Kíkja daglega á jafnaðarmannaáttavitann

„Við munum stýra eftir jafnaðarmannaáttavitanum,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur þegar hún kynnti nýja ríkisstjórn landsins. Tuttugu ráðherrar sitja í stjórninni, níu þeirra hafa áður verið ráðherrar.

Danska ríkisstjórnin með Mette Frederiksen í fararbroddi.
Danska ríkisstjórnin með Mette Frederiksen í fararbroddi.
Auglýsing

Þriggja vikna stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum í Dan­mörku lauk síð­ast­liðið mið­viku­dags­kvöld og stjórn­ar­skipti fóru fram dag­inn eft­ir, 27. júní. Jafn­að­ar­menn fengu 48 þing­sæti í kosn­ing­unum 5. júní en sam­an­lagt fengu mið- og vinstri­flokk­arn­ir, rauða blokkin svo­nefnda, 91 þing­sæti en 179 þing­menn eiga sæti á danska þing­inu, Fol­ket­inget. Löng hefð er fyrir minni­hluta­stjórnum í Dan­mörku en tæpir fjórir ára­tugir eru síðan Jafn­að­ar­menn sátu einir í stjórn.

Mette Frederik­sen leið­togi jafn­að­ar­manna lýsti því yfir þegar úrslit kosn­ing­anna lágu fyrir að hún myndi vilja reyna myndun minni­hluta­stjórn­ar, með stuðn­ingi flokka í rauðu blokk­inni, Sós­íal­íska þjóð­ar­flokks­ins, Radikale Ven­stre og Ein­ing­ar­list­ans. Við­ræður þess­ara flokka hófust strax að loknum kosn­ingum og hafa staðið linnu­laust síð­an. Frá upp­hafi var ljóst að þótt flokk­arnir væru sam­mála um margt voru ágrein­ings­efnin líka mörg. Að lokum tókst þó flokk­unum fjórum að ná saman og ljóst að stjórn undir for­ystu Mette Frederik­sen yrði að veru­leika.

Þegar Mette Frederiksen, Morten Østergaard for­maður Radikale Ven­stre, Pia Olsen Dyhr for­maður Sós­íal­íska þjóð­ar­flokks­ins og Pern­ille Skipper tals­maður Ein­ing­ar­list­ans (sem hefur ekki for­mann) kynntu sam­komu­lagið lögðu þau fram 18 síðna plagg, eins­konar stefnu­yf­ir­lýs­ingu „Ret­fær­dig retn­ing for Dan­mark“. Þar er gerð grein fyrir þeim mark­miðum sem flokk­arnir vilja leggja áherslu á, en hvernig þessum mark­miðum skuli náð er ekki nákvæm­lega útfært.

Auglýsing

Eft­ir­launa­rétt­ur, mál­efni inn­flytj­enda og útlend­inga, umhverf­is­mál

Í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unnar lögðu jafn­að­ar­menn mikla áherslu á breyt­ingar á eft­ir­launa­aldri. Rétt vinnu­lú­inna, þeirra sem vinna erfið lík­am­leg störf til að fara fyrr en aðrir á eft­ir­laun. Um þetta var mik­ill ágrein­ingur meðal full­trúa flokk­anna og á end­anum var nán­ast ekk­ert um þetta fjallað í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni. Mette Frederik­sen sagði í við­tali við danska sjón­varp­ið, DR, að þetta væri for­gangs­mál hjá sér og hún teldi full­víst að fyrir þessum breyt­ingum væri meiri­hluti á þing­inu.

Annað sem hart var tek­ist á um voru mál­efni flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Jafn­að­ar­menn höfðu tekið upp harða og óvægna stefnu, líkt og Danski þjóða­flokk­ur­inn hefur fylgt um ára­bil, sem sé að flótta­fólki og hæl­is­leit­endum skyldi, und­an­tekn­inga­lít­ið, vísað úr landi. Þetta gengur þvert á stefnu Radikale Ven­stre og Ein­ing­ar­list­ans og á end­anum urðu jafn­að­ar­menn að gefa veru­lega eftir og sem dæmi má nefna að nú getur flótta­fólk sem verið hefur í vinnu í Dan­mörku í tvö ár verið þar áfram, meðan við­kom­andi sinnir sama starfi hjá sama fyr­ir­tæki eða í hlið­stæðu starfi hjá öðru fyr­ir­tæki. Þetta er kúvend­ing. Í umræðu­þætt­inum „Debatten“ í danska sjón­varp­inu sagði tals­maður jafn­að­ar­manna að þetta ákvæði hefði áður verið til staðar þannig að þetta væri ekki kúvend­ing, fremur áherslu­breyt­ing. Tals­menn Ein­ing­ar­list­ans og Radikale Ven­stre sögðu aftur á móti að þeim hefði tek­ist að fá jafn­að­ar­menn til að breyta um kúrs.

Hætt hefur verið við ákvarð­anir fyrri rík­is­stjórnar um að gera smá­eyj­una Lind­holm (7 hekt­ar­ar) við suð­ur­odda Sjá­lands að eins­konar bið­stöð þar sem ein­stak­lingum sem hefði verið vísað úr landi yrði gert að dvelj­ast uns þeir yfir­gæfu Dan­mörku. Þessar fyr­ir­ætl­anir mættu mik­illi and­stöðu og eru nú fyrir bí.

Lindholm Mynd: Google maps

Í flótta­manna­búð­unum Sjæls­mark á Norð­ur­-­Sjá­landi búa útlend­ingar sem hefur verið synjað um land­vist­ar­leyfi í Dan­mörku og bíða þess að verða sendir úr landi, en það getur tekið tíma. Í þessum búðum búa 90 börn og nýlega kom það fram í dönskum fjöl­miðlum að íbú­arnir fá ekki sjálfir að elda mat, heldur borða í mötu­neyti á staðn­um. Þetta hefur verið harð­lega gagn­rýnt en Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke Rasmus­sen blés á slíka gagn­rýni, svona væru regl­urn­ar. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórnar jafn­að­ar­manna segir að finna skuli við­un­andi lausn þannig að engin börn, eða barna­fjöl­skyldur búi á Sjæls­mark.

Þriðja atriðið sem sér­stök áhersla er lögð á í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni, er umhverf­is- og lofts­lags­mál. Þar er að finna mun háleit­ari mark­mið en jafn­að­ar­menn höfðu áður sett sér, til dæmis er ætl­unin að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 70 pró­sent fram til árs­ins 2030, miðað við árið 1990. Þetta var bar­áttu­mál flokk­anna þriggja sem styðja minni­hluta­stjórn Mette Frederik­sen og stjórn­ar­flokk­ur­inn hefur nú beygt sig undir en jafn­að­ar­menn vildu miða við 60% minnk­un. Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni er lítið sem ekk­ert fjallað um hvernig skuli fjár­magna ýmsar fyr­ir­ætl­anir stjórn­ar­innar og stuðn­ings­flokk­anna og það hafa stjórn­ar­and­staðan gagn­rýnt. Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra kallar stefnu­yf­ir­lýs­ing­una óska­lista.

20 ráð­herr­ar, með­al­ald­ur­inn 42 ár

Mette Frederiksen, sem er 41 árs og tveggja barna móð­ir, er yngsti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Dan­merkur og ein­ungis ein kona hefur áður gegnt emb­ætt­inu, Helle Thorn­ing-Schmidt á árunum 2011 til 2015. For­sæt­is­ráð­herr­ann er ekki nýgræð­ingur í póli­tík, 15 ára varð hún félagi í lands­sam­tökum ungra jafn­að­ar­manna, hún hefur setið á þingi frá árinu 2001 og verið for­maður flokks jafn­að­ar­manna frá árinu 2015. Hún er fædd og upp­alin í Ála­borg, með háskóla­próf í stjórnun og sam­fé­lags­fræði og meist­ara­próf í mál­efnum Afr­íku. Hún gegndi emb­ætti atvinnu­mála­ráð­herra 2011 til 2014 og dóms­mála­ráð­herra 2014 til 2015. Per Frederiksen, eldri bróðir Mette, sagði í við­tali við danska sjón­varpið að hún væri þrjósk og fylgin sér en jafn­framt rétt­sýn. Hún ætti auð­velt með að umgang­ast fólk og hann hefði alltaf vitað að hún ætti eftir að standa sig vel „þótt það sé kannski óraun­veru­legt að hún skuli vera orðin forsæt­is­ráð­herra.“

Mette Frederiksen Mynd: EPA

Í rík­is­stjórn Mette Frederik­sen sitja 20 ráð­herr­ar, 7 konur og 13 karl­ar, með­al­ald­ur­inn er 42 ár. 9 úr þessum hópi hafa áður gegnt ráð­herra­emb­ætti. Nán­ustu sam­starfs­menn for­sæt­is­ráð­herr­ans eru Nico­lai Wammen fjár­mála­ráð­herra, Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra og Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra. Þessir þrír mynda, auk for­sæt­is­ráð­herr­ans, eins­konar ráð­herra­nefnd (koor­dinationsu­dval­g), sem hitt­ist að jafn­aði einu sinni í viku og fjallar um frum­vörp og ýmis stærri mál, áður en þau koma til kasta rík­is­stjórn­ar­innar allr­ar. Þess má geta að einn úr ráð­herra­hópn­um, Mog­ens Jen­sen ráð­herra sjáv­ar­út­vegs, mat­væla- og jafn­rétt­is­mála (eins og það er orðað á heima­síðu flokks­ins) er for­maður Nor­ræna félags­ins í Dan­mörku og verður nú sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­land­anna fyrir hönd Dan­merk­ur.

Í lokin má geta þess að Mette Frederik­sen hefur til­kynnt að Margrethe Vest­a­ger, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­maður Radikale Ven­stre, sitji áfram í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir hönd Dan­merkur en fimm ára tíma­bili hennar í fram­kvæmda­stjórn­inni hefði ann­ars lokið á þessu ári. Danskir stjórn­mála­skýrendur höfðu velt því fyrir sér hvort Mette Frederik­sen myndi velja ein­hvern úr sínum flokki, Jafn­að­ar­manna­flokknum til að taka við þessu mik­il­væga starfi innan ESB. Margrethe Vest­a­ger hefur verið nefnd sem hugs­an­legur næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar en í þeim efnum er allt óljóst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar