Hvað verður um Bang & Olufsen?

Fjárhagsstaða danska sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen er nú svo alvarleg að vafasamt er að fyrirtækið geti starfað áfram, í óbreyttri mynd. Þetta er mat danskra sérfræðinga.

bangandolufsen.jpg
Auglýsing

Það eru ekki ný tíð­indi að illa gangi hjá B&O. Árum saman hafa danskir fjöl­miðlar með reglu­legu milli­bili greint frá erf­ið­leikum í rekstri þessa gam­al­gróna fyr­ir­tækis sem var stofnað árið 1924 í Struer á Jót­landi, þar sem höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru enn í dag. Stofn­end­urn­ir, Peter Bang og Svend Oluf­sen, ætl­uðu sér að fram­leiða tæki sem gæti tekið við útvarps­bylgj­um. Rekst­ur­inn gekk þokka­lega og tví­menn­ing­arnir mörk­uðu sér snemma þá stefnu að fram­leiða gæða­vöru með sér­stakri áherslu á hljóm­gæði og útlits­hönn­un.                      

Sjötti og sjö­undi ára­tugur síð­ustu aldar voru miklir upp­gangs­tímar hjá B&O, sjón­vörp, útvarps- og hljóm­flutn­ings­tæki voru að verða almenn­ings­eign. Tækni og þró­un, ásamt fram­leiðsl­unni, hefur starfs­fólk B&O í Struer ann­ast en útlits­hönn­unin verið í höndum þekktra fag­manna á sínu sviði. „Sjón­varps­tæki er ekki bara sjón­varps­tæki, það er líka hús­gagn. Mjög áber­andi hús­gagn“ sagði Jacob Jen­sen, sem starf­aði lengi fyrir B&O, ein­hverju sinni í við­tali. Verð á tækjum B&O hefur ætíð verið hátt, sam­an­borið við vörur margra ann­arra fram­leið­enda. B&O hefur ætíð reynt að höfða til þess hóps sem vill vand­aða vöru og leggur mikið upp úr útliti en setur verðið kannski ekki fyrir sig.

B&O er dvergur í heimi tækja­fram­leið­enda, á síð­asta ári seld­ust um það bil 221 milljón sjón­varps­tækja í heim­in­um, af þeim fram­leiddi B&O innan við 30 þús­und. Sam­sung er lang stærst á þessum mark­aði en LG næst stærst.

Auglýsing

Eft­ir­hrunsárin   

Árin eftir banka­hrunið 2008 ein­kennd­ust af sam­drætti á flestum svið­um. Fólk hélt fastar um budd­una, fór sér t.d. hægar í að skipta út heim­il­is­tækjum og bíl­um. Það voru ekki síst fram­leið­endur svo­nefnds lúx­usvarn­ings sem urðu fyrir barð­inu á sam­drætt­in­um. B&O var eitt þeirra fyr­ir­tækja sem máttu horfa upp á minnk­andi sölu. 

Á árunum 2011 og 2012 setti B&O á mark­að­inn nýja vöru­línu, sem nefnd­ist Play. Play vör­urnar voru ein­fald­ari og ódýr­ari en áður hafði þekkst frá B&O, en kost­uðu eigi að síður meira en margt sam­bæri­legt frá öðrum fram­leið­end­um. Til­koma Play lín­unnar dugði ekki til að hleypa lífi í rekst­ur­inn og veltan jókst ekki. Það gerði tapið hins­veg­ar, tap­rekst­ur­inn hefur haldið áfram und­an­farin ár og slíkt gengur vita­skuld ekki árum sam­an. Stjórn­endur B&O hafa gripið til ýmissa ráða í því skyni að að snúa rekstr­inum til betri vegar og árið 2015 seldu þeir bíla­hljóm­tækja­fram­leiðsl­una til Harman fyr­ir­tæk­is­ins. 

Á frétta­manna­fundi þegar greint var frá söl­unni sagði for­stjóri B&O að fyri­tækið ætl­aði að stór­efla sölu­starf­semi sína í Asíu og nefndi sér­stak­lega Kína. Ekki hefur það gengið eft­ir, miðað við sölu­töl­urn­ar. Í mars árið 2016 greindi DR, danska útvarpið frá því að félagið Sparkle Roll, sem er í eigu Kín­verj­ans Qi Jian­hong vildi kaupa öll hluta­bréf í B&O. Ekki varð af því þá, en Sparkle Roll átti fyrir 15% hlut í B&O. Svo virð­ist sem áhugi Kín­verj­ans hafi síðan fjarað út því ekki hefur verið minnst á hugs­an­leg kaup hans á B&O. Til­raunir stjórn­enda B&O til að fá þekkta fram­leið­endur (Sony, LG og fleiri) til að taka fyr­ir­tækið undir sinn vernd­ar­væng, ef svo mætti að orði kom­ast, hafa ekki borið árang­ur.   



Enn sígur á ógæfu­hlið­ina

Þegar stjórn­endur B&O kynntu árs­reikn­inga síð­asta árs (fyr­ir­tækið miðar rekstr­ar­árið við 1. júlí) voru töl­urnar ekki upp­örvandi. Meira tap. Það segir líka sína sögu að í dag eru starfs­menn um 900 tals­ins en í árs­lok 2015 voru þeir 2300 og hafði þá fækkað tals­vert frá árunum á und­an. Eins og stundum áður við kynn­ingu árs­reikn­inga voru stjórn­endur B&O fullir bjart­sýni um að ,,bráðum kæmi betri tíð“ en í afkomu­spá yfir­stand­andi rekstr­ar­árs, sem lögð var fram skömmu fyrir jól er reiknað með áfram­hald­andi tapi út rekstr­ar­ár­ið. 

Hvað veld­ur? 

Þessa spurn­ingu lagði dag­blaðið Berl­ingske fyrir nokkra sér­fróða rekstr­ar­menn og konur og enn­fremur nokkra sem vel þekkja til í ,,tækni­heim­in­um“ eins og blaðið orð­aði það. Svörin voru und­an­tekn­inga­lítið á þann veg að vörur B&O væru of dýrar og fyr­ir­tækið hefði ekki lengur þá sér­stöðu sem það hafði fyrir ára­tug­um. Tæknin hefði breyst mikið ,,nú eru fáir að kaupa hljóm­flutn­ings­græjur í stof­una, nema kannski hátal­ara“ sögðu nokkrir við­mæl­endur Berl­ingske. ,,Einu sinni voru sjón­varps­tækin frá B&O þau alflott­ustu á mark­aðn­um. 

Það eru þau kannski ennþá en aðrir fram­leiða líka vel hönnuð tæki, og jafn­framt miklu ódýr­ari“ sagði einn við­mæl­enda blaðs­ins. Þá var á það bent að fyrir lítið fyr­ir­tæki á Jót­landi væri nær úti­lokað að keppa við ris­ana í Asíu.  Einn sér­fræð­ing­anna sem Berl­ingske ræddi við vakti athygli á að á allra síð­ustu árum hefðu orðið miklar breyt­ingar í tækni­heim­inum og það hefði til dæmis kostað marga evr­ópska, ekki síst þýska, raf­tækja­fram­leið­endur líf­ið.

Hvað verður um B&O

Við­mæl­endur Berl­ingske og DR, danska útvarps­ins, sem líka hefur fjallað ítar­lega um erf­ið­leika B&O virð­ast allir sam­mála um að fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki björt. Greiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins hefur farið dvín­andi und­an­farið og til­raunir stjórn­enda til að fá nýja fjár­sterka aðila til liðs við fyr­ir­tækið hafa ekki borið árang­ur. Meðal stórra hlut­hafa í B&O er APT líf­eyr­is­stjóð­ur­inn, Augustin­us­sjóð­ur­inn og Færch­sjóð­ur­inn. 

Tveir þeir síð­ar­nefndu styrkja margs konar menn­ing­ar­starf­semi og frum­kvöðla­starf. Hvort stjórn­endur þess­ara sjóða eru til­búnir í að auka hlut sinn í B&O liggur ekki fyrir en í apríl á næsta ári ætlar stjórn B&O að kynna þriggja ára áætl­un. Ef stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins tekst ekki að leysa með ein­hverjum hætti úr vand­anum sem við blasir getur svo farið að þetta rót­gróna danska fyr­ir­tæki kom­ist í þrot. Það finnst mörgum Dönum óhugs­andi en þótt þeim sé hlýtt til B&O dugir það ekki til að halda fyr­ir­tæk­inu á líf­i. 

Það er við hæfi að slá botn í þennan pistil með orðum blaða­manns Berl­ingske ,,Ef þú situr með 1,7 millj­arð (31 millj­arð íslenskra króna) get­urðu keypt eitt þekktasta fyr­ir­tæki Dan­merk­ur, Bang & Oluf­sen eins og það leggur sig. Og hver veit nema þú getir prút­t­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar