Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar

Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.

Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Auglýsing

Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­manna sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una met­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 231.154. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 21.915 frá árs­­byrjun 2009. 

Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 43.498, en þjóð­­kirkj­unni hefur mis­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því rúm­lega 65 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­­kirkj­una á síð­­ast­liðnum árum. Alls standa nú tæp­lega 132 þús­und lands­­menn utan þjóð­­kirkju.

Auglýsing
Af þeim hópi eru 26.023 skráðir utan trú­fé­laga og 52.060 eru með ótil­greinda skrán­ingu. Fjölgun á þeim sem eru með ótil­greinda skrán­ingu má rekja til mik­illar aukn­ingar á fjölda erlendra rík­is­borg­ara sem sest hafa að á Íslandi á und­an­förnum árum. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Þjóð­skrá Íslands um skrán­ingu í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. 

Staðan í dag er því þannig að rúm­lega 36,5 pró­sent lands­manna standa utan þjóð­kirkj­unn­ar. Fyrir rúmum ára­tug stóð fimmt­ungur lands­manna utan henn­ar. 

Ráð­herra boðar skref í átt að aðskiln­aði

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í byrjun síð­asta mán­aðar að óhjá­kvæmi­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju. Í grein sem hún skrif­aði í Morg­un­blaðið sagði hún að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­­ritað var í sept­­em­ber síð­­ast­liðn­­um, milli ríkis og þjóð­­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­­is­­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­­ast frjálsu trú­­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­­kvæmi­­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­­kirkjan áfram njóta stuðn­­ings og verndar íslenska rík­­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar.“

Áslaug Arna sagði í grein­inni að sjálf­­stæð kirkja óháð rík­­is­­vald­inu sam­­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­staðan sem þjóð­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­skip­­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­­legri félags­­­legri þjón­­ustu óháð rík­­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­­anum á milli hennar og rík­­is­­valds­ins.“

Þremur dögum síðar sagði hún í við­tali við RÚV að aukið ákall væri um það í sam­­fé­lag­inu, að sjálf­­stæði trú­­fé­laga og líf­­skoð­un­­ar­­fé­laga sé algjört. Hún sagði vinnu til að svara þessu ákalli væri þegar komin af stað. Mark­mið þeirrar vinnu væri að skilja að ríki og kirkju. 

Meiri­hluti virð­ist vera fyrir aðskiln­aði

Meiri­hluti virð­ist vera fyrir því á Alþingi að setja aðskilnað kyrfi­lega á dag­skrá. Fyrir þing­inu liggur þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga þing­­manna stjórn­­­ar­and­­stöðu­flokk­anna Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata auk þing­­manns Vinstri grænna og eins utan flokka, þar sem lagður er til aðskiln­aður ríkis og kirkju. 

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­lög­unni á að leggja frum­vörpin fram í síð­­asta lagi á vor­­þingi 2021, því síð­­asta áður en að næstu þing­­kosn­­ingar verða haldnar miðað við áætl­­un. Þau eiga að kveða á um að fullur aðskiln­aður verði milli ríkis og kirkju í síð­­asta lagi í árs­­lok 2034. 

Í umsögn um málið hefur Biskup Íslands, Agnes Sig­­urð­­ar­dótt­ir, sagt að það sé ekk­ert for­­gangs­­mál að kirkjan sé hluti af rík­­is­­vald­inu. „Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­­­is­­­valdið er í sjálfu sér ekki for­­­gangs­­­mál kirkj­unn­­­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ 

Til­­­lagan er nú til með­­­­­ferðar hjá alls­herj­­­­­ar- og mennta­­­mála­­­nefnd.

Flestir lands­menn hlynntir breyt­ingum

Sam­­kvæmt Þjóð­­ar­púlsi Gallup sem var birtur fyrir í byrjun nóv­em­ber er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­­lega 55 pró­­­sent, en það er svipað hlut­­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­­lega fjórð­ungur er and­víg­­­ur.

Karlar eru hlynnt­­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­­­ur, og fólk er hlynnt­­­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins eru hlynnt­­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­­­byggð­­­ar­inn­­­ar, og fólk er hlynnt­­­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­­­­­leg­­­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­inn lík­­­­­leg­­­astir til að vera and­víg­­­ir. Á eftir þeim koma kjós­­­endur Mið­­­flokks­ins og Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins.

Í nið­­­ur­­­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­­­kirkj­unn­­­ar. Það er svipað hlut­­­fall og í fyrra en þá lækk­­­aði það frá fyrri mæl­ing­­­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­­­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­­­ar.

Um 19 pró­­­sent eru ánægð með störf Agn­­­esar M. Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, bisk­­­ups Íslands.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar