Útgerðirnar vilja fá að fresta því að borga veiðigjaldið vegna COVID-19

Hagsmunasamtök sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja vilja að veiðigjaldi verði frestað, að sérstök gjöld á fiskeldi verði jafnvel felld niður og að stimpilgjald vegna fiskiskipa verði afnumið. Ástæðan er staðan sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19.

HBGrandi
Auglýsing

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fara þess á leit við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að gerðar verði breytingar á frumvarpi um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru þess efnis að greiðslu veiðigjalds í ár verði frestað. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna veiðigjalda í ár eru tæplega 4,9 milljarðar króna.

Samtökin fara sömuleiðis fram á að sérstök gjöld sem lögð eru á fiskeldisfyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fiskeldisfyrirtækjum meira svigrúm til að bregðast við fyrirséðum tekjusamdrætti við þær aðstæður sem nú eru uppi. 

Þetta kemur fram í umsögn SFS um frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að lögfesta aðgerðarpakka hennar í efnahagsmálum, sem kynntur var í Hörpu á laugardag. 

Markaður fyrir sjávarafurðir sums staðar hverfandi

Í umsögninni segir að íslenskur sjávarútvegur fari ekki varhluta af þeim fordæmalausu aðstæðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. „Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, hótel, mötuneyti og fiskborð matvöruverslana loka stórum dráttum um víða veröld, auk þess sem staða birgja og dreifikerfa er víða í óvissu. Eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum í Evrópu og Bandaríkjunum er því sem næst engin, með tilheyrandi áhrifum á útflutning fisks frá Íslandi. Þá má vænta þess að hægja mun á eftirspurn eftir frystum afurðum auk þess sem verð fari lækkandi þegar fleiri framleiðendur frysti sínar afurðir. Jafnframt getur hvenær sem er komið til þess að fiskvinnslur og útgerðarfyrirtæki þurfi að loka vegna starfsfólks í sóttkví eða samkomubanns stjórnvalda. Það hefði í för með sér meiriháttar hrun í framboði íslensks sjávarfangs.“

Auglýsing
SFS bendir á í umsögninni að íslenskum sjávarútvegi sé gert að greiða sérstakt gjald af lönduðum afla, svokallað veiðigjald. Það sé 33 prósent af reiknaðri afkomu hvers nytjastofns og sé innheimt mánaðarlega. „Rekstrarforsendur tveimur árum fyrir álagningu ráða fjárhæð veiðigjaldsins. Rekstrarforsendur eru hins vegar að verulegu leyti brostnar með fordæmalausum hætti. Veiðigjald er því innheimt í efnahagslegum hamförum, byggt á upplýsingum úr rekstri þegar til muna betur áraði.“

Vilja frestun eða niðurfellingu

Með þessum rökum vill SFS að sjávarútvegsfyrirtækjum verði veitt ráðrúm til að mæta tekjuhruni. Það þyrfti að gera með því að horfa til tímabundinnar niðurfellingar eða frestunar tekjuöflunar sem væri „íþyngjandi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, auk þeirra almennu aðgerða sem frumvarpið tiltekur. Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis að frestun á greiðslu veiðigjalds verði sömuleiðis að veruleika við þessar aðstæður, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld samkvæmt þessu frumvarpi.“

Sömu sögu er að segja um sérstök gjöld sem fiskeldisfyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi greiða, en þau eru gjald vegna fiskeldis í sjó, sem er reiknað af hverju kílógrammi af slátruðum laxi, og umhverfisgjald. „Með frestun þessara sértæku gjalda eða niðurfellingar út árið 2021 mætti veita fiskeldisfyrirtækjum meira svigrúm til að bregðast við fyrirséðum tekjusamdrætti við þær aðstæður sem nú eru uppi. Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis. Sjávarútvegur og fiskeldi eru tvær af undirstöðuútflutningsgreinum þjóðarinnar. Ekki er síður nauðsynlegt að veita þeim atvinnugreinum skjól, í þeim efnahagslegu hörmungum sem nú ganga yfir,“ segir í umsögninni.

Vilja líka afnám stimpilgjalds á fiskiskip

Í lok umsagnarinnar er þrýst á að frumvarp um breytingu á lögum um stimpilgjald af fiskiskipum verði afgreitt sem hluti af þeim bandormi sem felst í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða áralangt baráttumál SFS, en á árunum 2008 til 2017 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúm­lega 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjald vegna fiski­skipa. 

Auglýsing
Sjó­manna­sam­band Íslands og VM - félag vél­stjóra og málm­tækni­manna hafa sagt að þau geti ekki undir neinum kring­um­stæðum nema að einu leiti tekið undir nauð­syn þess að afnema stimp­il­gjöld af fiski­skip­um. Und­an­tekn­ingin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipa­skrá. Í umsögn þeirra um fyrirliggjandi frumvarp þess efnis sagði meðal annars: „Með því að aflétta stimp­il­gjaldi er útgerð­inni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipa­skrá að eigin geð­þótta og stefna afkomu sjó­mann­anna í stór­hætt­u.“

Góð afkoma í rúman áratug

Samkvæmt tölur úr Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte fyrir árið 2018 sem kynntur var í september í fyrra, og nær yfir rekstur 92 prósent allra fyrirtækja í íslenska sjávarútvegsgeiranum, áttu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eigið fé upp á 276 milljarða króna í lok þess árs. 

Frá hruni og fram til þess tíma hafði eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna batnað um 355 milljarða króna, en hún var neikvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 12,3 milljarða króna árið 2018. Frá árinu 2010 og til loka árs 2018 höfðu þau greitt 92,5 milljarða króna til eigenda sinna í arðgreiðslur. 

Samanlagt batnaði hagur sjávarútvegarins því um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 og út árið 2018, eða á einum áratug.

Þá var búið að taka tillit til þeirra 63,3 milljarða króna sem útgerðarfyrirtækið greiddu í veiðigjöld frá árinu 2011 og úr árið 2018. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar