Mynd: Samsett helga vala þorgerður helgi hrafn
Mynd: Samsett

Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi

Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög. Þá mætti enginn einn eiga meira en tíu prósent í útgerð sem héldi á meira en átta prósent af heildarkvóta.

Þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um: Við­reisn, Sam­fylk­ingu og Píröt­um, hafa lagt fram frum­varp sem felur í sér kúvend­ingu á því kerfi sem er við lýði vegna nýt­ing­ar­réttar á fisk­veiði­auð­lind­inn­i. 

Í frum­varp­inu fel­ast þrjár megin breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi verði þeir aðilar skil­greindir sem tengdir sem eiga að minnsta kosti tíu pró­sent hluta­fjár í öðrum sem heldur á meira en eitt pró­sent kvóta. Sama gildi um kröfur sem geri það að verkum að ætla megi að eig­andi þeirra hafi áhrif á rekstur aðila sem ræður yfir eitt pró­sent hluta­fjár eða meira. Sam­kvæmt gild­andi lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga meiri­hluta í annarri útgerð til að hún telj­ist tengd, en eft­ir­lit með því hvað telj­ist tengdir aðilar hefur auk þess verið í lama­sessi. 

Í öðru lagi er lagt til að allir þeir sem ráða yfir eitt pró­sent heild­ar­afla­hlut­deildar þurfi að stofna hluta­fé­lag um rekst­ur­inn og skrá félagið á mark­að. Það myndi þýða, að óbreyttu, að 21 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þyrftu að skrá sig á markað til við­bótar við Brim, sem er eina fyr­ir­tækið sem heldur á kvóta sem er skráð í dag. 

Í þriðja lagi leggur frum­varpið til að að settar verði tak­mark­anir við hluta­fjár­eign eða atkvæð­is­rétt ein­stakra hlut­hafa og tengdra aðila í útgerðum sem fara með átta til tólf pró­sent af kvóta. Í frum­varp­inu segir að í slíkum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum eigi eng­inn aðili, ein­stak­ling­ur, lög­að­ili eða tengdir aðil­ar, að eiga „meira en tíu pró­sent af hluta­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti í við­kom­andi aðila. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöppun eign­ar­að­ildar í allra stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­un­um.“

Allur þing­flokkur Við­reisnar stendur að frum­varp­inu og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður þess. Auk þeirra eru Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, og Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, flutn­ings­menn þess. Flokk­arnir þrír sem standa að frum­varp­inu hafa verið að mæl­ast með á bil­inu 35 til 38 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi í könn­unum und­an­farna mán­uði og starfa þegar saman í meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, ásamt Vinstri græn­um.

Sagt aldrei mik­il­væg­ara út af Sam­herj­a­skjöl­unum

Í frétta­til­kynn­ingu frá Við­reisn vegna fram­lagn­ingu frum­varps­ins segir að þótt frum­varpið hafi verið í ríf­lega ár í und­ir­bún­ingi hjá Við­reisn „þá hefur það sjaldan verið jafn mik­il­vægt og nú, í ljósi frétta af úr svo­nefndum Sam­herj­a­skjöl­u­m.“

Ljóst er að frum­varpið myndi kúvenda því kerfi sem nú er við lýði, þar sem mikil sam­þjöppun hefur átt sér stað á meðal þeirra sem hafa fengið úthlutað kvóta, eða hafa keypt úthlut­aðan kvóta af öðr­um.

Til að veiða fisk í íslenskri lög­sögu þarf að kom­ast yfir úthlut­aðan kvóta. Slíkur er að uppi­stöðu í höndum nokk­urra fyr­ir­tækja­hópa sam­kvæmt yfir­liti um úthlutun sem Fiski­stofa birti í sept­em­ber. Lög segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en 12 pró­sent kvót­ans hverju sinn­i. 

Eins og lögin eru í dag má einn aðili halda á allt að tólf pró­sent af kvóta. Eft­ir­lit með því hvort að stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin hafi farið yfir það mark hefur hins vegar verið í mol­um.

Kanna ekki yfir­ráð tengdra aðila

Rík­is­end­ur­skoðun benti á það í stjórn­sýslu­út­tekt á Fiski­stofu, sem birt var í jan­úar síð­ast­liðn­um, að hún kanni ekki hvort yfir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­sent af heild­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skýrslu sinni að ráð­ast þyrfti í end­ur­skoðun á ákvæðum laga um stjórn fisk­veiða um „bæði yfir­ráð og tengsl aðila svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda“.

Vegna þess­arar stöðu, þar sem eft­ir­litið hefur verið í mol­um, þá hefur átt sér stað mikil sam­þjöppun í geir­an­um.

Í sept­­em­ber 2019 var Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem nýlega var ásakað um vafa­sama og mögu­lega ólög­lega við­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­­ar, sem er í 100 pró­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­fest­inga­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­sent hans. Síld­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Berg­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­deild þess­­­ara aðila er því rúm­­lega 16,6 pró­­­sent.

Fleiri líka stórir

Brim, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­ið, er eitt og sér komið yfir kvóta­há­markið í ákveð­inni teg­und og hefur sex mán­uði til að koma sér undir það. Alls hélt félagið á 10,4 pró­sent alls kvóta í byrjun sept­em­ber.

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. Stærstu ein­­­stöku eig­endur þess eru Guð­­­mundur Krist­jáns­­­son, aðal­­­eig­andi Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur og for­­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­­sent end­an­­­legan eign­­­ar­hlut. Eig­andi KG Fisk­verk­unar er Hjálmar Þór Krist­jáns­son, bróðir Guð­mund­ar.

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var því 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins. 

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans auk þess sem FISK á allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf., en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans.. FISK á líka 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja aðila 10,6 pró­­­sent. 

Vísir og Þor­­björn í Grinda­vík halda síðan sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­an­um, en þau til­kynntu fyrr á þessu ári að þau ætli sér að sam­ein­ast. Sam­an­lagt eru þessar fjórar blokkir á tæp­­lega 53 pró­­sent kvót­ans hið minnsta.

Á meðal ann­arra útgerða sem myndu þurfa að skrá sig á markað ef frum­varpið yrði að lögum eru Skinn­ey-­Þinga­nes (4,2 pró­sent af kvóta), Ísfé­lag Vest­manna­eyja (3,8 pró­sent af kvóta) og Rammi hf. (3,5 pró­sent af kvóta).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar