Norð­ur­slóðir nú hluti af Belti og braut

Í jan­úar 2018 gaf Kína út sína fyrstu norð­ur­slóða­stefnu. Í henni segj­ast kín­versk stjórn­völd vilja gera norð­ur­slóðir hluta af Silki­veg­inum á ís (kínv. 冰上丝绸之路) eða Silki­vegi norð­ur­slóða. Enn fremur titla kín­versk stjórn­völd Kína sem „nær­ríki norð­ur­slóða“ (kínv. 近北极国家, e. near-­Arctic state).

Búist er við auk­inni skipa­um­ferð eftir því sem ís bráðnar á norð­ur­slóð­um. Það myndi stytta flutn­ings­tíma á vörum frá t.d. Kína til Evr­ópu til muna.

Evr­ópa og Belti og braut

Alls hafa 17 Evr­ópu­lönd skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um þátt­töku í Belti og braut. Áður var talað um 16+1 lönd­in í því sam­hengi, þ.e. þau 16 Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu­ríki sem taka þátt auk Kína (+1). Nú væri þó rétt­ara að tala um 17+1 þar sem nýlega bætt­ist Ítalía í hóp­inn.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur sett fram sína eig­in áætlun til þess að bæta sam­göngur og inn­viði í Asíu ásamt því að vera nú komin með erlenda fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un í Afr­íku. Því virð­ist Evr­ópu­sam­bandið vera orðið að eins konar keppi­naut Kína í þessum mál­efn­um.

Umdeilt fram­tak

Banda­ríkin eru eflaust það ríki sem er opin­ber­lega hvað mest mót­fallið verk­efn­inu. Bæði vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, og utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, hafa gagn­rýnt fram­takið og sagt það varpa ríkjum í skulda­gildru. Þar er lík­leg­ast verið að vísa til aðstæðna Srí Lanka.

Í suð­ur­hluta Srí Lanka hafa kín­versk fyr­ir­tæki einka­leigu­rétt til 99 ára á Hamban­tota höfn­inni. Það er vegna þess að stjórn­völd í Srí Lanka gátu ekki greitt skuld sína við fyr­ir­tæk­in.

Banda­ríkja­menn hafa einnig gagn­rýnt skil­mála sem ýmsar þjóðir hafi geng­ist við þar sem kín­versk rík­is­fyr­ir­tæki standi að bygg­ing­unni eða lán undir for­merkjum Beltis og brautar með það að skil­yrði að kaupa vörur frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um.

Banda­ríkin virð­ast líkt og Evr­ópu­sam­bandið vera að huga að auk­inni sam­keppni við Belti og braut þar sem komið hefur verið á nýjum lögum um alþjóð­lega þró­un­ar­fjár­fest­ingar (e. the BUILD Act).

Ísland og Belti og braut

Í við­tali á Hring­braut sagði Jin Zhi­ji­an, sendi­herra Kína á Íslandi, að íslensk stjórn­völd væru opin fyrir þátt­töku í Belti og braut. Hann sagði einnig að verk­efnið væri afar árang­urs­ríkt. Í svari sínu varð­andi gagn­rýni Banda­ríkj­anna á verk­efn­inu svar­aði Jin því að Belti og braut hafi skapað tæki­færi til fram­þró­un­ar, grænnar þró­unar og að verk­efnið skapi ekki skulda­gildr­ur.

Í öllu falli munu kín­versk stjórn­völd halda ótrauð áfram að kynna og mark­aðs­setja Belti og braut. Að því mun koma að Ísland þurfi að taka ákvörðun um þátt­töku í verk­efn­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar