Þú ert nasistasvín

Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, á yfir höfði sér málaferli vegna ummæla um fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni. Nasistasvín var orðið sem hann notaði.

Rasmus Paludan, stofnandi Stram Kurs
Rasmus Paludan, stofnandi Stram Kurs
Auglýsing

Rasmus Paludan er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur. Og ekki að ástæðulausu. Hann hefur margsinnis hlotið dóm, einkum fyrir ummæli sem hann hefur látið sér um munn fara. Danskir fjölmiðlar kalla hann hægri öfgamann, rasista, haturstrúboða og nasista. Hann er 37 ára, lögfræðingur að mennt og hefur um árabil haft afskipti af stjórnmálum.

Sem ungur maður tók Rasmus Paludan þátt í starfi nokkurra stjórnmálaflokka en festi hvergi rætur. Árið 2017 stofnaði hann stjórnmálaflokkinn Stram Kurs, Stranga Stefnu. Helsta baráttumál flokksins hefur frá byrjun verið barátta gegn múslímum í Danmörku. Öllum sem játa trú múslíma vill flokkurinn gera útlæga úr Danmörku, og helst af öllu afmá múslíma af yfirborði jarðar hvar sem er í heiminum. Flokkurinn vill líka að öllu fólki sem ekki er af vestrænum uppruna verði bannað að koma til Danmerkur.

Auglýsing

Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar fyrr í þessum mánuði (5.júní) fór Rasmus Paludan, sem er allt í öllu hjá Stram Kurs, mikinn og var nær daglega um hann fjallað í dönskum fjölmiðlum. Sumir þeirra sögðu Rasmus Paludan einskonar blöndu af Mogens Glistrup og Donald Trump. Samkomur, sem flokkurinn stóð fyrir, voru iðulega haldnar á götum og torgum, ekki síst á svæðum þar sem fólk af erlendu bergi brotið býr. Þar lét formaðurinn móðan mása, hæddist að Kóraninum, sem hann kallaði Stóru skækjubókina (Den store luderbog) og hvatti viðstadda til að míga á þetta helsta trúarrit múslíma. Sjálfur hélt Rasmus Paludan iðulega á Kóraninum á fundum sínum, hrækti á hann og kveikti svo í. Sömuleiðis hæddist hann að fólki af afrískum uppruna, burtséð frá trúarbrögðum, sagði það litlum gáfum gætt. Hvíti maðurinn hefði haft vit á að fara frá Afríku en heimskingjarnir, þeir þeldökku, setið eftir. Allt vakti þetta mikla athygli og rataði í fjölmiðlana. Á þessum samkundum voru stuðningsmenn oft fámennari en mótmælendurnir. Lögreglan hafði því í nógu að snúast til að gæta öryggis flokksformannsins, meira um það síðar í þessum pistli.

Kallaði Mimi Jakobsen nasisasvín

Mimi Jakobsen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Centrum – Demokraterne. Mynd: EPAÞegar Stram Kurs flokkurinn var stofnaður árið 2017 lýsti Rasmus Paludan því yfir að stefnt yrði að framboði næst þegar kosið yrði til þings. Til að geta boðið fram þarf að skila 20 þúsund meðmælendum og það tókst flokknum. Dönskum fjölmiðlum ber að gæta jafnræðis, geta til dæmis ekki sniðgengið fulltrúa tiltekinna flokka sem bjóða fram. Rasmus Paludan tók þátt í ótal umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi og sparaði þar ekki stóru orðin. 9. maí kom hann ásamt fleirum fram í þættinum Aftenshowet á aðalrás danska sjónvarpsins, DR1. Meðal gesta þar var Mimi Jakobsen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Centrum – Demokraterne, Mið – demókrata. Hún sat á þingi á árunum 1977 – 2001, þar af rúmlega tíu ár sem ráðherra, en hefur nú hætt afskiptum af stjórnmálum. Í áðurnefndum þætti tókust þau, hún og Rasmus Paludan, harkalega á. Hann sagði að Mimi Jakobsen minnti sig mest á Adolf Hitler, og bætti svo um betur og kallaði hana nasistasvín. Ekki einu sinni heldur tvisvar.

Ætlar að höfða mál

Mimi Jakobsen lýsti því síðar yfir að hún sætti sig ekki við að vera kölluð nasistasvín og hún myndi kæra þessi ummæli til lögreglunnar. Ummæli af þessu tagi er hinsvegar ekki hægt að kæra til lögreglu og þess vegna hyggst Mimi Jakobsen höfða einkamál gegn Rasmus Paludan. Sú málshöfðun er nú í undirbúningi. Enginn fulltrúi Stram Kurs náði kjöri í kosningunum 5. Júní sl, til þess hefði flokkurinn þurft að fá 2% atkvæða en fékk 1.8% (63.537 atkvæði). Danskar reglur um stuðning við stjórnmálaflokka gera ráð fyrir árlegum fjárstyrk sem reiknaður er út miðað við fylgi flokks í nýliðnum kosningum fram til næstu kosninga. Burtséð frá því hvort viðkomandi flokkur náði fulltrúum á þing eða ekki. Stram kurs fær, samkvæmt þessum reglum árlegt framlag úr ríkissjóði, framlagið nemur 2.1 milljón danskra króna ( 40 milljónum íslenskum). Rasmus Paludan hefur í viðtölum lýst yfir að þótt flokknum hafi ekki tekist að ná fulltrúum á þing í þessari atrennu haldi flokksstarfið áfram og það komi dagur eftir þennan, eins og hann orðar það.

Kostnaðarsöm öryggisgæsla

Lögum samkvæmt er það hlutverk dönsku lögreglunnar að gæta öryggis stjórnmálamanna. Sú öryggisgæsla byggist á sérstöku mati og í tilviki Rasmus Paludan hefur þörfin fyrir slíka gæslu verið rík. Og kostar sitt. Það sem af er þessu ári hefur kostnaður lögreglu vegna þessa eina stjórnmálamanns numið vel á annað hundrað milljóna danskra króna( vel á þriðja milljarð íslenskra). Þetta er miklu meiri kostnaður en vegna annarra stjórnmálamanna, en það er mat lögreglunnar að sérstök ástæða sé til að hafa umfangsmikla gæslu þegar þessi umdeildi stjórnmálamaður á í hlut. Margir hafa undrast að manni með jafn afdráttarlausar og umdeildar skoðanir hafi tekist að safna nægum fjölda meðmælenda til að geta boðið fram. Það hefur vakið umræður um lögin, bæði varðandi fjölda meðmælenda og ennfremur þröskuldinn svonefnda.

Lögin

Eins og nefnt var fyrr í þessum pistli þarf flokkur sem hyggst bjóða fram í þingkosningum í Danmörku að hafa að minnsta kosti 20 þúsund meðmælendur. Sú regla hefur lengi verið óbreytt. Í umfjöllun dagblaðsins Berlingske um þetta mál lýstu nokkrir gamalgrónir stjórnmálamenn ( sem ekki eru lengur í eldlínunni) þeirri skoðun sinni að réttast væri að hækka tölu meðmælenda upp í 40 þúsund. Með því yrði komið í veg fyrir að flokkar í framboði yrðu allt of margir sem hefði í för með sér að þúsundir atkvæða féllu dauð (stemmespild). Margir eru hinsvegar andsnúnir þessari hugmynd, segja að þá yrði hugsjónafólki gert erfiðara um vik að reyna að hafa áhrif á stjórn landsmálanna. Skoðanir eru líka skiptar um hvort rétt sé að hækka þröskuldinn svonefnda. Í dag eru reglurnar þannig að til að ,,sleppa inn“ þarf 2% greiddra atkvæða. Flokkur sem rétt skríður yfir þröskuldinn fær fjóra þingmenn. Það er í samanburði við margar aðrar þjóðir fremur lágur þröskuldur. Andstæðingar hærri þröskuldar segja að það að þröskuldurinn skuli ekki vera hærri tryggi meiri fjölbreytni á þingi. Í Danmörku er löng hefð fyrir margra flokka stjórnum, og minnihlutastjórnum, og þar hafa fámennir þingflokkar oft skipt miklu máli.

Þessa dagana standa stjórnarmyndunarviðræður yfir í Danmörku. Þótt stjórnmálamenn hafi talað oft og lengi um breytingar á kosningafyrirkomulaginu er það ekki efst í huga þeirra núna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar