Hvað verður um Bang & Olufsen?

Fjárhagsstaða danska sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen er nú svo alvarleg að vafasamt er að fyrirtækið geti starfað áfram, í óbreyttri mynd. Þetta er mat danskra sérfræðinga.

bangandolufsen.jpg
Auglýsing

Það eru ekki ný tíð­indi að illa gangi hjá B&O. Árum saman hafa danskir fjöl­miðlar með reglu­legu milli­bili greint frá erf­ið­leikum í rekstri þessa gam­al­gróna fyr­ir­tækis sem var stofnað árið 1924 í Struer á Jót­landi, þar sem höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru enn í dag. Stofn­end­urn­ir, Peter Bang og Svend Oluf­sen, ætl­uðu sér að fram­leiða tæki sem gæti tekið við útvarps­bylgj­um. Rekst­ur­inn gekk þokka­lega og tví­menn­ing­arnir mörk­uðu sér snemma þá stefnu að fram­leiða gæða­vöru með sér­stakri áherslu á hljóm­gæði og útlits­hönn­un.                      

Sjötti og sjö­undi ára­tugur síð­ustu aldar voru miklir upp­gangs­tímar hjá B&O, sjón­vörp, útvarps- og hljóm­flutn­ings­tæki voru að verða almenn­ings­eign. Tækni og þró­un, ásamt fram­leiðsl­unni, hefur starfs­fólk B&O í Struer ann­ast en útlits­hönn­unin verið í höndum þekktra fag­manna á sínu sviði. „Sjón­varps­tæki er ekki bara sjón­varps­tæki, það er líka hús­gagn. Mjög áber­andi hús­gagn“ sagði Jacob Jen­sen, sem starf­aði lengi fyrir B&O, ein­hverju sinni í við­tali. Verð á tækjum B&O hefur ætíð verið hátt, sam­an­borið við vörur margra ann­arra fram­leið­enda. B&O hefur ætíð reynt að höfða til þess hóps sem vill vand­aða vöru og leggur mikið upp úr útliti en setur verðið kannski ekki fyrir sig.

B&O er dvergur í heimi tækja­fram­leið­enda, á síð­asta ári seld­ust um það bil 221 milljón sjón­varps­tækja í heim­in­um, af þeim fram­leiddi B&O innan við 30 þús­und. Sam­sung er lang stærst á þessum mark­aði en LG næst stærst.

Auglýsing

Eft­ir­hrunsárin   

Árin eftir banka­hrunið 2008 ein­kennd­ust af sam­drætti á flestum svið­um. Fólk hélt fastar um budd­una, fór sér t.d. hægar í að skipta út heim­il­is­tækjum og bíl­um. Það voru ekki síst fram­leið­endur svo­nefnds lúx­usvarn­ings sem urðu fyrir barð­inu á sam­drætt­in­um. B&O var eitt þeirra fyr­ir­tækja sem máttu horfa upp á minnk­andi sölu. 

Á árunum 2011 og 2012 setti B&O á mark­að­inn nýja vöru­línu, sem nefnd­ist Play. Play vör­urnar voru ein­fald­ari og ódýr­ari en áður hafði þekkst frá B&O, en kost­uðu eigi að síður meira en margt sam­bæri­legt frá öðrum fram­leið­end­um. Til­koma Play lín­unnar dugði ekki til að hleypa lífi í rekst­ur­inn og veltan jókst ekki. Það gerði tapið hins­veg­ar, tap­rekst­ur­inn hefur haldið áfram und­an­farin ár og slíkt gengur vita­skuld ekki árum sam­an. Stjórn­endur B&O hafa gripið til ýmissa ráða í því skyni að að snúa rekstr­inum til betri vegar og árið 2015 seldu þeir bíla­hljóm­tækja­fram­leiðsl­una til Harman fyr­ir­tæk­is­ins. 

Á frétta­manna­fundi þegar greint var frá söl­unni sagði for­stjóri B&O að fyri­tækið ætl­aði að stór­efla sölu­starf­semi sína í Asíu og nefndi sér­stak­lega Kína. Ekki hefur það gengið eft­ir, miðað við sölu­töl­urn­ar. Í mars árið 2016 greindi DR, danska útvarpið frá því að félagið Sparkle Roll, sem er í eigu Kín­verj­ans Qi Jian­hong vildi kaupa öll hluta­bréf í B&O. Ekki varð af því þá, en Sparkle Roll átti fyrir 15% hlut í B&O. Svo virð­ist sem áhugi Kín­verj­ans hafi síðan fjarað út því ekki hefur verið minnst á hugs­an­leg kaup hans á B&O. Til­raunir stjórn­enda B&O til að fá þekkta fram­leið­endur (Sony, LG og fleiri) til að taka fyr­ir­tækið undir sinn vernd­ar­væng, ef svo mætti að orði kom­ast, hafa ekki borið árang­ur.   Enn sígur á ógæfu­hlið­ina

Þegar stjórn­endur B&O kynntu árs­reikn­inga síð­asta árs (fyr­ir­tækið miðar rekstr­ar­árið við 1. júlí) voru töl­urnar ekki upp­örvandi. Meira tap. Það segir líka sína sögu að í dag eru starfs­menn um 900 tals­ins en í árs­lok 2015 voru þeir 2300 og hafði þá fækkað tals­vert frá árunum á und­an. Eins og stundum áður við kynn­ingu árs­reikn­inga voru stjórn­endur B&O fullir bjart­sýni um að ,,bráðum kæmi betri tíð“ en í afkomu­spá yfir­stand­andi rekstr­ar­árs, sem lögð var fram skömmu fyrir jól er reiknað með áfram­hald­andi tapi út rekstr­ar­ár­ið. 

Hvað veld­ur? 

Þessa spurn­ingu lagði dag­blaðið Berl­ingske fyrir nokkra sér­fróða rekstr­ar­menn og konur og enn­fremur nokkra sem vel þekkja til í ,,tækni­heim­in­um“ eins og blaðið orð­aði það. Svörin voru und­an­tekn­inga­lítið á þann veg að vörur B&O væru of dýrar og fyr­ir­tækið hefði ekki lengur þá sér­stöðu sem það hafði fyrir ára­tug­um. Tæknin hefði breyst mikið ,,nú eru fáir að kaupa hljóm­flutn­ings­græjur í stof­una, nema kannski hátal­ara“ sögðu nokkrir við­mæl­endur Berl­ingske. ,,Einu sinni voru sjón­varps­tækin frá B&O þau alflott­ustu á mark­aðn­um. 

Það eru þau kannski ennþá en aðrir fram­leiða líka vel hönnuð tæki, og jafn­framt miklu ódýr­ari“ sagði einn við­mæl­enda blaðs­ins. Þá var á það bent að fyrir lítið fyr­ir­tæki á Jót­landi væri nær úti­lokað að keppa við ris­ana í Asíu.  Einn sér­fræð­ing­anna sem Berl­ingske ræddi við vakti athygli á að á allra síð­ustu árum hefðu orðið miklar breyt­ingar í tækni­heim­inum og það hefði til dæmis kostað marga evr­ópska, ekki síst þýska, raf­tækja­fram­leið­endur líf­ið.

Hvað verður um B&O

Við­mæl­endur Berl­ingske og DR, danska útvarps­ins, sem líka hefur fjallað ítar­lega um erf­ið­leika B&O virð­ast allir sam­mála um að fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki björt. Greiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins hefur farið dvín­andi und­an­farið og til­raunir stjórn­enda til að fá nýja fjár­sterka aðila til liðs við fyr­ir­tækið hafa ekki borið árang­ur. Meðal stórra hlut­hafa í B&O er APT líf­eyr­is­stjóð­ur­inn, Augustin­us­sjóð­ur­inn og Færch­sjóð­ur­inn. 

Tveir þeir síð­ar­nefndu styrkja margs konar menn­ing­ar­starf­semi og frum­kvöðla­starf. Hvort stjórn­endur þess­ara sjóða eru til­búnir í að auka hlut sinn í B&O liggur ekki fyrir en í apríl á næsta ári ætlar stjórn B&O að kynna þriggja ára áætl­un. Ef stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins tekst ekki að leysa með ein­hverjum hætti úr vand­anum sem við blasir getur svo farið að þetta rót­gróna danska fyr­ir­tæki kom­ist í þrot. Það finnst mörgum Dönum óhugs­andi en þótt þeim sé hlýtt til B&O dugir það ekki til að halda fyr­ir­tæk­inu á líf­i. 

Það er við hæfi að slá botn í þennan pistil með orðum blaða­manns Berl­ingske ,,Ef þú situr með 1,7 millj­arð (31 millj­arð íslenskra króna) get­urðu keypt eitt þekktasta fyr­ir­tæki Dan­merk­ur, Bang & Oluf­sen eins og það leggur sig. Og hver veit nema þú getir prút­t­að.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar