Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina

Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing



Seðla­banki Íslands leggst ekki sér­stak­lega gegn því að fram fari rann­sókn á flutn­ingi fjár til lands­ins á grund­velli fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­bank­ans telji Alþingi lík­legt að slík rann­sókn bæti ein­hverju við þá rann­sókn sem þegar hefur farið fram á vegum rík­is­skatt­stjóra og skatt­rann­sókn­ar­stjóra á leið­inni. Seðla­bank­inn telur þó ekki lík­legt að slík rann­sókn, sem myndi fara fram á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþing­is, mundi bæta miklu við. 

Þetta kemur fram í umsögn Seðla­banka Íslands um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sem allir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar lögðu fram í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Ásgeir Jóns­son, sem tók við stöðu seðla­banka­stjóra í ágúst í fyrra, skrifar undir umsögn­ina ásamt Guð­rúnu Sól­eyju Gunn­ars­dótt­ur, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra hjá bank­an­um. Henni var skilað inn í lok síð­ustu viku.

Seðla­bank­inn segir í umsögn sinni um til­lög­una að slík rann­sókn yrði að fram­kvæma á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir eða sér­stakra laga, þar sem mark­mið þyrftu að vera afar skýr og heim­ildir rík­ar. „Jafn­vel þótt í lög­unum sé kveðið á um að rann­sókn­ar­nefnd geti birt upp­lýs­ingar sem ann­ars væru háðar þagn­ar­skyldu ef nefndin telur slíkt nauð­syn­legt til að rök­styðja nið­ur­stöður sínar [...] þá verður að hafa í huga að nefndin skal aðeins birta upp­lýs­ingar um per­sónu­leg mál­efni ein­stak­linga, þ.m.t. fjár­mál þeirra, að almanna­hags­munir af því að birta upp­lýs­ing­arnar vegi þyngra en hags­munir þess ein­stak­lings sem í hlut á. Því er ekki ljóst, hvort slík rann­sókn­ar­nefnd hefði svig­rúm til að birta ítar­legri upp­lýs­ingar en þær sem Seðla­bank­inn hefur þegar birt, þótt mögu­lega gæti hún metið jafn­vægið á milli einka­hags­muna og almanna­hags­muna með eitt­hvað öðrum hætti en Seðla­bank­inn hefur gert.“

Auglýsing
Í til­lög­unni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjár­magnið sem flutt var til lands­ins með fjár­fest­ing­ar­leið­inni kom, hvaða ein­stak­lingar eða félög voru skráð fyrir fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins, hvernig fénu sem flutt var inn til lands­ins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efna­hags­líf. Þar er einnig kallað eftir að upp­lýs­ingar verði dregnar fram um hvort rík­is­sjóður hafi orðið af skatt­tekjum vegna leið­ar­innar og þá hversu mikið það tap var, hvort að sam­þykkt til­boð í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar kunni í ein­hverjum til­vikum að hafa brotið gegn skil­málum hennar og hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskatt­lögðum eignum Íslend­inga á aflands­svæðum aftur til lands­ins, til að stunda pen­inga­þvætti eða mis­notuð með öðrum hætti.

Nefnd­in, verði til­lagan sam­þykkt, á að skila nið­ur­stöðum sínum í skýrslu­formi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. októ­ber 2020.

Hund­ruð millj­arðar ferjaðir inn í landið

Fram fóru 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­­asta útboðið fór fram. Leiðin gerði þeim sem vildu kleift að skipta á gjald­eyri fyrir íslenskrar krónur og fá um leið allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu fyrir að koma til lands­ins með gjald­eyri. Hún var því opin á meðan að Már Guð­munds­son, fyr­ir­renn­ari Ásgeirs, sat í stóli seðla­banka­stjóra. Þetta er í fyrsta sinn sem Ásgeir tekur afstöðu til rann­sóknar á leið­inn­i. 

Alls komu um 1.100 millj­­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar, sem sam­svar­aði um 206 millj­­­­­­­örðum króna. 794 inn­­­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­­banka Íslands. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­­kvæmt skil­­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar. Virð­is­aukn­ing­in sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­­bank­ans var um 17 millj­­­­­­­arðar króna.

Dæmdir brota­menn á meðal þeirra sem nýttu sér leið­ina

Margir þeirra aðila sem nýttu sér leið­ina voru stór­tækir í íslensku við­skipta­lífi fyrir banka­hrun en höfðu komið fé fyrir utan land­stein­ana áður en höft voru reist síðla árs 2008. Þessir aðilar gátu því leyst út mik­inn geng­is­hagnað til við­bótar við virð­is­aukn­ing­una sem þeim stóð til boða. 

Sumir þeirra hafa hlotið þunga dóma fyrir stór­felld efna­hags­brot vegna brota sem voru framin í aðdrag­anda hruns­ins. 

Seðla­banki Íslands hefur ekki viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina, og borið fyrir sig þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um bank­ann. ­Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, svar­aði fyr­ir­spurn um málið á Alþingi í síð­asta mán­uði og tók sama pól í hæð­ina og Seðla­bank­inn. Hann taldi sér ekki heim­ilt að birta nöfn þeirra sem fluttu fjár­­­magn til Íslands í gegnum fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. 

Máli sínu til stuðn­­ings vísar Bjarni í úrskurð úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­ing­­ar­­mál vegna kæru Kjarn­ans á synjun Seðla­­banka Íslands um aðgang að upp­­lýs­ing­unum frá því í jan­úar 2019. Í þeim úrskurði sagði meðal ann­­ars að for­taks­­laus þagn­­ar­­skylda Seðla­­banka Íslands gagn­vart við­­skipta­­mönnum sínum komi í veg fyrir að slíkar upp­­lýs­ingar séu gerðar opin­berar „óháð hags­munum almenn­ings af því að fá að kynna sér þær.“

Þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir um nöfn þeirra sem ferj­uðu fé í gegnum leið­ina hafa því verið opin­beruð af fjöl­miðlum sem hafa rann­sakað þær fjár­magnstil­færsl­ur. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­­­munds­­­­sona, Hreið­­­­ars Más Sig­­­­urðs­­­­son­­­­ar, Jóns Ólafs­­­­son­­­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­­­spyrn­u­­­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­­­urðs­­­­son­­­­ar, Ólafs Ólafs­­­­son­­­­ar, Hjör­­­­leifs Jak­obs­­­­son­­­­ar, Ármanns Þor­­­­valds­­­­son­­­­ar, Kjart­ans Gunn­­­­ar­s­­­­son­­­­ar, Skúla Mog­en­­sen, rekstr­­ar­­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­­­ar.

Auglýsing
Á meðal ann­­arra sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina var til að mynda félag í eigu Sam­herja, sem hefur verið mikið í sviðs­­ljós­inu und­an­farnar vik­­ur. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýp­­ur, sem tók við hagn­aði af starf­­semi Sam­herja í Namib­­íu. Esja Seafood lán­aði öðru félagið Sam­herja, Kald­baki, um tvo millj­­arða króna árið 2012 í gegnum fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands. Stundin greindi frá því síðla árs í fyrra að Kald­bakur hafi meðal ann­­ars lánað enn öðru félagi Sam­herja, Katta­­nefi ehf., 300 millj­­ónir króna til að fjár­­­festa í Árvakri, útgáfu­­fé­lagi Morg­un­­blaðs­ins. Það félag var svo selt til Ram­­ses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík, árið 2017, á 325 millj­­ónir króna. Sam­herji lán­aði Ram­­ses II fyrir kaup­un­­um.

Eft­ir­liti ábóta­vant og brotala­mir í pen­inga­þvætt­is­vörnum

Í skýrslu Seðla­­­bank­ans um fjár­­­fest­inga­­leið­ina, sem hann vann sjálfur og birti í fyrra­sum­ar, segir að „stað­­­fest­ingin skyldi gerð af hálfu milli­­­­­göng­u­að­ila eða ann­­­ars aðila sem full­nægði kröfum lag­anna eða laut að mati Seðla­­­bank­ans bæði sam­­­bæri­­­legum kröfum og lögin gera og eft­ir­liti sam­­­bæri­­­legu því sem íslensk fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki lúta. Fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki báru því einnig þá skyldu að kanna fjár­­­­­festa, þ.e. við­­­skipta­­­menn sína, með til­­­liti til­ laga[...]um að­gerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka, og stað­­­festa áreið­an­­­leika þeirra gagn­vart Seðla­­­bank­an­­­um. Eft­ir­lit með því að fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­and­i ­pen­inga­þvætt­is­at­hug­an­ir er í höndum Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins.“

Þetta ferli fór því þannig fram að fjár­­­­­festir leit­aði til íslensks banka og bað hann um að vera milli­­­lið í að færa pen­ing­anna sína í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina. Hann und­ir­­­rit­aði síð­an ­pen­inga­þvætt­is­yf­ir­lýs­ing­u um að hann væri raun­veru­­­legur eig­andi fjár­­­mun­anna sem verið var að færa og stað­­­fest­ingu á því að hann hefði ekki verið ákærður fyrir brot á lögum um gjald­eyr­is­­­mál.

Á síð­ustu árum hefur hins vegar komið í ljós að ­pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit ­ís­lenskra banka, og stjórn­­­­­valda, hefur verið óvið­un­andi. Það fékk fall­ein­kunn hjá sam­tök­un­um F­in­anci­al Act­ion Ta­sk ­Force (FATF) í apríl 2018 og þess kraf­ist að umfangs­­­miklar úrbætur yrðu gerð­­­ar, ann­­­ars yrði Ísland sett á óæski­­legan lista. Ísland var svo sett á gráan lista ­sam­tak­ana í októ­ber í fyrra.

Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið fram­­­kvæmdi athug­­­anir á því hvernig fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki hafi staðið sig í vörnum gegn pen­inga­þvætti á árunum 2018 og 2019. Nið­ur­staðan var að hjá öllum fjórum við­skipta­bönk­unum voru brotala­mir í pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra, þótt þær væru mis­mun­andi mikl­ar. Innan þeirri allra skorti á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga eða fjár­muna hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætti.

Ekki hægt að úti­loka blekk­ingar

Í grein­ar­gerð sem fylgdi þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni þegar hún var lögð fram sagði að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið gagn­rýnd af ýmsum ástæð­um, en telja verði sér­stak­lega mik­il­vægt í ljósi umræðu um aflandseignir og skattaund­an­skot á síð­ustu miss­erum að leit­ast verði við að rann­saka og fjalla um hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi stuðlað að því að fjár­magn vegna skattaund­an­skota, sem geymt var í skjóli á aflandseyj­um, hafi verið fært til lands­ins í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina með afslætt­i. 

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, á Alþingi hafi til að mynda komið fram að ekki væri hægt að úti­loka að í ein­hverjum til­vikum hafi ekki verið farið í einu og öllu að ákvæðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.

Í skýrslu sem Seðla­­banki Íslands birti um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina í fyrra­sumar kom fram aflands­­fé­lög frá lág­skatta­­svæðum hefðu flutt inn 2,4 pró­­sent af heild­­ar­fjár­­­fest­ingu í gegnum leið­ina. Eðli­­legt væri,  í ljósi sög­unn­­ar, að gagn­rýna að það hefði verið ger­­legt að ferja fjár­­muni frá slíkum svæðum í gegnum hana.

Siðfræðistofnun vill líka rannsókn

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands hefur líka skilað umsögn um til­lög­una um skipun rann­sókn­ar­nefnd­ar. Þar segir að það sé brýnt verk­efni stjórn­valda að auka almennt traust á stjórn­kerf­in­u. 

Fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands hafi í eðli sínu falið í sér und­an­tekn­ingu frá­ ­meg­in­reglu með því að þeim sem höfðu aðgengi að erlendum gjald­eyri bauðst að kaupa ­ís­lenskar krónur á veru­legum afslætt­i. Þar hafi mynd­ast aðstöðu­munur sem tald­ist rétt­læt­an­legur í þeim for­dæmla­lausu aðstæðum sem sköp­uð­ust við hrun fjár­mála­keif­is­ins. 

Að sama skapi hafi hins vegar verið nauð­syn­legt að tryggja að fram­kvæmdin væri gagnsæ og að um hana ríkt­i ­traust. „Vegna skorts á gagn­sæi eru áhöld um að það traust sé til stað­ar. Í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis frá árinu 2010 var lögð rík áhersla á að efla eft­ir­lits­hlut­verk Al­þingis og í kjöl­farið voru sam­þykkt lög um rann­sókn­ar­nefnd­ir. Mark­mið slíkrar lög­gjafar er m.a. að skapa í sam­fé­lag­inu for­sendur trausts. Það hlýtur að telj­ast við­eig­andi vett­vangur til­ þess að meta hvernig fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar hafi tek­ist. Sið­fræði­stofnun telur því rétt að stvðja til­lögu um rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar