Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum

Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.

Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands hefur birt leið­rétt­ingu á útreikn­ingum sínum á veltu erlendra greiðslu­korta. 

Fyrri frétt stofn­un­ar­innar sem birt var 13. sept­em­ber hafði sagði að velta erlenda greiðslu­korta hér­lend­is, sem segir meðal ann­ars til um hversu mikið ferða­menn eyða á Íslandi, hafi auk­ist um 4,7 pró­sent í ágúst 2019. Nú hefur sú frétt verið leið­rétt og Hag­stofan segir nú að velta erlendra greiðslu­korta hafi minnkað um 2,7 pró­sent. Því skeik­aði 7,4 pró­sentu­stigum á fyrri útreikn­ingum og þeim nýju og fyrir liggur að eig­endur erlendra greiðslu­korta eyddu minna í ágúst 2019 en í ágúst 2018, ekki meira. 

Þá liggur nú fyrir að vöxt­ur­inn í veltu erlendra greiðslu­korta var ekki 5,1 pró­sent í júlí­mán­uði líkt og fyrri tölur höfðu haldið fram heldur lækk­aði veltan um 0,7 pró­sent. Þar er um við­snún­ing upp á 5,8 pró­sentu­stig að ræða. Í þessum tölum hafa við­skipti við íslensk flug­fé­lög verið tekin út úr velt­unni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlend­inga á Íslandi.

Auglýsing

Í frétt Hag­stof­unnar sem birt­ist í fag segir að áður birtar tölur hafi byggt á villu í gögnum frá greiðslu­korta­fyr­ir­tækjum en að sú villa hafi nú verið leið­rétt. 

Reikn­uðu hag­vöxt vit­laust, tvisvar

Þann 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn leið­rétti Hag­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­haf­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­sent en ekki 1,4 pró­­sent líkt og sagði í fyrri til­­kynn­ingu henn­ar. 

Þegar sú til­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­ur­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­ar. Í end­­ur­­skoð­aðri nið­­ur­­stöðu Hag­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­kvæður um 0,9 pró­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­sent líkt og fyrri nið­­ur­­stöður hafi sagt til um. 

Því liggur fyrir að Hag­­stofa Íslands hefur reiknað út rangan hag­vöxt fyrir báða þá árs­fjórð­unga sem liðnir eru á þessu ári. 

Í frétt á vef stofn­un­­ar­innar vegna þessa sagði: „Hag­­stofu Íslands þykir miður að mis­­tök hafi orðið og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­­ur­taki sig.“

Að teknu til­­liti til breyt­ing­anna liggur fyrir að hag­vöxtur á fyrri hluta árs var ekki 0,3 pró­­sent líkt og fyrri birtar nið­­ur­­stöður höfðu sagt til um, heldur 0,9 pró­­sent.  

Mis­mun­andi skekkjur

Skekkjan í útreikn­ingum stofn­un­­ar­innar vegna hag­vaxtar fyrsta árs­fjórð­ungs, sem var upp á 2,6 pró­­sent­u­­stig, var vegna þess að „gögn inn­­i­halda upp­­­lýs­ingar um umfang og fram­vindu bygg­ing­­­ar­fram­­­kvæmda sem náðu yfir lengra tíma­bil en sam­svarar við­mið­un­­­ar­­­tíma­bili þjóð­hags­­­reikn­inga. Hefur það nú verið leið­rétt á grund­velli nýrra gagna. Sam­­­kvæmt end­­­ur­­­skoðun mæld­ist vöxtur íbúða­fjár­­­­­fest­ingar á 1. árs­fjórð­ungi 22,2 pró­­­sent borið saman við 58,4 pró­­­sent sam­­­kvæmt áður útgefnum töl­u­m.“

Skekkjan í útreikn­ingum á hag­vexti á öðrum árs­fjórð­ungi átti rætur sínar að rekja til „mistaka sem urðu til þess að fjár­­muna­­myndun tíma­bils­ins reynd­ist van­­metin um sem nemur 9,1 millj­­arði króna á verð­lagi árs­ins. Áhrifin koma fram í tveimur und­ir­liðum fjár­­muna­­mynd­un­­ar, fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu, nánar til­­­tekið í fjár­­muna­­myndun í skipum og flug­­­vél­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist 16,6 pró­­sent vöxtur í fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og 26,5 pró­­sent sam­­dráttur í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu. Sam­­dráttur í heild­­ar­fjár­­muna­­myndun mælist 9,2 pró­­sent, borið saman við 14,2 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöð­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist vöxtur lands­fram­­leiðsl­unnar 2,7 pró­­sent að raun­­gildi á 2. árs­fjórð­ungi, sam­an­­borið við 1,4 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­­um. Lands­fram­­leiðslan á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 jókst um 0,9 pró­­sent borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2018 en sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöðum mæld­ist breyt­ing lands­fram­­leiðsl­unnar 0,3 pró­­sent á tíma­bil­in­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar