Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum

Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.

Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands hefur birt leið­rétt­ingu á útreikn­ingum sínum á veltu erlendra greiðslu­korta. 

Fyrri frétt stofn­un­ar­innar sem birt var 13. sept­em­ber hafði sagði að velta erlenda greiðslu­korta hér­lend­is, sem segir meðal ann­ars til um hversu mikið ferða­menn eyða á Íslandi, hafi auk­ist um 4,7 pró­sent í ágúst 2019. Nú hefur sú frétt verið leið­rétt og Hag­stofan segir nú að velta erlendra greiðslu­korta hafi minnkað um 2,7 pró­sent. Því skeik­aði 7,4 pró­sentu­stigum á fyrri útreikn­ingum og þeim nýju og fyrir liggur að eig­endur erlendra greiðslu­korta eyddu minna í ágúst 2019 en í ágúst 2018, ekki meira. 

Þá liggur nú fyrir að vöxt­ur­inn í veltu erlendra greiðslu­korta var ekki 5,1 pró­sent í júlí­mán­uði líkt og fyrri tölur höfðu haldið fram heldur lækk­aði veltan um 0,7 pró­sent. Þar er um við­snún­ing upp á 5,8 pró­sentu­stig að ræða. Í þessum tölum hafa við­skipti við íslensk flug­fé­lög verið tekin út úr velt­unni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlend­inga á Íslandi.

Auglýsing

Í frétt Hag­stof­unnar sem birt­ist í fag segir að áður birtar tölur hafi byggt á villu í gögnum frá greiðslu­korta­fyr­ir­tækjum en að sú villa hafi nú verið leið­rétt. 

Reikn­uðu hag­vöxt vit­laust, tvisvar

Þann 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn leið­rétti Hag­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­haf­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­sent en ekki 1,4 pró­­sent líkt og sagði í fyrri til­­kynn­ingu henn­ar. 

Þegar sú til­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­ur­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­ar. Í end­­ur­­skoð­aðri nið­­ur­­stöðu Hag­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­kvæður um 0,9 pró­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­sent líkt og fyrri nið­­ur­­stöður hafi sagt til um. 

Því liggur fyrir að Hag­­stofa Íslands hefur reiknað út rangan hag­vöxt fyrir báða þá árs­fjórð­unga sem liðnir eru á þessu ári. 

Í frétt á vef stofn­un­­ar­innar vegna þessa sagði: „Hag­­stofu Íslands þykir miður að mis­­tök hafi orðið og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­­ur­taki sig.“

Að teknu til­­liti til breyt­ing­anna liggur fyrir að hag­vöxtur á fyrri hluta árs var ekki 0,3 pró­­sent líkt og fyrri birtar nið­­ur­­stöður höfðu sagt til um, heldur 0,9 pró­­sent.  

Mis­mun­andi skekkjur

Skekkjan í útreikn­ingum stofn­un­­ar­innar vegna hag­vaxtar fyrsta árs­fjórð­ungs, sem var upp á 2,6 pró­­sent­u­­stig, var vegna þess að „gögn inn­­i­halda upp­­­lýs­ingar um umfang og fram­vindu bygg­ing­­­ar­fram­­­kvæmda sem náðu yfir lengra tíma­bil en sam­svarar við­mið­un­­­ar­­­tíma­bili þjóð­hags­­­reikn­inga. Hefur það nú verið leið­rétt á grund­velli nýrra gagna. Sam­­­kvæmt end­­­ur­­­skoðun mæld­ist vöxtur íbúða­fjár­­­­­fest­ingar á 1. árs­fjórð­ungi 22,2 pró­­­sent borið saman við 58,4 pró­­­sent sam­­­kvæmt áður útgefnum töl­u­m.“

Skekkjan í útreikn­ingum á hag­vexti á öðrum árs­fjórð­ungi átti rætur sínar að rekja til „mistaka sem urðu til þess að fjár­­muna­­myndun tíma­bils­ins reynd­ist van­­metin um sem nemur 9,1 millj­­arði króna á verð­lagi árs­ins. Áhrifin koma fram í tveimur und­ir­liðum fjár­­muna­­mynd­un­­ar, fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu, nánar til­­­tekið í fjár­­muna­­myndun í skipum og flug­­­vél­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist 16,6 pró­­sent vöxtur í fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og 26,5 pró­­sent sam­­dráttur í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu. Sam­­dráttur í heild­­ar­fjár­­muna­­myndun mælist 9,2 pró­­sent, borið saman við 14,2 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöð­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist vöxtur lands­fram­­leiðsl­unnar 2,7 pró­­sent að raun­­gildi á 2. árs­fjórð­ungi, sam­an­­borið við 1,4 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­­um. Lands­fram­­leiðslan á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 jókst um 0,9 pró­­sent borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2018 en sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöðum mæld­ist breyt­ing lands­fram­­leiðsl­unnar 0,3 pró­­sent á tíma­bil­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar