Það kraumar í Venstre pottinum

Það ríkir ekki sátt og samlyndi innan þingflokks Venstre í Danmörku. Áhrifamaður í þingflokknum krefst afsagnar varaformanns flokksins og flokksformaðurinn Lars Løkke Rasmussen mætir andbyr. Á formanninum er hinsvegar ekkert fararsnið.

Lars Løkke Rasmussen
Auglýsing

Mörgum sem fylgjast með dönskum stjórnmálum er í fersku minni „byltingartilraunin“ á flokksþingi Venstre árið 2014. Aðalpersónur þeirrar orustu voru þeir Lars Løkke Rasmussen og Kristian Jensen, sem þá eins og nú gegna formennsku og varaformennsku í flokknum.

Venstre var á þessum tíma í stjórnarandstöðu, stjórn Helle Thorning-Schmidt formanns flokks Jafnaðarmanna tók við stjórnartaumunum eftir kosningar árið 2011. Venstre hafði þá setið óslitið í stjórn frá árinu 2001, síðustu tvö árin undir stjórn Lars Løkke Rasmussen.

Auglýsing
„Byltingartilraunin“ átti sér langan aðdraganda. Haustið 2013 var Lars Løkke dögum saman helsta umfjöllunarefni danskra fjölmiðla. Ástæðan var að samtök sem styðja við efnahagsuppbyggingu í fátækum löndum, og Lars Løkke var í formennsku fyrir, höfðu borgað flugmiða og hótelgistingu fyrir dóttur hans sem hafði ferðast með föður sínum. Í tengslum við þetta mál hélt Lars Løkke lengsta fréttamannafund í sögu Danmerkur. Fundurinn, sem var sendur beint í sjónvarpi og útvarpi, stóð í þrjár og hálfa klukkustund en fréttamenn og aðrir sem fylgdust með voru litlu nær.

Nærbuxnamálið 

Skömmu eftir áðurnefndan fréttamannafund kom upp mál sem mikið var fjallað um í dönskum fjölmiðlum og  sumir kölluðu „nærbuxnamálið“. Þá varð uppvíst að Venstre (sem þrátt fyrir nafnið er hægri miðjuflokkur) hefði borgað „allt frá hatti oní skó“, þar á meðal nærbuxur fyrir formanninn. Dagblöðin gerðu stólpagrín að þessu máli og sögðu að oft liti Lars Løkke frekar út fyrir að hafa fengið lánuð jakkaföt af afa sínum en vera í splunkunýju jakkasetti úr dýrustu verslun landsins.  Í kjölfar þessara mála dvínuðu vinsældir Lars Løkke og hann, sem hafði verið vinsælasti stjórnmálamaður Danmerkur, var skyndilega orðinn sá óvinsælasti, og það styttist í kosningar.

Byltingartilraunin í Óðinsvéum 

3. júní 2014 hélt miðstjórn Venstre fund í Ráðstefnuhöllinni í Óðinsvéum. Andstæðingar Lars Løkke hugðust nota þetta tækifæri og velta honum úr sessi og gera varaformanninn Kristian Jensen að formanni. Lars Løkke sagði síðar frá því að hann hafi verið þess fullviss að formannstíð sinni lyki á þessum fundi. Litlir kærleikar voru með honum og Kristian Jensen varaformanni og Lars Løkke mátti ekki til þess hugsa að sjá hann í formannsstólnum. Ef til kæmi ætlaði Lars Løkke að tefla fram Søren Gade fyrrverandi varnarmálaráðherra, hann hafði látið af þingmennsku árið 2010. 

Auglýsing
Áður en að formannskosningu kom var gert hlé og þeir Kristian Jensen og Lars Løkke, ásamt Lars Krarup, áhrifamanni í flokknum ræddust við drjúga stund í kjallaraherbergi í Ráðstefnuhöllinni. Enginn, utan þeirra þriggja veit hvað þar fór fram, en að loknum kjallarafundinum lýsti Kristian Jensen yfir stuðningi við Lars Løkke til áframhaldandi formennsku. Þetta kom mörgum á óvart og Ekstra Blaðið sagði að Kristian Jensen hefði verið með lygamerki á puttunum. Þannig lauk byltingartilrauninni, Kristian Jensen var áfram varaformaður.

Løkkesstjórnin 2015 - 2019

Eftir þingkosningarnar 2015 tók minnihlutastjórn Venstre við völdum og sat út kjörtímabilið. Lars Løkke varð forsætisráðherra og Kristian Jensen fyrst utanríkisráðherra og síðar fjármálaráðherra. Í upphafi var Venstre einn í stjórninni, en síðar gengu tveir minni flokkar til liðs við stjórnina, sem þó var áfram minnihlutastjórn. Á þessum árum var mikill uppgangur í dönsku efnahagslífi en stjórnin var með „aftursætisbílstjóra“ sem miklu réði. 

Þetta var Danski þjóðarflokkurinn, sem eftir kosningarnar 2015 varð næst fjölmennastur á þingi, stærri en Venstre, en vildi ekki eiga aðild að ríkisstjórn. Í kosningunum 2019 galt Danski Þjóðarflokkurinn afhroð og þótt Venstre héldi fylgi sínu, og bætti raunar lítillega við sig, féll ríkisstjórnin. Í aðdraganda kosninganna sagði Lars Løkke eitthvað á þá leið að kannski væri kominn tími til að hugsa dönsk stjórnmál uppá nýtt. Til dæmis hvort hægt væri að mynda stjórn yfir miðjuna, eins og hann komst að orði. Hann gæti vel hugsað sér að kanna þann möguleika hvort Venstre og Jafnaðarmenn gætu staðið saman að ríkisstjórn. Þetta vakti takmarkaða hrifningu margra flokksmanna Venstre og Mette Frederiksen leiðtogi Jafnaðarmanna og núverandi forsætisráðherra vísaði slíkum hugmyndum á bug. 

Ólgan innan Venstre

Eftir kosningarnar sl. vor (2019) fannst ýmsum innan Venstre nauðsynlegt að líta í eigin barm, meta stöðu og framtíðarstefnu flokksins. Þegar uppvíst varð að flokksformaðurinn Lars Løkke hefði gefið í skyn að hann gæti ef til vill hugsað sér starf hjá Evrópusambandinu mátu sumir flokksmenn það svo að kannski væri hans formannstími brátt liðinn. Þótt ekkert yrði úr þessum Evrópudraumi Lars Løkke, eins og sumir danskir fjölmiðlar komust að orði, varð þetta til þess að raddir um breytingar urðu nú háværari.

Síðastliðinn mánudag (5. ágúst) fór fram þingflokksfundur hjá Venstre. Fundarefnið var kosning í stjórn þingflokksins. Lars Løkke lagði mikla áherslu á að Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála fengi sæti í stjórninni, en henni var hafnað í kosningu sem fram fór á fundinum. Þessi niðurstaða og ýmislegt fleira varð til þess að opinbera þann klofning sem upp er kominn í flokknum. Ekki varð viðtal dagblaðsins Berlingske við varaformanninn Kristian Jensen, tveim dögum eftir þingflokksfundinn, til að bæta úr skák. Þar vísaði hann hugmyndum flokksformannsins um hugsanlega stjórn með Jafnaðarmönnum á bug og sagði þessa yfirlýsingu hafa komið sér á óvart. Í viðtalinu, sem vakti mikla athygli, sagði Kristian Jensen margt um flokkstarfið, mistök sem gerð hefðu verið og hvert bæri að stefna.

Auglýsing
Stjórnmálaskýrendur segja viðtalið lítt dulbúna gagnrýni á flokksformanninn Lars Løkke.

Fyrir tveim dögum var haldinn annar þingflokksfundur hjá Venstre, svokallað sommermøde. Löng hefð er fyrir slíkum fundum þar sem línur flokksins varðandi þingstörfin á komandi þingi eru lagðar. Af fregnum að dæma ríkti ekki sátt og samlyndi á þessum fundi. Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi ráðherra og einn helsti áhrifamaður flokksins, sagði þar berum orðum að Kristian Jensen ætti að segja af sér sem varaformaður. Það gengi ekki að varaformaður flokksins talaði með þessum hætti gegn formanninum. Kristian Jensen dró ekki yfirlýsingar sínar til baka en sagði að kannski hefði hann átt að ræða þetta á flokksfundum en ekki í blaðaviðtali. Og lýsti yfir stuðningi við Lars Løkke sem flokksformann. 

Stjórnmálaskýrendur dönsku fjölmiðlanna segja Kristian Jensen hafa verið niðurlægðan á fundinum. Hann eigi hinsvegar marga stuðningsmenn og margir innan Venstre telji að sá klofningur sem greinilega sé uppi innan flokksins eigi einungis eftir að aukast. 

Venstre flokkurinn sé nú í miklum vanda, klofinn í herðar niður (orðalag Berlingske) og líklegt megi telja að nú fari í hönd uppgjörstímabil í flokknum. Hluti af lausinni hljóti að felast í að skipta um „karlinn í brúnni“. Lars Løkke hefur hinsvegar ekki sýnt á sér neitt fararsnið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar