Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum

Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.

Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands hefur birt leið­rétt­ingu á útreikn­ingum sínum á veltu erlendra greiðslu­korta. 

Fyrri frétt stofn­un­ar­innar sem birt var 13. sept­em­ber hafði sagði að velta erlenda greiðslu­korta hér­lend­is, sem segir meðal ann­ars til um hversu mikið ferða­menn eyða á Íslandi, hafi auk­ist um 4,7 pró­sent í ágúst 2019. Nú hefur sú frétt verið leið­rétt og Hag­stofan segir nú að velta erlendra greiðslu­korta hafi minnkað um 2,7 pró­sent. Því skeik­aði 7,4 pró­sentu­stigum á fyrri útreikn­ingum og þeim nýju og fyrir liggur að eig­endur erlendra greiðslu­korta eyddu minna í ágúst 2019 en í ágúst 2018, ekki meira. 

Þá liggur nú fyrir að vöxt­ur­inn í veltu erlendra greiðslu­korta var ekki 5,1 pró­sent í júlí­mán­uði líkt og fyrri tölur höfðu haldið fram heldur lækk­aði veltan um 0,7 pró­sent. Þar er um við­snún­ing upp á 5,8 pró­sentu­stig að ræða. Í þessum tölum hafa við­skipti við íslensk flug­fé­lög verið tekin út úr velt­unni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlend­inga á Íslandi.

Auglýsing

Í frétt Hag­stof­unnar sem birt­ist í fag segir að áður birtar tölur hafi byggt á villu í gögnum frá greiðslu­korta­fyr­ir­tækjum en að sú villa hafi nú verið leið­rétt. 

Reikn­uðu hag­vöxt vit­laust, tvisvar

Þann 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn leið­rétti Hag­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­haf­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­sent en ekki 1,4 pró­­sent líkt og sagði í fyrri til­­kynn­ingu henn­ar. 

Þegar sú til­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­ur­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­ar. Í end­­ur­­skoð­aðri nið­­ur­­stöðu Hag­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­kvæður um 0,9 pró­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­sent líkt og fyrri nið­­ur­­stöður hafi sagt til um. 

Því liggur fyrir að Hag­­stofa Íslands hefur reiknað út rangan hag­vöxt fyrir báða þá árs­fjórð­unga sem liðnir eru á þessu ári. 

Í frétt á vef stofn­un­­ar­innar vegna þessa sagði: „Hag­­stofu Íslands þykir miður að mis­­tök hafi orðið og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­­ur­taki sig.“

Að teknu til­­liti til breyt­ing­anna liggur fyrir að hag­vöxtur á fyrri hluta árs var ekki 0,3 pró­­sent líkt og fyrri birtar nið­­ur­­stöður höfðu sagt til um, heldur 0,9 pró­­sent.  

Mis­mun­andi skekkjur

Skekkjan í útreikn­ingum stofn­un­­ar­innar vegna hag­vaxtar fyrsta árs­fjórð­ungs, sem var upp á 2,6 pró­­sent­u­­stig, var vegna þess að „gögn inn­­i­halda upp­­­lýs­ingar um umfang og fram­vindu bygg­ing­­­ar­fram­­­kvæmda sem náðu yfir lengra tíma­bil en sam­svarar við­mið­un­­­ar­­­tíma­bili þjóð­hags­­­reikn­inga. Hefur það nú verið leið­rétt á grund­velli nýrra gagna. Sam­­­kvæmt end­­­ur­­­skoðun mæld­ist vöxtur íbúða­fjár­­­­­fest­ingar á 1. árs­fjórð­ungi 22,2 pró­­­sent borið saman við 58,4 pró­­­sent sam­­­kvæmt áður útgefnum töl­u­m.“

Skekkjan í útreikn­ingum á hag­vexti á öðrum árs­fjórð­ungi átti rætur sínar að rekja til „mistaka sem urðu til þess að fjár­­muna­­myndun tíma­bils­ins reynd­ist van­­metin um sem nemur 9,1 millj­­arði króna á verð­lagi árs­ins. Áhrifin koma fram í tveimur und­ir­liðum fjár­­muna­­mynd­un­­ar, fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu, nánar til­­­tekið í fjár­­muna­­myndun í skipum og flug­­­vél­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist 16,6 pró­­sent vöxtur í fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og 26,5 pró­­sent sam­­dráttur í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu. Sam­­dráttur í heild­­ar­fjár­­muna­­myndun mælist 9,2 pró­­sent, borið saman við 14,2 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöð­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist vöxtur lands­fram­­leiðsl­unnar 2,7 pró­­sent að raun­­gildi á 2. árs­fjórð­ungi, sam­an­­borið við 1,4 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­­um. Lands­fram­­leiðslan á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 jókst um 0,9 pró­­sent borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2018 en sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöðum mæld­ist breyt­ing lands­fram­­leiðsl­unnar 0,3 pró­­sent á tíma­bil­in­u.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar