Katrín vildi Skrokkölduvirkjun „út fyrir sviga“

Þingmenn Vinstri grænna gerðu ýmsar athugasemdir við þingsályktunartillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram árin 2016 og 2017. Nú ætlar umhverfisráherra að leggja tillöguna fram í óbreyttri mynd.

Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir höfðu ýmsar athugasemdir við tillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram á þingi 2016 og 2017.
Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir höfðu ýmsar athugasemdir við tillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram á þingi 2016 og 2017.
Auglýsing

Þing­menn Vinstri grænna gerðu ýmsar athuga­semdir við ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun er hún var lögð fram árin 2016 og 2017. Bent­u þeir á að „al­ger­lega frá­leit­ar“ tveggja til þriggja ára­tuga gaml­ar ­virkj­un­ar­hug­myndir væri m.a. þar að finna sem og hug­mynd að nýrri virkj­un, Skrokköldu, sem yrði innan marka hálend­is­þjóð­garðs sem flokk­ur­inn hafði lagt til að komið yrði á lagg­irn­ar. „Það fer engan veg­inn sam­an,“ sagði Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Katrín Jak­obs­dóttir velti því fyrir sér hvort Skrokköld­u ætti ekki að taka út fyrir sviga, setja í bið­flokk, á meðan „þau áform væru til­ ­skoð­unar að stofna mið­há­lend­is­þjóð­garð“.

Vildi allar virkj­ana­hug­myndir á hálendi í vernd­ar­flokk

Í umsögn Land­verndar um til­lög­una árið 2017 lagði Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, þá fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, sér­staka áherslu á að all­ar ­virkj­un­ar­hug­myndir inni á mið­há­lendi Íslands færu í vernd­ar­flokk og að þar yrð­i ­stofn­aður þjóð­garð­ur. Þá taldi hann ekki nægar for­sendur fyrir því að flokka svo margar virkj­un­ar­hug­myndir í orku­nýt­ing­ar­flokk líkt og til­lagan gerir ráð ­fyr­ir.

Auglýsing

Guð­mundur Ingi er nú orð­inn umhverf­is­ráð­herra og ætlar að ­leggja þessa sömu til­lögu fram á þingi í febr­ú­ar. Þar sem hún verður lögð fram í óbreyttri mynd fer hún ekki í umsagn­ar­ferli á nýjan leik. Í þeim mán­uði ger­ir hann einnig ráð fyrir því að leggja fram frum­varp um stofnun hálend­is­þjóð­garðs.

Til­lagan lögð fram í þriðja sinn

Til­laga til þings­á­lykt­unar um áætlun um vernd og orku­nýt­ing­u land­svæða, þriðji áfangi svo­nefndrar ramma­á­ætl­un­ar, var fyrst lögð fram á þing­i árið 2016 er Sig­rún Magn­ús­dóttir, Fram­sókn­ar­flokki, var umhverf­is­ráð­herra. Til­lagan var sam­hljóma þeirri nið­ur­stöðu sem verk­efna­stjórn áætl­un­ar­innar hafði sett fram. Sig­rún mælti fyrir til­lög­unni 13. sept­em­ber 2016 og var henni dag­inn eftir vísað til umfjöll­unar í atvinnu­vega­nefnd.

­Sig­rún sat í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem var mynduð eftir þing­kosn­ingar árið 2013. Í kjöl­far Pana­ma-skjal­anna sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra af sér, og þing­kosn­ingum sem fara átt­u fram vorið 2017 var flýtt til hausts­ins 2016. Rúmum mán­uði eftir að Sig­rún­ ­mælti fyrir til­lög­unni var því kosið og í kjöl­farið mynd­uðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð rík­is­stjórn.

Í lok febr­úar árið 2017 var til­lagan svo end­ur­flutt af Björt Ólafs­dótt­ur, Bjartri fram­tíð, sem þá var umhverf­is­ráð­herra. Hún var rædd og svo vísað til ann­arrar umræðu og til umfjöll­unar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd.  

Úr stjórn­ar­and­stöðu í stjórn

Rík­is­stjórnin sem Björt sat í var hins vegar ekki lang­líf. Hún sprakk í sept­em­ber þetta sama ár í kjöl­far mála vegna upp­reistar æru kyn­ferð­is­brota­manna. Kosn­ingar voru haldnar 28. októ­ber. Eftir þær var núver­and­i ­rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks mynduð og Guð­mundur Ing­i tók við sem umhverf­is­ráð­herra.

Þing­menn VG og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, sem höfðu haft marg­vís­legt út á til­lögu að ramma­á­ætlun að setja, voru þar með kom­in í nýja stöðu: Orðnir ráð­herrar og þing­menn í rík­is­stjórn.

Hálendis­virkjun og ­þrenna í Þjórsá í nýt­ing­ar­flokk

Í ramma­á­ætlun eru virkj­un­ar­kost­ir, sam­kvæmt lista Orku­stofn­un­ar, flokk­aðir í nýt­ing­ar­flokk, bið­flokk eða vernd­ar­flokk, allt eft­ir því hvort lagt er til að við­kom­andi land­svæði, þar sem virkj­un­ar­kost­inn er að f­inna, verði mögu­lega tekið undir virkj­un­ar­fram­kvæmd, verði verndað gegn orku­vinnslu eða hvort skoða þurfi við­kom­andi kost og land­svæði bet­ur.

Núgild­andi áætl­un, 2. áfangi, var sam­þykkt á Alþingi í jan­úar árið 2013. Verk­efna­stjórn, sem umhverf­is­ráð­herra skipar, hefur umsjón ­með vinnu að áætl­un­inni, sækir ráð­gjöf til fag­hópa og leitar álits hags­muna­að­ila. Verk­efna­stjórn 3. áfanga var skipuð í mars 2013 og end­an­leg­ar ­til­lögur henn­ar, um flokkun 82 virkj­ana­kosta, voru afhentar umhverf­is­ráð­herra í ágúst 2016. Síðan eru liðin rúm­lega þrjú ár og sjö ár eru síðan núgild­and­i á­fangi var sam­þykkt­ur.

Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á hálendinu á milli tveggja jökla. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem nú stendur til að leggja fram í þriðja sinn, er lagt til að Skrokkalda, virkjun sem Lands­virkjun fyr­ir­hugar að reisa á mið­há­lend­inu, fari í nýt­ing­ar­flokk. Einnig er lagt til að tvær nýjar ­virkj­anir í Þjórsá, Urriða­foss­virkjun og Holta­virkj­un, fari í þann flokk, svo ­dæmi sé tek­ið. Þá eru í bið­flokki hug­myndir á borð við virkjun Hafra­lónsár í Þistil­firði og Hofsár í Vopna­firði. Um allar þessar hug­myndir höfðu þing­menn VG ýmsar efa­semdir er þeir voru í stjórn­ar­and­stöðu.

Katrín: Eðli­legt að ­setja Skrokköldu í bið­flokk

Katrín Jak­obs­dótt­ir, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði m.a. á­hyggjur af Skrokköldu­virkj­un. Spurði hún bæði Sig­rúnu og Björt út í hvern­ig þeim fynd­ist sú virkjun passa við hug­myndir um hálend­is­þjóð­garð. Sagð­ist hún­ helst vilja sjá að Skrokkalda yrði „tekin út fyrir sviga“ á meðan áform um ­þjóð­garð væru til skoð­un­ar.

„Því hefur verið haldið fram í umræð­unni að umhverf­is­á­hrif­in af Skrokköldu­virkjun séu óveru­leg þegar kemur að því hvernig hún fellur að lands­lagi og öðru slík­u,“ sagði Katrín úr ræðu­stól Alþingis í mars 2017. „En það breytir því ekki að hún er innan þeirra marka þar sem við höfum viljað sjá mið­há­lend­is­þjóð­garð. [...] Skrokkalda er innan þeirrar línu. Ég hefði hel­st viljað sjá, sér­stak­lega í ljósi stjórn­ar­sátt­mál­ans þar sem talað er fyrir vernd mið­há­lend­is­ins, sem er mik­il­væg yfir­lýs­ing, að Skrokkalda væri nú tekin út ­fyrir sviga út frá þeim sjón­ar­miðum að eðli­legt væri að setja hana í bið á meðan þau áform væru til skoð­unar að stofna mið­há­lend­is­þjóð­garð.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, kynnir drög að frumvarpi um hálendisþjóðgarð á dögunum.

Í annarri ræðu ítrek­aði hún þessi sjón­ar­mið sín og sagði: „Skrokkalda og mála­miðl­an­ir. Vissu­lega þekkjum við þær öll. En þá má spyrja, í ljósi ­yf­ir­lýs­inga um friðun og vernd mið­há­lend­is, sem er auð­vitað gríð­ar­lega stór póli­tísk stefnu­mörk­un, hvort ekki sé eðli­legt, því að það er eng­inn að leggja til, eða ég var að minnsta kosti ekki að gera það endi­lega, að setja Skrokköld­u í vernd­ar­flokk, en ég velti fyrir mér hvort þau póli­tísku stefnumið sem hafa verið viðruð séu ekki nægj­an­leg ástæða til þess að Skrokkalda sé sett í bið­flokk og hún metin út frá því hver nið­ur­staðan verður af þeirri stefnu­mót­un ­sem boðuð hefur ver­ið. Að sjálf­sögðu þurfum við líka að horfa til þess [...] að nýt­ing­ar­flokk­inn getum við kallað að ein­hverju leyti óaft­ur­kræfan, sem ekki á við um aðra flokka í þessu.“

Árið 2016 í umræðu um til­lög­una sem Sig­rún mælti fyrir bent­i Katrín á að vinna við að skoða stofnun hálend­is­þjóð­garðs væri hafin í umhverf­is­ráðu­neyt­in­u. „En segjum sem svo að hæst­virtur ráð­herra kom­ist á þá skoð­un, þeg­ar ­nefnd­ar­vinnu í hennar ráðu­neyti er lok­ið, um að hér eigi að setja á lagg­irn­ar ­þjóð­garð. [...] Eigum við þá á sama tíma að ákveða að setja þessa virkjun í nýt­ing­ar­flokk og hvernig fer það saman við þá vinn­u?“

Svandís: Skrokkalda í nýt­ing­ar­flokki truflar áform um hálend­is­þjóð­garð

Svan­dís Svav­ars­dóttir velti því sama fyrir sér árið 2017. „ Ég held að það hljóti að vera partur af því sem þingið tekur til skoð­un­ar, að minnsta kosti að það sé ekki þannig að við missum, ef svo má að orði kom­ast, Skrokköldu í nýt­ing­ar­flokk sem verður þá til þess að trufla áform um mið­há­lend­is­þjóð­garð.“

Sagði Svan­dís að það væri hennar skoðun að það væri „al­gjör­lega nóg komið af nýt­ingu nátt­úru­svæða í þágu orku­vinnslu, það er það.“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir sagði svo m.a.: „Og það er líka mjög á­huga­vert sem hátt­virtur þing­maður Svan­dís Svav­ars­dóttir benti á rétt áðan varð­andi Skrokköldu og fyrri fyr­ir­ætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar um að hefja vinn­u við und­ir­bún­ing­inn á vernd mið­há­lend­is­ins. Það fer engan veg­inn sam­an.“

Svan­dís vild­i ­virkj­anir Þjórsár í bið­flokk

Árið 2012, er Svan­dís var umhverf­is­ráð­herra, var lögð fram ­til­laga að 2. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Í henni var ekki að fullu farið eft­ir ­til­lögum verk­efn­is­stjórnar og nokkrar virkj­ana­hug­myndir færðar úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk, þeirra á meðal Skrokkalda og þrjár virkj­anir í neðri­ hluta Þjórs­ár. Til­lagan var sam­þykkt en tveimur árum síðar lagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sem þá var orð­inn umhverf­is­ráð­herra, til að Hvamms­virkjun í Þjórs­á ­færi í nýt­ing­ar­flokk og var það sam­þykkt.

Í umræðum um ramma­á­ætlun á þing­inu 2017 velti Svan­dís lík­a ­upp stórum sið­ferði­legum spurn­ingum og vitn­aði til orða sam­flokks manns síns, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, hvort núlif­andi kyn­slóð hefði yfir höfuð umboð eða leyfi til­ þess að taka ákvarð­anir um nýt­ingu langt fram í tím­ann. „Erum við kyn­slóðin sem ­tökum okkur bæði það bessa­leyfi að ryðja íslensku sam­fé­lagi fram af ­bjarg­brún­inni í sögu­legu efna­hags­hruni og takast á við öll þau boða­föll sem því ­fylgdi og taka svo líka bara landið eins og það leggur sig og leggja rúðu­strikað blað yfir það og ákveða hvað má vernda og hvað á ekki að vernda? Við tökum býsna mikið til okk­ar, okkar kyn­slóð. Ég held að það sé mik­il­vægt ­fyrir okkur að íhuga hvað í því felst.“

Stein­grím­ur: Gaml­ar og frá­leitar hug­myndir

Stein­grímur J. Sig­fús­son hafði margt út á til­lög­una að setj­a í ræðu sem hann flutti. Helst var það bið­flokk­ur­inn sem hann gerði athuga­semd­ir við. „[É]g er afar ósáttur við fram­göngu Orku­stofn­unar hvað varðar við­leitn­i til að troða eig­in­lega öllum mögu­leg­um, hugs­an­legum virkj­un­ar­kostum inn í vinn­u verk­efn­is­stjórn­ar, sem að mínu mati eiga þangað ekk­ert erindi. [...] Það er á grund­velli til­lagna frá Orku­stofnun sem þar eru t.d. inni í bið­flokknum að mín­u mati alger­lega frá­leitar tveggja til þriggja ára­tuga gamlar virkj­un­ar­hug­mynd­ir, eins og [...]  virkjun Hafra­lónsár [...] ­sem eyði­leggur fjórar lax­veiðiár í einu til að skafa upp ein 20–30 mega­vött með­ ­skurðum og lónum þvert yfir heið­ar. Hofs­ár­virkj­un, hvað eru menn að pæla? [...] Hvernig dettur mönnum þetta í hug, að vera þarna undir með Hofsá, eina mest­u perlu lands­ins í hópi bergvatnsáa og lax­veiði­áa, Vatns­dalsá og Hafra­lónsá.“ ­Sagði hann verk­efn­is­stjórn­ina sem „betur fer“ hafa sett þessar hug­myndir í bið­flokk „en það á ekki einu sinni heima þar því að þetta eru perlur sem á að láta í frið­i.“

Taldi virkjarnir í Þjórsá hafa veru­leg áhrif og röskun í för með sér

En svo eru aðrir hlutir sem „eru manni þung­bær­ir,“ sagð­i ­Stein­grímur og nefndi þá virkj­anir í Þjórsá og Skrokköldu. „Það við­kvæma við [Skrokköldu] er hvað hún er langt inni í land­inu, inni á sjálfu mið­há­lend­inu og kemur þar með beint inn í hug­myndir um stóran og mynd­ar­legan íslenskan mið­há­lend­is­þjóð­garð.“

Þá taldi hann „al­ger­lega ótíma­bært“ að færa ­Ur­riða­foss­virkjun og Holta­virkjun úr bið í nýt­ing­ar­flokk. Hafði hann sér­stakar á­hyggjur af laxa­stofn­inum sem þar væri að finna og sagði frek­ari rann­sókna þörf. Hann nefndi einnig að virkj­an­irnar myndu líka hafa veru­leg áhrif og röskun í för með sér í byggð, í nærum­hverf­inu sem og mikil félags­leg og ­menn­ing­ar­leg áhrif. „Ég tel mjög sterk rök fyrir því að þessar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, ef við gefum okkur að Hvamms­virkjun sé afgreidd með­ ­síð­ustu afgreiðslu á ramma­á­ætl­un, að hinar tvær þá að minnsta kosti færu í bið en helst auð­vitað allar þrjár.“

Guð­mundur Ing­i: Ó­met­an­leiki hálendis

Guð­mundur Ingi, núver­andi umhverf­is­ráð­herra, skrif­aði eins og fyrr segir undir umsögn Land­verndar um til­lögur að ramma­á­ætlun árið 2017. Þar sagði m.a. um Skrokköldu og stækkun Blöndu­virkj­un­ar: „Virkj­un­ar­hug­mynd­irn­ar eru inn á mið­há­lend­inu og virkjun þeirra myndi eyði­leggja hið sér­staka mik­il­væg­i og ómet­an­leika hálend­is­ins sem einnar heildar og skaða almanna­hags­muni, þrátt ­fyrir að rask sé þegar til staðar á báðum svæð­un­um.“

Í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í vik­unni sagði hann að til­lagan ­sem hann mun leggja fram óbreytta í febr­úar væri „klár­lega mála­miðl­un“. Í drögum að frum­varpi um hálend­is­garð, sem hann stefnir á að leggja fram á þing­i fljót­lega, er lagt til að innan hans verði leyfðar þær virkj­anir sem verði í nýt­inga­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Áfram yrði svo opið fyrir þann mögu­leika að virkj­anir í bið­flokki fær­ist yfir í orku­nýt­ing­ar­flokk og komi þar með til­ fram­kvæmda síðar meir.

Í báðum til­vikum yrðu skil­yrði fyrir nýjum virkj­unum inn­an­ ­garðs­ins þó strang­ari en þau eru almennt í dag.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar