Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum

Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.

Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands hefur birt leið­rétt­ingu á útreikn­ingum sínum á veltu erlendra greiðslu­korta. 

Fyrri frétt stofn­un­ar­innar sem birt var 13. sept­em­ber hafði sagði að velta erlenda greiðslu­korta hér­lend­is, sem segir meðal ann­ars til um hversu mikið ferða­menn eyða á Íslandi, hafi auk­ist um 4,7 pró­sent í ágúst 2019. Nú hefur sú frétt verið leið­rétt og Hag­stofan segir nú að velta erlendra greiðslu­korta hafi minnkað um 2,7 pró­sent. Því skeik­aði 7,4 pró­sentu­stigum á fyrri útreikn­ingum og þeim nýju og fyrir liggur að eig­endur erlendra greiðslu­korta eyddu minna í ágúst 2019 en í ágúst 2018, ekki meira. 

Þá liggur nú fyrir að vöxt­ur­inn í veltu erlendra greiðslu­korta var ekki 5,1 pró­sent í júlí­mán­uði líkt og fyrri tölur höfðu haldið fram heldur lækk­aði veltan um 0,7 pró­sent. Þar er um við­snún­ing upp á 5,8 pró­sentu­stig að ræða. Í þessum tölum hafa við­skipti við íslensk flug­fé­lög verið tekin út úr velt­unni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlend­inga á Íslandi.

Auglýsing

Í frétt Hag­stof­unnar sem birt­ist í fag segir að áður birtar tölur hafi byggt á villu í gögnum frá greiðslu­korta­fyr­ir­tækjum en að sú villa hafi nú verið leið­rétt. 

Reikn­uðu hag­vöxt vit­laust, tvisvar

Þann 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn leið­rétti Hag­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­haf­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­sent en ekki 1,4 pró­­sent líkt og sagði í fyrri til­­kynn­ingu henn­ar. 

Þegar sú til­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­ur­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­ar. Í end­­ur­­skoð­aðri nið­­ur­­stöðu Hag­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­kvæður um 0,9 pró­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­sent líkt og fyrri nið­­ur­­stöður hafi sagt til um. 

Því liggur fyrir að Hag­­stofa Íslands hefur reiknað út rangan hag­vöxt fyrir báða þá árs­fjórð­unga sem liðnir eru á þessu ári. 

Í frétt á vef stofn­un­­ar­innar vegna þessa sagði: „Hag­­stofu Íslands þykir miður að mis­­tök hafi orðið og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­­ur­taki sig.“

Að teknu til­­liti til breyt­ing­anna liggur fyrir að hag­vöxtur á fyrri hluta árs var ekki 0,3 pró­­sent líkt og fyrri birtar nið­­ur­­stöður höfðu sagt til um, heldur 0,9 pró­­sent.  

Mis­mun­andi skekkjur

Skekkjan í útreikn­ingum stofn­un­­ar­innar vegna hag­vaxtar fyrsta árs­fjórð­ungs, sem var upp á 2,6 pró­­sent­u­­stig, var vegna þess að „gögn inn­­i­halda upp­­­lýs­ingar um umfang og fram­vindu bygg­ing­­­ar­fram­­­kvæmda sem náðu yfir lengra tíma­bil en sam­svarar við­mið­un­­­ar­­­tíma­bili þjóð­hags­­­reikn­inga. Hefur það nú verið leið­rétt á grund­velli nýrra gagna. Sam­­­kvæmt end­­­ur­­­skoðun mæld­ist vöxtur íbúða­fjár­­­­­fest­ingar á 1. árs­fjórð­ungi 22,2 pró­­­sent borið saman við 58,4 pró­­­sent sam­­­kvæmt áður útgefnum töl­u­m.“

Skekkjan í útreikn­ingum á hag­vexti á öðrum árs­fjórð­ungi átti rætur sínar að rekja til „mistaka sem urðu til þess að fjár­­muna­­myndun tíma­bils­ins reynd­ist van­­metin um sem nemur 9,1 millj­­arði króna á verð­lagi árs­ins. Áhrifin koma fram í tveimur und­ir­liðum fjár­­muna­­mynd­un­­ar, fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu, nánar til­­­tekið í fjár­­muna­­myndun í skipum og flug­­­vél­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist 16,6 pró­­sent vöxtur í fjár­­muna­­myndun hins opin­bera og 26,5 pró­­sent sam­­dráttur í atvinn­u­­vega­fjár­­­fest­ingu. Sam­­dráttur í heild­­ar­fjár­­muna­­myndun mælist 9,2 pró­­sent, borið saman við 14,2 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöð­­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist vöxtur lands­fram­­leiðsl­unnar 2,7 pró­­sent að raun­­gildi á 2. árs­fjórð­ungi, sam­an­­borið við 1,4 pró­­sent sam­­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­­um. Lands­fram­­leiðslan á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 jókst um 0,9 pró­­sent borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2018 en sam­­kvæmt áður birtum nið­­ur­­stöðum mæld­ist breyt­ing lands­fram­­leiðsl­unnar 0,3 pró­­sent á tíma­bil­in­u.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar